Alþýðublaðið - 01.05.1990, Síða 3
Þriðjudagur 1. maí 1990
3
Pólitiskur vilji fyrir umbodi til samitinga við EFTA
— segir Jón Baldvin Hannibalsson um leidtogafund EB-ríkjanna nú um helgina.
Stefnt er að aukinni pólistískri einingu efnahagsbanda-
lags ríkjanna 12 segir í yfirlýsingu frá fundi leiðtoga EB ríkj-
anna í Dyflinni á laugardag. Þar kemur einnig fram að gert
ráð fyrir aðild sameinaðs Þýskalands að bandalaginu. Þá
frestaði framkvæmdastjórn bandalagsins enn að veita um-
boð til samninga við Fríverslunarbandalag Evrópu um evr-
ópskt efnahagssvæði, EES. Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra segist engu að síður telja að pólitískur vilji
sé fyrir því að veita umboð til samninganna.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
stefnu EB-ríkjanna jákvæðari í
garð EFTA eftir leiðtogafund helg-
arinnar. Þar hefðu Danir í fyrsta
sinn lýst því yfir að greiða bæri
fyrir samningum við EFTA sem
stæðu jú EB næst. Greinilegur pól-
itískur vilji væri fyrir því að veita
umboð til samninga við EFTA að
sögn utanríkisráðherra. Hann
benti engu að síður á að við blasi
að dragast kunni að veita umboð-
ið. Ástæðan væri fyrst og fremst sú
að samþykki Evrópuþingsins þurfi
til, en að sögn Jóns Baldvins eru
þingmenn þess illa upplýstir um
málefni EFTA.
Jón Baldvin telur forsendu þess
að EFTA ríkin nái fram samning-
um við efnahagsbandalagið að
EFTA verði eflt sem sameiginlegt
samninga og stjórntæki ríkjanna.
Þannig að þau geti komið fram
sem einn aðili í samningum við
efnahagsbandalagið. Þá telur
hann nauðsynlegt að komið verði
á fót eftirlitsstofnunum á vegum
EFTA þannig að leysa megi úr
ágreiningsefnum með skilvirkari
hætti en nú er.
Utanríkisráðherra bendir enn
frekar á að EFTA-málið hafi verið
gert að prófsteini í valdabaráttu
Evrópuþingsins gegn fram-
kvæmdastjórninni, en það hefur
til þessa nánast verið afgreiðslu
stofnun fyrir ákvarðanir fram-
kvæmdastjórnarinnar. Það er yfir-
lýst stefna Kohls, kanslara Vest-
ur-Þýskalands og Mitterrand, for-
seta Frakklands að auka skuli vald
þingsins gagnvart framkvæmda-
stjórninni.
Aukin pólitísk eining EB ríkj-
anna er talið munu styrkja banda-
lagið enn frekar sem sameiginlegt
tæki til ákvarðanatöku. Það eru
Frakkar og Þjóðverjar sem til
þessa hafa viljað hraða politískri
einingu ríkjanna en Bretar hafa
iengst af staðið gegn því.
Margrét Thatcher, forsætisráð-
herra Breta hefur gert fyrirvara á
samþykktinni um pólitíska ein-
ingu EB ríkjanna og segir hana
verða að lúta vissum takmörkun-
um. Thatcher ber helst fyrir sig
hræðslu heima fyrir um að pólitísk
sameining gæti leitt til þess að
þjóðin muni glata verðmætum
þáttum í menningararfleið sinni
eins og 700 ára þingi og konung-
dæminu.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvenær af aukinni pólitískri
einingu ríkjanna verður en búist
er við að tímasetning verði ákveð-
in á fundi leiðtoganna í Dyflinni í
júní í sumar.
í yfirlýsingu frá fundi leiðtoga
EB, er lýst yfir velþóknun á sam-
einingu þýsku ríkjanna tveggja.
Þess er vænst að sameinað Þýska-
land muni styrkja Evrópu sem
heild og þá sérstaklega efnahags-
bandalagið, en sameinað Þýska-
land verður hluti þess.
Leiðtogar EB ríkjanna sam-
þykktu áform framkvæmdastjórn-
ar EB um að veita lýðræðis ríkjum
Austur-Evrópu fjárhagslegan
stuðning. Markmiðið EB er að efla
efnahagsleg og pólitísk tengsl við
ríki Austur-Evrópu með' gagn-
kvæmum samningum ríkjanna,
Það mun þó háð áframhaldandi
lýðræðisþróun og þróun frjáls-
markaðar í Austur-Evrópu.
