Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 16. júní 1990 — Hvadan ertu? ,,Ég er fæddur 19. janúar 1931 á Breiðabólsstað á Síðu í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Það var lækn- issetur og faðir minn var læknir þar. Þar bjó ég til ársins 1943 er ég fluttist til Reykjavfkur og bjó í Austurbænum, nánar tiltekið á Grettisgötunni. Ég fór hér í Menntaskólannogerstúdent 1951 og fór þá að vinna hjá ríkinu á Keflavíkurflugvelli.hjá Flugmála- stjórn, en þá var verið að taka yfir Keflavíkurflugvöll af bandaríska ríkinu, og voru ráðnir nokkrir nemendur í flugfræðum og ég réði mig í flugumsjón. Um leið innrit- aði ég mig í háskólann þvi þetta var vaktavinna og góð frí svo ég var viðloðandi í BA í ensku og frönsku þar til ég fór '53 í nám til Bandaríkjanna í flugumsjón og lauk því prófi. Ég vann síðan við flugúmsjón sem vaktstjóri á Kefla- víkurflugvelli þar til árið 1957 og var þá lánaður til Flugfélags ís- lands en þeir voru þá að setja á stofn flugumsjón." — Þú ferð þá strax að vinna hjá Flugfélagi íslands? ,,Já eins og áður sagði fer ég að vinna hjá Flugfélagi íslands í apríl '57 og vann þar og hjá Flugleiðum þar til 1. nóvember síðastliðinn. Fyrst sem yfirflugumsjónarmaður og frá stofnun Flugleiða sem flug- þjálfunarstjóri. í því starfi sá ég um þjálfun flugliða." — Hver var ástæða uppsagn- ar þinnar núna þann fyrsta nóvember? Var það vegna ein- hverrar togstreitu? „Nei, það var bara vegna upp- sagna sem þá voru. Það voru nokkrir deildarstjórar sem voru látnir hætta og það má segja að það hafi veriö þannig öðru hvoru frá stofnun Flugleiða svona upp- sagnir og breytingar á rekstri. Þetta kom manni þó nokkuð á óvart eftir svona langan tíma.” — Nú vilja margir halda því fram að enn sé valdabarátta milli Loftleiðamanna og Flug- félags Islands-armsins innan fyrirtækisins. Er þetta rétt? „Maður verður nú ekki mikið var við það í starfi. Auðvitað hafa einstaklingar misjafnar skoðanir og náttúrlega viðkvæmnismál á báða bóga. Þessir menn höfðu jú starfað hjá tveimur félögum sem voru i mjög mikilli samkeppni og þar að auki margir starfsmennirn- ir stórir hluthafar. Þannig að sam- einingin var auðvitað viðkvæmn- ismál. Maður heyrði jú oft miklar bollaleggingar um það en ég held að við höfum nú tekið þessu sem staðreynd þegar þetta var orðið eitt félag. Þá voru hin félögin að sjálfsögðu farin. Trúlega hefur e.t.v. verið meiri togstreita á toppnum og þá varðandi hluthafa- skiptingu uppá stjórn samsteyp- unnar.” Líkqði vel Kjá Flugleiðum — Hvernig líkaði þér þessi ár hjá Flugleidum? „Mér líkaði mjög vel. Þetta var auðvitað oft á tíðum töluvert mik- ið álag. Það er frekar fátt starfsfólk í flugdeild og oft tekur maður verkefnin mikið heim með sér. Eg hef verið mjög tengdur áhafna- skrám, að raða niður fólki í vinnu í flugvélar, i gegnum öll þessi ár og það getur auðvitað verið mjög er- ilsamt.” — Nú hafdir þú unnið hjá sama fyrirtækinu í 33 ár. Hvernig varð þér við uppsögn- inni? ,,Það kom mér nú kannski mest á óvart sjálfum að mér fannst þetta nokkuð spennandi. Ekki það að ég hafði hugleitt að skipta um starf, en mér fannst skrýtið að standa allt í einu frammi fyrir því að eiga einhverja völ í lífinu og hún hafði raunverulega aldrei hvarflað að mér af því ég hafði verið svo lengi í sömu störfum. Þannig að ég býst við að flestum hafi fundist það merkilegt að ég var svolítið spenntur yfir að fá tækifæri til þess að staldra við og hugsa hvort það væri hægt að gera eitthvað annað. Ég hygg að það hafi komið mörgum vinum mínum meira á óvart en mér sjálf- um. Ég hugleiddi það eiginlega ekki fyrr en eftir á hvað þetta voru undarleg viðbrögð. Mér fannst vissulega dálítið spennandi að