Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. júní 1990 15 NÆSTAFTASTA SÍÐAN DAGFINNUR Við hefðunt betur dæmt á HM t*að var engin bein útsending í gær svo maður vissi ekkert hvern- ig maður ætti að drepa tímann. Eg skil ekkert í þeim hjá Sjónvarpinu að sleppa úr degi þegar maður er rétt búinn að stilla sig inn á HM í fótspyrnu. Mér er alveg sama hvort það er fyrsta Stöð eitt, önnur Stöð eitt eða bara Stöð tvö sem sýnir en minn knattbolta vil ég fá. Samkeppnin kemur fyrir lítið ef stöðvarnar láta stórleiki eins og Þýskaland og Sameinuðu arabísku furstana fram hjá sér fara. Verst er að missa af dómgæsl- unni. Menn úti í hinum stóra heimi eru enn ekki búnir að uppgötva hversu slinga knattspyrnudómara við eigum hér uppi á skerinu. Þó ég taki nú aldrei nema takmarkað mark á Alþýðublaðinu eftir að ég var færður af leiðarasíðunni hér aftur í léttmetið, las ég þar og trúi að við eigum betri dómara í hverj- um hreppi en þá sem fá að dæma á HM á Ítalíu. Þó að ég sé ekki dómharður að eðlisfari held ég að ég myndi dæma mun betur en þessir gaurar sem fá að dæma á HM. Ég hefði t.d. dæmt umsvifa- laust vítaspyrnu á Maradonna þegar hann varði knöttinn með hendinni uppi við eigið mark. Ég þekki sko muninn á hendi Guðs og hendi dauðlegra manna. Armur laganna, í þessu tilviki armur dómarans, hefði átt að grípa inn í. En hann var víst Svíi greyið og vík- ingablóðið farið að þynnast í hon- um svo hann guggnaði frammi fyrir knattspyrnugoðinu Marad- onnu og skapheitum stuðnings- mönnum hans í Napólí, ítölskum tittum. Nei, hingað og ekki lengra. Við verðum að fá að fylgjast með dóm- gæslunni þó ekki væri annað. Ég skora því að allar góðar vættir og sjónvarpstjóra að láta það ekki henda aftur að maður standi allan daginn eins og skýjaglópur vegna þess að það er engin bein útsend- ing frá HM. iranir setja reglur um kiæðnað Stjórnvöld í Iran hafa sent út reglur um klæðnad þegnanna og eru þær í samræmi við reglur Is- lam. Samkvæmt íslam (múðhameðs- trú) eiga konur að hylja allan líkama sinn og íranskar konur klæðast venjufega löngum dökkum kufli sem hylur þær allar frá höfði ofaní tær. Einungis örlítið glittir í andlit þeirra og hendur. Nú er ætlunin að karlmenn klæði sig einnig sam- kvæmt stjórnvaldsboði. Hugmynd- in er að þeir hylji handleggi sína en það er víst ekki lögboðið í Islam. Við sum ráðuneyti og opinberar bygg- ingar hanga spjöld sera banna mönnum er klæðast skyrtunni einni og bera handleggi sína aðgang. ,,Ef þú ferð út án þess að klæðast hejab (hinn hefðbundni kufl) áttu það á hættu að vera stöðvuð af sér- stakri lögreglu" sagði írönsk kona nýlega við fréttamann. Viðurlög við fyrsta broti er venjulega bara áminning en ef um endurtekið brot er að ræða má fólk vænta einhverr- ar fangelsisvistar. Þegar Abdóllah Nouri, innanríkis- ráðherra landsins, var spurður um ástæðu þessara hertu reglna sagði hann að stjórnvöldum bæri skylda til að varðveita íslömsk gildi. „Við höfum aldrei neytt konur til að ganga í hejab, en við höfum neyðst til þess að grípa til refsinga þegar ósæmileg hegðun hefur náð því stigi að ekki verður hjá því komist." Flest arabalönd, þar sem íslam er alls ráðandi, hafa einhverskonar reglur um klæðnað þegnanna. í Saudi Arabíu eru t.d. mjög