Alþýðublaðið - 01.05.1990, Side 5
L
‘. i ; r I i t i t .1 h.*í i i
Þriðjudagur 1. maí 1990 5
Byltingin semiókst
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að allar
helstu mannréttindahugmyndir verkalýðshreyfingarinnar,
þau markmið sem hún setti sér að berjast fyrir á síðustu öld
og fyrri hluta þessarar aldar séu í raun viðurkennd. Þess
vegna hafi byltingin sem alþjóðleg verkalýðshreyfing hafi
barist fyrir í raun og veru tekist. Þetta málefni, breytingarn-
ar í Austur-Evrópu og tengsl verkalýðshreyfinganna ræðir
formaðurinn í þessu viðtali.
— Hvað segir Ögmundur um
breytingarnar í Austur-Evr-
ópu? Telur hann að þær muni
hafa áhrif á verkalýðsbaráttu
hér á landi — ef svo er, hvernig
þá?
„Það er ekki nokkur vafi á því
að þeir vindar sem nú blása í Aust-
ur-Evrópu og það mikla umrót
sem þar er mun hafa áhrif um ali-
an heim. Varðandi áhrif á verka-
lýðsbaráttuna sérstaklega þá hafa
gárungarnir haft á orði að á með-
an fólk sé í óða önn að hafna
skipulagningu í Austurvegi þá
bregði svo við, að menn taki til við
að skipuleggja í gríð og erg hér
norður á íslandi. Það er vissulega
nokkuð til í því að síðustu kjara-
samningar sem öli helstu al-
mannasamtök landsins stóðu að,
eru beiniinis til orðnir vegna þess
að frumskógarlögmáiin sem
menn hafa verið að gæla við
undanfarin ár dugðu hreinlega
ekki. Einmitt þess vegna settust
menn niður til að koma skikk á
hlutina, skapa grundvöll til þess
að byggja á aukinn kaupmátt og
ekki síður, aukinn jöfnuð.
Annars eru þetta mjög merki-
legir tímar sem við lifum. Það
finna allir á sér. Atburðarásin er
hröð og gerjunin mikil og ekki er
alltaf hlaupið að því að átta sig á
hvað er að gerast í raun. Enda úir
og grúir af nýjum söguskýringum
og túlkunum.Mér finnst þó aug-
ljóst að alrangt er að líta á hrun
einræðisstjórna í Austur-Evrópu
sem sigur sérhyggju yfir félags-
hyggju eins og víða sést haldið
fram. Þvert á móti þá marka lýð-
ræðishræringarnar í Austur-Evr-
ópu tímamót í þeirri sigurgöngu
félagshyggju og skipulagðrar sam-
ábyrgðar sem sett hefur svip á tut-
tugustu öldina. Án virks lýðræðis
er almenningur, hinn almenni
launamaður áhrifalaus og í Aust-
ur-Evrópu hafði almenningur ver-
ið sviptur öllum áhrifum nema að
forminu til.
Margt í
Kommúnistaávarpinu
komið fram____________________
Á margan hátt einkenndist 19.
öldin af baráttu borgarastéttarinn-
ar og viðurkenningu á kröfum
hennar um verslunar- og við-
skiptafrelsi, trúfrelsi, málfrelsi og
kosningarétt fyrir eignamenn. I
upphafi tuttugustu aldarinnar fóru
áherslur að breytast og verkaiýðs-
hreyfing og stjórnmálaöfl sem
tengdust henni að sækja í sig veðr-
ið og varð sííellt meira ágengt í
baráttu fyrir kosningarétti fyrir al-
menning, réttinum til menntunar,
réttinum til heilsuverndar, réttin-
um til almannatrygginga og ann-
arrar skipulagðrar samhjálpar.
