Alþýðublaðið - 13.02.1991, Side 8
Uftrjr^ngar
lll
rrl 1
V.W I //7
ALÞJÓfíA
Lf FTRYGGINGAJIFELAGIÐ HF.
IAG.VULI 5 - RFYKJ AVtK
súni 681644
GEVAUA
I Þaft er kaffið 687510
• • • • • • •
• • • • • • • •
• • • • • • • • • • • • • • • • • •
• • • • • • • •
• • • • • • • • • • • • • • •
BANDAMENN META STÖÐUNA: Varnarmálaráðherrar Bret-
lands og Frakklands hittust í gær til að meta árangur hernaðaraðgerða
við Persaflóa ásamt bandarískum embættismönnum og George Bush,
Bandaríkjaforseta. Á meðan halda flugvélar fjölþjóðahersins áfram að
varpa sprengjum yfir íraska hermenn til að undirbúá f.yrirhugað stríð
á landi.
' t' '*■/
ARAS A SV-KUVÆT: Bandarískar og saúdí-£U"abískar hersveitir
létu sprengjum rigna yfir SV-Kúvæt úr lofti, Iandi og af sjó í þrjár
klukkustundir samfleytt í gær og var þetta umfangsmesta árás sinnar
tegundar frá byrjun stríðsins.
JÓRDANIR HENGJA MEINTAN NJÓSNARA: Jórdanir létu í
gær hengja ungan orrustuflugmann og vin hans fyrir að njósna fyrir
Israel. Þetta er fyrsta aftakan fyrir landráð í landinu í 30 ár, samkvæmt
heimildum í Jórdaníu.
VARSJAR-HERNAÐARBANDALAGIÐ LAGT NIÐUR: vn,-
völd í Sovétríkjunum hafa samþykkt að leggja niður hernaðarstofnun
bandalagsins fyrir l.apríi á þessu ári.
ATKVÆÐAGREIÐSLA í LETTLANDI: Þingið í Lettlandi hefur
ákveðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu í landinu til að kanna af-
stöðu manna til sjálfstæðismálsins, þ.e. hvort menn telji það rétt að
Lettland segi skilið við Sovétríkin og verði sjálfstætt og lýðræðislegt
ríki.
BLEKKIR BUSH? Varaforsætisráðherra íraks, Saadoun Hammadi,
sagði að athugasemdir George Bush Bandaríkjaforseta, sem gáfu til
kynna að árás bandamanna á landi gegn írökum væri ekki innan seil-
ingar, gæti verið blekking.
MANDELA HITTIR DE KLERK: Leiðtogi Afríska þjóðarráðsins í
Suður-Afríku, Nelson Mandela, og forseti landsins, F.W. de Klerk, sögðu
í gær að þeir hefðu leyst ágreiningsmál sem hafa verið þrándur í götu
samninga um að Afríska þjóðarráðið beitti ekki vopnum í baráttu sinni
gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda.
OLIULEKINN DYR : Áætlað er að kostnaðurinn við að hreinsa upp
olíu sem iekið hefur í Persaflóann af völdum stríðsins verði eitthvað um
1 milljarður dollara næstu sex mánuðina, að því er talsmenn yfirvalda
í Saúdí-Arabíu segja.
ATOK I LIBANON: ísraelskar orrustuvélar réðust á palestínska
skæruliða í Suður-Líbanon í gær, að sögn öryggisstarfsmanna á svæð-
inu.
BRETAR FA FJARSTUÐNING: Sameinuðu arabísku furstadæmin
hafa samþykkt að leggja til 500 milljónir dollara til handa Bretum
vegna kostnaðar við hernað við Persaflóa, að sögn talsmanns bresku
ríkisstjórnarinnar.
RÚBLUR AFSTÝRA FALLIGORBATSJOVS: Forsætisráðherra
Sovétríkjanna, Valentín Pavlov, sagði að ákvörðunin um að taka úr um-
ferð 50 og 100 rúblna seðla hafi komið í veg fyrir tilraun til að steypa
Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtoga, af stóli með efnahagslegri byltingu.
Varsjár-hernaðarbandalagið leyst upp:
Timamót i Evrópu
Yfirvöld í Sovétríkjunum lýstu
því yfir í gær aö þau væru sam-
máia bandamönnum sínum í
Varsjárbandalaginu um að leysa
upp hernaðarþátt bandalagsins
fyrir l.apríi á þessu ári.