sjá hvað lífið byði uppá. Það kom líka á daginn að það býður uppá ýmis- legt annað en flug, en ég þekkti ekkert annað þá.” Það sem biður manns er skemmtilegt — Þú hefur ekki verið beisk- ur eða sár? ,,Ég sá tilgangsleysi þess að spyrja svo barnalegra spurninga eins og af hverju. Ég vissi enga skýringu og ég þurfti ekkert að reyna að komast að því hvort aðrir hefðu einhverja sérstaka skýr- ingu. Það eru skýringar fyrir öllu en þær lágu ekkert á lausu. Það var ekkert verið að bjóða uppá þær og eiginlega hugleiddi ég það ekki. Skeð er skeð og það sem bíð- ur manns er aftur á móti það sem er skemmtilegt því maður veit ekki hvað það er.” — Nú hefur lífið boðið þér upp á ýmislegt síðan? ,,Já, já. Það kom strax á daginn að ég hafði nóg að gera. Ég ætlaði nú virkilega að njóta þess að vera á launum í sex mánuði og fá að hafa það mjög gott og vissulega hafði ég það ágætt. En það kom náttúrlega fljótlega í Ijós að verk- efnin detta inn á mann. Jafnvel þó maður sitji heima hjá sér þá er eins og það sé alltaf hægt að finna eitthvað til þess að gera. Nú, ég ákvað nú fyrst að sækja ekki strax um neitt starf en það er nú oft þannig að maður er leiddur eitt- hvað þannig að manni finnst eins og allt í einu sé eins og eitthvað passi fyrir mann og maður veit ekkert afhverju það er. En mér fannst endilega þegar þeir aug- lýstu starf hjá Securitas sjálfsagt að senda inn umsókn. Umsækj- endur um þessar tvær stöður voru víst 320 og ég var annar þeirra sem var ráðinn. Mér fannst ein- hvern veginn endilega aö þetta væri starf sem mig langaði í og kannski að sumu leyti vegna þess aö fríin eru góð. Það eru unnar langar vaktir, unnin önnur vikan en fri hina, og það heillaði mig náttúrlega fyrir sumarið. En ég var ekki fyrr búinn að ráða mig þar en ég fékk beiðni um að taka að mér Listhús fyrir Listmálarafé- lagið. Þeir höfðu samþykkt það á fundi að ráða mig án þess aö ræða það við mig með öllum greiddum atkvæðum og það var erfitt fyrir mig að neita vegna þess að þarna eru nú 24 af svona einna fremstu listmálurum þjóðarinnar. Mér fannst þetta auðvitað mikill heið- ur og Listhúsið er tekið til starfa.” — Veistu hvers vegna þeir réðu þig án þess að ræða við þig fyrst? ,,Ég ímynda mér nú kannski að þeir hafi vitað að ég hafði mikinn áhuga á þessu. Örugglega ekki vegna þess að ég er frístundamál- ari. Það er nú það eina sem hefði nú kannski getað skemmt fyrir mér en þeir hafa nú sjálfsagt ekki verið að tíunda það. En allavega hafði ég kynnst þeim í gegnum það að við erum búin að vera með myndlistarklúbb hjá starfsmanna- félagi Flugleiða sem ég og vinir mínir höfum séð um í 17 ár og allt- af með einhvern kennara og oftast nær einhverja þekkta málara. Það gerir þaö að verkum að ég hef alla vega kynnst þessu lífi sem lista- mennirnir lifa og þekkti að vísu fáa af þeim náið en nóg til þess að þeir könnuðust við mig og svo hafa þeir auðvitað frétt að ég væri á lausu en vissu náttúrlega ekki að ég var nýbúinn að ráða mig í vinnu. Það kom nú á daginn að þetta getur samrýmst ég hef það góð frí svo þetta kemur ennþá bara vel út.” — Hvar er þessi nýi sýning- arsalur? „Hann heitir Listhús og er á Vesturgötu 17. Mjög rúmgóður sýningarsalur, einn sá stærsti i bænum, hátt til lofts og listaverkin njóta sín vel. Þar er nú samsýning átta listmálara í Listmálarafélag- inu og þegar henni lýkur verður samsýning sjö annarra úr sama fé- lagi. Síðan verður salurinn leigður hverjum sem er ef þriggja manna listráð samþykkir viðkomandi. Þannig að ég, sem betur fer, þarf ekki að taka ákvörðun um það hvort menn séu góðir listamenn eða ekki. Síðan veröa málverk til sölu á bak við, en þar er annar smásalur og þar verða geymd mál- verk eftir