Alþýðublaðið - 01.05.1990, Page 14

Alþýðublaðið - 01.05.1990, Page 14
14 Þriðjudagur 1. maí 1990 Þess virði að sjá hvað fer fram á 1. mai Rœtt viö Grétar O. Guðmundsson og Ingvar Leifsson Grétar O. Guðmundsson og Ingvar Leifsson eru ungir verka- menn og vinna við framkvæmd- irnar á Oskjuhlíðinni. Hvorugur þeirra hefur mætt í kröfugöngu á 1. maí og sögðu þó að það væri svo sem möguieiki að þeir myndu ganga þetta árið. Ingvar sagðist hafa unnið við byggingarvinnu í-tvö ár og þrátt fyr- ir að mun fleiri krónur væru í launa- umslaginu nú, þá væri ekki þar með sagt að hann gæti keypt sér meira fyrir það. „Reyndar er ég ekkert ósáttur við mína stöðu í dag en það er e.t.v. allt í lagi að mæta á 1. maí fund og sjá hvað þar fer fram.“ Grétar er úr Staðarsveit á Snæ- fellsnesi og er nýfluttur í bæinn. Hann sagðist því litla reynslu hafa í verkalýðsmálum en það væri ör- ugglega þess virði að kynna sér hvað fram fer þennan dag í höfuð- borginni. Fiskvinnslu- fólk ætli að vera saman i verkalýðs- félagi Rœtt viö Hrafnhildi Haraldsdóttur fiskvinnslu- konu í Reykjavík Hrafnhildur Haraldsdóttir fiskvinnslukona segist þurfa að vinna tvær vinnur til að fram- fleyta fjölskyldu sinni. Hún vinn- ur hjá Granda á daginn en vinn- ur við skúringar á kvöldin um helgar. „Það væri nú ósköp nota- legt að geta lifað af 8 tíma vinnu- degi, en ég læt mig ekki einu sinni dreyma um það,“ segir Hrafnhiidur. Hún segist undrast á því hvers vegna fiskvinnslufólk sé ekki saman í stéttarfélagi. Konurnar eru í Verka- kvennafélaginu Framsókn, karlarn- ir í Dagsbrún. „Dagsbrún hefur ver- ið mun ákveðnari að tryggja réttindi sinna félagsmanna en við erum ein- ungis lítill hluti af félagsmönnum í Framsókn. Ef við værum öll í sama félagi væri e.t.v. hægt að ná upp betri samstöðu en ríkir meðal verkafólks í dag," segir Hrafnhildur. Aðrar stéttir eiga verka- lýðshreyf- ingunni mikið að þakka, — segir Gísli Skúlason lögregluþjónn „Ég held að fólk sé jafn meðvit- að um sína réttindabaráttu eins og áður. Það sem hefur breyst er að almenningur fær miklu gleggri og greinarbetri upplýs- ingar í gegnum fjölmiðla en áður tíðkaðist. Því má segja að fjöl- miðlarnir hafi tekið við hlut- verki funda að koma á framfæri upplýsingum til launþega.“ Þetta er skoðun Gísla Skúlasonar lög- regluþjóns á því hve áhugi hins almenna launamanns virðist minni nú en áður að mæta á fundi og taka þátt í kröfugöngu á 1. maí. Hann telur að aðrar stéttir þjóöfé- lagsins eigi verkalýðshreyfingunni, og baráttu verkafólks fyrir betri kjörum, mikið að þakka. „Það er ekki spurning að verkalýðshreyf- ingin hefur barist fyrir mörgum þeim réttindum sem aðrar stéttir telja sjálfsögð i dag t.d. almennum verkfallsheimildum og lífeyrissjóðs- málum. Það er holl upprifjun fyrir alla launþega á þessum baráttudegi verkalýðsins." Gísli segir lögreglumenn alls ekki vera sátta við sín kjör í dag. „Það er ekki eðlilegt að maður þurfi að vinna allt að 80 yfirvinnutímum í mánuði til að hafa þokkaleg laun.“ Hann telur að samninganefndir hafi ekki verið með réttar áherslur í sínum viðræðum þvi það sem ætti að horfa á væri grunnkaupið en ekki heildartekjurnar. „Það eru því ekki síður lögreglumenn en al- mennur verkalýður sem ætti að hugsa sinn gang á degi sem 1. maí.