strangar reglur um þessi mál og þar starfar einnig sérstök lögregla sem sér um að þeim sé hlýtt. Sovétmenn hyggjast sigla norðurleiðina Sovétmenn ætla að hefja reglu- bundnar siglingar milli Evrópu og Austurlanda fjær. Það er í sjálfu sér ekkert nýmæli en nú hyggjast þeir fara norðurleiðina svokölluðu en það er norður fyr- ir Skandinavíu og Síberíu. Það er skipafélag í Murmanks sem stendur að þessu og talsmaður þeirra segir áætlað að þær hefjist 1. júlí næstkomandj. Sovéska frakt- skipið Norilsk, sem er styrkt sérstak- lega til að sigla í ís, mun fara þessa leið einu sinni í mánuði frá Vest- ur-Þýskalandi til Japan í sumar, eða frá júlí og þar til í október. í bígerð er að leigja pláss á þessu skipi til vestrænna fyrirtækja til að flytja all- an venjulegan varning og gáma. ,,í fyrra fórum við tvær slíkar ferðir í tilraunaskyni. Ferð frá Bremen til Tokyo tekur um 25 daga en það er tíu dögum fljótar en venjulega leiðin gegnum Súez-skurðinn", segir Vas- sily Loban, forstöðumaður þeirrar deildar skipafélagsins sem sér um tengsl við útlönd. Það hefur freistað manna um margar aldir að fara þessa leið til As- íu. Evrópumenn fóru marga leið- angra en allir mistókust þar til að finnsk-sænskur leiðangur komst alla leið árið 1878. Yfirvöld í Moskvu hafa stranglega bannað að sovésk skip leiði erlend- ar skipalestir þessa leið því siglt er framhjá mikilvægum herstöðvum í Sovétríkjunum. Loban segir það ólíklegt að leiðin verði almenn þar sem óttast er um hið viðkvæma lífríki heimskaut- anna. Einnig verði allar tryggingar skipanna háar þar sem þó nokkur hætta sé á óhöppum og töfum, Sjó- menn telja að þótt leiðin sé stutt geti ísinn skapað miklar tafir og erfiði. Asia styrkir innviði sína Asíuþjóðirnar fjárfesta æ meira hvor hjá annarri og nú er svo komið að sú fjárfesting er meiri en frá Evrópu eða Norð- ur-Ameríku. Sérfræðingar telja þetta koma þessum heimshluta mjög vel sem heild enda spá þeir því að á næstu áratugum verði mestur vöxtur í hagkerfum Asíu af öllum heimsálf- unum. Hagfræðingum er gjarnt að líkja þessu við oddaflug gæsa og þá á þann veg að ríku löndin, Japan, Suður-Kórea og Taiwan útvegi það sem þarf til að hin löndin geti einnig tekið flugið. Þetta ferli hófst um miðjan niunda áratuginn þegar framleiðendur í þessum þremur löndum fóru að setja upp verksmiðj- ur í öðrum löndum sem mótleik við hækkandi gengi sem hefði gert vör- ur þeirra dýrari erlendis. Þeir leit- uðu þá ekki langt yfir skammt held- ur fjárfestu í nágrannalöndum sín- um. Gott dæmi um jákvæð áhrif þessa fyrir heimshlutann er fjárfesting taiwanskra fyrirtækja í Kína. Chen Yuan, deildarstjóri í kínverska seðla- bankanum, hélt fyrirlestur á ráð- stefnu sem haldin var nýlega um þessi mál. Þar sagði hann að fjárfest- ingar þeirra Taiwanmanna hefðu hjálpað Kínverjum þannig að þeir hefðu ekki þurft að taka eins mikil og dýr erlend lán. Einnig hefur þetta í för með sér að inn í landið flæðir ný tækni og þekking auk þess sem unnið væri með fullkomnari framleiðslutæki. Konungur Rúmeníu óttast borgarastrið Michael, hinn landflótta kon- ungur Rúmeníu, segir miklar líkur á því að óeirðir sem verid hafi landinu að undanförnu kunni að leiða til borgarastyrj- aldar. Michael var knúinn af kommún- istum til að segja af sér konungstign árið 1947 en býr nú í Genf. Þúsundir námaverkamanna sem eru hollir stjórn lon Iliescu, fyrrum kommúnista en núverandi forseta. hafa miðborg Búkarest á valdi sínu og berja alla mótspyrnu niður af mikilli hörku. „Það er hugsanlegt að margir þessara svokölluðu námuverka- manna séu í raun dulbúnir útsend- arar hinnar illræmdu leynilögreglu Ceausescus heitins Securitate." Mi- chael telur einnig að Iliescu sé að koma á fót nýju einræði í landinu. Þegar Michael var spurður hvort hann hygðist fara aftur til Rúmeníu í nánustu framtíð sagðist hann ekki vilja snúa aftur til landsins meðan það væri undir slíkri áþján. DAGSKRÁIN Sjónvarpið 14.45 HM í knattspyrnu. Brasilía- Kosta Ríka. Bein útsending 17.00 íþróttaþátturinn 18.00 Skytturnar þrjár 18.20 Bleiki pardusinn 18.40 Táknmálsfréttir 18.45 Heimsmeist- aramótið í knattspyrnu. England- Holland 20.50 Fréttir 21.20 Lottó 21.25 Fólkið í landinu 21.50 Hjónalíf 22.25 Hjónaband til hagræðis (Gett- ing Married in Buggalo) 00.05 Svart- klædda konan (Woman in Black) 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok SUNNUDAGUR 17.30 Sunnudags- hugvekja 17.40 Baugalina 17.50 Ungmennafélagið 18.15 Stelpur (Piger) Seinni hluti 18.55 Táknmáls- fréttir 19.00 Vistaskipti 19.30 Fréttir 20.00 Ávarp forsætisráðherra 20.10 Reykjavíkurblóm. Kabarett með lög- um eftir Gylfa Þ. Gíslason 21.45 Átj- án hundruð og niutiu. Dagskrá um það sem var efst á baugi fyrir 100 ár- um 22.20 Á fertugsaldri 23.05 Kata prinsessa (Touch the Sun Princess Kate) 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. Stöð 2 09.00 Morgunstund 10.30 Túni og Tella 10.35 Glóálfarnir 10.45 Júlli og töfraljósið 10.55 Perla 11.20 Svarta stjarnan 11.45 Klemens og Klemen- tína 12.00 Smithsonian 12.55 Heil og sæl — Úti að aka 13.30 Með storm- inn i fangið. Framhaldsþáttur um MS-sjúkdóminn 14.30 Veröld — Sagan í sjónvarpi 15.00 I skólann á ný (Back to School) 16.45 Glys 18.00 Popp og kók 18.30 Bilaíþróttir 19.19 19.19 20.00 Séra Dowling 20.50 Hún a von á barni (She's Having a Baby) 22.35 Elvis rokkari 23.00 Bláa elding- in (Blue Lightning) 00.55 Undirheim- ar Miami 01.40 Lengi lifir i gömlum glæðum (Once Upon a Texas Train) 03.10 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 09.00 Paw Paws 09.20 Popparnir 09.30 Tao Tao 09.55 Vélmennin 10.05 Krakkasport 10.20 Þrumukettirnir 10.45 Töfraferðin 11.10 Draugabanar 11.35 Lassý 12.00 Popp og kók 12.35 Viðskipti í Evrópu 13.00 Opera mán- aðarins, Macbeth 16.00 íþróttir 19.19 19.19 20.00 í fréttum er þetta helst 20.50 Björtu hliðarnar21.20 Öxar við ána. Blandaður skemmtiþáttur 21.50 Stuttmynd 22.20 Tónlist George Gershwin 23.10 Milagro (The Milagro Beanfield War) 01.05 Dag- skrárlok. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Góðan dag hlustendur góðir 09.00 Fréttir 09.03 Börn og dagar — Heitir langir sumardagar 09.30 Morguntónleikar 10.00 Fréttir 10.03 Umferðarpunktar 10.10 Veðurfregnir 10.30 Sumar i garðinum 11.00 Viku- lok 12.00 Auglýsingar 12.10 Á dag- skrá 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar 13.00 Hér og nú 13.30 Ferðaflugur 14.00 Sinna 15.00 Tónelfur 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir 16.30 Sagan: Mómó eftir Michael Ende 