þá sem sem eru aðilar að salnum.” — í hverju er starf þitt við Listhúsið aðallega fólgið? „Það er fólgið í að skipuleggja sýningar, taka inn pantanir, láta prenta sýningarskrár og boðsmiða og sjá um að salurinn sé opinn á auglýstum tíma.” — Erekki heilmikið umstang í kringum þetta starf? „Ég vona það. Þetta er nú nýfar- ið í gang en það fór af stað í tilefni Listahátíðar 2. júní og ég vona jú að það verði nú eitthvað umstang í kringum þetta því það er vissu- lega harður kjarni af þekktustu listamönnum þjóðarinnar sem stendur að þessu.” Allt verdur manni til blessunar ef maður tekur því þannig______________ — Það má kannski á vissan hátt segja að það hafi orðið þér til blessunar að hætta í þínu gamla starfi? „Ég held að allt verði manni til blessunar ef maður tekur því þannig.” — Nú eru margir sem fyllast örvæntingu og óöryggi þegar svipað kemur upp í lífi þeirra. „Já ég hef einmitt hugleitt þetta því það hafa haft samband við mig menn sem hafa lent í svipuöu og ég og fundist kannski ómaklega að þeim vegið þegar þeir eru komnir á þennan aldur. Ég held að fólk megi hugleiða að það getur verið að þetta sé virkilega gott þó það líti út sem mjög erfiður hlutur á þeim degi sem það skeður. Þá held ég að maður geri oft rangt í því að biðja um einhverja skýr- ingu á hlutum sem kannski liggja ekki á lausu.heldur að segja við sjálfan sig; ætli þetta boði ekki eitt- hvað óskaplega skemmtilegt og gott og hvað ætli það sé. Ef maður er opinn fyrir þeim möguleika í líf- inu að hlutirnir gangi upp og verði jafnvel betri þá held ég að slíkt rætist nú ábyggilega oft, en örugg- lega síður ef maður festist í því að vera með ásakanir. Það er kannski kjarni málsins að láta virkilega leiða sig, og það held ég að maður geri ef maður hefur opinn huga. Þá verður manni Ijóst aö það sem maður ætlar sér er kannski ekki endilega það besta fyrir mann þó maöur sé kannski nokkuö viss í dag að eitthvað sem maður hafi ákveðið sé það sem verði. Það get- ur stoppað mann maður á næsta götuhorni og breytt því með einni setningu. Það getur jafnvel verið maður sem þú þekkir lítið og þá spyrð þú af hverju var þessi maður að stoppa mig? Ég held að þannig sé nú lífið að maður veröi að vera dálítið opinn fyrir því að það er handleiðsla til. Ef maður nýtir sér hana þá fer maður yfirleitt rétta leið.” — Hafðir þú, sem ungur mað- ur, hugsað þér að fara ein- hverja ákveðna leið? „Mér finnst eftir á að hyggja að ég hafi aldrei tekið fyrirfram neina stórákvörðun sjálfur, heldur eins og ég hafi alltaf verið eitthvað leiddur. Sumir vilja kalla það til- viljanir en ég hef aldrei fundið fyr- ir því að þetta séu einhverjar ómerkilegar tilviljanir. Mér finnst alltaf sem þetta sé bara eitthvað sem sé sjálfsagt og maður geti not- fært sér það að sá möguleiki er fyrir hendi að maður taki við vís- bendingum frá öðrum eða annars staðar frá, sem leiða mann á réttar brautir og ef maður lendir í ógöng- um þá leiða þær mann út úr ógöngunum. Ég held að allt fólk eigi að geta fundið fyrir þessu. Galdurinn er nú kannski sá að flýta sér ekki of mikiö. Hættan er sú að ganga á vegg ef þú flýtir þér of mikiö og leyfir ekki þessari handleiðslu að stýra þér.” — Heldur þú ad þessi hand- leiðsla sé frá Guði? „Já, ég held að hún sé frá Guði hvers og eins. Þú getur ekki bara treyst sjálfum þér. Maður finnur það kannski aldrei meir en þegar þú ert með smábarn að þú verður að treysta á Guð. Þú getur ekki allt- af horft ofaní vögguna. Það er því betra að treysta einhverju. Það er kannski mesta vanda- málið í dag að það er svo mikill hraði á öllu að fólk gefur sér ekki tíma til þess einmitt að taka eftir þessum smáu, einföldu, góðu hlut- um sem eru alltaf að eiga