Alþýðublaðið - 13.02.1991, Síða 4

Alþýðublaðið - 13.02.1991, Síða 4
4 Miðvikudagur 13. febrúar 1991 MMdUm FUIII HVERFISGÖTU 8-1 O - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 TILHÆFULAUSAR ÁSAKANIR Undanfarna daga hefur álmálið og samningar við Atlantsálsaðilana verið í kastljósi fjölmiðla. Þar hafa menn tjáð sig misgáfulega um álsamningana og not- að þetta viðkvæma en jafnframt þjóðhagslega mikil- væga mál í pólitískum tilgangi einkum til að koma höggi á iðnaðarráðherra. Ein grófasta atlagan gegn iðnaðarráðherra fólst í þeim yfirlýsingum Matthíasar Á. Mathiesen alþingismanns í DV sl. laugardag, að óvissa væri um framgang álmálsins vegna seina- gangs og breyttra vinnubragða iðnaðarráðherra og að draumurinn um álver á Keilisnesi væri búinn. Þetta eru tilhæfulausar staðhæfingar enda eru rök Matthí- asar engin. í þessu tilefni er full ástæða til að rifja upp vinnubrögð Jóns Sigurðssonar iðnaðaráðherra í ál- málinu og framvindu málsins. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra setti álmálið í fullan gang eftir hægagang sjálfstæðismanna í iðnaðar- ráðuneytinu í fyrri ríkisstjórn. Málið hefurfengið góð- an byr þrátt fyrir umfang þess og má m.a. nefna að það var núverandi iðnaðarráðherra sem fékk Alumax til liðs við Atlantsálhópinn eftirað Alusuisse heltist úr lestinni. Iðnaðarráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir undir- ritun minnisblaðs frá 4. október 1990 og því haldið fram að undirritunin hafi verið ótímabær og tafið framgang álmálsins. í því sambandi er mikilvægt að fram komi, að nauðsynlegt var að ganga frá sam- komulagi um staðsetningu, starfskjör, og meginatriði orkuverðs svo gera mætti nýja áætlun um stofn- og rekstrarkostnað álvers. Þetta endurmat var forsenda viðræðna Atlantsáls og fjármálastofnana um fjár- mögnun álversins. Það er því fáránlegt að gagnrýna undirritunina frá 4. október sl. í Ijós hefur komið, að samkomulagið hefur styrkt samningsstöðu íslend- inga en ekki veikt hana. Strax eftir að Jón tók við embætti iðnaðarráðherra skipaði hann ráðgjafarnefnd um áliðju. í nefndinni áttu sæti sömu menn og verið höfðu í starfshópi um stækkun álvers og formaður nefndarinnar var sem fyrr Jóhannes Nordal. Þá var og skipuð sérstök nefnd til að meta þjóðhagslegt gildi stóriðju, sér í lagi álvers- framkvæmda. Einnig var settur á fót ráðgjafarhópur sérfræðinga til að meta umhverfisáhrif nýs álvers. Almálið hefur verið kynnt þeim hópum og einstak- lingum sem um málið hafa fjallað á öllum stigum málsins svo og almenningi. í apríl 1990 voru ýmsar skýrslur birtar um málið og fylgiskjöl við greinargerð með frumvarpi um orkuver. í maí sama ár var lögð fram skýrsla iðnaðarráðherra um nýtt álver ásamt öll- um fylgiskjölum. Efnisatriði samkomulagsins frá 4. október sl. voru birt almenningi þegar í stað og for- svarsmenn Atlantsáls ásamt íslensku samningsaðil- unum héldu fréttamannafund um málið. Við þing- setningu í október í fyrra var dreift viðamikilli skýrslu iðnaðarráðherra um stöðu samninga um álver. Allir ábyrgir íslenskir aðilar sem um málið hafa fjallað, hafa fengið öll gögn sem með þurfti. Ríkisstjórnin hefur fengið allar upplýsingar sem fyrir hafa legið um málið og formönnum allra ríkisstjórnarflokkanna hafa verið afhentar með reglubundnum hætti skýrslur um gang þess. Það er því leitun að jafnviðamikilli og góðri kynningu á máli af þessu tagi. r ersaflóastríðið var óvæntur þáttur sem sett hefur strik íframþróun þessa máls. Erfitt er að segja á þessu stigi hve alvarlegur sá þáttur er fyrir framhald álmáls- ins. Forsvarsmenn Atlantsáls vöruðu íslendinga við töfum þegar Ijóst var í fyrra, að sérstök undirnefnd Landsvirkjunar hafði verið skipuð til að fjalla sérstak- lega um orkusöluþáttinn. Sú töf sem þá varð á fram- gangi álmálsins gerði meðal annars það að verkum að ófyrirsjáanlegiratburðireins og Persaflóastríðið náðu í skottið á framkvæmd málsins og