Alþýðublaðið - 01.05.1990, Page 13
Þriðjudagur 1. maí 1990
13
Juhan
Aare
fulltrúi
Eistlands
í Æösta
ráöi
Sovét-
ríkjanna
Sovétríkin munu liöast i sundur ef
ekki veröur róttæk kerfisbreyting
á næstu árum. Það verður ekki
hægt að lifa í landinu ef efna-
hagsástandið batnar ekki. Sem
stendur er skortur á öllum neyslu-
vörum, mat — raunar hverju sem
er segir fulltrúi Eistlands í æðsta
ráðinu. Gorbatsjov tókst á hendur
eitt erfiðasta verk í samtíma-
stjórnmálum sem um getur. Hann
á enn á möguleika segir Juhan
Asre.
aðar — með þessum hætti verður
framtíðin aldrei björt, hvorki í
Moskvu né Litháen," segirJuhan
Aare um stöðuna í Litháen í dag.
Hann víkur sér undan spurningu
um það hvort Vesturlönd eigi skil-
yrðislaust að viðurkenna sjálf-
stæði Litháen, segir aðeins um
það: ,,Mín skoðun er sú að Vestur-
lönd verði að segja meira frá Lit-
háen og Eystrasaltsríkjunum og
það er mjög mikilvægt fyrir okkur
hvernig viðbrögð við fáum í Vest-
urlöndum. Þ.e.a.s. hvernig menn
taka á okkar málum, að fólki sé
gert Ijóst hvernig málin standa í
raun og veru, t.d. varðandi efna-
hagsþvinganirnar og afstöðu
Moskvu til frelsisbaráttu Eystra-
saltsríkjanna."
— Huer heldur þú aö þróunin
ueröi í þessu máli í Eystrasaltsríkj-
unum, t.d. íþínu heimalandi. Gor-
batsjou hefur a.m.k. látiö aö þuí
liggja aö þuí ueröi ekki tekiö þegj-
andi ef Lettland og Eistland fylgja
í kjölfar Litháen?
„Þegar Moskva ákvað að beita
hervaldi í Eystrasaltsríkjunum
varð það til að stöðva alla lýðræð-
islega þróun, ekki bara á því
svæði, heldur í Sovétríkjunum öll-
um. Sem og alla eðlilega stjórn-
málastarfsemi í landinu. Það eru
sterk öfl í Moskvu sem eru and-
snúinn því að beita hervaldi í
Eystrasaltsríkjunum en á sama
tíma eru líka fjölmargir íhalds-
menn, t.d. leiðtogar innan komm-
únistaflokksins, herforingjar og
fleiri sem vilja beita hervaldi. Stað-
reyndin er sú að það eru tvær fylk-
ingar sem takast á í Moskvu. Ann-
arsvegar er það hin unga lýðræð-
isfylking sem styður þróun í lýð-
ræðisátt og fjölflokkakerfi, þessi
fylking er ung og ómótuð og ekki
svo valdamikil enn sem komið er.
Hinsvegar er það gamla kerfið ef
svo má segja, menn sem eru mót-
aðir af gamla kerfinu og áhrif
þessi hafa ekki minnkað jafn mik-
ið og ætti að vera. Þetta er mjög
mikilvægt að skoða og nota sér
þegar fram líða stundir.
Sjálfstæöi Eystrasalts-
ríkjanna ógnar ekki
nokkrum manni
Þegar horft er til framtíðar
Eystrasaltsríkjanna þá held ég að
margir leiðtogar kommúnista-
flokksins í Moskvu, skilji vel að
Eystrasaltslöndin munu verða
sjálfstæð í náinni framtíð. Þeir
skilja líka að efnahagsþvinganirn-
ar í Litháen kunna ekki góðri
lukku að stýra, vegna þess að í
Sovétríkjunum eru efnahagsmálin
í kaldakoli. Það er ekki nægilegt
að segja að Sovétríkin eigi í efna-
hagslegum vanda, nær væri að
segja að þar hafi orðið efnahags-
legt stórsiys. Og þegar farið er að
beita einstök ríki vanhugsuðum
efnahagsþvingunum verður þetta
allt saman enn verra. Það dugar
ekki æðstu mönnum í Moskvu að
tala bara um lýðræðislega þróun,
þeir verða að sýna í framkvæmd
að þeir styðji hana og þeir hafa til
þess gott tækifæri í Eystrasaltsríkj-
unum. Við erum alveg vissir um
það í Eystrasaltsríkjunum að sjálf-
stæði okkar er engum hættulegt,
ekki Evrópu né heldur einhverjum
öðrum hlutum heimsins.
