Alþýðublaðið - 23.05.1990, Qupperneq 2
2 Miðvikudagur 23. maí 1990
INNLENDAR FRÉTTIR
Fólk
Framsýnn vinnuheslur og
góður skipuleggjandi
Útflutningsverðlaun Forseta Islands féllu i
skaut iðnfyrirtækisins Marels, er þau voru
veitt öðru sinni nú fyrir skemmstu. Þessi
verðlaunaveiting var ekki að tilefnislausu,
þvi ó sex ára timabili hefur útflutningur
þessa fyrirtækis hundraðfaldast að raun-
verðmæti. Fyrirtækið telst lika vera leiðandi
á heimsmarkaði i framleiðslu á hugbúnaði og
tækjum sem auka hagkvæmni i fiskvinnslu,
hvort heldur sem er á sjó eða landi. Maðurinn
sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyr-
irtækisins er Geir A. Gunnlaugsson sem verið
hefur framkvæmdastjóri þess frá árinu
1987.
Geir Arnar Gunnlaugsson
verður 47 ára í sumar. Hann
er fæddur 30. júlí 1947 að Ási
við Hafnarfjörð, sonur Gunn-
laugs Guðmundssonar toll-
varðar í Hafnarfirði og Sigur-
rósar Oddgeirsdóttur póstaf-
greiðslumanns. Geir lauk
fyrrihlutaprófi í verkfræði frá
Háskóla Islands 1906 en hélt
síðan til Danmerkur í fram-
haldsnám. Þaðan lauk hann
M.Sc-prófi í vélaverkfræði
1970. Geir lét þetta þó ekki
nægja heldur fór nú til
Bandaríkjanna þar sem hann
lauk doktorsprófi í hagnýtri
aflfræði 1973.
Prófessorinn sem fór
út i atvinnulifið_________
Að námi loknu hóf Geir
kennslu við Háskóla íslands.
Hann var skipaður dósent
1974 og prófessor árið eftir.
Prófessorsstöðunni hélt Geir
fram til ársloka 1986 en hafði
þá raunar verið í leyfi frá Há-
skólanum á þriðja ár meðan
hann gegndi framkvæmda-
stjórastöðu Kísilmálmverk-
smiðjunnar á Reyðarfirði,
sem reyndar var aldrei byggð.
Síðustu þrjú árin hefur Geir
verið framkvæmdastjóri
Marels hf.
Þetta er í sem stystu máli
náms- og starfsferill Geirs A.
Gunnlaugssonar, en hér með
er þó alls ekki allt upp talið.
Geir hefur nefnilega jafn-
framt þessu gegnt marghátt-
uðum trúnaðarstörfum. M.a.
var hann gjaldkeri Alþýðu-
flokksins í heil fimm ár. Það
er ekki vinsælt starf og mun
enginn annar hafa haldið það
svo lengi út síöan Guðmund-
ur I. Guðmundsson var gjald-
keri fyrir allnokkrum áratug-
um.
Fjölmörg aukasförf
Samhliöa framkvæmda-
stjórastarfinu hjá Marel situr
Geir í álviðræðunefnd og er
auk þess stjórnarformaöur í
þrem fyrirtækjum. Þetta eru
Pólstækni á ísafirði sem að
hluta er í eigu Marels, hug-
búnaðarfyrirtækið Kögun
sem mun taka að sér að sjá
um viðhald hugbúnaðar í
nýju ratsjárstöðvunum og
loks Markaðsskrifstofa iðnað-
arráðuneytisins og Lands-
virkjunar. Geir var á sínum
tíma stjórnarformaður Blaös
hf., útgáfufyrirtækis Alþýöu-
blaðsins. Hann átti einnig um
tíma sæti í sáttanefnd í kjara-
deilum á almennum vinnu-
markaöi.
Geir Gunnlaugsson er
sagður vinnusamur og sam-
viskusamur af þeim sem til
þekkja. Störf hans fyrir álvið-
ræðunefnd sem vissulega
geta veriö tímafrek á köflum
eru alls ekki sögð koma niður
á störfum hans í Marel. Þvert
á móti segja menn aö mörg
kvöld sitji Geir á skrifstofu
sinni viö vinnu lengi frameft-
ir.
Framsýnn
skipuleggjandi
Þórólfur Árnason verk-
fræðingur er markaðs- og
framleiöslustjóri hjá Marel.
Hann telur skipulagshæfi-
leika og framsýni sterkustu
hliðar Geirs. ,,Það er stund-
um sagt að sumir geri hlutina
rétt en aðrir geri réttu hlut-
ina. Geir gerir réttu hlutina
og leggur mikla áherslu á að
sjá nokkra leiki fram í tím-
ann."
Geir kom inn í fyrirtækiö
nokkru fyrir mitt ár 1987 á
talsverðum umrótstímum í
sögu fyrirtækisins. Fram aö
þessum tíma hafði Marel vax-
ið gífurlega hratt og Þórólfur
er þeirrar skoðunar að segja
megi að fyrirtækið hafi veriö
ofreist. Hann nefnir sem
dæmi að væntingar manna
til Noregsmarkaðar hafi ver-
iö of miklar. Þórólfur segir að
Geir hafi farist mjög skyn-
samlega viö aö greiða úr
þeim vandamálum sem var
við aö glíma þegar hann kom
inn í fyrirtækiö.
Kynni Þórólfs af Geir hófust
reyndar ekki innan veggja
Marels, því Þórólfur var nem-
andi Geirs í verkfræðideild
Háskólans. Hann ber Geir vel
söguna og segir að hann hafi
reyndar verið litill ítroðslu-
maður en hafi í staðinn leitaö
eftir frumkvæði nemenda
sjálfra.
