Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 16
MÞBUBIOIB Laugardagur RITSTJÓRN «y 681866 ■ 83320 FAX 82019 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • MOSKVA, APN ! Wng rússneska sambandslýðveldisins ákvað á fimmtudag að stofna sérstaka öryggissveit til að gæta öryggis forseta Rússlands. Boris Jeltsín, nýkjörinn forseti Rússlands. benti á í þing- ræðu að sovéska öryggislögreglan, KGB, hefði hirigað tii borið ábyrgð á öryggi forsetans. Hann sagði að með stofn- un sérstakrar öryggissveitar fyrir forsetann yrði hann ekki lengur háður KGB um öryggi sitt. MOSKVA: Þing rúss- neska sambandslýðveldis- ins kaus hógværan um- bótasinna sem forsætisráð- herra og hafnaði þar með róttækum stuðningsmanni forsetans, Boris Jeltsíns. MOSKVA: Stjórnvöld í Kreml hafa samþykkt að endur- nýja birgðir af náttúrulegu gasi í Litháen og munu flutning- arnir hefjast nú um helgina að sögn sovéska stjórnarnefnd- armannsins Yuri Masliyukovs. AUSTURBERLIN : Austur-Þýskaland hefur löngum ver- ið griðastaður fyrir landflótta vestræna hryðjuverkamenn, en undanfarna daga hafa austur-þýsk yfirvöld haft hendur í hári sjö Vestur-Þjóðverja grunaða um hryðjuverk, að sögn opinberra embættismanna. PRAG: Tékkneski forsetinn Václav Havel og stjórnar- flokkurinn Borgaravettvangur segjast vera við það að mynda nýja ríkisstjórn í kjölfar hins mikla kosningasigurs flokksins síöustu helgi. GBORPLAY, LIBERIU: Skæruliðaforinginn Charles Ta- ylor hótaði að hertaka höfuðborg ríkisins, Monróvíu, inn- an nokkurra klukkustunda ef friðarviðræt)ur við Samuel Doe forseta færu út um þúfur. C0L0MB0 : Sri Lanskar öryggishersveitir hafa tekið af skarið og náð aftur á sitt vald fimm af þeim tuttugu lög- reglustöðvum sem skæruliðar tamíla hafa haft á valdi sínu undanfarna viku. SHADYSIDE, OHIO: Gífurleg flóð hafa breytt heimilum fólks í regnbarin stöðuvötn og valdið dauða a.m.k. 8 manna í þessu hæðótta kolanámuhéraöi að sögn opin- berra aðila í Bandaríkjunum. MOSKVA,APN: Sergei Ahkromejev marskálkur tók til máls á þriðja þingi núverandi æðsta ráðs Sovétrikjanna og ræddi ástandið i sovéska hernum. Rkki heföi tekist að leysa ýmis félagsleg og agavandamál í hernum. Hann sakaði fjölmiðla um herferö til að ófrægja herinn sem væri and- lega niöurbrjótandi fyrir yfirmenn í hernum. Ástandiö væri uggvekjandi og mikil óánægja og ólga væri meöal óbreyttra hermanna. BUKAREST: Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa gagnrýnt harkalegar ofbeldisaðgerðir gegn andófsmönnum í vik- unni og hafa líkt þeim við vinnubrögð Ceausescus. BERLIN: Stjórnvöld í Berl- in hafa tilkynnt að lokið verði við að rífa Berlínar- múrinn í desember en það verk hófst af fullum krafti á miövikudag. BERLIN: Varnarmálaráðherra Sovétrikjanna, Dimitrí Jasov, hefur sagt að Varsjárbandalagiö verði ekki lagt nið- ur einhliöa. ERLENDAR FRÉTTIR MAGNÚS ÁRNI MAGNUSSON Sri Lanka: TAMÍLAR DREPA LÖGREGLIIMENN (COLUMBO, Reuter) Upp- reisnarmenn tainíla skutu til bana 23 lögreglumenn sem þeir handtóku í fimm daga uppreisn þeirra á norður Sri Lanka, að sögn yfirmanna hersins í Col- umbo í gær. Þeir sögðu að sókn upp- reisnarmanna, sem nú þegar hefur valdið dauða 200 manna, virtist ekki í rénum og nefndu því til staðfestingar nýlegar árásir á tvær her- stöðvar. Herinn hefur nú þegar sagt frá því að 90 aðrir lögreglu- menn hafi verið drepnir af skæruliðum tamíla í þessari viku. Talsmenn hersins telja að uppreisnarmenn séu að búa sig undir árás á herstöð sem staðsett er í kastala frá 16. öld í borginni Jaffna á norður Sri