Alþýðublaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 10
10
Helgi Skúli Kjartansson
Áratugirnir þrír 1942—71 eru tímabil hins fastmótaða
fjögurra flokka kerfis sem varð til upp úr klofningi Al-
þýðuflokksins 1938. Þá bjó Alþýðuflokkurinn við tak-
markað fylgi, en nokkuð stöðugt, sem dugði honum til
að eiga lengst af aðild að samsteypustjórnum af ýmsu
tagi, síðast hinni langlífu viðreisnarstjórn 1959—71.
Upp úr 1950 komu upp deilur um flokksforustu sem
Ieiddu til klofnings Alþýðuflokksins öðru sinni.
Eftir kosningarnar 1942 varð löng
stjórnarkreppa. Var bilið brúað með
utanþingsstjórn sem sat að völdum
fram yfir stofnun lýðveldis 1944.
En þreifingar voru með stjórn-
málaflokkunum á ýmsa vegu. Með-
al annars milli Sjálfstæðisflokks og
Sósíalistaflokks, og leituðu þeir til
Alþýðuflokksins um þátttöku í ríkis-
stjórn með sér. Hann var ófús til
samstarfs við keppinauta sína í Sósí-
alistaflokknum, lét þó til leiðast að
leggja fram skilyrði fyrir stjórnar-
þátttöku, einkum um miklar um-
bætur á almannatryggingum.
Samningar náðust og úr því varð
nýsköpunarstjórnin, svo nefnd af
því að það kom í hennar hlut að
annast þá uppbyggingu atvinnulífs
sem nauðsynleg var að stríðinu
loknu, m.a. kaupin á heilum flota
nýrra togara sem síðan voru kennd-
ir við nýsköpunina. Ráðherrar Al-
þýðuflokksins voru að þessu sinni
þeir Emil Jónsson og Finnur Jóns-
son.
Alþýðuflokkurinn virðist hafa
styrkt stöðu sína í þessu stjórnar-
samstarfi, því að í kosningunum
1946, þegar stjórnin hafði setið um
hríð, bætti hann stöðu sína til muna.
Eftir skipulagsbreytinguna hafði Al-
þýðuflokknum sem sagt tekist að
finna sér nýtt form og hasla sér völl
að nýju, að vísu smærri en áður,
minnsti flokkurinn af fjórum, en þó
með töluvert fast fylgi. Og einnig
með allmikil varanleg ítök í verka-
lýðshreyfingunni, þótt Sósíalista-
flokkurinn hefði þar enn sterkari
stöðu.
Kalt strið og__________________
klofningur flokksins___________
Næsta áratug, 1946—56, má
kenna við kalda stríðið, ekki aðeins
í heimsmálum heldur einnig í ís-
lenskum stjórnmálum. Afstaðan til
stórvelda og hernaðarbandalaga,
varnir íslands og stríðshætta, þvíiík
efni voru ofarlega á baugi. Sósíal-
istaflokkurinn var einangraður sem
mest frá samstarfi við hina flokkana
og gefin að sök hollusta við Sovét-
ríkin.
Mestallan áratuginn voru Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknarflokk-
ur saman við völd, í þremur ríkis-
stjórnum, og af þeim átti Alþýðu-
flokkurinn einnig hiut að hinní
fyrstu. Þar átti hann meira að segja
forsætisráðherrann — í eina sinn
sem hann hefur haft forsæti í sam-
steypustjórn — því að Stefán Jóhann
Stefánsson myndaði stjórnina. Meg-
inverkefni hennar á innlendum
vettvangi var að glíma við gjaldeyr-
isskort og annað misvægi í efna-
ilsins: Haraldur Guðmundsson
leggur Hannibal og tekur við for-
mennskunni, Guðmundur í. Guð-
mundsson leggur Benedikt Grön-
dal og Gylfi Þ. Gíslason leggur
sjálfan sig.
hagslífi, þannig að hún hafði naum-
ast tækifæri til að láta mikið eftir sig
l'ggja.