Seinni heimsstyrjöldinni er
enn ekki lokið
Seinni heimsstyrjöldinni er ekki
lokið hjá okkur. Við lítum svo á að'
við séum enn þann dag í dag her-
setið land sem var ólöglega inn-
limað í Sovetríkin fyrir u.þ.b. 50 ár-
um. í Eistlandi hefur aldrei orðið
sósíalisk bylting en pólitískir for-
ystumenn Sovétríkjanna vilja ekki
viðurkenna þetta. Þeir segja að ár-
ið 1940 hafi orðið sósialisk bylting
í Eystrasaltsríkjunum og eftir það
hafi forystumenn þeirra komið að
eigin frumkvæði til ráðámanna
Sovétríkjanna og beðið um aðild
að Sovétríkjunum. Þetta gerðist
að visu en fyrir þann tíma voru
löndin hersetin. Við í Eistlandi er-
um stöðugt að reyna að hamra á
okkar málsstað hvað þetta varðar.
Reynum að láta þá skilja hvað
raunverulega gerðist. Við munum
aðeins fallast á eitt svar frá Sovét-
ríkjunum og einn fagran dag kem-
ur það þegar þeir viðurkenna að
við höfum verið hersetin. Banda-
ríkjamenn hafa t.d. alltaf haldið
þessu fram eins og við.“
Eistlendingar verða að
fara eigin leið
— Huerjar eru þá þínar skoöan-
ir á afstööu Bandaríkjamanna í
dag. Peir uilja ekki uiöurkenna Lit-
háen sem sjálfstœtt ríki, þrátt fyrir
þaö aö þeir hafi aldrei uiöurkennt
þaö sem hluta af Souétríkjunum
og aö auki hafa þeir áhyggjur af
þuí aö sjálfstœöisbarátta Eystra-
saltslandanna sé umbótastefnu
Gorbatsjous fjötur um fót?
,,Við verðum að skoða landa-
kort alþjóðlegra stjórnmála þegar
við lítum á afstöðu Bandaríkja-
manna. Það ber griðarlega mikið
í milli þegar risaveldin tvö eiga í
hlut og þá í miklu stærri málum en
þeim sem varða sjálfstæði Eystra-
saltslandanna. Þetta er ástæðan
fyrir því að Eistland verður að fara
eigin leið til sjálfstæðis. Taka eitt
skref í einu, t.d. með viðræðum og
nánari tengslum við önnur lönd
eins og Norðurlöndin, Evrópulönd
önnur o.s.frv. Eg er viss um að á
næstu tveimur árum muni stöðugt
fleiri og fleiri riki hins vestræna
heims taka undir með okkur og
segja að Eystrasaltsríkin verði að
öðlast frelsi og sjálfstæði. En þetta
verður að gerast hægt og hægt.
Það er ekki hægt að öðlast sjálf-
stæði á fáum dögum, í einu vet-
fangi ef svo má segja. Ástæðurnar
eru m.a. tilvist rauða hersins í
Eystrasaltsríkjunum, staðsetning
ýmissa fyrirtækja og fleiri atriði
sem þarf að skoða og ræða á þing-
legan hátt og eftir formlegum
samningaleiðum, áður en íullt
sjálfstæði getur fengist."
— Ertu med þessum oröum aö
segja aö Litháar hafi fariö sér of
geyst þegar þeir lýstu yfir sjálf-
stœöi sínu?
„Nei, það er ég ekki að segja.
Það er ekki mín skoðun. Á hinn
bóginn hefðu þeir ef til náð betri
árangri ef þeir hefðu farið samn-
ingaleiðina, heldur en að lýsa ein-
hliða yfir sjálfstæði eins og þeir
gerðu. Við verðum í þessu tilviki
að taka tillit til smæðar Eystra-
saltsríkjanna annarsvegar og
stærðar Sovétríkjanna hinsvegar.
