Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. júní 1990 GÓÐA HELGi 13 Myndlistar- og aðrar myndsýningar Tove Ólafsson í Gallerí Borg. Nú stendur yfir sýning á verkum dönsku listakonunnar Tove ólafs- son í Gallerí Borg. Á sýningunni eru 18 verk sem öll eru til sölu. Sýningin er í tengslum viö Lista- hátíö og stendur til 19. júní. Sýn- ingin verður opin um helgina frá 14 til 18. Gunnar I. Guðjónsson, listmál- ari, opnar sýningu á verkum sín- um í nýjum sýningarsal aö Þernu- nesi 4, Arnarnesi í Garöabæ, í dag laugardaginn 16. júní kl. 16. Á sýn- ingunni verða olíumálverk, bæöi ný af nálinni og frá ýmsum tímum á ferli Gunnars. Að Kjarvalsstöðum stendur yf- ir í öllu húsinu yfirlitssýning á ís- lenskri höggmyndalist fram til árs- ins 1950. A sýningunni eru verk eftir: Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, Gunnfríði Jónsdóttur, Guðmund frá Miödal, Ríkarð Jónsson, Magn- ús Á. Árnason, Nínu Sæmunds- son og Martein Guömundsson. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá 11 til 18. í menningamiðstöðinni Gerðubergi verður opnuö í dag kl. 14 sýning á starfi listsmiðjunnar „Gagn og gaman". Starf lista- smiðjunnar hefur verið atriði á Listahátíð í Reykjavik 1990 og tuttugu börn á aldrinum sex til ell- efu ára tóku þátt í því að þessu sinni. Meginviðfangsefni smiðj- unnar var hafið sem umlykur okk- ur íslendinga, hafið með sínum furðum og litum, ógnum og lífi. Við opnun sýningarinnar verður fluttur leikþáttur sem börn hafa samið og nefnist „í hafsins djúpi", Sýningin mun standa í menning- armiðstöðinni Gerðubergi til 22. júní og er öllum opin alla daga frá 9 til 21. Aðgangur er frír. í Listasafninu stendur yfir sýn- ing á 52 málverkum og teikning- um franska myndlistamannsins André Masson, sem ereinn þekkt- asti súrrealisti Frakka, sýningunni lýkur þann 15. júlí. Aðgangseyrir að sýningunni er kr. 250,- ókeypis aðgangurerfyrirbörn undir 12 ára aldri. Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 12 til 18. ,,Palli og Palli" íslenski dansflokkurinn frum- sýndi sl. fimmtudagskvöld „Palla og Palla" nýjan ballett fyrir börn. Verkið byggir á hinni þekktu barnasögu „Þegar Palli var einn i heiminum" Danshöfundur er Sylvía von Kospoth, en hún er Hollendingur sem starfað hefur hér á landi í vetur. Leikmynd og búningar eru í höndum Hlínar Gunnarsdóttur. Tónlistin er eftir Tjækovski. Allir dansarar íslenska dansflokksins taka þátt í þessari sýningu. Sýningin tekur um klukkustund í flutningi. Síðustu sýningar eru í dag laugardaginn 16. júní kl. 14.30 og 17. Miðasala fer fram í miðasölu Listahátíðar i Reykjavík og er miðaverð kr.800. ,,í gegnum grinmúrinn " Spaugstofan heldur þjóðhátíð- ardaginn í ár hátíðlegan í Borgar- nesi með því að frumsýna á Hótel Borgarnesi gamanleikin „I gegn- um grínmúrinn" Jafnframt fer þar fram fyrsti hluti keppninpar „Leit- in að léttustu lundinni". í næstu viku munu Spaugstofumenn svo verða í Ólafsvík, Stykkishólmi, Búðardal, Patreksfirði, Bolunarvík, ísafirði og á Hvammstanga. Stuðmenn Stuðmenn hafa nýlokið við gerð hljómplötu sem ber nafnið „Hve glöð er vor æska". Hljómsveitin mun fylgja plötunni úr hlaði með 26 miðnæturhljómleikum víös vegar um landið. Fyrstu tónleik- arnir voru í Stapa í gaer, en síðan leikur hljómsveitin i Ólafsvík en kemur fram í Reykjavík og í Hafn- arfirði 17. júní. Miðnæturhljóm- leikarnir hefjast kl. 23.30 og standa til kl. 3 e.m. með tveimur 15 mínúta hléum. Á hljómleikun- um verður fáanleg efnisskrá með lögum þeim sem flutt eru hverju sinni, en þau lög sem Stuðmenn hafa samið og flutt á sínum langa ferli nema nú hundruðum. Stórtónleikar Stórtónleikar verða í Laugar- dalshöll laugardaginn 16. júní á vegum Rokkskóga. Flytjendur eru m.a. SYKURMOLARNIR, SÁLIN HANS JÓNS MÍNS, SÍÐAN SKEIÐ SÓL, BUBBI MORTEINS, RiSA- EÐLAN, BOOTLEGS og TODMO- BIL. Tónleikarnir verða frá 20 til 03. Risarokk á heimsmælikvarða. Einnig munu verða tónleikar á 18 stöðum vítt og breitt um landið. Mexikanskur