sér stað. Ég held líka að það sem okkur sést yfir sé að við þökkum ekki nóg fyrir okkur. Við segjum, gott og vel, þegar allt gengur upp hjá okk- ur en við kannski áköllum Guð þegar slysin gerast og allt er ómögulegt í kringum okkur. Okk- ur ber að þakka meira fyrir góða heilsu og það sem gengur vel. Þannig verðum við sáttari við okkur sjálf og fáum meiri sjálfs- virðingu ef við munum eftir að þakka fyrir smáu hlutina. Við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því að líf okkar er sam- sett úr svo ótrúlega smáum hlut- um en mörgum og að þessir stóru hlutir og þessi stóru vandamál sem fólk er að tala um eru í mínum huga þannig að þá er búið að búa til einn stóran pakka úr mörgum hlutum. Hann er hægt að leysa ef þú byrjaðir á einhverjum einum af mörgum þáttum. Það þarf ekki allt að vera samansett í eitt stórt vandamál. Þetta er kannski spurn- ing um að byrja í dag á einhverju smáu sem maður ræður við og láta hitt á bið. Eftir þrjár vikur eða mánuð mannstu kannski ekki hver vandamálin voru eða hvað varð um þau. Þá hefurðu kannski tekið á einu litlu vandamáli fyrir sig og síðan kannski meiru eftir aö kjarkurinn eykst. Ef maður gerir ekkert þá veit maður hvernig fer. Mér finnst oft eins og maður gæti lifað á íslenskum spakmælum: Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.” Bænin hjálpar og er kannski auðveldasta hjálpartæki sem við höfum — Hefur þú alla tíð verið mjög trúaður? „Já, ég var uppalinn við það mjög mikiö. Sérstaklega var lögð mikil áhersla á það að nota bæn- ina og þá bæði morgunbæn og kvöldbæn. Það er eins og eitthvað sem opnar daginn og eitthvað sem lokar honum með þakklæti. Þá finnst mér eins og dagurinn sé verndaður. Bænin hjálpar og er kannski auðveldasta hjálpartæki sem við höfum og hún er þitt einkamál. Þegar þú verður var við það að þér er svarað verður hún auðvitað mjög mikið atriði. Ég er í bænafélagi sem kallast Norðurljósin og við hittumst einu sinni í viku, borðum saman og biðjum fyrir fólki sem biöur um það, og færum nafn þess inn í bænabók.” — Hefur þú verið virkur í kirkjulegu starfi? „Nei, því miður þá hefur þetta verið mest fyrir mig. Bænafélagið er ekki kirkjudeild eða trúfélag og þar eru menn úr öllum söfnuðum og kirkjudeildum. Það finnst mér einfalda málið því þá þarf ég ekki að vera brjóta heilann um mismun á áherslum kaþólskrar trúar eða mótmælendatrúar. Mér finnst það vera einkamál hvers og eins. Það að taka ekki afstöðu er form sem hefur hentað mér mjög vel.“ Manni ber að þakka fyrir góðu árin — Svona í lokin. Hvað mynd- ir þú ráðleggja fólki sem lendir í sömu aðstöðu og þú? „Ég myndi ráðleggja því að vera ekki að eyða miklum tíma í aö hugsa um það liðna. Vissulega er það svo að þegar maður er búinn að vera í góðri vinnu í langan tíma þá má maöur þakka fyrir þau ár, og ber að þakka fyrir þau ár. Ég held að um leiö og maður gerir það, þá eyði maður miklu af bitur- leikanum og hafi meiri möguleika á því að sjá að það bíða manns ný ævintýri. Það er mikilvægt að gefa því þann tíma sem þarf. Mað- ur má ekki segja sem svo að mað- ur verði að bjarga þessu í dag vegna þess að annars sé allt hrun- ið. Heldur að biðja um handleiðslu til þess að nýi vegurinn verði gæfulegur og maöur fái hjálp til að rata hann á þann hátt að hann verði til nokkurs sóma fyrir ein- staklinginn sjálfan.” Þegar blaðamaður gekk af fundi Guðmundar Snorrasonar út i fagra sumarnóttina varð honum hugsað til orða Ibsens þegar hann sagði: „Þótt ég sigldi skútu minni í strand var ferðin samt yndisleg.” Þaö er sérstakur maður sem getur sagt þetta og einhvern veginn fannst mér sem ég hefði aldrei hitt þann- ig mann áöur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.