Þó svo að Sovétríkin standi illa
efnahagslega eiga þau sterkan her
og sterkt kerfi. Þessvegna verða
smáríki, þegar þau eiga við slíkan
risa, að bera sig rétt að, nota þær
aðferðir sem best gefast hverju
sinni. Það gengur einfaldlega ekki
að eiga við stórveldi eingöngu
með því að setja þeim úrslitakosti.
Hinsvegar er allt sem Litháar hafa
sagt til stuönings sjálfstæðisyfir-
lýsingu sinni rétt, hvert orð. En við
verðum að fara samningaleiðina."
Efnahagur Sovetrfkjanna er
á við hvert stórslys
— Mönnum hefur oröiö tíörœtt
um efnahagsuanda Souétríkjanna
sem er griöarlegur. Huaöa leiöir
hafiö þiö í Æösta ráöinu ueriö aö
ræöa til aö takasl á þennan mikla
uanda?
„í dag skiljum við að hið mið-
stýrða efnahagskerfi var ekki
rétta kerfið. Það gekk ekki upp.
Haldi það áfram mun það aðeins
gera illt verra. í raun er aðeins
tvennt sem til greina kemur. í
fyrsta lagi meira frelsi og aukið
sjálfstæði fyrir hin einstöku ríki
Sovétríkjanna. Að vísu viljum við
í Eystrasaltslöndunum losna frá
Sovétríkjunum en leggjum áherslu
á góða samvinnu samt sem áður. í
öðru lagi verður að komast á
frjálst markaðskerfi. Það er hins-
vegar hægara sagt en gert. Þetta
verður langur og strangur vegur
vegna þess að aðeins mjög fáir
einstaklingar innan Sovétríkjanna
skilja hvað frjáls markaðsbúskap-
ur er og hvernig hann getur komið
til innan Sovétríkjanna. í Æðsta
ráðinu höfum við reynt að setja
lög um það að leyfilegt sé að
kaupa og selja land og að einstak-
lingar megi setja fé í einkafyrir-
tæki og hafa beint samband við er-
lenda aðila. Því miður er þetta allt
svo nýtt að Æðsta ráðið hefur enn
ekki samþykkt slík lög. Það er alls
ekki leyfilegt að kaupa og selja
land t.d„ og því miður er sovéska
rúblan verðlaus, hún er aðeins
pappírsrifrildi sem ekki er hægt að
nota í viðskiptum við aðrar þjóðir.
Það er gífurleg verðbólga í land-
inu og sem dæmi má nefna að frá
öndverðum 7da áratugnum hefur
verðgildi rúblunnar innan Sovét-
ríkjanna minnkað tífalt. Það er
ekkert hægt að kaupa í landinu,
skortur er á öllum neysluvörum.
Það eru semsagt tvö atriði sem
skipta öllu; frjáls markaðsbúskap-
ur og meira frelsi fyrir einstök ríki
innan Sovétríkjanna."
Skilur Gorbatsjov
markaðshagkerfið______________
— Þú segir aö aöeins fáir ein-
staklingar innan Souélríkjanna
skilji eöli frjáls markaösbúskapar
og huernig megi koma honum á í
landinu. Er þaö þín skoöun aö
Gorbatsjou sé einn þessara ein-
staklinga?
„Ég held að hann hafi sér til að-
stoðar snjalla menn, t.d. Petrakoff
sem þekkir þetta býsna vel. í vís-
indaakademíunum í Sovétríkjun-
um eru hinsvegar ekki nema fáir
sem skilja þetta til fullnustu. Það
er ekki mögulegt í Sovétríkjum
dagsins í dag að mennta sig í þess-
um fræðum. Menn tala mikið um
markaðskerfi í Sovétríkjunum í
dag en skilja ekkert hvað þeir eru
að tala um. Þessvegna fara Eist-
lendingar til annarra landa til að
mennta sig í markaðsfræðum.
Eistlendingar verða þó að átta sig
á því að þeir geta þó ekki tekið
upp efnahagskerfi annarra landa
og heimfært það upp á Eistland.