Fyrir eitt hundrað árum þótti
ekki sjálfsagt að eignalaus maður
mætti greiða atkvæði í kosning-
um, að fátæk ungmenni ættu rétt
á menntun', að hinir efnaminni
ættu skilyrðislaust að njóta alls
hins besta sem læknavísindin
hefðu upp á að bjóða, að samfélag-
ið ætti að hlaupa undir bagga með
þeim sem ættu við erfiðar aðstæð-
ur að stríða. Nú í lok tuttugustu
aldarinnar er litið á þessi réttindi
sem mannréttindi, skilgreind sem
slík í stefnuskrám allra stjórnmála-
flokka og ekki til umræðlu þó
þessi skilgreining á mannréttind-
um sé ótrúlega ung dettur engum
í hug að gera um hana ágreining.
Þetta er því bylting sem tókst. Það
er dálítið merkilegt að rifja það
upp að margt af því sem sett var
fram í Kommúnistaávarpinu um
miðja síðustu öld, og þótti mjög
róttækt þá, hefur fyrir löngu feng-
ið almenna viðurkenningu og
þykir ekki róttækt lengur. Þar má
t.d. nefna hugmyndir um að nota
skattakerfi til tekjujöfnunar, af-
nám barnavinnu í verksmiðjum
og fleira þar fram eftir götunum.
Allar helstu mannréttindahug-
myndir verkalýðshreyfingarinnar,
þau markmið sem hún setti sér að
berjast fyrir á síðustu öld og fyrri
hluta þessarar aldar eru í raun við-
urkennd, einnig af peningafrjáls-
hyggjumönnum. Forréttindaöflin
hafa smám saman þurft að láta
undan síga. Þeirra barátta tak-
markast einkum af viðleitni til að
tryggja hinum eignameiri um-
framréttindi og möguleika til að
nýta sér rúm fjárráð til að skapa
sér og sínum betri aðstöðu. Þeir
vilja fá betri menntun fyrir sín
börn og skapa þeim þannig for-
skot í krafti peninga. Þeir vilja
geta keypt sér betri heilsugæslu
og þannig mætti lengi telja. En
jafnvel þótt þeir vilji takmarka
frelsið með því að samtvinna það
peningaeign þá dettur þeim ekki í
hug að efast um gildi hinnar fé-
lagslegu byltingar, um réttinn til
menntunar, heilsugæslu og trygg-
inga. Þegar litið er á kröfur evr-
ópskrar verkalýðshreyfingar í
upphafi þessarar aldar og þær
bornar saman við veruleikann í
dag þá rennur upp fyrir okkur að
átt hefur sér stað bæði efnaleg og
hugarfarsleg bylting. Þetta er bylt-
ingin sem tókst. Gömlu kempurn-
ar geta verið nokkuð brattar."
Kratar gátu ekki
talað við komma
— Engu að síður verður ekki
framhjá því horft að þrátt fyrir
ávinninga hafa félagshyggju-
öflin verið sundruð. Heldur þú
að þetta komi til með að breyt-
ast?
„Já, á því er enginn vafi. Þessi
öfl hafa aldrei gefið sér tíma til að
líta upp úr eigin fari. Þetta hefur
líka orðið til þess að þessi öfl hafa
vanmetið eigin sigra. Staðreyndin
er sú að menn hafa reynt ólíkar
leiðir til þess að ná markmiðum
um jöfnuð og aukna hagsæld fyrir
alla. Menn hafa síðan skipst í
flokka eftir því hvaða leiðir þeir
hafa talið heppilegastar eða
skjótvirkastar. Síðan þekkjum við
hvað gerðist. Margir gleymdu
markmiðunum en ieiðirnar að
þeim urðu aðalatriðið, þær urðu
að hugsjón sem menn börðust fyr-
ir með oddi og egg. Þannig gerðist
það að samvinnumenn hættu að
geta talað við krata og kratar gátu
ekki talað við komma og allt var
þetta að sjálfsögðu gagnkvæmt.