FRÉTTIN BAK VIÐ FRÉTTINA
Um hvað verður
kosið i borginni?
Þá fer kosningabaráttan að bresta á með fullum þunga og
tilheyrandi sálarangist þeirra sem hafa tilhneigingu til að
vera alltaf sammála síðasta ræöumanni eða eru veikir í
trúnni.
„Davið Oddsson er mjög sjalfsöruggur maður og afgerandi í orðum og athöfnum. Hins vegar fer ekki á milli mála,
að stundum virkar hann hrokafullur," segir Sæmundur Guðvinsson m.a. i grein sinni.
Hinir sanntrúuðu haggast hins
vegar hvergi og eru þess fullvissir
að þeirra málstaður sé hinn eini og
sanni. Vorkenna villuráfandi sauð-
um sem ekki hafa séð Ijósið eða
væna þá um að vinna gegn hags-
munum sveitunga sinna með þvi
að styðja ekki þá sem eru einir
færir um að stjórna. Því er gjarnan
haldið fram, að í sveitarstjórnar-
kosningum sé frekar kosið um
menn en málefni og eflaust á það
við nokkur rök að styðjast.
Mannaval í borginni
Með þetta í huga er ekki annað
hægt að segja en höfuðborgarbú-
ar hafi úr miklu að velja þar sem
sjö listar bjóða fram í þau fimmtán
sæti sem eru til skiptanna í borgar-
stjórn. Það er því ekki skortur á
fólki sem býðst til að taka að sér
stjórn borgarinnar. í sumum tilfell-
um fengu kjósendur að velja fólk á
framboðslista en í örðum tilvikum
tóku flokkarnir það ómak af borg-
arbúum, enda nauðsynlegt að
hafa vit fyrir fólki á sem flestum
sviðum eins og allir vita. Ekki
gekk það þrautalaust að koma
saman lista í öllum tilvikum vegna
þeirrar nöturlegu staðreyndar að
ekki kemst nema einn maður í
hvert sæti og því ekki hægt að
hafa fleiri í efstu sætunum en tala
þeirra segir til um. Svo munu líka
hafa komið upp þau tilvik þar sem
slegist var um að vera ekki á lista,
alla vega ekki í efstu sætum þótt
ótrólegt megi virðast.
Minna bera á málefnum
Ætla mætti að allur þessi fjöldi
frambjóðenda hefði úr nógu að
moða þegar málefnin eru annars
vegar. Fram til þessa hefur hins
vegar reynst skortur á málefnum,
hvað sem verður þegar nær dreg-
ur kjördegi.
Ég fylgdist með efstu mönnum
listanna í sjónvarpsþætti á Stöð 2
fyrir helgina og fréttum af blaða-
mannafundi Nýs vettvangs. Held-
ur þótti mér þetta þunnur þrett-
ándi. Ég tala nú ekki um þegar
andstæðingar Davíðs áttu í inn-
byrðis orðahnippingum hvað eftir
annað í sjónvarpsþættinum út af
einhverjum tittlingaskít. Nærvera
Ólínu virtist fara mjög í fínu taug-
arnar á sumum. Nú er það góðra
gjalda vert að beita sér fyrir því að
aga embættismenn borgarinnar,
minnka stressið og fegra umhverf-
ið, en það þarf öllu meira til ef efla
á stjórnmálahreyfingu til valda.
Fjölgun barnaheimila kann að
vera nauðsynleg,. en þó er ég
þeirrar skoðunar að áður en slík-
um stofnunum verði fjölgað að
mun þurfi að ræða hugmynd
Davíðs um að taka upp greiðslur
til þeirra sem vilja vera heima hjá
börnum sínum um tíma í stað þess
að nota peningana í æ fleiri stofn-
anir.
Hroki og sambandsleysi?
Það fer ekki milli mála að sjálf-
stæðismenn ganga sterkir til þess-
ara kosninga í Reykjavík. Deilur
um ráðhús og vertshús í Öskjuhlíð
eru úr sögunni enda of seint í rass-
inn gripið að kjósa um þær fram-
kvæmdir. Kannski helst megi deila
um einstaka áherslupunkta varð-
andi ráðstöfun á fé skattborgara.