“ Lifeyris- sjóðsmálin eiga að vera setl á odd- inn Rætt við Ástu Jónsdóttur verkakonu Ásta Jónsdóttir er félagi í Verkakvennafélaginu Framtíð- inni í Hafnarfirði. Hún hefur unnið í 23 ár hjá Norðurstjörn- unni þar í bæ og man því tímana tvenna í verkalýðsmálum. „Það hefur dregið úr broddinum sem var í þessum degi enda gjör- breyttar þjóðfélagsaðstæður sem við búum við. Það sem ég tel að verkalýðshreyfingin ætti að setja á oddinn um þessar mundir eru breytingar í lífeyrisjóðamál- um. Það er t.d. hlægilegt hvað verkakonur fá greitt úr lífeyris- sjóði þegar þær hætta störfum,' sagði Ásta. Þegar Ásta var beðin að bera sam- an stöðu verkakvenna í dag og svo fyrir 30 árum þá kvaðst hún eiga erfitt að bera þessa hluti saman þvi svo mikið hafi breyst í þjóðfélaginu. „Það er þó greinilegt að bilið á milli ríkra og fátækra hefur aukist. Það eru mun fleiri í dag sem eiga miklar eignir þannig að bilið á milli þeirra sem mikið eiga og þeirra sem lítið eiga er mun meira nú en var t.d. fyr- ir 30 árum síðan.“ Ásta sagðist þó vera sátt við sína stöðu í þjóðfélaginu.: „Það þýðir ekkert að kvarta og kveina. Þetta er sú vinna sem ég valdi mér og það verður að sætta sig við þá útkomu sem hún hefur gefið manni." Baráttan fyrir bættum lifskjörum er sífeilt i gangi, — segir Jón Jóhannsson afgreiðslustjóri „Þessi dagur, 1. maí, hefur þýðingu fyrir verkafólk þrátt fyrir að margir líti einungis á hann sem almennan frídag,“ sagði Jón Jóhannsson af- greiðslustjóri hjá Skeljungi í Kópavogi um tilgang sérstaks verkalýðsdags.„Baráttan fyrir bættum kjörum er sífellt í gangi og hinn almenni launþegi þarf að fylgjast með. Þess vegna er 1. maí holl upprifjun fyrir allar stéttir Iandsins,“ bætti hann við. Jón sagðist fara nokkuð reglulega í 1. maí-göngu, en þó hefði eitthvað dregið úr því undanfarin ár. Hann bjóst þó við að mæta í gönguna þetta árið. Hann kveðst finna fyrir samdrætti í launaumslaginu undanfarna mán- uði og því væri hann ekkert sérstak- lega sáttur við síðustu kjarasamn- inga. Þó væri Ijós punktur í því að verðbólgan virtist fara minnkandi og þá væri ekki til einskis gefið eftir í krónuhækkunum í kjarasamning- um. Skömm hve fólk er litlð virkt i starfi verkalýðs- félaga, — segir Brynhildur Krist- insdóttir í Hafnarfirði Brynhildur Kristinsdóttir starfar hjá Norðurstjörnunni í Hafnarfirði. „Það er skömm hve fólk er lítið virkt í starfi verka- lýðsfélaga. Þetta er alltaf sama fólkið sem mætir á fundi og vinnur að málefnum félaganna,“ sagði Brynhildur. Reyndar kvaðst hún ekki hafa verið of virk sjálf en þó mætt af og til á fundi og í kröfúgöngur á 1. maí. „Fólk ætti að vera ákveðnara að tjá hug sinn ef það er óánægt með ein- hverja hluti sem snerta þeirra vinnu,“ sagði Brynhildur. Verkafólk vakandi fyrir réttindum — segir Sveinn Ragnarsson „Ég er þokkalega sáttur við mín kjör,“ sagði Sveinn Ragnarsson en hann vinnur í vörugeymslu Eimskips í Hafnarfirði. Hann var á samningi í málmsmíði hjá Báta- lóni í Hafnarfirði en það fyrir- tæki fór á hausinn og þá fór Sveinn yfir til Eimskips. „Ég hef ekki trú á því að það birti til í skipasmíðaiðnaðinum þannig að ég er að öllum líkindum búinn að leggja málmsmíðina á hill- una.“ Sveinn sagðist ekki hafa verið mjög virkur í verkalýðsmálum í gegnum tíðina en var þó þeirrar skoðunar að 1. maí ætti fullan rétt á sér sem baráttudagur verkalýðsins. „Verkafólk verður að vera vakandi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.