Drjúgur liðsmaður i
álviðræðunetfnd
Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri og formaöur ál-
viöræðunefndarinnar segir
um Geir að hann sé einn
þeirra háskólamanna sem
hafi tekist afar vel að beita
akademískri þekkingu við
raunverulegar aðstæður.
„Geir hefur líka aflað sér mik-
illar reynslu varðandi orku-
frekan iðnað með starfi sínu
hjá Kísilmálmfélaginu. Hann
kom því með góða og nýlega
reynslu inn i álviöræðunefnd-
ina og hefur reynst drjúgur
liðsmaður," segir Jóhannes
Nordal.
Á til að Itomq otf seintf
Garðar lngvarsson á Mark-
aðsskrifstofu iðnaðarráðu-
neytisins og Landsvirkjunar
kynntist Geir skömmu áöur
en hann varð framkvæmda-
stjóri Kísilmálmvinnslunnar.
Á þessum tíma var Garðar
ráðgjafi stóriðjunefndar. Síð-
an hafa þeir átt töluvert sam-
starf og sem stjórnarformaö-
ur markaðsskrifstofunnar er
Geir nánast yfirmaöur Garð-
ars. Garðar segir að Geir sé sí-
vinnandi og nefnir sem dæmi
að þeir tali saman í sima nán-
ast á öllum tímum sólar-
hrings. „Vegna þess hve hann
er önnum kafinn þá á hann
það til að koma of seint," seg-
ir Garðar. Hann segir Geir
setja sig afar vel inn í þau mál
sem liann þurfi að fást við.
Garðar segir ennfremur að
Geir sé býsna staðfastur í
skoöunum og fylginn sér en
hafi þó gott lag á sanininga-
tækni og sé almennt afar dag-
farsprúöur.
Tók á hlutunum og
náði árangri_____________
í sama streng tekur Jóhann
Bergþórsson, framkvæmda-
stjóri Hagvirkis, sem raunar
hefur þekkt Geir lengst
þeirra manna sem við höfð-
um tal af. Þeir voru bekkjar-
bræöur í skóla og voru á
sama tíma í verkfræöideild
og í framhaldsnámi í Dan-
mörku. Nú er Jóhann stjórn-
arformaöur Marels. Hann
segir Geir hafa veriö afburða
námsmann og telur hann nú
hafa náð góðum árangri hjá
Marel. „Hann er áhugasamur
og samviskusamur og gerir
allt vel sem hann gerir," segir
Jóhann. Hann og Geir komu
inn í fyrirtækið á svipuðum
tíma og Jóhann segir að Geir
hafi „tekið á hlutunum og
náð árangri."
Jóhann ber eins og aðrir lof
á vinnusemi Geirs og segir
hann iðulega vera í vinnunni
á kvöldin og um helgar. „Þaö
er engin dagvinna að vera
framkvæmdastjóri í þessu
fyrirtæki og það er t.d. al-
gengt að við tölum saman í
síma undir miðnættið."
Matthías
mættur í slaginn
Malthías A. Malhiesen er
mættur í kosningaslaginn
í Firðinum, en þar er útlit
dökkt hjá hans mönnum í
pólitíkinni. Matthías
skrapp ásamt Jóni Sce-
nwndi Sit’urjónssyni á
þingmannafund FF'TA í
Vínarborg en meö þeim í
för var Þórdur Bogason
frá skrifstofu Alþingis. Á
þingmannafundinum var
Matthías kjörinn varafor-
maður þingmannaráðs-
ins, en dr. Peter Junko-
uíiisch, fyrrum utanríkis-
ráðherra Austurríkis for-
maöur. Ákveðið var að
næsti þingmannafundur
KFTA-ríkjanna færi fram
á Islandi aö ári.
Hjálpar-
samtökin
Móðir og barn
í Reykjavík hafa starfaö
undanfarin 2 ár Hjálpar-
samtökin Móðir og barn.
Markmiðið er að bæta úr
erfiðum húsnæöisað-
stæðum einstæðra
mæðra og barna þeirra. í
stjórn sitja: Elinborí> Lúr-
usdóttir, félagsráðgjafi,
Jón Valur Jensson, cand.
theol., sr. Þórsteinn Kac>n-
arsson, deildarstjóri og
Ragnhildur Pála Ófeiifs-
dóttir, skáld. Átta konur
leigja nú hjá samtökun-
um og eru með sjö börn á
framfæri sínu, en ein er
barnshafandi. Móðir og
barn er sjálfseignarstofn-
un og leitar til einstak-
linga, félaga, fyrirtækja“
og hins opinbera um fjár-
stuðning.
NÆRMYND
Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels, sem á dögunum fékk útflutningsverðlaun Forseta íslands.
Litla letrið fyrir
sjóndapra?
Gísli Sigurbjörnsson á
Grund er þekktur bar-
áttumaöur. í blaöi sínu
Heimilispóstinunt, ræðir
hann enn um smáletriö,
t.d. í upplýsingadálkum
dagblaðanna, í síma-
skránni og víðar. Segir
liann að áttræðir og eldri,
6397 manns á landinu
öllu, hljóti að hafa ein-
hvern atkvæöisrétt í þess-
um efnum. Gísli segist
hafa rætt við útgefendur
símaskrárinnar, en þeir
góðu herrar hafi misskiliö
sig þegar hann lagði til
stærra letur og að gefa
símaskrána út á 2—3 ára
fresti í sparnaöarskyni.
Þeir á símanum sögöu
bara: „Þetta kostar ekk-
ert, auglýsingarnar borga
brúsann".