Alþýðublaðið - 13.02.1991, Side 6
6
Miðvikudagur 13. febrúar 1991
Persaflóastrídið:
Stórfelld árás á Kúveit
Bandamenn gerðu mikla árás af sjó, landi og úr lofti
á iraska hermenn og skriðdreka i Kúvæt i gær og er
þetta mesta stórskotaárás bandamanna frá byrjun
striðsins. Sprengjum rigndi inn yffir Kúvæt i þrjár
klukkustundir samfellt. Aðgerðin kom i kjölfar yfirlýs-
ingar George Bush Bandarikjaforseta sem gaf til
kynna að f jölþjóðaherinn æ
gegn írökum enn um sinn.
Aðstoðarforsætisráðherra íraks
sagði í gær að þessi yfirlýsing Bush
gæti verið blekking til þess að koma
Irökum í opna skjöldu. Hann sagði
að hefjist stríð á landi í dag eða á
morgun muni írakar fagna því og
taka hressilega á móti hermönnum
fjölþjóðahersins.
Það voru bandarískar og saúdí-ar-
abískar stórskotaliðssveitir sem
gerðu árásina á íraka í gær. Tals-
menn herjanna sögðu að árásin
hefði verið gerð í því skyni að kanna
hæfni hersveita frá ólíkum löndum
til að starfa saman í hernaði gegn ír-
ak. Bandaríski herinn hafði engar
upplýsingar í gær um tjón íraka af
völdum árásarinnar, en þar til nú
landhernaði
hafa þeir nær eingöngu orðið fyrir
árásum úr lofti.
Fréttamenn í Riyadh, höfuðborg
Saúdí-Arabíu, segja að loftárásir
bandamanna séu þegar farnar að
hafa áhrif á viðnámsþrótt her-
manna íraka, sem nú hafa þurft að
þola látlausar sprengjuárásir í fjórar
vikur. Nærri þrjú þúsund loftárásir
voru gerðar á íraka á undanförnum
sólarhring og engin merki sjást þess
að látunum sé að linna.
Einn af helstu aðstoðarmönnum
Saddams Hussein íraksforseta
hvatti í gær alla þá sem vinveittir
eru írökum í þessu stríði að hefja
hryðjuverk gegn hagsmunum ríkja
fjölþjóðahersins hvar sem er í heim-
íraskir hermenn búast við landárás bandamanna á hverri stundu.
inum.
Sovéska sendinefndin undir for-
ystu Jevgenýs Prímakovs, sem send
var til Baghdad af Gorbatsjov til
þess að freista þess að fá íraka til að
hörfa á brott frá Kúvæt, skoðaði í
gær mannvirki í borginni sem orðið
hafa fvrir loftárásum fjölþjóðahers-
ins. Fyrirhugað var að Prímakov
ætti fund með Hussein síðla dags í
gær.
L
LANDSVIRKJUN
Landsvirkjun
Stækkun Búrfellsvirkjunar
Útboð
Lartdsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að grafa
fyrir stöðvarhúsi og pípustæði vegna stækkunar
Búrfellsvirkjunar, ásamt vegagerð o.fl.
Helstu magntölur:
Gröftur lausra jarðlaga um 200.000 rúmm.
Sprengigröftur um 90.000 rúmm.
Vegagerð um 25.000 rúmm.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj-
unarfrá þriðjudeginum 12. febrúar nk. gegn óaftur-
kræfu gjaldi að upphæð kr. 5.000,-fyrirfyrsta eintak,
en kr. 2.000,- fyrir hvert viðbótareintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12.00, 8.
mars 1991.
Tilboðin verða opnuð þar sama dag kl. 14.00.
Vesturland
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins heldur fund í Fé-
lagsbæ í Borgarnesi föstudaginn 15. febrúar kl
17.30.
Fundarefni:
I.Skipan framboðslista Alþýðuflokksins í Vestui
landskjördæmi í alþingiskosningunum 20. apríl
1991.
2. Kosningaundirbúningur.
3. Önnur mál.
Flokksfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Stjórn Kjördæmisráðs.
Flokksstarf
Norðurlandskjördæmi eystra
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins boðar til fundar að
Strandgötu 9, Akureyri, sunnudaginn 17. febrúar kl.
14.00.
Fundarefni:
1. Skipan framboðslista Alþýðuflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra í alþingiskosningunum 20.
apríl 1991.
2. Önnur mál.
Stjórn kjördæmisráðs.
Alþýðuflokksfélag
Garðabæjar og Bessastaðahrepps
auglýsir almennan félagsfund í Garðatúni 2 í kvöld
miðvikudag kl. 20.30.
Gestur fundarins: Guðmundur Árni Stefánsson.
Mætum vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Þorrablót
jaf naðarmanna í Kópavogi verður haldið laugardag-
inn 16. febrúar nk. í Hamraborg 14a. Húsið verður
opnað kl. 18.30.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 44700 mánu-
dagskvöldið ll.febrúareða fimmtudagskvöldið 14.
febrúar.
Allir velkomnir.
Alþýðuflokkurinn.
Kratakaff i
í kvöld kl. 20.30.
Gestur verður Össur
Skarphéðinsson.
Allir velkomnir.
Kvenfélag
Alþýðuf lokksi ns í Hafnarfirði
Fundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Strand-
götu í kvöld kl. 20.30 stundvíslega.
Dagskrá:
Félagsmál.
2. Gestur fundarins verður Gissur Guðmundsson
rannsóknarlögreglumaður.
3. Kaffiveitingar.
Mætum allar og tökum með okkur gesti.
Stjórnin.
Alþýðuflokksfélag
Hafnarfjarðar
Afmælisfagnaður vegna 60 ára afmælis félagsins
verður haldinn í Álfafelli (íþróttahúsinu við Strand-
götu) laugardaginn 16. febrúar nk. kl. 14.00.
Kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Alþýðuflokksfólk
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi heldur fund í Félagsheimili Kópavogs, Fann-
borg 2, næstkomandi laugardag hinn 16. febrúar
1991.
Fundur hefst kl. 10.00 árdegis og lýkur eigi síðar en
kl. 13.00.
Fundarefni:
Komandi alþingiskosningar, undirbúningur og
skipulagning kosningabaráttu.
Frummælendur verða Jón Sigurðsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, og Sigfús Jónsson, kosninga-
stjóri A-listans í Reykjaneskjördæmi.
Kjördæmisráðsmenn eru hvattir til að koma á fund-
inn sem einnig er opinn öllu áhugafólki um sem
bestan árangur í kjördæminu.
Velkomin til baráttu fyrir framgangi jafnaðarstefn-
unnar.
Stjórn kjördæmisráðsins.