Alþýðublaðið - 01.05.1990, Síða 6
6
Þriðjudagur 1. maí 1990
BÚKAREST fyrir 22 árum — hrollkaldur 1. maimorgunn þegar 3—4 tíma skrúðfylking hóf göngu sína fyrir framan stúku Ceausescus forseta og gesta hans.
7. maí i Búkarest fyrir 22 árum:
Harðstjórinn hylltur
— forsetinn sem heimurinn trúöi á í þá daga átti eftir ad bregöast vonum allra
BÚKAREST, — kuldalegur 1. maí 1968 heilsar. Klukkan er
rétt liðlega 8 að morgni, þegar gestir hins „vinsæla og ást-
ríka forseta landsins", sem menn víða um heim, meira að
segja á Mogganum, töldu að Ceausescu væri þá, héldu af
stað frá hótel Athena-Palas, til aðalgötu borgarinnar þar
sem 1. maí hátíðarhöldin fóru fram. það var nístandi norðan
bálviðri, sem smaug gegnum þunnan íslenskan rykfrakka
frá Belgjagerðinni og þaðan um merg og bein.
Þemað var friðsamlegt
Vaskur hópur íþróttablaða-
manna víða að úr heiminum hélt
af stað stutta leið frá hótelinu til
mikillar breiðgötu í nágrenni við
höfuðstöðvar rúmenska kommún-
istaflokksins. Þarna við breiðgöt-
una hafði verið sett upp mikil
heiðursstúka, líklega fyrir 500 til
Erlendir „hernaðarfulltrúar" frá erlendum sendiráðum voru talsvert margir í hópi gestanna, hér eru nokkrir þeirra
á útibarnum góða þar sem menn gátu ornað sér í kuldanum snemma morguns.
1000 manns, þar sem höfuðpaur-
inn sjálfur, Nicolai Ceausescu
ásamt fjölskyldu sinni og nánustu
samstarfsmönnum sat í miðri
stúkunni í blómahafi á rauðum og
dýrum teppum.
Allt út frá þessum tignarmenn-
um, sem í raun voru gestgjafar
okkar, íþróttafréttaritaranna, sátu
ýmsir gesta forsetans, — gestir
eins og við, fólk frá erlendum
sendiráðum og margir fleiri.
Hvorki fyrr né síðar hef ég orðið
vitni að 1. maí hátíðarhöldum lík-
um þessum. Ekki man ég hvernig
alþjóðapólitíkin leit út nákvæm-
lega þetta ár — en Rúmenar voru
— eins og þeir voru þá álitnir um
allan heim, friðelskandi og fram-
farasinnaðir. Þetta kom fram í
þeirri feyknarlegu skrautsýningu,
sem hófst fljótlega eftir að forset-
inn og hans lið hafði komið sér fyr-
ir í stúkunni miklu. Þetta var ein-
staklega friðsamlegt þema — og á
sinn hátt falleg sýning.
Já, gangan var mikil. Tugþús-
undum saman liðuðust þátttak-
endur framhjá stúkunni. Hver
hópur var með sínar uppákomur
af ýmsu tagi, mikið bar á borðum,
fánum, blöðrum fallegum slagorð-
um, hróp og vel æfð slagorð, söng-
ur, dans, íþróttir. Allt þetta mátti
sjá í göngunni, sem þokaðist hjá
næstu 3—4 tímana að mig minnir.
Vantrúaður
bandariskur herforingi
Satt best að segja var ég búinn
að fá meira en nóg af þessari
skemmtan í kalsanum eftir 15—20
mínútur, og greinilegt var að ég
var ekki einn um það. Eg var svo
Ijónheppinn að í næsta sæti fyrir
framan mig sat maður, fínn og
strokinn, í hermannabúningi sem
mér fannst ég kannast við, fannst
helst að þetta væri einn af „winun-
um af beisnum" enda þótt ég sé
sannarlega ekki vel að mér í bún-
ingum stríðsmanna. En viti menn!
Þessi maður reyndist vera her-
málafulltrúi við bandaríska sendi-
ráðið í Búkarest og klæddur blá-
leitum búningi flughersforingja.
Hann kunni á öllu skil í þessari
borg og bauð mér kærkomna
hvíld við glápið út á breiðgötuna
þar sem fólkið streymdi hjá með
sjóin sín, veifandi hinum ástsæla
forseta sínum í stúkunni og send-
andi honum einhvern vinsamleg-
an tón.
Bandaríski diplómatinn, án efa
CIA-maður, vissi hvert hann
stefndi, þegar hann bauð mér nið-
ur af pallinum, úr kuldaþræsingn-
um, og niður í skjólgott rými undir
stúkunni. Þar var þröng á þingi,
því þar var barinn og menn af
mörgum þjóðum í óðaönn að ná
úr sér hrollinum þótt dagurinn
væri ekki gamall. Þessi ágæti
maður sagði mér að um þessar
mundir væru Rúmenar vinsælir
víða um heim fyrir vissa óþægð
við sovétmenn, en allt væri þetta
svik og lygar. Hann sagðist ekki