Mikilvægi atburðanna í Austur-
Evrópu bæði fyrir verkalýðshreyf-
ingar og alla pólitíska baráttu er
að mínu mati tvíþætt. í fyrsta lagi
kalla þessir atburðir og þessi gerj-
un öll á endurmat á leiðum, að
spilin verði stokkuð upp á nýtt. Að
menn spyrji upp á nýtt með hvaða
hætti við náum árangri í baráttu
fyrir auknum lífsgæðum og jöfn-
uði.
í öðru lagi hljótum við að draga
þann lærdóm af misheppnuðum
— Rœtt vid
Ögmund Jónasson,
formann BSRB,
um stefnur, strauma
og nýjar áherslur
í verkalýdshreyfingunni
tilraunum til ofurskipulagningar
að hugmyndum um þjóðfélags-
skipan verður aldrei troðið ofan í
fólk með harðri hendi. Ef ekki
tekst að vinna kröfum um jöfnuð
og félagslegt réttlæti hljómgrunn
þá munu þær ekki ná fram að
ganga, þá verða þær í orði en ekki
á borði. Spurningin er náttúrlega
alltaf sú hvar eigi að draga línurn-
ar. En það gefur auga leið að ef lög
byggja ekki á lýðræðislegum vilja
almennings þá eru þau dæmd til
að mistakast. Ávinningar sem
byggja á samstöðu, sem verða til
af fúsum og frjálsum vilja eru hins
vegar varanlegir og þess vegna
dýrmætari en breytingar sem eru
þvingaðar fram gegn vilja al-
mennings.
Verkalýðshreyfingin hlýtur þess
vegna að sjá rækilega til þess að
vera jafnan jarðtengd í lýðræðis-
legu starfi. Ef við ekki byggjum á
lýðræðislegum vilja þá erum við
líka dæmd til að deyja. Menn hafa
verið að velta því fyrir sér hvort
mótsögn sé á milli frelsis annars
vegar og jafnréttis hins vegar. í því
sambandi hefur verið bent á að
víða gerist þess vart að smáir hóp-
ar vilji vera frjálsir til að skara eld
að sinni köku. Þegar stóru sam-
böndin höfðu til dæmis samið um
jafna krónutölu í fyrra fengu flug-
menn í magann og knúðu fram
hækkanir sem einar sér voru á
borð við lægstu laun. Auðvitað
reiddist fólk þessu mjög. Án efa
vilja ýmsir hópar hafa frelsi til
slíkra hluta og fyrir því hljóta að
vera takmörk. Þetta er hins vegar
ekkert nýtt af nálinni og hefur alla
tíð fylgt hreyfingu launafólks. Því
miður. Það sem er hins vegar um-
hugsunarefni er að einmitt þeir
samningar sem byggja á víðtækri
umræðu, þeir samningar eru
launajöfnunarsamningar, enda
kannski ekkert undarlegt þegar
haft er í huga að þorri fólks er á
lágum launum og vill jafna upp á
við. Einnig er þessi hugsun mjög
sterk hér á landi, í þjóðarsálinni ís-
lensku, hver skoðanakönnunin á
fætur annarri hefur sýnt að ís-
lenskur almenningur vill jöfnuð."
íslensk verkalýðshreyfing
leitar að sólinni
— Eigum við einhverja sam-
leið með erlendum verkalýðs-
hreyfingum?
„Já, tvímælalaust og af mörgum
ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess
að viðsemjendur launafóiks eru
skipulagðir á fjölþjóðlegum
grundvelli. Bæði hið fjölþjóðlega
fjármagn og nú ríkisvaldið í Evr-
ópu í vaxandi mæli. Launafólk
verður auðvitað að skipuleggja sig
í samræmi við þessa þróun. 1 öðru
lagi er Ijóst að þau vandamál sem
heimurinn stendur frammi fyrir
verða ekki leyst nema með víð-
tækri samvinnu og samstöðu
launafólks. Án slíkrar samstöðu
verður hungri ekki útrýmt í heim-
inum, vígbúnaðarkapphlaupið er
ekki stöðvað og umhverfisvanda-
málin ekki leyst. í tengslum við
þróunina í Evrópu og samruna þar
í einn markað er þetta meira að
segja orðið meira knýjandi en
nokkru sinni fyrr. Evrópusamrun-
inn hefur fyrst og fremst orðið á
forsendum fjármagnsins og það er
okkar að koma í veg fyrir að fjár-
magnið verði öllu ráðandi og setji
okkur stólinn fyrir dyrnar.
