Alþýðublaðið - 01.05.1990, Síða 12

Alþýðublaðið - 01.05.1990, Síða 12
12 Þriðjudagur 1. maí 1990 Juhan Aare er þeirrar skoðunar að eina leiðin fyrir Litháa nú sé að semja við Sovétmenn, að fresta gildistöku sjálfstæðisyfirlysingarinnar. Hann segir að lítil ríki veröi að gæta þess að bera sig rétt að þegar þau eigi í deilum við risaveldi, það gangi ekki að setja aðeins fram úrslitakosti. Eistlendingar geta ekkibeðið lengi eftir sjálfstæði Kristján Kristjánsson Eistlendingar geta ekki beðið eftir sjálfstæði lengi enn. Reyndar geta Sovétmenn ekki beðið stundinni lengur eftir efnahagslegum umbótum. Þetta er skoðun Juhan Aare, sem er einn 11 fulltrúa Eistlands í Æðsta ráði Sovétríkjanna. Hann segir í einkaviðtali við Alþýðublaðið að ef ekki verði gerðar róttækar breytingar á efnahagskerfinu í Sovétríkj- unum á næstu árum, þá muni landið liðast sundur. Það verði einfaldlega ekki hægt að una við óbreytt ástand. „Við völdum vitlaust kerfi," bætir hann við — máli sínu til stuðn- ings gerir hann samanburð á efnahag og þjóðfélagsástandi í þýsku ríkjunum tveimur. „Þetta liggur í augum uppi," segir hann og glottir. Hann er bjartsýnn á að Eistland verði sjálf- stætt í framtíðinni og trúir enn á möguleikann til breytinga í Sovétríkjunum. „Ég er þeirrar skoðunar að Lit- háar eigi aðeins að fresta gildis- töku sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar — þeir eiga ekki að draga yfirlýs- inguna til baka. Þeir verða að hefja viðræður við Moskvu um sjálfstæði landsins, það er engin önnur leið út úr þeirri stöðu sem skapast hefur en viðræður. Það er reyndar mjög erfitt fyrir Gorbat- sjov að hefja slíkar viðræður en það er eini möguleikinn sem býðst. Ég tel að efnahagsþvingan- irnar sem Gorbatsjov hefur beitt gegn Litháum séu mjög vanhugs-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.