Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. júní 1990 5 ;' ' ■ ; ■■■ ; . ... ..;•■ ■ ; ■'■ búning að viðræöum um hið sameiginlega evrópska efnahagssvæði," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra á fundi með Franz Andriessen i Brússel þ. 30. október í fyrra. „Leiðtogafundurinn sl. fimmtudag með Jacques Delors og Franz Andriessen, forseta og vara- forseta framkvæmdastjórnar EB, leiddu m.a. til að EFTA-ríkin hafa náð samstöðu um undir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra um EFTA-fundinn í Gautaborg: Samstaða um evrópska efnahagssvæðið • Öllum efosemdum um að EFTA-rikin geti náð samstöðu um að ffara EES-leiðina (evrópska effn- hagssvæðið) heffur verið eytt. • EB-rikin veita samningsumboð til viðræðna um sameiginlegt efnahagssvæði fyrir 20. júni n.k. • Evrópubandalagið tekur ekki við umsóknum einstakra EFTA-rikja um EB-aðild á næstu árum. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrikis- ráðherra eru þetta merkilegustu niðurstöður 30 ára afmælisfundar EFTA sem nýlokið er i Gautaborg. „Þetta voru í raun margir fund- ir,“ segir Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra í viðtali við Alþýðublaðið um nýafstaðinn 30 ára afmælisfund EFTA í Gauta- borg. ,,l fyrsta lagi hélt stjórnarnefnd af hálfu EFTA þriggja sólarhringa vinnufund til undirbúningsafmæl- isfundarins, utanríkisráðherra- fundurinn sem stóð í tvo daga, gekk frá ályktunarplaggi um samningsstöðu EFTA og yfirlýs- ingu fundarins. Þá var leiðtoga- fundurinn haldinn sl. fimmtudag með Delors og Andriessen, forseta og varaforseta framkvæmda- stjórnar EB. Niðurstöðurnar af þeim fundi voru þær, að af hálfu EFTA tókst að ná samstöðu til und- irbúnings samningaviðræðunum. Delors staðfesti og lýsti því yfir á fréttamannafundinum að hér eftir mætti slá því föstu, að umboð EB yrði veitt á fundi ráðherraráðsins EB þann 20. júní þannig að samn- ingaviðræður gætu hafist eins og upphaflega var yfirlýst á fyrri hluta þessa árs, þ.e. fyrir lok júní- mánaðar," segir Jón Baldvin. Efasemdin um samslöðu EFTA-rikjanna eylt__________ Á fundinum í Gautaborg gengu EFTA-löndin frá sínu samnings- sumboði og niðurstöðum varð- andi samningsstöðu EFTA. Aðal- atriði samningsumboðsins eru : 1) Lög og reglur EB á sviði fjórfrelsis- ins verða lagagrundvöllur evr- ópska efnahagssvæðisins, 2) Fyrir utan fjórfrelsið taka samningarnir til samstarfsverkefna og tillagna um stjórnun hins evrópska efna- hagssvæðis, 3) Frávik og undan- þágur: Gengið frá þvi að hálfu EFTA að skilgreina hin svonefndu 12 meginvandamál sem verður að útkljá í samningum og varða þjóð- arhagsmuni einstakra EFTA-ríkja. Um þetta síðasta atriði segir Jón Baldvin: ,,lnn í hinum svokölluðu 12 meginvandamálum eru þrjú mál sem íslendingar hafa fyrir sitt leyti í undirbúningsviðræðum sett á oddinn: Fríverslun með fisk, ótvírætt forræöi yfir auðlindum og nýting þeirra, þ.e.a.s. fiskimið og orka, og öryggisventill hvað varðar atvinnu- og búsetuöryggi, . og fólksflutninga." Utanríkisráðherra segir að hér með sé ljóst að EFTA-ríkin geti náð samstöðu um að fara EES-leið- ina (evrópska efnahagssvæðið): ,,Þar með ætti að vera eytt efa- semdum um að EFTA-ríkin inn- byrðis gætu náð samstöðu að fara þessa leið. Þær efasemdir höfðu einkum snúist um það, að sérstaða sumra landa myndi koma í veg fyrir samstöðu og í annan stað að hálfu sumra að styrkja þyrfti EFTA sem samningatæki að því er varð- ar eftirlit, stofnun og dómstóla. En frá því var gengið á þessum fundi." Samningsumboð EB i næslu