Mér er minnisstætt þegar
sænska stórfyrirtækið Asea sam-
einaðist meginlandsrisanum
Brown Boveri fyrir tveimur árum
eða svo, þannig að úr varð einn
stærsti auðhringur á sviði raf-
eindatækni i heiminum. Sænska
stjórnin var áköf í að halda starf-
semi Asea innan sænsku landa-
mæranna, enda atvinna tugþús-
unda í húfi og skattatekjur að sjálf-
sögðu einnig þar sem í hlut átti
fyrirtæki sem velti milljörðum.
Risinn þurfti hins vegar að skoða
málið áður en hann tæki ákvörð-
un. Og hvað skyldi hann hafa vilj-
að skoða? Jú vinnu- og skattalög-
gjöf í Svíþjóð og bera hana saman
við það sem gerðist í þeim ríkjum
öðrum sem komu til álita fyrir
starfsemina. Og allt átti þetta að
sjálfsögðu að skoða með tilliti til
reksturs og hugsanlegs gróða.
Menn höfðu fyrir satt að freisting-
in hefði verið mikil fyrir sænsku
stjórnina að hnika til hlutum til að
hugnast fyrirtækinu. Þetta og fjöl-
mörg svipuð dæmi mætti nefna
sem nauðsyn þess að vera á varð-
bergi gagnvart fjármagninu."
Tengsl verkalýös-
hreyfingarinnar og flokka
að hverfa
— Ef við víkjum að tengslum
pólitískra flokka og verkalýðs-
hreyfingar. Áttu von á breyt-
ingum á þeim vettvangi?
„Samtök launafólks hér á landi
eru laustengdari flokkapólitíkinni
en gerist víðast hvar erlendis þar
sem um bein skipulagsleg tengsl
er að ræða svo sem í Bretlandi og
á Norðurlöndum. Mér sýnist þró-
unin þó alls staðar stefna í þá átt
að rjúfa tengslin þarna á milli og
tel það vera rétt. í samtökum
launafólks er fólk úr mörgum
stjórnmalaflokkum með ólík við-
horf og sjónarmið. í sumum fé-
lögum og samtökum hér á landi er
stunduð eins konar kvótaskipting
á milli stjórnmálaflokka þegar
skipað er í stjórnir og innan þeirra
samtaka sem ég tilheyri örlaði á
þessum sjónarmiðum í eina tíð.
Hjá okkur heyrir þetta nú hins
vegar sögunni til. Það er hins veg-
ar ekkert við það að athuga að
fólk í verkalýðshreyfingunni starfi
í sjórnmálaflokkum og sé þar
virkt. Það sem ég á við er að
verkalýðshreyfingin verði ekki
háð flokkum eða hinu pólitíska
valdi. Nú kunna einhverjir að
halda að með þessu eigi ég við að
verkalýðshreyfingin eigi sífellt að
vera í uppreisn og andstöðu, helst
í krónískri fýlu. Þetta er náttúrlega
fráleitt. Sjálfstæði felur það í sér að
menn þori að taka afstöðu, stund-
um með, stundum á móti. Þannig
er það ekkert lögmál að verka-
lýðshreyfing leiti uppi hvert ský
sem sést á himni og gangi þar und-
ir. Hin frjálsa sjálfstæða verkalýðs-
hreyfing leitar iíka að sólinni.Og á
meðan stjórnmálaflokkar vinna
að stefnumálum hennar þá er það
Framhald á bls. 16.