hundur De Mexicaanse Hond, nefnist hópur leikara, myndlistamanna, tónlistarmanna og hugvitsmanna frá Amsterdam í Hollandi sem flytja mun leiksýninguna Norður- bærinn, þar blandast saman rokk- tónlist, leikur, sviðsmynd einstæð lýsing og alls kyns uppátæki í eina æsilega og frumlega heild. Leikið er á ensku. Sýning verður í Borgar- leikhúsinu 16. júní. Óperutónleikar Óperutónleikar verða í Háskóla- bíó laugardaginn 16. júní, þar sem hin efnilega ítalska sópransöng- kona Fiamma Izzo d Amico kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit ís- lands og kór íslensku óperunnar. Á efnisskrá eru óperuaríur og -kór- ar. Útivist um helgina Dagsferðir verða farnar sunnu- daginn 17. júní á vegum Útivistar. Nesjar-Hagavík, gengið verður eftir gamalli slóð frá Nesjum á suðurbakka Þingvallavatns í Hagavík. Létt ganga fyrir alla fjöl- skylduna, lagt verður af stað kl. 10.30. Fjallganga, önnur fjallganga árs- ins. Gengið verður á Búrfell í Grímsnesi, 536 m.y.s., frekar auð- veld ganga. Lagt verður af stað kl.13. Brottför í báðar ferðirnar frá BSÍ-bensínsölu. Stansað við Ár- bæjarsafn. 17. júni hátíðarhöld Hafnarfírði Dagskráin hefst kl. 8 með því að skátar draga fána að húni. Skrúð- gangan hefst kl. 14.30, gengiö verður frá Hellisgötu um Reykja- víkurveg, Arnarhraun, Tjarnar- braut, Lækjargötu og Fjarðargötu að Thorsplani. Hátíðarsamkoman verðurá Thorsplani og hefst kl. 15 og verður með hefðbundnum hætti. Um kvöldið verður svo kvöldskemmtun sem fram fer á Thorsplani. 17. júni hátíðarhöld Reykjavík Dagskrá þjóðhátíðarinnar verð- ur með hefðbundnum hætti fram að hádegi. Forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvíking- um að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og hefst athöfin kl. 10. Síðan hefst há- tíðardagskrá við Austurvöll kl 10.40. Skemmtidagskrá hefst kl. // Úr myndabók Jónasar Hallgrimssonar" Þjóðleikhúsið frumsýnir leik- gerð eftir Halldór Laxness sem hefur verið týnd í 45 ár. Á laugar- dagskvöldið 16. júní frumsýnir Þjóðleikhúsið á Kjarvalsstöðum leikgerð Halldórs Laxness á sög- um og kvæðum Jónasar Hall- grímssonar við tónlist eftir Pál Isólfsson. Leiksýningin er einkum byggð upp á leikgerð af ævintýr- um Jónasar, en i sýninguna tvinnast Ijóð, söngur, ballettar og látbragðsleikur. Guðrún Þ. Steph- ensen er leikstjóri sýningarinnar og Þuríður Pálsdóttir er tónlistar- stjóri. I sýningunni leika þau Katrín Sigurðardóttir, óperusöngkona, sem leikur stúlkuna og Torfi F. Ól- afsson, 15 ára, sem teikur piltinn 14 í miðbænum á fjórum leiksvið- um, í Lækjargötu, Lækjartorgi, í Hallargarðinum og í Hljómskóla- garði. Þar munu koma fram ýmsir skemmtikraftar, m.a. Valgeir Guð- jónsson, Hjalti Úrsus, Tóti trúður, Brúðubíllinn og Grétar Örvarson og Sigríður Beinteinsdóttir munu syngja. Um kvöldið verður skemmtun og tónleikar í miðbænum, Hljóm- sveitin Sálin hans Jóns míns og Stjórnin ásamt Grétari Orvarssyni og Sigríði Beinteinsdóttur. og Þjóðleikhúsleikararnir Gunnar Eyjólfsson, Jón Símon Gunnars- son, Hákon Waage, Þóra Friðriks- dóttir og Þórunn Magnea Magn- úsdóttir. Listdansarar í sýningunni eru Sigurður Gunnarsson, Lilja ívarsdóttir, Margrét Gísladóttir og Pálína Jónsdóttir og hljóðfæra- leikarar eru úr Kammersveit Reykjavíkur. Þjóðleikhúsið tók að sér að setja sýningunna á svið, en frumsýningin verður á vegum Jónasarþings, sem er Félag áhugamanna um bókmenntir. Frumsýningin hefst kl. 21 og tekur rúman klukkutima í flutningi. Miðasala á sýninguna verður á Kjarvalsstöðum frá kl 9.30 um morguninn, en Jónasarþing hefst kl 10. Önnur sýning verður á Kjar- valsstöðum á þjóðhátíðardaginn kl. 16.30 og verður hún á vegum Þjóðhátíðarnefndar. uW Vitastofnun íslands og Hafnamálastofnun ríkisins hafa nú flutt í nýtt aðsetur og fengið nýtt símanúmer. Nýja heimilisfangið er: Vesturvör 2 - pósthólf 120 202 KÓPAVOGUR Sími: 60 00 00 - Telefax: 60 00 60 VITA-OG HAFNAMÁLA SKRIFSTOFAN n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.