Það var einnig þessi stjórn, „Stef-
anía“, sem samdi um aðild íslands að
Atlantshafsbandalaginu 1949, þótt
nokkur andstaða væri gegn henni í
þingflokkum Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks. Hins vegar var
Alþýðuflokkurinn farinn úr stjórn
þegar samið var um komu varnar-
liðsins 1951. Þó var hann hafður
með í ráðum og stóð að þeirri
ákvörðun með stjórnarflokkunum.
I tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns
tóku stuðningsmenn stjórnarflokk-
anna í verkalýðshreyfingunni hönd-
um saman um að útiloka sósíalista
frá áhrifum í Alþýðusambandi ís-
lands, þar sem þeir höfðu um skeið
ráðið mestu.
Stefán Jóhann Stefánsson og nán-
ustu samstarfsmenn hans í Alþýðu-
flokknum höfðu lengi sætt gagnrýni
frá flokkssystkinum sínum, sem
töldust til vinstri arms flokksins og
kölluðu forustuna of hægrisinnaða,
auk annarra gagnrýnisefna. Tveir
ungir þingmenn, Gylfi Þ. Gíslason
og Hannibal Valdimarsson, voru
taldir til vinstri armsins. Svo bar við
á flokksþingi 1952 að vinstri menn
verða í meirihluta og kjósa Hanni-
bal flokksformann. Margir trúnað-
armenn flokksins neita þá að taka
endurkjöri, svo að mannaskipti
verða mjög víðtæk í flokksforust-
iinni. Þessi átök komu að sjálfsögðu
margvíslega niður á flokksstarfinu.
Margar gerðir Hannibals voru
umdeildar, ekki síður en Stefáns Jó-
hanns áður. Meðal annars stefndi
hann að því að rjúfa einangrun sósí-
alista í verkalýðshreyfingunni til
þess að Alþýðuflokkurinn væri ekki
bundinn við að starfa þar méð
stjórnarflokkunum, en margir
flokksmenn voru fráhverfir öllu
Nýsköpunarstjórnin
1944 — 47.
Frá vinstri: Emil Jónsson
samgöngumálaráðherra,
Brynjólfur Bjarnason
menntamálaráðherra,
Ólafur Thors forsætis-
ráðherra, Pétur Magnús-
son fjármálaráðherra,
Finnur Jónsson félags-
og dómsmáiaráðherra og
Áki Jakobsson atvinnu-
málaráðherra.
Minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins 1958 - 59:
Dr. Gylfi Þ. Gíslason,
mennta- iðnaðar- og
viðskiptamálaráðherra,
Emil Jónsson forsætis-
samgöngu- og sjávarút-
vegsmálaráðherra, Birgir
Thorlacius forsetaritari,
Ásgeir Ásgeirsson forseti
íslands, Guðmundur í.
Guðmundsson utanríkis-
og fjármálaráðherra og
Friðjón Skarphéðinsson
dóms- iandbúnaðar, og
félagsmálaráðherra.
Ráðuneyti Stefáns Jóh. Stefáns-
sonar, „Stefanía," 1947 — 1949.
Frá vinstri: Bjarni Ásgeirsson
landbúnðarráðherra, Eysteinn
Jónsson menntamála- kirkju- og
flugmálaráðherra, Stefán Jóhann
Stefánsson forsætisráðherra,
Sveinn Björnsson forseti íslands,
Bjarni Benediktsson utanríkis- og
dómsmálaráðherra, Emil Jónsson
viðskipta- iðnaðar- og samgöngu-
málaráðherra, Jóhann Þ. Jósefs-
son fjármála- og sjávarútvegs-
málaráðherra.
Vinstri stjórnin 1956 — 58 í túlkun
Spegilsins. Frá vinstri: Lúðvík Jós-
efsson sjávarútvegs- og viðskipta-
ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason
mennta- og iðnaðarmálaráðherra,
Hermann Jónasson forsætisráð-
herra, Guðmundur í. Guðmunds-
son utanríkisráðherra, Hannibal
Valdimarsson félagsmálaráðherra
og Eysteinn Jónsson utanríkisráð-
herra (í forföllum Guðmundar í. 3.
