Alþýðublaðið - 23.05.1990, Page 7

Alþýðublaðið - 23.05.1990, Page 7
Miðvikudagur 23. maí 1990 7 NÆSTAFTASTA SIÐAN AUGLÝSING um bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði laugardaginn 26. maí 1990. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 23.00. Kosiö veröur í Lækjarskóla, Víöistaöaskóla, á Hrafnistu og á Sólvangi. Kjósendur skiptast á kjör- staöi og í kjördeildir eftir lögheimili 1. desember 1989 sem hér segir: LÆKJARSKOLI 1. kjördeild: Óstaðsett hús, Álfaberg til og með Bæjarhraun. 2. kjördeild: Dalshraun til og með Hringbraut. 3. kjördeild: Hvaleyrarbraut til og með Mela- braut. 4. kjördeild: Melholt til og með Suðurbraut 4—10. 5. kjördeild: Suðurbraut 12—28 til og með Öldutún, svo og óstaðsett hús (Berg, Brandsbær, Haukaberg, Hraunberg, Jófríðarstaðir, Krýsu- vík, Lindarberg, Lyngberg, Reyk- holt, Setberg, Skálaberg, Stóra- berg og Stórhöfði). VÍÐISTAÐASKÓLI 6. kjördeild: Blómvangur til og með Hjalla- braut 1—17. 7. kjördeild: Hjallabraut 19—96 til og með Mið- vangur 1—107. 8. kjördeild: Miðvangur 108—167 til og með Þrúðvangur, svo og óstaðsett hús (Brúsastaðir 1, Brúsastaðir 2, Eyr- arhraun, Fagrihvammur, Langeyri, Ljósaklif og Sæból). HRAFNISTA 9. kjördeild: Vistfólk með lögheimili á Hrafn- istu. SÓLVANGUR 10. kjördeild: Vistfólk með lögheimili á Sól- vangi. Vfirkjörstjórn hefur aðsetur í kennarastofu Lækjar- skóla. Talning fer fram í Iþróttahúsinu við Strandgötu og hefst strax að loknum kjörfundi. Undirkjörstjórnir mæti í Lækjarskóla kl. 9.00. Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar. 21. maí 1990. Gísli Jónsson oddviti. Jón Ólafur Bjarnason. Hlöðver Kjartansson. Picasso undir áhrifum frá Rembrandt Viö fyrstu sýn viröist manni sem fáir málarar eit>i jafn fátt sameiginlegt og þeir Rembrandt og Picasso. Rem- brandt var einn af hollensku meisturunum og lifði á 17.öld en Picasso 2().aldar maður og einn af byltingarkenndustu málurum aldarinnar. En ekki er allt sem sýnist. Rannsóknir Janie nokkurrar Cohen, sem er bandarískur sagnfræðingur, leiða annað í Ijós. Hún heíur sýnt fram á aö Picasso sótti mikið til hins gamla meistara. Hún segir Picasso hafa byrjað að kynna sér Rembrandt árið 1965 en þá var hann 84 ára. Æ síðan uröu riddarar í 17. aldar bún- ingum fyrirferðamikið mynd- efni hjá hinum spænska meistara. Nú stendur yfir sýning í Hollandi á þeim myndum Picassos sem bera áhrifum Rembrandts gott vitni. Pic- asso var aldrei það undirgef- inn aö hann leyföi sér ekki aö leika sér aö formum og hug- myndum gamla mannsins. Picasso útfærir huggulega sjálfsmynd af Rembrandt og Saskiu eiginkonu hans þann- ig aö Rembrandt heldur hinu sérstaka yfirskeggi og hatti en Saskia er nakin. Ein mynda Picassos er inn- blásin af hinni þekktu mynd Rembrandts af næturvörðun- um en hjá Picasso er einn þeirra með hjólaskauta en annar hefur hið sérstæöa andlitsfall sem Picasso var hvað frægastur fyrir. Enn sannast því hið forn- kveðna: ,,Hvaö ungur nemur, gamall temur." Er baktería böivaidurinn ? Vísindamenn við háskól- ann í Davis í Kaliforníu telja aö baktería sem finnst i jarð- vegi geti hugsanlega verið valdur að Parkinson-veikinni illræmdu. Mýs og rottur sem þeir sýktu með bakteríunni Nocardia asteroides fóru að bera hin ýmsu einkenni veik- innar. Lyf sem notuö eru gegn sjúkdómnum í mönnum DAGFINNUR Davíð fjölgar Reykvíkingum Davíö er minn maður. Veikur eða heilbrigður, Davíð er minn maður. Eins og skoðanakannanir Itafa sýnt, er Davíð svo vin- sæll í borginni að það er nánast óþarfi að kjósa hann. Aö vísu voru þeir ekki nógu ánægðir á Morg- unblaðinu meö niðurstöður Félagsvisindastofnunar að þeir leiðréttu niðurstöðurn- ar eftir aö Félagsvísinda- stofnun var búin að leiö- rétta sínar niðurstöður. Endanleg niðurstaða Morg- unblaðsins var því að fylgi sjálfstæðismanna heföi ver- iö miklu meira en könnun Félagsvísindastofunar hefði sýnt eftir aö stofnunin hafði leiðrétt niðurstöðurn- ar. Þá veit