Alþýðublaðið - 23.05.1990, Side 1

Alþýðublaðið - 23.05.1990, Side 1
MÐVBLMÐ 76. TOLUBLAÐ 71. ARGANGUR MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 ÖRLYGUR FORSETI: A þingi Slysavarnarfélags ís- lands um síðustu helgi var Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi kjörinn for- seti félagsins í stað Harald- ar Henryssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Samkvæmt kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær eru nú viðræður í gangi um samruna Slysavarnarfé- lagsins, Hjálparsveita skáta og Flugbjörgunarsveit- anna. Nýkjörinn forseti sagði að ef til sameiningar ætti að koma þá yrði það í sambandi við lagasetningu. HRINGROT: Kartöflusjúkdómurinn Hringrot hefur fund- ist hjá tveimur kartöflubændum í Grýtubakkahreppi Suð- ur-Þingeyjarsýslu og hjá einum bónda i Öngulstaðahreppi í Eyjafirði. Svo virðist sem útbreiðsla hringrots hér á landi tengist mjög hollenska kartöfluafbrigðinu Premiere sem flutt var inn fyrst árið 1981 og flest ár síðan. Útsæðisnefnd vinnur að því að kveða sjúkdóminn niður. URRIÐI ! Verið er að ganga frá samningum við laxeldis- stöðina Smára í Þoriákshöfn um kaup á urriða til að setja í Hvaleyrarvatn, að því er Hafnfirska fréttablaðið greinir frá. Hafnfirðingum verður leyft að veiða endurgjaldslaust í vatninu í sumar og er verið að ganga frá aðstöðu fyrir þá við vatnið. HAFSKIPSMALIÐ: Málflutningi í Hafskipsmálinu lýkur í dag. Samkvæmt kvöldfréttum Ríkisútvarps er dóms und- irréttar í málinu að vænta í lok næsta mánaðar. KORPULFSSTAÐIR: Samband íslenskra myndlistar- manna lýsir yfir fullum stuðningi sínum við Myndhöggv- arafélagið í Reykjavík í baráttu þess fyrir öruggu framtíðar- húsnæði og væntir þess að Reykjavíkurborg tryggi félag- inu áframhaldandi veru að Korpúlfsstöðum. Eftir tveggja áratuga starfsemi að Korpúlfsstöðum er staða félagsins mjög svo í óvissu vegna fyrirhugaðrar menningarmið- stöðvar og Errósafns. Þetta var samþykkt á aðalfundi sam- bandsins á dögunum. Þór Vigfússon var endurkjörinn for- maður þess. EGILSSTAÐIR Staða skólameistara við Menntaskólann á Egilsstöðum hefur verið auglýst laus til umsóknar. Það er hinn góðkunni garpur Vilhjálmur Einarsson sem hefur gengt stöðu skólameistara þar eystra, en væntanlegur arf- taki hefur frest til 1. júní að sækja um stöðuna. HLAUPA Á KOSN- INGADAGINN: Hundr- uð 10—13 ára krakka munu hlaupa sem mest þau mega á kosningadaginn. Þá fer fram árlegt Landsbanka- hlaup, sem bankinn og Frjálsíþróttasambandið standa fyrir. Sautján þúsund börn á áðurnefndum aldri hafa fengið boðsbréf. Ljóst er að nú stefnir í metþátttöku. Þátttakendur fá heiðurspeninga, viöurkenningarskjal og skyrtubol að launum — auk þess sem boðiö verður upp á eina allsherjar grillveislu í Laugardalnum. Annars er hlaupið á öllum þeim 27 stööum úti á landi þar sem Lands- banka er að finna. Keppnin hefst kl. 11 í Laugardal. LEIÐARINN Í DAG Alþýðublaðið fjallar í leiðara í dag um foringja- dýrkun sjálfstæðismanna á Davíð Oddssyni borgarstjóra. Alþýðublaðið er þeirrar skoðunar að sjálfstæðismenn hafi náð sterkum undirtök- um í Reykjavík með aðstoð hinna sterku fjöl- miðla hægrimanna sem taka þátt í foringja- dýrkuninni í stað málefnalegrar umfjöllunar. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: FORINGJADÝRKUN EÐA MÁLEFNI Geir í nærmynd Prófessorinn sem fór út í at- vinnulífið er í Nærmynd blaðs- ins i dag. Sá sem hér um ræðir er Geir Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri Marels, en það fyrirtæki hlaut Útflutnings- verölaun forseta íslands á dög- unum. 5 Fram, fram fylking Er hvatningargrein frá Guð- laugi Gauta Jónssyni. Hann fagnar framboði Nýs vett- vangs frumkvæði Alþýðu- flokksins um að mynda sterkt afl jafnaðarmanna i Reykjavík. Tvö flugfélög eða bara eitt IMikið hefur verið rætt og ritað um erfiðleika Arnarflugs að undanförnu. En hvað segir rödd almennings þegar spurt er hvort hér eigi að vera tvö millilandaflugfélög eða hvort okkur nægi að hafa eitt? Þingeyingar huga ad nýjum búgreinum: Krókódílaeldi i Mývatnssveif? Mývetningar íhuga að koma upp krókódílabúi í sveitinni og hafa viðað að sér upplýsingum um sitt hvað er viðkemur eldi krókódíla. Slíkt bú með um 20 dýrum gæti orðið aðdráttaraf! fyrir innlenda og erlenda ferðamenn auk þess sem kjöt af kródílum þykir afbragðsgott til matar og verðmæti fást úr skinn- inu. Ásgeir Leifsson iðnráð- gjafi lðnþróunarfélags Þingeyinga á Húsavík sagði í samtali við Alþýðublaðið aö upphaf krókódílamáls- ins mætti rekja til Breta sem hefði starfað á Haf- rannsóknarstofnuninni fyr- ir einu ári eða svo. Sá breski hafði aflað sér ýmissa upp- lýsinga um krókódílabú i Tælandi og víöar. Meöal annars aö þetta væru mjög nýtin dýr sem mætti fóðra á fiski og fiskúrgangi. Kjötið af þeim þætti mjög Ijúf- fengt og ekki ósvipað kjúk- lingakjöti. Úr skinninu væru framleiddar töskur og veski ásamt skóm og þetta selt dýrum dómum. Mývetningar eru menn athugulir og fróðleiksfúsir. Einn þeirra fékk áhuga á að fá nánari vitneskjuummálið og bað Asgeir að afla henn- ar hjá Bretanum sem fyrr var nefndur. Gerði Ásgeir það og sá breski samdi rit- gerö um krókódíla og krókódílabú sem Ásgeir lét síðan Mývetninginn hafa. Aö sögn Ásgeirs hefur ekki verið leitað eftir frek- ari milligöngu Iðnþróunar- félagsins vegna þessa máls enn sem komið er. Krókódílar þrífast í hlýju umhverfi og ætti að vera auðvelt að koma því við í Mývatnssveit því nægur er jarðhitinn þar. Næsta skref- ið er væntanlega að kanna hvort hægt er að fá krókó- dílaegg frá Tælandi eða til dæmis Florida, en þar er talsverð ræktun stunduð á krókódílum. Vaxtarhraði dýranna mun ekki vera hraður og því líður all lang- ur tími þar til hægt verður að nýta kjöt og skinn af full- vöxnum dýrum. Sem fyrr segir má hins vegar búast við að marga fýsi að skoða þessar skepnur. Má þá hafa upp í kostnað með sölu að- gangs meðan beðið er eftir að kródílarnir nái slátur- stærð. Gangi dæmið upp hjá Mývetningum kann svo að fara að þess verði ekki mjög langt að bíða að hægt verði að snæða kródílakjöt á veitingahúsum í Mývatns- sveit og kaupa svo skó úr skinni máltíðarinnar en reikna má með að skórnir kosti tugi þúsunda króna. Fulltruar ibúa i Mosfellsbæ mótmæla þvi að sorp af höfuöborgarsvæðinu verði urðað í Alfsneslandi. Skora þeir á Jóhönnu Siguröar dottur félagsmálaráðherra að samþykkja ekki aðalskipulagið. Myndin var tekin í gær, þegar undirskriftalistar íbúanna voru afhentir ráðherra. Oegn sorpi i Áiisnesiandi íbúar í Mosfellsbæ hafa haf- ið undirskriftasöfnun þar sem þeir hvetja Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra til að samþykkja ekki aðal- skipulag það sem Skipulags- stjórn ríkisins hefur nýlega samþykkt. Þeir telja að í þessu aðalskipulagi sé endan- lega staðfest að Álfsnesland í Kjalarneshreppi verði notað til sorpurðunar og það vilja þeir sem standa fyrir undir- skriftasöfnuninni ekki sjá. Þeir telja óverjandi að Kjalar- neshreppur geti úthlutað landi til sorpurðunar við bæj- ardyr þeirra í Mosfellsbæ. Þessir sömu aðilar átelja bæj- aryfirvöld í Mosfellsbæ fyrir að hafa ekki haldið vöku sinni í þessu máli og því hafi verið gripið til þess ráðs að safna undirskriftum-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.