Alþýðublaðið - 23.05.1990, Qupperneq 8
MMWBIIIIIB
Miðvikudagur
23. maí 1990
RITSTJÓRN
681866 - 83320
FAX 82019
• • • • • • • •
• • • • • • • • •
• • • • • • • • • • • • • • • • • • •
• • • • • • • • •
• • • • • • • • • • • • • • • •
JERUSALEM — Til blóðugra átaka kom milli israelskra
herdeilda og Palestínumanna þriðja daginn í röö. Að
minnsta kosti tuttugu Palestínumenn og einn ísraelsmaöur
hafa fallið og hátt í 800 arabar særst í átðkunum. Mehdi
Karrubi, talsmaður íranska þingsins hvatti í gær múslam-
skar þjóðir til að hefja aðgeröir gegn hagsmunum ísraels-
manna á alþjóðavettvangi.
BRUSSEL — Tom King, varnarmálaráöherra Bretlands,
sagði hættu á að ekki yrði af samningum risaveldanna um
fækkun hefðbundins herafla í Kvrópu vegna tregöu Sovét-
manna. Þetta kom fram á fundi varnarmálaráöherra NATO-
ríkjanna í Brussel í gær. Sovétmenn eru sagðir hikandi
vegna hræöslu viö hernaöarmátt sameinaös Þýskalands.
BRUSSEL — Atlantshafsbandalagið lýsti því yfir í gær
að Varsjárbandalagiö sé ekki lengur ógn við ríki Vest-
ur-Evrópu.
Þar meö hefur bandalagið fallið frá stefnu sinni til langs
tíma.
GENF — Utanríkisráð-
herrar Sovétríkjanna og
Vestur-Þýskalands koma til
funda í Genf í dag til að
ræða framtíö Þýskalands.
Sameining þýsku ríkjanna
veröur megin umræöuefni
ráðherranna á fundinum
sem stendur aðeins einn
dag.
SRINAGAR — Indland. Þúsundir manna söfnuðust sam-
an í borginni Srinagar i Kasntírhéraði til aö mótmæla
morðum 47 manna. Fjöldamorðin áttu sér stað þegar ör-
yggissveitir skutu á hóp syrgjenda. Indversk yfirvöld eru
sögð búa sig undir frekari átök.
KOHTLA-JARVE — Sovétríkin. Kússneskir verkamenn
frá iðnaöarhéruðum Eistlands slógust i hóp verkfalls-
manna sem vilja þrýsta á Mikhail Gorbatsjov, forseta Sov-
étríkjanna, um að hann hindri framgang sjálfstæðis eist-
nesku ríkjanna.
JÓHANNESARBORG
— Suður-Afrísk stjórnvöld
hótuðu aö beita valdi gegn
vopnuðum öfgasamtökum
hvítra. Meðlimir samtak-
anna hafa sumir hverjir
hótað að efna til kynþátta-
stríðs eftir óeirðirnar í
námabænum Welkom síö-
ustu daga.
VARSJA — Aukin harka hljóp í verkfall pólskra járn-
brautaverkamanna þegar þeir lokuðu fyrir flutninga að
helstu höfnum landsins, þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda
og óskir verkalýðsfélagsins Samstööu um að gripa ekki til
aögeröa.
PARIS — Frakkland hefur
oröið fyrir valinu sem fund-
arstaður fyrir ráðstefnu 85
vestrænna ríkja um varnir
og samstarf evrópskra
þjóða, CEŒ. Ekki hefur
verið hægt að tímasetja
fundinn þar sem samkomu-
lag um fækkun heföbund-
ins herafla liggur ekki fyrir.
Vonir standa þó til að fund-
urinn geti farið fram fyrir
lok þessa árs.
M0NG0LIA — Fyrsti stjórnarandstöðuflokkurinn i
Mongólíu var formlega skráður í gær. Tvær vikur eru liön-
ar síðan lög sem kveða á um fjölflokkakerfi í landinu tóku
gildi.
B0G0TA — Virgilio Barcg, forseti Kólumbiu, hvatti þjóð-
ina, sem telur 30 milljón manns til aö mynda ósigrandi her,
til aö sporna fótum við þeirri bylgju ofbeldis sem riðið hef-
ur yfir þjóðina að undanförnu.
L0ND0N — Lýbíumenn og Sýrlendingar eru að semja
við Kínverja um kaup á langdrægum flaugum og þeir fyrr-
nefndu munu fást við hönnun áþekkra vopna, er haft eftir
israelskum leyniþjónustumanni í viðtali við breskt tímarit.
ERLENDAR FRÉTT1R
Umsjón: Laufey E. Löve
Sjálfstæðisyfírlýsing
ekki dregin tíl baka
(MOSKVA, Reuter) Lithá-
íska þingið hefur hafnað
hugmyndum um að fresta
gildistöku sjálfstæðisyfir-
lýsingar landsins frá 11
mars síðastliðnum til að
friða stjórnvöld ■ Kreml.
Þetta var haft eftir tals-
manni ríkisstjórnarinnar í
Vilnius í gær. Hann lýsti
því þó jafnframt yfir að
þingið myndi koma saman
til að ræða leiðir til að
leysa þann hnút sem kom-
inn er á samskipti Sovét-
manna og Litháa.
Fjeimildir Reuters segja
mikla andstööu innan þings-
ins viö kröfum Sovétmanna
um að sjálfstæðisyfirlýsingin
veröi dregin til baka og einn-
ig viö hugmyndir um að
fresta gildistöku hennar. ,,Þó
mætti ef til vill finna ein-
hverja þingmenn sem væru
hlynntir því að fresta gildis-
töku sjálfstæöisyfirlýsingar-
innar þar til samið hefur ver-
ið viö Sovétmenn," að sögn
heimildarmanns Reuters.
Sovéska fréttastofan Tass
skýröi frá þvi á mánudags-
nótt aö drög lægju fyrir
samþykki litháíska þingsins
um að það hygðist falla frá
sjálfstæöisyfirlýsingunni.
Komið hefur á daginn að
heimildir Tass fréttastofunnar
voru ekki ekki á rökum reist-
ar.
Búist var við formlegri yfir-
lýsingu Vytautas Landsberg-
is, forseta Litháen í gær um
hvernig stjórnvöld hygðust
taka á málum. Stjórnvöld í
Litháen leita nú allra leiöa til
að fá Sovétmenn til aö setjast
Mid-Austurlönd:
Stríð i
uppsiglingu?
(KAÍRÓ, Reuter) Hosni Mu-
barak, forseti Egypta-
lands, sagði í gær að ef
ekki myndi draga úr að-
streymi sovéskra gyðinga
til ísrael gæti það bundið
enda á allar friðarumleit-
anir og orðið kveikjan að
nýju stríði í Mið-Austur-
iöndum. Mubarak lét þessi
orð falla á fundi með öllum
helstu leiðtogum sósíal-
iskra ríkja í Kaíró.
Mubarak, leiðtogi Þjóðern-
islega Lýöræöisflokksins sem
nú situr viö völd i Egypta-
landi hvatti til aðgerða gegn
þeirri ógn sem stafaði af að-
streymi sovéskra gyðinga á
herteknu svæðin.
Yfirlýsing forsetans kemur
í kjölfar blóöugra uppreisna á
Vesturbakkanum og Gasá-
svæðinu síðustu daga. Talið
er að að minnsta kosti tutt-
ugu manns hafi falliö í átök-
unurn síöan á sunnudag.
Hafa hersveitir ísraelsmanna
þegar myrt 11 Palestínu-
menn.
Atökin hófust á sunnudag
þegar Israelsmaður varð sjö
Palestínumönnum að bana.
Gífurleg reiði hefur ríkt með-
al araba vegna fjöldamorð-
anna ekki aöeins meðal íbúa
herteknu svæðanna heldur
einnig i ísrael og Jórdaníu.
Mjög er tekiö aö þrengja aö Litháum og hafa stjórnvöld nú tilkynnt að skammta veröi vatn til
heimilisnota.
að samningaborði, en ástand ana Sovétmanna. Litháísk vegna eldsneytisskorts. Lit-
í Litháen er víða orðið mjög stjórnvöld neyddust í gær til háum hefur engin aðstöð
slæmt vegna efnahagsþving- að tilkynna skömmtun vatns borist frá Vesturlöndum.
Sameining Noröur og Suöur Yemen
Nýtt öflugt arabaríki
(ADEN, Reuter) Ríki Suður-
og Norður-Yemen samein-
uðust formlega í gær. Það
var Ali Abdallah Saleh ný-
kjörinn forseti lýðveldis-
ins Yemen sem lýsti yfir
stofnun ríkisins við hátíð-
iega athöfn í gær og dró að
því búnu fána sameinaðs
Yemen að húni eftir 300
ára aðskiinað ríkjanna.
Sameining Suöur- og Norð-
ur-Yemen getur af sér öflugt
arabaríki á stærð við Frakk-
land og verða íbúar þess hátt
í 13 milljónir.
Ríkin tvö voru fyrir samein-
inguna afskaplega ólík í efna-
hagslegu og pólitísku tilliti.
Norður Yemen var hollt undir
Vesturlönd meðan Suður Ye-
men var sósíalískt riki stutt af
stjórnvöldum í Sovétrikjun-
um. Auk þessa höfðu ríkin
tvö lengi eldað saman grátt
silfur og áttu i stuttu striði ár-
ið 1972.
Sameining ríkjanna hefur
haft stuttan aödraganda og
það var ekki fyrr en í nóv-
ember á síðasta ári að ríkin
tvöstaðfestu sameiningu ríkj-
anna. Aðdragandi að samein-
ingunni er að miklu leyti ra-
kinn til þess að sósíalísk
stjórnvöld í Suður Yemen,
hófu sina eigin útgáfu af pere-
stroiku Sovétmanna á síðasta
ári. Afleiðingin var aukin
þíða í samskiptum ríkjanna
sem leiddi til sameiningar-
innar nú.
Fyrsta embættisverk ný
kjörins forseta landsins var
að draga nýjan rauðan, hvit-
an og svartan fána að húni.
Akveðiö hefur verið að Aden,
fyrrum höfuðborg Suður Ye-
men verði höfuðborg við-
skiptalífs hins sameinaða Ye-
men en Sanaa í norðurhluta
landsins veröi höfuðborg
Frönsk stjórnvöld hafa fagnaö
sameiningu Noröur og Suður
Yemen.
stjórnsýslunnar.
Frönsk stjórnvöld hafa
fagnað sameiningu ríkjanna
og segjast vona að þau góðu
samskipti sem Frakkar hafa
átt við rikin tvö muni haldast
einnig eftir að þau sameinist.
Sovétríkin:
Markaðskerfí litur
brátt dagsins Ijós
(MOSKVA, Reuter) Rád-
gjafanefnd Mikhail Gor-
batsjovs, forseta Sovétríkj-
anna, samþykkti í gær til-
lögur að breytingum í átt
til markaðskerfis, var haft
eftir talsmanni sovéska ut-
anríkisráðuneytisins. Þá
hefur Forjsetaráð Sovét-
ríkjanna einnig fallist á
þessar tillögur.
Lokaskrefið verður síðan
aö fá endanlegt samþykki
sovéska þingsins fyrir þess-
um róttæku breytingum en
sem kunnugt er hefur mið-
stýrt efnahagskerfi verið við
lýöi í Sovétríkjunum síðan
kommúnistar komust til
valda.
Til greina kemur aö sögn
útvarpsins í Moskvu að tvö-
falda verð á matvælum með-
an á aðlögun að hinu nýja
efnahagskerfi stendur. Til-
gangurinn með því er að
tryggja að verö á vörum
standi undir kostnaði við
framleiöslu.
Stjórnvöld hafa hins vegar
lýst því yfir að þau muni leita
leiða til að koma í veg fyrir að
breytingarnar komi illa niður
á sovéskum þegnum. í þessu
skyni ráðgera stjórnvöld að
taka upp aðgerðir til að
tryggja félagslega velferö
þegna og lífsafkomu þeirra.
Sovéskir þegnar hafa veriö
Sovésk stjórnvöld ráðgera aö
tvófalda verö á matvælum, en
almenningur er sagður ugg-
andi um lífskjör sín.
mjög uggandi að undanförnu
um að breytingar til markaðs-
kerfis muni leiða til versnandi
lífskjara almennings.