maður þaö. Það er reyndar gamalt trikk aö leiörétta niðurstöð- ur. Þannig leiðréttu komm- únistar i Sovétríkjunum alltaf niðurstöður kosning- anna í landinu, þannig að Flokkurinn fékk alltaf 99.9 %. Að vísu hefur alltaf vaf- ist fyrir mér hvert þetta 0.1% fór, þar sem enginn annar flokkur var í fram- boöi, en sennilega hefur einhverjum asnanum dott- iö i hug aö skila auðu. Það má einnig vera aö Flokkurinn hafi alltaf feng- iö 100% áöur en ílokks- menn leiðréttu niöurstöð- urnar og málgagn Flokks- ins og stærsta dagblaöið. Pravda, leiðrétti síðan niö- urstöður úrslitanna, alveg eins og Mogginn. Morgunblaöið hefur verið í því að leiðrétta ýmsar vill- ur í borgarmálum að und- anförnu. Skemmtilegasta leiðréttingin var síðastliö- inn sunnudag í Kim II Sung viötali Elínar Pálmadóttur við Foringjann. Greinin hófst á eftirfarandi orðum: ,,Davið er maður sem leysir málin. Á þeim átta árum sem hann hefur veriö borg- arstjóri hefur Reykvíking- um fjölgað um 14.000, en aðeins um 160 tvö kjör- tímabil á undan.” Þar meö hefur veriö leiö- réttur allur misskilningur á því, hvers vegna Reykvík- ingum hafi fjölgað á undan- förnum árum. Nema að það komi ný leiörétting á leiðréttingunni. Ég skil aö vísu ekki eitt: Fyrst Davíð er búinn að fjölga Reykvikingum svona mikið — af hverju eru sjálf- stæöismenn þá aö leggja niður Fæðingarheimiliö? Þar sem ég er einlægur aödáandi Davíös, las ég viðtalið af áhuga. Það voru myndir af Davíð meö við- talinu. Davíð meö öldruð- um. Davíð með börnunum. Davíð með biskupi. Davíö á leið út i Viðey. Davíð fyrir aftan skrifborðiö sitt en konan og hundarnir fyrir framan. í greininni kemur líka skýrt fram aö það er Davíð sem framkvæmir allt í Reykjavík (stundum án þess að spyrja neinn, enda alveg óþarfi) og það er Dav- íð sem fær allar hugmyndir og það er Davíö sem fyllist framkvæmdaþrá þegar verkin bíða. Þetta er eins og ég hef alltaf sagt: Davíö er handa Reykjavík og Reykjavík er handa Davíð. Þessir borg- arbúar þvælasta eiginlega bara fyrir. Sniðugast væri eiginlega að þeir flyttust bara út á land. Alla vega þeir sem fjölg- aö hefur eftir aö Davíð varð borgarstjóri. Þá er hægt að jafna Fæðingarheimilið við jörðu með góðri samvisku. virkuðu einnig á tilraunadýr- in. Dr. Blaine Beaman, sem er yfirmaður rannsóknanna, segir alla þá vitneskju sem aflað er um orsakir sjúkdóms- ins koma til góða við að þróa aðferöir til forvarna og lækn- inga. Helstu einkenni sjúkdóms- ins eru óstöðugt höfuö, stíf- leiki í útlimum og sjúkling- arnir verða lotnir í herðum. Bakterían finnst í jarövegi um víöa veröld en aöeins vissir ættleggir hennar valda Parkinson-veiki. Áfengisvandi andfæilinga Margir af háttsettum for- stjórum og stjórnmálamönn- um Ástrala þjást af heila- skemmdum vegna áfengis- neyslu. Áætlað er að hlutfalls- lega átta sinnum fleiri Ástral- ir þjáist af þessari meinsemd heldur en Vesturlandabúar. Dr. Jean Lennane, sem er sér- fræðingur í þessum málum við sjúkrahús í Sidney, segir ástæðuna ekki vera þá að Ástralir drekki meira en aðr- ar þjóðir. Mjög alvarleg teg- und heilaskaða sern nefnist Korsakoff-veikin er ekki ein- ungis afleiöing alkóhólneyslu heldur einnig skorts á þýam- íni sem þekktara er sem Bl-vítamín. Dr. Stephen Bowden, sér- fræðingur við háskólann í Melbourne, segir marga Ástr- ali frekar kjósa að fá sér einn gráan en almennilega máltíð. Þegar saman fari þýamin- skortur og áfengisneysla auk- ist likurnar á heilaskemmd- um til muna. Hann bendir á að í Bretlandi og Bandaríkj- unum sé þýamíni bætt út í hveiti enda sé tíðni heila- skaöa af völdum áfengis miklu lægri i þessum löndum þrátt fyrir hlutfallslega meiri áfengisneyslu. Áströlsk heilbrigðisyfir- völd vinna nú að því að fá þý- amíni bætt út í bjór og aðra matvöru. Einn með kaffínu Sölumaður í dýrabúð: — Þessi páfagaukur er mjög kristinn. Ef þú tog- ar í vinstri löppina á hon- um fer hann með Dav- íðssálmana. Ef þú togar í þá hægri, fer hann