Alþýðublaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 1
MPYDUBIMB Boðberí nýrra tíma 70. TOLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1<?<?0 TÆP 2% MANNAFLA ATVINNULAUS: sam- kvæmt upplýsingum vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytis voru atvinnuleysisdagar á landinu öllu 51.400 í apríl og skiptast nokkuð jafnt milli kynjanna. Jafngildir þetta því að 2400 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum, — 1.9% af mannafla. Verst var ástandið á Noröurlandi og Austurlandi 'ÁA og 3.5%, — í Reykjavík 1.3% og á Vestfjörðum aðeins 0.4%. Síðasta dag mánaðar- ins kom fram að fyrsta skólafólkið var að koma á virinu- markaðinn, þá voru á atvinnuleysisskrá 2700 manns. SAS 0G FLUGLEIÐIR I SAMEININGARHUG- LEIÐINGUM: Eins og Alþýöublaðið greindi frá fyrst fjöl- miðla hefur SAS áhuga á að vinna að vissri sameiningu við Flugleiðir, á svipaðan hátt og flugfélög í Evrópu gera nú. Viðræður eru þegar hafnar milli aðilanna um gagnkvæma eignaraðild. Kann þetta að breyta mjög munstri Flugleiöa í framtíðinni og trúlega verða til þess að starfsmönnum þess fækki enn, þegar söluskrifstofur félaganna sameinast. Sigurður Helgason, forstjóH Flugleiða, sagði í sjónvarpi í gærkvöldi að „engin hætta væri á að Flugleiðir yrðu étnar upp til agna". HEILDSALAR KÆRA GRUNDARKJÖR: Héiidsaiar munu tapa tugum milljóna króna á viðskiptum viö Grund- arkjör, sem virðist, eftir öllu að dæma, gjaldþrota fyrir- tæki, enn eitt ævintýrafyrirtækið, sem heildsalar hafa ekki varað sig á. Talið er að óeðlileg birgðasöfnun hafi átt sér stað, og sala þessara birgða í kjölfarið til annarra aðila, jafnvel á verði langt undir heildsðluverði. Heildsalar hafa nokkrum sinnum áður lent í svipuðum málum, en ekki uggað að sér. Alþýðublaðið hefur það eftir góðum heimild- um að Kjötiðnaðarstöð KEA eigi mest inni hjá fyrirtækinu og nemi sú upphæð tugum milljóna, — ennfremur Mjólk- ursamsalan nokkrar milljónir, en venjan er sú aö mjólk er staðgreidd af kaupmönnum. DAGUR ÞRENNRA VERÐLAUNAlDagurinn í gær var sannarlega dagur mikilla verðlauna. Sveinn Einarsson var heiðraður fyrir menningarlega starf- semi á Norðurlöndum. Fyr- irtækið Marel hf. var heiðrað af Útflutningsráði eins og lesa má á bls. 3 í blaðinu í dag — og loks var Hjálmar R. Bárðarson fyrrum skipaskoðunar- stjóri heiðraður af Ferða- málaráði fyrir bókina Vatnasvæði Hvítár. LBIÐARINNIDAG Málefnastaöa jafnaöarmanna er til umræöu í leiöara Alþýöublaðsins í dag. Alþýöublaöið er þeirrar skoðunar að Alþýðuflokkurinn njóti þess um land allt að hafa byggt upp sterka og víðfeðma málef naskrá og það geti nýst sveitar- félögunum ef jafnaðarmenn nái sterkum áhrif- um að loknum sveitarstjórnarkosningum. Al- þýðublaðið nefnir sem dæmi húsnæðisfrum- varp Jóhönnu Sigurðardóttur sem samþykkt var rétt fyrir þinglok og sem opnar sveitarfélög- um leið að skynsömum lausnum í húsnæðis- málum. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ALÞÝÐUFLOKKURINN BÝR í HAGINN Valdið til hverfanna Viötal við Bjarna R Magnússon borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins á nýjum vettvangi. Verðbólgu- draugur klofinn í herðar niður Sjá fréttaskýringu Jóns Daníelssonar. Staðnaður leiðtogi á Kúbu BYKO /Húsasmidjan losna vid „höfuöverk" Landsvirkjun vill kaupa Krókháls 7 Viðræður standa yfir um kaup Landsvirkjunar á húsinu Krókháls 7 í Reykjavík þar sem áður var Byggingavöruverslun Sambandsins tii húsa. BYKO og Húsasmiðjan keyptu Krókháls 7 af Sam- bandinu og líkur benda til að gengið verði frá sölu hússins til Landsvirkjunar á næstunni. Halldór Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar stað- festi í samtali við Alþýðublað- ið að samningaviðræður stæðu yfir. Hann sagði að Landsvirkjun hefði hug á að eignast húsið til nota undir línulager og fyrir véla- og tækjamiðstöö sem nú væri til húsa í gufuaflstöðinni við Fll- iðaár. Landsvirkjun leigir þar en hefur verið gert að rýma húsnæðið. Að sögn Halldórs hentar husið að Krókhálsi 7 mjög vel fyrir þessa starfsemi Lands- virkjunar. Hann vildi ekki nefna tölur um mögulegt kaupverð, en sagði að þessi mál skýrðust í næstu viku. Aðilar í viðskiptalífinu tjáðu Alþýðublaöinu að sala hússins kæmi sér vel fyrir nú- verandi eigendur — þessi stóra eign hefði veriö orðin „höfuðverkur" fyrir starf- semi risanna tveggja í bygg- ingavörusölu. Hinsvegar væru nú líkur á að þeir los- uðu sig við húsið á góðu verði — og væru lausir við aðal- keppinautinn, Sambandið. JOHANNES i Bónus ánægður. Bónus lur greinilega betut Verðlagsstofnun gerði verðkðnnun í marslok í 55 matvörubúðum á höfuð- borgarsvæðinu á 50 al- gengum vörutegundum. Athygli vekur að verslanir Bónus bjóða í nær öllum tilvikum mun lægra vöru- verð en aðrar matvöru- verslanir. Sé verslun með meðalverð látin hafa töl- una 100 sem vísitölu er Bónus með 80.7. Næst Bónusbúðunum kemur Fjarðarkaup með 89.2, Hagkaup í Kringlunni 91.8. Þess skal getið að í verðkönnuninni voru kannaðar 22 vörutegundir hjá Bónus í Faxafeni, en 27 í Skútuvogi. Hjá stórmörk- uðum fannst meira af við- miðunarvðrunum, 42—50 atriði. Jóhannes Jónsson kaup- maður í Bónus sagði í gær að niðurstaðan væri vissulega gleðiefni fyrir sig og starfs- fólk Bónus. Hann sagði að „galdurinn" við lágt vöru- verð verslananna væri að hjá þeim ynnu aðeins 10 manns, innkaupin væru tiltölulega einföld og allri vinnuhagræð- ingu beitt. Jóhannes sagði að velta verslana hans væri nú 80—90 mtlljónir á mánuði. Veltan á hvern starfsmann væri því 8—9 milljónir á mán- uði. I sól og sumatyl Þessi ungi kappi er i sól og sumaryl á suðlægum sloðum í Evrópu. Þangað munu íslendingar fjöl- menna i sumar, treysta ekki allskostar veðurfarinu okkar. Um helgina ættum við þó að upplifa hið besta vorveður, — Veðurstofan spáði i gærkvöldi allt að 12 stiga hita á vestanverðu landinu og hægri átt og björtu veðri. Við vonum það besta A-mynd E. Ól.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.