Lanka. Opinberir embættismenn sögðu að lögreglumennirnir hefðu verið skotnir eftir að uppreisnarmenn hertóku lögreglustöö í Kinniyai-hér- aði nálægt hafnarborginni Trincomalee á fimmtudags- kvöldið. Sextíu lögreglumenn voru teknir höndum og 23 þeirra var raöað upp og þeir skotnir, að sögn lögreglumanns sem tókst að flýja. Enginn veit hvernig komið er fyrir þeim sem var haldið á lífi. Frelsissamtök Tamíltígra, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki tamíla á Sri Lanka, hafa tekið höndum meira en 800 lögreglumenn og 20 lög- reglustöðvar hafa orðið fyrir barðinu á þeim síðan upp- reisnin hófst síðasta mánu- dag. Opinberir embættismenn í Colombo segja að Tígrarnir hafi einnig ráðist á tvær her- stöðvar í norðri og austri í gær en engar tölur væru fyr- irliggjandi um látna. Heimildir innan hersins segja að Tígrarnir hafi einnig umkringt Jaffna-virki, sem var byggt af hollenskum ný- lenduherrum. Þeir voru að grafa skotgrafir og virtust vera aö undirbúa árás. Herinn hefur sent liðsauka norður til að skerast í leikinn en hingað til hefur enginn ár- angur orðið af því. Hermálayfirvöld báðu á fimmtudaginn um lækna og aðra sjálfboöaliða til starfa á bardagasvæðunum og sögðu að skurðlæknar og svæfinga- læknar væru sérstaklega vel- komnir. Dómsmálaráðherrann, Shahul Hameed, hélt frá Col- ombo í einkaþotu i gær og vonaöist til aö eiga fund með leiötogum tamíla í Jaffna. Ríkisstjórnin segist vilja ljúka þessum bardögum með samningum. Almennt virðist lítil trú á því að ætlunarverk Hameeds muni heppnast. Hann átti að eiga fund með leiðtogum Tí- granna í Batticaloa á austur Sri Lanka á fimmtudag en uppreisnarmenn mættu ekki til fundar. Þeir sögðust ekki hafa náð á fundinn sökum harkalegra bardaga við borg- ina. Einn embættismaður sagði að hvort Sri Lanka væri á leið inní nýja borgarastyrjöld eða hvort bardögum mundi linna, ylti á viðræðum Hameeds viö Tígrana í Jaffna. Það er að segja ef þær ættu sér stað á annað borð. Aðstoðarvarnarmálaráð- herrann Ranjan Wijeratne (BÚKAREST, Reuter) Hundruð námaverka- manna sóttu til baka inn í miðborg Búkarest í gær, klukkustund eftir að ríkis- fréttastofan hafði sagt að þeir væru á förum. Hrópandi og veifandi kylf- um sóttu þeir upp Magheru- breiðgötu nálægt háskóla- torginu, tvístrandi mann- fjölda sem fyrir var á götunni. Sumir tóku sér stöðu fram- an við Intercontinental hótel- ið veifandi kylfum að fólki á svölum hótelsins. Námaverkamönnum er illa við að fréttaljósmyndarar taki myndir af svölum hótels- ins, þar sem margir erlendir blaðamenn dveljast. Snemma í gærmorgun sagði rúmenska fréttastofan Rompres frá því að náma- verkamennirnir hefðu veriö (BRUSSEL, Reuter) Sovét- ríkin hafa boðist til að fjar- lægja allar skammdrægar kjarnorkueldfiaugar frá Evrópu í viðræðum sínum við Vesturveldin, að sögn heimildarmanna hjá NATO. Tilboöið var borið upp við Bandaríkjamenn, sem láta í té skammdrægar eldflaugar NATÖ. ,,Því verður örugglega hafnað af Vesturveldunum," bættu heimildarmennirnir við. NATO hefur sagst vera til viðræðu um málið þegar Vín- arsáttmáli um niðurskurö hefðbundinna vopna í Evr- ópu hefur verið undirritaður, mögulega á þessu ári. Stjórnvöld í Moskvu hafa sagst vilja hefja viðræður í september, óháðar viðræð- unum um hefðbundin vopn, sem miöuðu að því aö eyða öllum þeim kjarnorkueld- flaugum og kjarnorkuvopna- búnaöi sem staðsettur kunni varaði við því á fimmtudag að ef viðræðurnar mistækj- ust myndi herinn þurfa að grípa til sinna ráða. „Drengirnir okkar eru þjálfaðir í að vera hreinar