með trúarjátninguna. Viðskiptavinurinn: — En ef ég dreg i báðar lappirnar í einu? Páfagaukurinn: — Þá dett ég á stélið! KROSSGÁTAN DAGSKRÁIN Sjónvarp 17.30 Þvottabirnirnir 18.00 Táknmálsfréttir 18.05 Evr- ópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Bein útsending 20.00 Fréttir og veður 20.30 Grænir fingur (5). Hvar á að byrja 20.45 Tískuþáttur 21.15 Sæt eru sjávarkríli 22.00 Við- sjár á vinnustað. Bresk bió- mynd frá 1960 23.00 Ellefu- fréttir 23.10 Viðsjár á vinnu- staður frh. 23.50 Dagskrár- lok. Stöð 2 16.45 Santa Barbara 17.30 Fimm félagar 17.55 Albert feiti 18.15 Fríða og dýrið 19.19 19.19 20.30 Tíska 21.00 Kosningaumræður. Efstu menn lista til borgarstjórnar í Reykjavík leiða saman hesta sína 22.45 Einum of mikið 00.20 Hugrekki 01.55 Dag- skrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barna- timinn 09.20 Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur 09.30 Landpósturinn 10.00 Fréttir 10.03 Neytendapunkt- ar 10.10 Veðurfregnir 10.30 Úr bókaskápnum 11.00 Frétt- ir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.15 Daglegt mál 12.20 Há- degisfréttir 12.45 Veður- fregnir 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: Punkt- ur, punktur, komma, strik 14.00 Fréttir 14.03 Harmon- ikkuþáttur 15.00 Fréttir 15.03 Samantekt um skógrækt 15.45 Lesið úr forystugrein- um bæjar- og héraðsfrétta- blaða 16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaút- varpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á siðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Aug- lýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Litli barnatiminn 20.15 Sam- tímatónlist 21.00 Kvenfélög- in 21.30 íslenskir einsöngvar- ar 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.30 Skáldskapur, sannleikur, sið- fræði 23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir. Rós 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morgunfréttir 09.03 Morgun- syrpa 11.03 Gagn og gaman með Jóhönnu Harðardóttur og Ástu Ragnheiði Jóhann- esdóttur 12.00 Fréttayfirlit 12.20 Hádegisfréttir 14.03 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Zikk Zakk 20.00 Kosningafundir í Út- varpinu — Framboðsfundur vegna bæjarstjórnarkosning- anna i Mosfellsbæ 21.00 Kosningafundur i Útvarpinu. Framboðsfundur vegna bæj- arstjórnarkosninganna í Grindavik 22.07 Kosninga- fundir í Útvarpinu — Fram- boðsfundur vegna bæjar- stjórnarkosninganna i Njarð- vík 23.10 Fyrirmyndarfólk 00.10 i háttinn 01.00 Nætur- útvarp á báöum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Hallgrímur Thorsteins- son 09.00 Fréttir 09.10 Ólafur Mar Björnsson með dagbók- ina 12.00 Hádegisfréttir 12.10 Valdis Gunnarsdóttir 15.00 Ágúst Héðinsson 17.00 Kvöldfréttir 17.15 Reykjavík síðdegis 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson 22.00 Þor- steinn Ásgeirsson 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 10.00 Snorri Sturluson 13.00 Kristófer Helgason 17.00 Á bakinu með Bjarna 19.00 Darri Ólason. Rokklistinn 22.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir 24.00 Björn Sigurðsson og næturvaktin Aðalstöðin 07.00 Á nýjum degi. Bjarni Dagur Jónsson 10.00 Kom- inn tími til. Steingrímur Ól- afsson og Eiríkur Hjálmars- son 13.00 Með bros á vör. Margrét Hrafnsdóttir 16.00 í dag i kvöld. Ásgeir Tómas- son 20.00 Með suðrænum blæ. Halldór Backmann 22.00 Nýöldin. Þórdis Backman 24.00 Á nótum vináttunnar. Jóna Rúna Kvaran. □ 1 2 3 □ 4 5 □ 6 n 7 8 u 7Ö □ u □ 12 T3 L □ 36. Lárétt: 1 Evrópuland, 5 ílát, 6 draup, 7 samstæðir, 8 blaðið, 10 umdæmisstafir, 11 fólk, 12 hnoðaði, 13 kaka. Lóðrétt: 1 drabb, 2 hyski, 3 spil, 4 brúkaði, 5 skýrt, 7 hor, 9 slæmt, 12 sem. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 smátt, 5 glit, 6 lón, 7 óp, 8 orkaði, 10 MA, 11 mas, 12 bert, 13 apana. Lóðrétt: 1 slóra, 2 mink, 3 át, 4 tapist, 5 glompa, 7 óð- ara, 9 amen, 12 BA.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.