Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 16. júní 1990 Sovétríkin: (MOSKVA, Reuter) Forsætisráðherra Sovétrikj- anna, Nikolai Ryzhkov, sagði á miðvikudag að eina leiðin framundan fyrir Sovétríkin væri myndun markaðskerfis. Efnahagstillögur rikisstjórnarinnar hafa sætt mikilli gagnrýni að undanförnu. Ryzhkov sagði þetta á sama Róttækir umbótasinnar telja að tíma og sovéska þingið var að búa áætlanir Ryzhkovs gangi ekki sig undir að samþykkja uppkast að tillögum um leiðir útúr miðstýrðu efnahagskerfi kommúnista, en það gefur Ryzhkov tveggja mán- aða frest til að smíða heilsteypta áætlun í smáatriðum. ,,Eg er sannfærður um að mark- aðskerfi er það sem við þurfum að taka upp, hvort sem það verður mín stjórn eða einhver önnur sem það gerir," sagði Ryzhkov, en til- lögur hans eru samhljóða hug- myndum Gorbatsjovs um að efna- haginn verði að opna fyrir mark- aðsöflunum. Fellur stjórnin? Ryzhkov kynnti áætlanir sínar hinn 24. maí síðastliðinn og sættu þær harðri gagnrýni bæði frá um- bótasinnum og íhaldsöflunum. í áætlununum var gert ráð fyrir töluverðum verðhækkunum á ýmsum vörum frá og með janúar á næsta ári og hækkun á brauð- verði frá 1. júlí næstkomandi. Þetta olli kaupæði í búðunum og enn frekari vöruskorti, sem var þó nægur fyrir. Andstaðan sem áætlanirnar mættu og möguleikinn á því að þingið hafnaði þeim, veltu upp j)eim möguleika að Ryzhkov segði af sér og Gorbatsjov þyrfti að skipa forsætisráðherra sem væri ekki úr röðum kommúnista. En sérstakar þingnefndir sem unnið hafa að stjórnarskrárbreyt- ingum komu með leið útúr vand- anum. Þá að hugmyndin um að þokast til markaðskerfis yrði sam- þykkt og krafa yrði gerð á ná- kvæma áætlun. Umbætur strax Samkvæmt tillögu sem talsmað- ur þingsins Alexei Boiko kom meö fær ríkisstjórnin frest til 1. sept- ember til að koma með hina ná- kvæmu áætlun. í frétt í Prövdu, málgagni sovéska kommúnista- flokksins hefur Gorbatsjov gengið aðj^essum kostum. Alyktunin gerði einnig kröfu um aö Gorbatsjov kæmi með tilskip- anir sem tækju gildi ekki seinna en 1. júlí um meginatriði á leiö til markaðskerfis s.s. ný lög um eign- arrétt, leigu á landi, bankaog smá- iðnað. ,,Við megum engan tíma missa, efnahagur okkar verður verri með hverjum deginum," sagði Boiko á þinginu. Breytingarnar ekki___________ négu róttækar________________ Önnur ályktun, sem brátt mun lita dagsins Ijós, mun lýsa yfir full- um stuðningi við verðhækkanirn- ar, ef þær verða niðurgreiddar að fullu. En ríkisstjórnin hætti við að láta þær taka gildi 1. júlí og frestaði því um einn mánuð. nógu langt í þá átt að hluta í sund- ur gamla sovéska kerfið sem bygg- ist á algerri miðstýringu efnahags- lífsins. Hins vegar telja margir ihaldssamir kommúnistar að áætl- anirnar séu frávik frá kommún- Aldrei oftur miöstýring Ræða sem Gorbasjov hélt á flokksráðsfundi sýndi vel breidd- ina í andstöðunni, en hann þurfti að leggja sig allan fram við að sýna að það að taka upp markaðs- kerfi þyrfti ekki að þýða fráhvarf frá hugmyndafræði byltingar bol- sévikka. ,,Það er ekkert leyndarmál að áður var horft á allar hugmyndir um markað sem afturhvarf tii kap- ítalisma og endalok sósíalisma," sagði hann við flokksleiðtoga frá öllum ríkjum Sovétríkjanna. „Þessi einstrengingslega afstaða á mikinn þátt í því hvernig