Þau ríki sem í bandalaginu eru
hafa komist að þeirri niðurstöðu að
tími sé til kominn að leggja niður
hernaðarþáttinn sagði talsmaður
Sovétforsetans, Vítaly ígnatenko.
Þrjú aðildarríkin, Tékkóslóvakía,
Ungverjaland og Pólland, hafa um
skeið þrýst á yfirvöld í Moskvu um
að haldinn yrði fundur bandalags-
rikjanna til að ákveða rétta tímann
til að leysa bandalagið upp. ígna-
tenko sagði að með þessu væru Sov-
étmenn að framfylgja því sam-
komulagi sem náðist í París í nóv-
ember milli 34 ríkja og gerði út um
kalda stríðið. Með því að leggja nið-
ur Varsjár-hernaðarbandalagið
minnkar hættan á átökum í Evrópu,
sagði ígnatenko. Hann gaf til kynna
að yfirvöld í Moskvu vonuðust eftir
svipuðum aðgerðum af hálfu hinna
16 ríkja Atlantshafsbandalagsins
undir forystu Bandaríkjanna en
þessi hernaðarbandalög hafa staðið
andspænis hvort öðru, grá fyrir
járnum, undanfarin 40 ár. Þrátt fyrir
að hernaðarbandalagið verði lagt
niður er ráðgert að Varsjárbanda-
lagið muni starfa áfram sem stjórn-
málabandalag samtök.
Forsætisráðherra Ungverjalands,
Jósef Antall, sagði að fundur banda-
lagsríkjanna yrði haldinn í þessum
mánuði til að leysa hernaðarstofnun
þess upp fyrir 1. apríl.
Varsjárbandalagið var sett á lagg-
irnar 14. maí 1955 og í því voru upp-
haflega Albanía, Búlgaría, Tékkó-
slóvakía, Austur-Þýskaland, Ung-
verjaland, Pólland og Rúmenía
ásamt Sovétríkjunum. Albanía
hætti þó fljótt þátttöku. Bandalagið
hefur nánast verið óstarfhæft sem
hernaðarsamtök frá því að komm-
únistar misstu völdin í fjórum að-
ildaríkjum og með sameiningu
þýsku ríkjanna. Nú standa yfir her-
flutningar frá Tékkóslóvakíu, Ung-
verjalandi og austurhluta Þýska-
lands.
Vaclav Havel, leiðtogi Tékkóslóv-
akíu hefur lýst sig hlynntan aukinni
samvinnu við NATO, sem hann telur
að gegna lykilhlutverki í öryggis-
kerfi sameinaðrar Evrópu í fram-
tíðinni.
Meðlimir Atlantshafsbandalags-
ins hafa tekið fréttum um upplausn
hernaðarbandalags hinna gömlu
fjenda sinna í austri fálega. Talsmað-
ur NATO sagði að það væri alfarið í
höndum aðildarríkja Varsjárbanda-
lagsins að ákveða sína eigin framtíð
um öryggismál. NATO var stofnað
árið 1949 til þess að mæta þeirri
hernaðarógn sem Evrópu stafaði af
Sovétríkjunum. Upplausn í banda-
lagi ríkja Austur-Evrópu hefur sett
NATO í tilvistarkreppu. Aðildarríki
þess freista þess nú að skilgreina
hlutverk sitt upp á nýtt með aukinni
hlýju í samskiptum austurs og vest-
urs.
TRYGGINGAGJALD
Eindagi
tryggingagjalds
er 15. hvers ménaðar
Tryggingagjaldi af launagreiðslum og
reiknuðu endurgjaldi er unnt að skila til
banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má
gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs
en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjar-
fógetar og sýslumenn og lögreglustjórinn á
Keflavíkurflugvelli.
Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús
taka aðeins við gíróseðlum sem eru fyrir-
fram áritaðir af skattyfirvöldum. Ef aðili árit-
ar seðilinn sjálfur eða breytir áritun verður
að gera skil hjá innheimtumanni ríkissjóðs.
Til þess að komast hjá dráttarvöxtum þarf
greiðsla að hafa borist á eindaga. Athygli
skal vakin á því að ekki er nægilegt að póst-
leggja greiðslu á eindaga.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI