Alþýðublaðið - 12.03.1991, Side 4

Alþýðublaðið - 12.03.1991, Side 4
4 Helgi Skúli Kjartansson llpphaf flokks og fagsambands Stór liður í jafnaðarstefnunni hefur frá upphafi verið jafnréttisbarátta kvenna. Myndin sýnir konur fylkja liði á Austurvelli arið 1915, ári fyrir stofnun Alþyðuflokksins. Ólafur Friðriksson var oft svipmikill í ræðustólnum. „Hann var spámaður- inn sem boðaði okkur fagnaðarerindi jafnaðarstefnunnar," sagði Jóhanna Egilsdóttir, hin þekkta alþýðuflokkskona, í æviminningum sínum. Alþyðuflokkurinn, stofnaður 12. mars 1916, er elsti ís- lenski stjórnmálaflokkurinn. Það munar að sönnu ekki miklu. Framsóknarflokkurinn er líka stofnaður 1916, en yngri í árinu. Alþýðusamband íslands er aftur á móti jafngamalt Alþýðuflokknum upp á dag, enda voru þau í upphafi ein og sömu samtökin. Fylgi við málstað flokksins og hreyfingarinnar óx ört fyrstu árin. Eftir áratugar starf var samt varla helmingur launþega félagsbundinn innan ASÍ, og á þingi var Al- þýðuflokkurinn enn áhrifalítill smáflokkur. Það er ekki einber tilviljun að tveir elstu flokkarnir eru svo jafn- aldra. Hinir eldri stjórnmálaflokkar, sem myndast höfðu á grundvelli sjálfstæðisbaráttunnar við Dani, voru ekki til þess fallnir, þegar stjórnmálin fóru að snúast meira um innlend viðfangsefni, að gerast ein- beittir málsvarar ákveðinna hags- muna eða nýrra þjóðmálastefna. Mörgum þótti sem hið gamla flokka- kerfi hefði gengið sér til húðar, þörf væri á nýjum fylkingum er þjóðin gæti skipast í til fylgis við skýrt mót- aðar stefnur og stéttarhagsmuni. Upp úr þessum sömu aðstæðum spruttu Framsóknarflokkur bænda og Alþýðuflokkur verkalýðsstéttar- innar. Því er ekki að furða þótt þeir séu á svipuðum aldri. Sjálfstæðis- flokkurinn er hins vegar röskum áratug yngri. Hann rann smám sam- an af rótum hinna eldri flokka, nán- ast sem mótvægisflokkur við Fram- sóknarflokkinn í sveitum og Al- þýðuflokkinn í þéttbýlinu. Alþýðu- bandalagið er enn yngra, svo að áratugum nemur, en ætt þess og uppruni koma óhjákvæmileg fram jafnharðan og rakin er saga Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokkurinn er upp á dag jafngamall Alþýðusambandi ís- lands, og jafneldri þeirra er öldungis engin tilviljun. Þau voru stofnuð sama daginn af því að þau voru í upphafi og lengi framan af ein og sömu samtökin, tvö nöfn á sama fé- lagsskap. Alþýðusamband íslands hét það á vettvangi kjaramála og verkalýðssamtaka. Nafn Alþýðu- flokksins var hins vegar notað á stjórnmálavettvangi, við kosningar, á Alþingi o.s.frv. En sama stjórn var yfir hvoru tveggja, sambandi og flokki, og Alþýðusambandsþing var jafnframt flokksþing Alþýðuflokks- ins. Það var verkalýðssamband, Bárujárnshúsið við Tjörnina í Reykjavík þar sem flestir stjórn- málafundir Alþýðuflokksins voru haldnir á fyrstu árum flokksins. miklu fremur en stjórnmálaflokkur, sem fyrir mönnum hafði vakað að koma á fót. Og sú hugmynd var ekki splunkuný árið 1916. Verkalýðsfé- lög höfðu verið til á íslandi frá því fyrir aldamót, þótt fæst næðu þau mikilli festu, og hugmyndin var nærtæk að binda þau samtökum eins og gerðist í verkalýðshreyfingu annarra landa. Skömmu eftir stofn- un verkamannafélagsins Dagsbrún- ar í Reykjavík var efnt til verka- mannasambands. Það entist ekki lengi, en síðan óx verkalýðshreyf- ingunni mjög fiskur um hrygg, ekki síst í Reykjavík. Það voru fimm verkalýðsfélög í höfuðborginni sem undirbjuggu stofnun Alþýðusam- bandsins. Hafnarfjarðarfélögin gengu til liðs við þau á stofnfundi, en verkalýðsfélög annarra lands- hluta tengdust heildarsamtökunum smátt og smátt. Flest þeirra voru ekki einu sinni orðin til árið 1916. Alþýðusamband íslands, þessi hagsmuhasamtök verkalýðsfélaga, starfaði frá upphcifi sem stjórnmála- flokkur jafnframt. Og eiginlega lengur en frá upphafi, því að sex vik- um áður en Alþýðuflokkurinn var stofnaður hafði hann fengið þrjá menn kosna í bæjarstjórn Reykja- víkur. Undirbúningsnefnd verka- lýðsfélaganna fimm hafði séð um uppstillingu og framboð. En raunar höfðu verkalýðsfélög áður staðið að framboðum til bæjarstjórnar, bæði í Reykjavík og á Akureyri, og fengið menn kjörna. Þaðsýnir einmitt van- þroska flokkakerfisins á þessum ár- um, að það höfðu verið önnur sam- tök en stjórnmálaflokkarnir sem mest settu svip á bæjarmál kaup- staðanna. En á þessu sama ári, 1916, var ekki einungis kosið til sveitar- stjórna, heldur einnig til Alþingis. Og það í tvennu lagi, því að lands- kjörnu þingmennirnir skipuðu þá Fiskbreiðsla: Ein algengasta verkakvennavinna á þessum tím- um; hörð vinna og kaupið lágt.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.