komið er fyrir okkur nú. Ég er sannfærður um það eitt að héðan í frá verður aldrei aftur snúið til miðstýringar efnahagslífsins," sagði Gorbatsjov. Stofnun jafnaðarmannaflokks En innan flokksins er ekki ein- ungis ágreiningur um efnahagstil- lögurnar. Á miðvikudaginn lýsti flokksforustan því yfir að hún væri að gera allt til aö koma í veg fyrir meiriháttar klofning í flokknum. Hugmyndafræðingur flokksins, Vadim Medvedev, sem er náinn samherji Gorbatjovs, sagði aö flokksþingið í júlí ætti að vera opið fyrir öllum uppbyggjandi öflum innan kommúnistaflokksins. En hann bætti við dulinni viö- vörun til Lýðræðisvettvangsins svonefnda, sem margir sjá fyrir sér sem visi að verðandi jafnaðar- mannaflokki. Möguleiki að ná sáttum ,,Það eru allir möguleikar fyrir hendi til að koma í veg fyrir klofn- ing innan flokksins, en þvi miður að þá veltur ekki allt á okkur," sagði Medvedev á blaðamanna- fundi í Moskvu. ,,Fyrir félaga sem aðhyllast aðr- ar leiðir, ef þeir eru tilbúnir til að ræða það á uppbyggjandi hátt, þá er það gott. En ef aðrir hagsmunir fá að ráða, þá er það þeirra vanda- mál. Öll samtök og hópar geta yf- irgefið flokkinn og stofnað sinn eigin flokk," sagði Medvedev. Flótti úr__________________ Kommúnistaflokknum Lýðræðisvettvangur, sem er áhrifamikill hópur sem krefst al- gerrar endurskipulagningar á flokknum í lýðræðisátt og afnáms Gorbasjov segir að nýr flokkur myndi styrkja stööu sovéska kommúnistaflokksin banns við flokksbrotum, hefur spáð meiriháttar flótta úr komm- únistaflokknum ef ekki verða rót- tækar breytingar á honum. Nú þegar er þó nokkur flótti í gangi. Medvedev sagði að 43% . af kjörnum þingfulltrúum flokksins væru íhaldssamir skriffinnar og það boðaði meiri háttar átök við umbótasinna eins og Boris Yeltsin. Hann sagði að einnig væri fram- undan barátta við fordæmin um kollvörpun kommúnistastjórn- anna í Austur-Evrópu. Sérstakur floklcur Rússa Medvedev sagði að erlendum kommúnistaleiðtogum, sem venjulega hafa verið heiðursgestir á flokksþingum kommúnista, yrði einfaldlega ekki boðið á hið tutt- ugasta og áttunda. Hann sagði að þar yrði svo mikið spjallað um inn- anríkismál að fyrir þá væri enginn tilgangur. Hann varaði einnig við því að stofnum sérstaks kommúnista- flokks Rússlands yrði leyfð, því það myndi einungis sá ágreiningi og hvetja til frekari klofnings. Þing rússneskra kommúnista, sem eru 58% sovéska kommún- istaflokksins, verður haldið i næstu viku og er talið líklegt að það blási til stofnfundar sérstaks flokks. Þeir, eins og nýir kommún- istaflokkar í öðrum lýðveldum, myndu starfa undir sovéska kommúnistaflokknum en leggja sérstaka áherslu á rússneska hags- muni. Vandræði Gorbatsjovs Gbrbatsjov, sem hefur verið beðinn um að halda ræðu á þing- inu, sagði í ræðu á miðvikudaginn að nýr flokkur myndi styrkja stöðu sovéska kommúnistaflokksins. „Við þurfum tryggingu fyrir því að þessi risastóri rússneski flokkur verði ekki valdur að sjálfstæðistil- hneigingum í flokkum í öðrum lýðveldum," sagði Medvedev. .. Gorbatsjov stendur frammi fyrir uppreisnum kommúnista í Eystra- saltslöndunum, Armeníu og Úkra- ínu, og nú er Yeltsin að sá fræjum sjálfstæðis í rússneska grund. „Það eru ýmsar mótsagnir í stofn- un sérstaks flokks," segir hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.