bardagavélar ef ýtt er á rétta takka," sagði Wijeratne. Sri Lankskar öryggissveitir upprættu uppreisn vinstri manna í suðurhluta Sri Lanka fyrr á þessu ári, en voru í framhaldi af því sakaðar um mjög víðtæk mannréttinda- brot. færðir á járnbrautarstöðvar og myndu þeir yfirgefa Búk- arest í sérstökum lestum. Iliescu forseti kallaði á að- stoð á að giska 10.000 náma- verkamanna á miðvikudags- kvöldiö eftir að lögreglunni hafði mistekist að uppræta mótmælafundi gegn ríkis- stjórninni. Engin skýring er íyrir því af hverju hluti námaverka- mannanna sneri á ný inn í höfuðborgina og hvers vegna þeir réðust á ný inní háskóla- bygginguna, sem þeir höfðu þá þegar grandskoðað. Rólegt var á Magheru- breiðstræti áður en náma- verkamennirnir sneru aftur, umferð á götunni og fólk gekk í rólegheitum. Eréttaritarar Reuter segjast hafa séð um 500 námaverka- menn bíða eftir lestum á járn- brautastöð í Búkarest. En að vera á meginlandi Evrópu. Sovétmenn hafa fjórtánfalda yfirburði yfir NÁTO á því sviði. NATO hefur ekki gert upp hug sinn varðandi það hversu langt niðurskuröur á skamm- drægum kjarnorkueldflaug- um skuli ná. Þessar eldflaug- ar drífa einungis innan við 500 kílómetra. Vonir standa til þess innan bandalagsins að tilskipun um samningaviðræður varðandi skammdrægar eldflaugar verði tilbúin fyrir fund leið- toga NATO í London í næsta mánuði, en diplómatar álíta það ólíklegt. Einn sendifulltrúi innan NATO sagði að greinilegt væri að Sovétmenn hefðu gert þetta tilboð með Vest- ur-Þýskaland í huga. Þar eru flestar skammdrægar flaugar bandalagsins staðsettar þar sem að landið var framlína NATO í kalda stríðinu, og vopnin yrðu örugglega notuð Þúsundir mannslíka grun- aðra vinstri manna lágu í skurðum við þjóðvegi og öll forysta Frelsisfylkingar Al- þýðu var þurrkuð út áður en uppreisnin náði fram aö ganga. Friður hafði verið í norður og austur héruðum landsins í nokkra mánuði á meðan við- ræður Tamíla og stjórnvalda stóðu ytir. Stjórnvöld vilja að tamílar reyni að leysa sín mál á lýðræðislegum vettvangi. námaverkamenn voru þá einnig á hraðri leið til baka í rútubílum, trukkum, einka- bílum og leigubílum, hróp- andi „Við verndum ykkur, við verndum ykkur." Eftir tæpa klukkustund á háskólatorginu fóru náma- verkamennirnir aftur inní farartæki sín og var ekið á brott. Fimm mínútum síðar réð- ust þeir inná Magheru-breiö- strætið. Hópur þeirra barði á myndatökumönnum banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC sem voru að mynda þá. Myndatökumennirnir segjast ekki vera alvarlega meiddir. Forsætisráöherra Rúmen- íu, Petri Roman, hafði áður sagt á blaöamannafundi að námaverkamennirnir yrðu íarnir heim i síöasta lagi um sólsetur. á þýskri grund. „Kosningar verða í Vest- ur-Þýskalandi í desemþer og þar í landi eiga skoðanir and- stæðinga kjarnorkuvopna talsverðan hljómgrunn, og með sameiningarumræðunni fer hann vaxandi. Sovétmenn vilja greinilega losna við kjarnorkuvopn úr Þýska- landi," sagði sendifulltrúinn. Samningur milli Banda- ríkjamanna og Sovétmanna árið 1987 leiddi til eyðingar meðaldrægra kjarnorku- vopna í Evrópu og eftir urðu einungis skammdrægar flaugar. I ljósi hinna miklu breyt- inga sem orðið hafa í austri að undanförnu, hætti NATO við að endurnýja skamm- drægar Lance flaugar sínar. NATO er talið hafa rúmlega 3500 skammdrægar kjarn- orkueldflugar í Vestur-Evr- ópu, en raunverulegar tölur eru leyndarmál. Búkarest: NÁMAMENN SNÚA AFTUR Sovéskar tillögur: Engar skammdrægar kjarnaeldflaugar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.