kunna að seinka ál- versframkvæmdum á Keilisnesi um óákveðinn tíma. Þau mál skýrast væntanlega á næstunni er iðnaðar- ráðherra kemur heim úrförsinni til Bandaríkjanna þar sem hann á viðræður við forsvarsmenn Atlantsáls- hópsins og ýmissa bandarískra lánastofnana. Það verður hins vegar að telja það til lágkúru, að benda á iðnaðarráðherra sem sökudólg í álmálinu. Sannleikur- inn er sá, að enginn hefur unnið einarðlegar að fram- gangi álmálsins, og þar með að eflingu þjóðarhags, en einmitt Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. ■ LESENDUR SKRIFA Um stefnu- leysi i stjornmálum Xelst það til afreka ad fámennri þjóð skuli takast að byggja full- komið samfélag í stóru landi sem íslendingar hafa gert? Skúli Johnsen borgarlæknir veltir þessu fyrir sér í grein í Út- verdi, sem byggðahreyfing með sama nafni gefur út. Skúli segir það eðlilegt að við séum stolt af því að búa í nútímalegu menning- arríki. Okkur væri þó þarfast að gera okkur grein fyrir hvers vegna okkur tekst þaö sem vekur undrun annarra. Sigurd- ur Nordal hafi á sínum tíma leit- ast við að skýra ástæðuna. „Þad sem gerir, að ísiendingar eru ekki í reyndinni sú kotþjóð, sem þeir eru að höfðatölu, er einmitt landið, strjálbýiið og víðáttan? Skúli Johnsen er á því að lyk- illinn að velgengni okkar sé dreifð samfélagsábyrgð. Og að íslendingar hafi lengst af verið grasrótarsamfélag. „Þeir eru af- skiptasamir um annarra hag og þeim er óeiginlegt að lúta fjarlægu valdi. Þeir eru ráðrík- ir og vilja ekki að valdið sé staðsett þar sem þeir ná ekki til þess.“ Sé valdið of langt undan flytji manneskjan á eftir því eða einangri sig. „Sé vaidið flutt suð- ur fylgir fóikið með.‘ Þriðja stjórnsýslustigið er lausn að mati Skúla. Umdæmaskipting- in og uppsetning stjórnarstofnana séu þegar veruleiki og hjálpi til. Víkverji í Morgunblaði fjallar í gær um heimildarmenn í fjölmiðl- um. Mogga hafi orðið á í nokkrum tilvikum að birta fréttir sem sagð- ar voru byggðar á traustum heim- ildum — en svo reyndist ekki vera. Hugleiðingar Víkverja eru til komnar vegna fréttaskýringar Stöðvar 2 um forystumál Sjálf- stæðisflokksins. Þar hafi því verið haldið fram án nokkurra heimilda „að svonefndir framámenn í Sjálfstæðisflokknum legðu nú að Davíð Oddssyni að gefa kost á sér við formannskjör, hvað sem liði óskum Þorsteins Páls- sonar um endurkjör/ Víkverji telur vitanlega engan fót fyrir fréttinni. Heimildarmenn Víkverja eru (að eigin sögn) ekki í minnsta vafa um að ekki sé um að ræða neina skipulagða hreyfingu innan Sjálfstæðisflokksins fyrir því að stjaka formanni af stalli. Að vísu telur Víkverji ekki einhlítt hvað felist í framámönnum. Lík- lega hafi óvandaðir heimildar- menn verið á ferð á Stöð 2. Á undanförnum vikum hefur mikið verið fjallað um mál Eystrasaltsrikjanna í fjölmiði- um og ekki að ósekju. Óþarfi er að rekja gang málsins hér, því aliir, sem áhuga hafa á málinu, ættu að vita nokkurn veginn gang mála. Þann 11. febrúar 1991 var grein- arhöfundur staddur á þingpöllum er fyrsta umræða um stuðning við litháísku þjóðina í frelsisbaráttu þeirra fór fram. Því miður, eins og svo oft áður, fór Framsóknarflokkurinn í broddi fylkingar með stefnulausar málalengingar sem einkennt hafa málflutning þeirra upp á síðkastið. „Kannski hafa of margir sagt og mikið í þessu máli,“ sagði forsætis- ráðherra, og ætla mátti að hann skylfi í hnjánum af ótta við Moskvuvaldið. Þetta finnst mér sýna kjarkleysi framsóknarmanna þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum. Þeir vilja sem sagt fela sig og gleyma. Við íslendingar höfum nú lyft fætinum og fært hann fram og því verðum við að stíga í hann af full- um þunga. Það er blátt áfram skylda okkar sem lýðræðisþjóðfé- lags. Þetta er réttlætismál. Göng- um stolt fram, allir eiga rétt á að ráða landi sínu, líka Litháar. Rögnvaldur Kr. Rafnsson. Rögnvaldur Kr. Rafnsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.