ágúst — 17. okt. 1956).
samstarfi við sósíalista. Fleira kom
til sem sneri ýmsum samstarfs-
mönnum Hannibals til andstöðu við
hann, svo að hann var ekki formað-
ur nema tvö ár. Á næsta flokksþingi
var Haraldur Guðmundsson, fyrr-
ym ráðherra, kjörinn formaður.
Hannibal hrökklaðist út úr flokks-
starfinu, og með honum nokkur
fjöldi samstarfsmanna. Hann var
áfram virkur í verkalýðshreyfing-
unni, átti þar samstarf við sósíalista
og var lcjörinn forseti Alþýðusam-
bands íslands, en þeirri stöðu
gegndi hann hátt á annan áratug
þótt á ýmsu gengi í stjórnmálastarfi
hans.
Alþýðuflokkurinn hafði nú klofn-
að í annað sinn — eða í þriðja sinn
ef stofnun Kommúnistaflokksins er
með talin, og í öll skiptin kvistaðist
einkum úr vinstra armi flokksins.
Að þessu sinni risti klofningurinn
ekki eins djúpt og skildi ekki heldur
eftir sig eins sárar minningar og
uppgjörið við Héðin Valdimarsson
hafði gert. Þó fór því fjarri að flokk-
urinn stæði jafnréttur eftir.
Vinstri stjórn__________________
Upp úr samstarfinu á sviði ASÍ
spratt kosningabandalag milli Sósí-
alistaflokksins annars vegar og hins
vegar þess hóps sem fylgt hafði
Hannibal úr Alþýðuflokknum.
Kosningabandalagið fékk nafnið
Alþýðubandalag og bauð fram í
fyrsta sinn 1956. Því var síðar breytt
í eiginlegan stjórnmálaflokk, raunar
ekki fyrr en í þann mund sem
Hannibal varð viðskila við þau sam-
tök.
í sömu kosningum, 1956, kom
fram kosningabandalag Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks. Um-
bótabandalagið hét það í eigin
munni, af öðrum uppnefnt
„hræðslubandalag". Með því að
bjóða hvergi fram hvor gegn öðrum
höfðu flokkarnir von um hreinan
þingmeirihluta — til þess dygði inn-
an við 40% atkvæða — og ætluðu
þá að endurvekja stjórnarsamstarf-
ið frá 1934, „stjórn hinna vinnandi
stétta“. Stjórnarmynduninni átti að
fylgja stefnubreyting í varnarmál-
um, þannig að varnarliðið hyrfi af
landi brott.
Þingmeirihlutinn vannst ekki,
enda hafði myndun Alþýðubanda-
lagsins að sjálfsögðu dregið úr sigur-
líkum „hræðslubandalagsins".
Stjórnin var mynduð engu að síður,
Alþýðubandalaginu boðin aðild að
henni, svo að hún varð þriggja
flokka stjórn, vinstri stjórnin
fyrsta. Ráðherrar Alþýðuflokksins
voru Gylfi Þ. Gíslason og Guðmund-
ur I. Guðmundsson. Formaður
flokksins, Haraldur Guðmundsson,
kaus að taka ekki þátt í samvinnu
við sósíalista og hætti stjórnmálaaf-
skiptum.
Vinstri stjórnin hvarf frá því að
láta varnarliðið fara. Hins vegar
stóð hún fyrir útfærslu landhelginn-
ar í tólf sjómílur sem Bretar svöruðu
með herskipavernd fyrir landhelgis-
brjóta, svonefndu þorskastríði.
Stjórnarsamstarfið entist ekki nema
rúm tvö ár, og voru það efnahags-
málin sem stjórnarslitum ollu.
Vlðreisn________________________
Tók nú við til bráðabirgða minni-
hlutastjórn Alþýðuflokksins undir