viku________________ Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir að tvennt að hálfu EBþyki honum merkilegast. Að samningsumboð EB til við- ræðna um sameiginlegt efnahags- svæði (EES) verði veitt fyrir 20. júní n.k. og að EB sé ekki opið fyr- ir umsóknum EFTA-landa eins og nú er. „Delors lýsti því yfir að samn- ingsumboð EB verði veitt fyrir 20. júní. Delors sagði fullum fetum, að þessir samningar munu byrja á fyrri hluta þessa árs eins EB og EFTA-ríkin voru gagnkvæmt búin að skuldbinda sig til. í annan stað þá vek ég athygli á því sem skiptir mestu máli sem fram kom í mál- flutningi hans á fréttamannafund- inum. Þar var hann spurður: Hafa þær breytingar sem orðið hafa í Evrópu frá því að þú upphaflega lýstir þínum hugmyndum á fyrri hluta árs 1989 ekki leitt til þess að það beri að endurskoða þessar til- lögur um evrópskt efnahagssvæði og mundir þú ekki heldur kjósa að EFTA-ríkin gangi inn í EB? Delors svaraði og sagði: Það kom í minn hlut að skilgreina for- sendur EB fyrir samskiptum við EFTA-ríkin. Það gerði ég í janúar 1989. Þær voru: EB gæti ekki boð- ið upp á tvihliða samninga við hvert einstakt EFTA-ríki. Við gæt- um ekki tekið við nýjum aðildar- ríkjum fyrr en eftir 1993. Þessar forSendir eru óbreyttar en þær hafa styrkst frekar en hitt af þeirri þróun sem síðan hefur orðið með vísan til lýðræðisbyltingar í Aust- ur-Evrópu vegna þess að EB er með mörg Herkúlusarverkefni á sinni könnu. Þau helstu eru: 1) Að standa við áætlun um fram- kvæmd innri markaðarins sem er eftir áætlun. 2) Framkvæma framkomnar til- lögur um næsta áfanga efna- hagssamrunans; að koma á sameiginlegri peningamála- stjórn EB-ríkjanna. 3) í ljósi lýðræðisbyltingarinnar í Austur-Evrópu, að styrkja enn frekar pólitískt samstarf innan EB sérstaklega á sviði utanríkis- mála og utanríkisviðskipta. 4) Vandamál varðandi sameingu Þýskalands. 5) Samskiptin við Austur-Evrópu ríkin. 6) Breytingar á stofnskrá EB (Ró- marsamningurinn) til að inn- lima allar þessar breytingar. 7) Samskipti við EFTA-ríkin. Meðan að EB hefur svo risavax- in verkefni á sinni könnu er ógjörningur að gera ráð fyrir nýj- um aðilda.rríkjum á þessu stigi málsins. Delors var spurður að því hvort einhver önnur leið væri til að fá EB-aðild en að einstök aðildarríki raði sér upp í biðröðum og sæki um aðild í EB ? Svarið var mjög skýrt: Nei. Betri árangur en menn höffðu þorað að vona Þetta er svarið við t.d. bróður- legri ráðgjöf Uffe-Elleman Jensen, að Norðurlönd eigi að sækja strax um aðild að EB. Þetta er einnig svarið við allri umræðunni í press- unni að undanförnu að EFTÁ-leið- in muni ekki leiða til árangurs og hin leiðin að ganga beint í EB sé skárri kostur. Meginniðurstaða þessa fundar er því: Sú leið stend- ur ekki opin. EFTA-ríkin geta ekki gengið fyrirvaralaust í EB. Þessi afstaða kom einnig fram í máli Austurríkismanna sem sótt hafa formlega um aðild að Evr- ópubandalaginu. Þeir líta ekki á aðildarumsókn sína sem mótsögn við áframhaldandi samstarf með EFTA-ríkjunum, vegna þess að þeir gerðu ekki ráð fyrir því að að- ildarumsókninr yrði afgreidd fyrr en miklu síðar og samningurinn um evrópskt efnahagssvæði mundi leysa mörg af þeim vanda- málum sem þeir standa frammi fyrir mun fyrr. Önnur helsta niðurstaðan fund- arins í Gautaborg er: Efasemdum um samstöðu EFTA-ríkjanna hefur verið eytt. Og það er betri árangur en menn þorðu að gera sér vonir um fyrirfram," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra við Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.