Við verðum að fá hugmyndir víða
frá og vinna út frá þeim okkar eig-
ið efnahagskerfi. Það sem okkur
hentar best.
En nokkur orð um Gorbatsjov.
Ég er viss um að hann skilur mjög
vel vanda sovéska efnahagskerfis-
ins og hann hefur meira og meira
verið að velta því fyrir sér undir
það síðasta, hvernig megi snúa til
frjáls markaðsbúskapar eins hratt
og auðið er. Fyrir u.þ.b. hálfum
mánuði átti sér stað afar mikilvæg
umræða í Kreml um markaðskerfi
og í kjölfar þess munu fylgja um-
bætur og skref verður stigið til
markaðskerfis."
— Gorbatsjou hefur haldiö þui
fram aö Souétríkin muni liöast í
sundur ef kommúnistaflokkurinn
líöur undir lok og ueröur ekki til
aö sameina einstök ríki undir einn
hatt. Ert þú þessarar skoöunar?
„Ég segi á móti: Það er augljóst
að Sovétríkin eiga enga framíð
fyrir sér ef ekki verður róttæk
kerfisbreyting. Það verður von-
laust að lifa í þessu landi á morgun
ef ekkert gerist. Einstök ríki verða
að fá meira frjálsræði og markaðs-
kerfi verður að komast á eins og
ég sagði áður. Núna er skortur á
mat og hverju sem nafni tjáir aö
nefna og þessvegna, eftir fjögur til
fimm ár, verður ekki hægt að
draga fram lífið i landinu lengur.
Þetta var ekki rétta kerfið, það
gengur ekki að einn flokkur
stjórni með þeim hætti sem hann
hefur gert..
— En er möguleiki á breyting-
um?
„Vissulega. Það sjá menn ef þeir
skoða þróun undangenginna ára.
Sovétríki dagsins í dag eru ekki
þau sömu og fyrir tveimur árum.
Stjórnmálalega eru þau gjörbreytt
til hins betra en efnahagslega til
hins verra. Þetta verður hinsvegar
að teljast eðlilegt. Þegar miklar
breytingar verða á stjórnmála-
ástandi verða óhjákvæmilegar
breytingar á efnahagnum, meðan
óvissuástandið ríkir. Það er ekki
hægt að byggja upp traustan efna-
hag á meðan óeðlilegt ástand ríkir
i stjórnmálum. Það er hverjum
manni augljóst."
, Eistland verður frjálst
innan þriggja ára
— Huenœr helduröu aö Eistland
ueröi frjálst, fullualda og sjálfstœtt
riki? 1 huersu náinni framtíö?
„Ég er enginn spámaður. En —
samt, fljótlega. Innan eins, tveggja
til þriggja ára. Við höfum ekki
tima til að bíða lengur. Við verð-
um að hraða okkur, þó án þess að
fara okkur of geyst því þá verðum
við frekar stöðvaðir.
Eistlendingar verða alltaf að líta
á allan heiminn í heild sinni í þess-
ari sjálfstæðisbaráttu og reyna að
skilja hina ólíku hagsmuni ýmissa
ríkja sem blandast í málið með
einum eða öðrum hætti. Um leið
og við komum okkur upp formleg-
um tengslum við önnur lönd og
um leið og við verðum aðilar að
alþjóðastofnunum og samstarfs-
verkefnum í atvinnulífi mun það
gerast einn góöan dag að margir
spyrja sig þeirrar spurningar; af-
hverju er Eistland ekki aðili að
Sameinuðu Þjóðunum?"
— Eru uiörœöur uiö Moskuu nú
þegar á döfinni?
„Nei, en ég er viss um að það
gerist fljótlega að Moskvuvaldið
og Eistlendingar byrja að tala sam-
an. í upphafi mun fyrst og fremst
sérfræðingar taka þátt í þessum
viðræðum en þegar lengra á líður
koma stjórnmálamenn til sögunn-
ar. Þetta er erfið leið en hún er
möguleg. Fyrir nokkrum mánuð-
um hefði Moskva þvertekið fyrir
að ræða við okkur en ég er sann-
færður um að einn daginn kemur
fundarboð frá þeim þar sem okkur
verður boðið upp á samningavið-
ræður."