Hvort núverandi meirihluti hafi
lagt næga áherslu á „hinn félags-
lega þátt'' eins og það er gjarnan
nefnt. Ekki er vafi á að lengi má
gera betur á því sviði, en menn
gera sér ekki alltaf grein fyrir hvað
er ríkisins og hvað er sveitar-
stjórna í þeim málum. Svo hefur
meirihlutinn verið sakaður um
hroka og sambandsleysi við borg-
arbúa.
Davíð Oddsson er mjög sjálfsör-
uggur maður og afgerandi í orð-
um og athöfnum. Þetta hefur fólki
líkað vel, enda eiginleikar sem
alltof fáir stjórnmálamenn eru
gæddir. Hins vegar fer ekki milli
mála að stundum virkar hann
hrokafullur. Má nefna sem dæmi
er hann kom fram í fréttum Stöðv-
ar 2 á sunnudagskvöldið. Þar var
sagt að yfirlæknir Fæðingar-
heimilisins og Ijósmæður hefðu
sagt upp störfum vegna þess hve
aðstæður væru slæmar á heimil-
inu og engar fullnægjandi úrbæt-
ur fengjust. Þá kom Davíð fram og
sagði að þessu fólki væri frjálst að
fara ef það vildi og óþarft að hafa
fleiri orð um það. Svona tala menn
bara ekki um málefni sem þetta.
Fyrr má nú aldeilis fyrrvera, eins
og vitur maður sagði. Hins vegar
hef ég ekki oft orðið vitni af svona
töktum hjá borgarstjóra.
Hvað varðar meint sambands-
leysi meirihlutans við borgarbúa
þá er vissulega nokkuð til í þvi.
Það er eftirsjá að hverfafundum
borgarstjóra og fyllsta ástæða til
að taka þá upp aftur.
Við getum gert meira sjálf
--J .... ' —
I ReykjaVik er einn flokkur dreg-
inn til ábyrgðar fyrir þessar kosn-
ingar og er það mikiil kostur þar
sem þá fer ekki milli mála að það
sem hefur verið gert eða látið
ógert er á ábyrgð þessa flokks.
Það er ólíku saman að jafna í fjöl-
flokka ríkisstjórn sem byggir á
málamiðlunum og enginn einn
flokkur nær fram öllum sínum
málum. í lýðræðisríkjum er nauð-
syn á sterkri stjórnarandstöðu og
hversu vel sem einn flokkur stjórn-
ar hér í Reykjavík þá þarf hann að-
hald. En sundrað lið sex flokka
sem berjast við samhentan meiri-
hluta hefur litla möguleika á að
veita þetta aðhald.
Annars er ég á móti þessari sí-
vaxandi tilhneigingu almennings
til að vísa öllum málum í faðm rík-
is og bæjaryfirvalda. Við göngum
framhjá bréfsnifsi á götu og segj-
um full vandlætingar: „Hvað er að
sjá þetta. Getur Davíð ekki séð um
að halda gangstéttunum hrein-
um?“ í stað þess að taka snifsið og
fleygja í næsta rusladall. Hverfafé-
lög geta látið mikið gott af sér
leiða í sínu nánasta umvherfi án
þess að rjúka til og bjóða fram. Við
segjumst vera á móti samþjöppun
valds og miðstýringu en erum
samt alltaf í raun að heimta meiri
forsjá hins opinbera með einum
eða öðrum hætti.
Öll umræöa til góðs
Með þessu er ég ekki að mæla
gegn því að fólk sameinist um að
bjóða fram lista til borgarstjórnar
telji það þörf á að berjast fyrir
ákveðnum málstað með þeim
hætti. Síður en svo. Öll umræða
um borgarmál er af hinu góða.
Hins vegar sé ég ekki fram á að all-
ur þessi listafjöldi í borginni verði
til annars en að dreifa kröftunum
og gera umræðuna ómarkvissari.
Fyrir nokkrum áratugum sagði
Tómas Guðmundsson skáld eitt-
hvað á þá leið fyrir bæjarstjórnar-
kosningar í Reykjavík, að miðað
við loforðalista flokkanna skipti
mestu að einhver þeirra kæmist
að í kosningunum. Þessi orð eru
enn í fullu gildi.