17.00 Frá Listahá- tíð í Reykjavík 18.35 Auglýsingar. Dánarfregnir 18.45 Veðurfregnir Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Ábætir 20.00 Sumarvaka Útvarpsins 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins 22.15 Veðurfregnir 22.20 Dansað með harmonikkuunn- endum 23.10 Basil fursti 24.00 Fréttir 00.10 Um lágnættið 01.00 Veður- fregnir 01.10 Næturútvarp. SUNNU- DAGUR 08.00 Fréttir 08.07 Morgun- andakt 18.15 Veðurfregnir. Dagskrá 08.30 Kirkjutónlist 09.00 Fréttir 09.03 Spjallað um guðspjöll 09.30 íslensk kirkjutónlist 10.00 Fréttir 10.03 Á dagskrá 10.10 Veðurfregnir 10.25 Frá þjóðhátíð í Reykjavík 12.10 Á dag- skrá 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veð- urfregnir. Auglýsingar. Tónlist 13.10 Hádegisstund í Útvarpshúsinu 14.00 Sunnefumálin og Hans Wium 14.50 Stefnumót 16.00 Fréttir 16.05 Á dag- skrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 Tvær þjóðir i einu landi 17.00 Hljómsveitin Islandica 18.00 Sagan: Mómó eftir Michael Ende 18.30 Tónlist. Auglýs- ingar. Dánarfregnir 18.45 Veður- fregnir. Auglýsingar 19.00 Kvöld fréttir 19.30 Auglýsingar 19.31 Frá Listahátíð i Reykjavík 21.10 Kína- múrinn 21.30 Sumarsagan: Birtingur eftir Voltaire 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins 22.15 Veðurfregnir 22.30 íslenskir einsöngvarar og kórar 23.00 Frjálsar hendur 24.00 Fréttir 00.07 Um lágnættið 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Rós 2 08.05 Nú er lag 11.00 Helgarútgáfan 16.05 Söngur villiandarinnar 17.00 íþróttafréttir 17.03 Með grátt í vöng- um 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Blágres- ið blíða 20.30 Gullskífan 21.00 Úr smiðjunni 22.07 Gramm á fóninn 00.10 Nóttin er ung 02.00 Næturútvarp. SUNNUDAGUR 09.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests 11.00 Helgarútgáfan 12.20 Há- degisfréttir 14.00 Með hækkandi sól 16.05 Slægur fer gaur með gígju 17.00 Tengja 19.00 Kvöldfréttir 19.31 Zikk Zakk 20.30 Gullskífan 21.00 Söngleikir í New York 22.07 Landið og miðin 00.10 í háttinn 02.00 Næt- urútvarp. Bylgjan 08.00 Þorsteinn Ásgeirsson og hús- bændur dagsins 12.00 Einn, tveir og þrír 14.00 Bjarni Ólafur Guðmunds- son 15.30 íþróttaþáttur 16.00 Bjarni Ólafur 19.00 Haraldur Gíslason 23.00 Á næturvakt 03.00 FreymóðurT. Sig- urðsson. SUNNUDAGUR 09.00 í bít- ið 13.00 Það er kominn 17. júní 17.00 Haraldur Gíslason 22.00 Ágúst Héð- insson 02.00 Freymóður T. Sigurðs- son. Stjarnan 09.00 Glúmur Baldvinsson 13.00 Kristófer Helgason 16.00 íslenski listinn 18.00 Popp og kók 18.35 Björn Sigurðsson 22.00 Darri Ólason 04.00 Seinni hluti næturvaktar. SUNNU- DAGUR 10.00 Arnar Albertsson 14.00 Á hvíta tjaldinu 18.00 Darri Óla- son 22.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir 01.00 Næturvakt með Birni Sigurðs- syni. Aðalstöðin 09.00 Laugardagur með góðu lagi 12.00 Hádegisútvarp Aðalstöðvar- innar 13.00 Brjánsson og Backman á léttum laugardegi 17.00 Gullöldin 19.00 Ljúfir tónar 22.00 Er mikið sungið á þínu heimili? 02.00 Nætur- tónar. SUNNUDAGUR 09.00 Tima- vélin 12.00 Hádegi á helgidegi 13.00 Svona er lífið 16.00 Sunnudagur til sælu 18.00 Undir regnboganum 19.00 Ljúfir tónar 21.00 Helgarlok 24.00 Næturtónar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.