Alþýðublaðið - 18.04.1991, Side 6

Alþýðublaðið - 18.04.1991, Side 6
6 Fimmtudagur 18. apríl 1991 VERKIN TALA LOFORP: Jafnvægi og stöðugleiki í efnahagsmálum EFNDIR: • Lækkun verðbólgu úr 35—40% í 5%. Verðbólga er komin niður á sama stig og í helstu viðskiptalöndum — í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. • I stað skuldasöfnunar og hallareksturs skila fyrirtækin nú hagnaði. • Hagnaður fyrirtækja — ávísun á kjarabætur á næsta kjörtímabili. • Hrakspárnar um fjölda- atvinnuleysi rættust ekki. • Skilyrði sköpuð fyrir þjóðarsátt um bætt lífskjör, án verðbólgu — á næsta kjörtímabili. • Matvælakostnaður vísitölufjölskyldu hefur lækkað á sl. mánuðum. • Verðbólga hefur aldrei verið lág á Islandi nema þegar Alþýðuflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. LOFORP: Lækkun vaxta EFNPIRs • Nafnvextir lækkaðir úr yfir 40% í um 15%. • Raunvextir lækkaðir úr yfir 10% í 6-8%. • Lækkun greiðslubyrði meðalskuldara samsvarar 2—3 mánaðarlaunum og höfuðstóll skuldarinnar lækkar. • Vísitölubinding fjárskuldbindinga verður afnumin í áföngum fram að 1993. • Jafnvægi ríkir á peninga- markaði milli ávöxtunarkröfu sparifjáreigenda og viðráðan- legrar greiðslubyrði skuldara. LOFORP: Skattkerfinu beitt til tekjujöfnunar EFNPIR: • Einfalt staðgreiðslukerfi tekju- skatts og útsvars stórbætti hag fjölskyldna með sveiflukenndar tekjur. • Lækkun tolla og afnám tolla á innfluttum matvælum lækkaði matvælaverð. • Virðisaukaskattur leysti af hólmi götótt söluskattskerfi. • Virðisaukaskattur umfram 13% er endurgreiddur vegna innlendra landbúnaðarafurða, til að lækka matvælaverð. • Tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins voru aukin verulega með skatt- kerfisbreytingunni 1987/88 með hækkuðum bótagreiðslum barnabóta, barnabótaauka og með vaxtabótakerfinu, sem léttir verulega greiðslubyrði efnaminni fjölskyldna við öflun húsnæðis. • Skattkerfisbreytingin 1987/88 lokaði mörgum skattsvika- smugum, bætti samkeppnis- stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina og færði tekjur til hinna efnaminni. • Dómur OECD um skattkerfisbreytinguna 1987/88 er þessi: „Þær kerfisbreytingar, sem þegar hefur verið gripið til, gera það að verkum, að hagkerfið verður nú betur í stakk búið til að aðlagast nýjum aðstæðum og meiri fjölbreytni. Jafnframt hafa skapast aðstæður til að draga úr þeim óeðlilegu sveiflum, sem einkennt hafa ríkisfjármálin síðasta áratug.“ LOFORP: Húsnæöi án harmkvæla EFNPIR: • Kaupleigu- og búseturéttaríbúðir lögfestar. • Ein af hverjum þremur félagslegum íbúðum, sem byggðar hafa verið frá upphafi, reistar á sl. kjörtímabili (2500 íbúðir). • Biðtími eftir húsnæðislánum styttur úr 4—5 árum í gamla kerfinu — í 4—5 vikur í húsbréfakerfinu. • Hátt lánshlutfall í húsbréfa- kerfinu dregur úr þörf fyrir dýr skammtímalán og stuðlar að lækkun fasteignaverðs. • Vextir eru fastir 6%, en við endurgreiðslu skv. vaxtabóta- kerfinu eru raunvextir í mörgum tilvikum 2—3%. • Útborgun kaupanda hefur lækkað úr 76% í 54%. • Afföll eru engin í kerfinu ef seljandi ávaxtar sparifé sitt í húsbréfum eða nýtir það til nýrra fasteignakaupa. • Húsbréfakerfið mun komast í jafnvægi þegar lífeyrissjóðir launþega eru lausir við skuld- bindingar skv. gamla kerfinu nk. haust. • Vaxtabætur eru eigna- og tekjutengdar og lækka raun- verulega vaxtabyrði um allt að 40% fyrir láglaunafjölskyldur. • Félagslega lánakerfið mun í framtíðinni gefa lágtekjufólki á Ieigumarkaðnum kost á húsaleigubótum. Þær verða tekju- og eignatengdar og geta numið allt að fimmtungi af greiddri húsaleigu. • Ný fimm ára áætlun um þjónustuíbúðir fyrir aldraða þýðir að eftir fimm ár getur helmingur 70 ára og eldri notið öryggis þjónustuíbúða. LOFORP: Válddreif ing í verki EFNDIR: • Með nýjum lögum um verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga og tekjustofna sveitarfélaga er 20 ára baráttumál í höfn. • Þessi löggjöf þýðir aukið sjálfstæði og traustari tekjustofna fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni. • Margföldun fjármuna til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga styrkir fjárhag minni sveitar- félaga á landsbyggðinni og þar með getu þeirra til að veita íbúum sínum bætta félagslega þjónustu. • Sveitarfélögum hefur fækkað um 24 við sameiningu. • Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga — í stað úreltra fátækralaga — þýða bætta félagsþjónustu sveitarfélaga (heimaþjónusta, umönnun barna og unglinga, þjónusta við aldraða og fatlaða). LOFORP: Átak í málefnum fatlaðra EFNPIR: • 40% raunaukning fjárveitinga til málefna fatlaðra. • Framkvæmdasjóður fatlaðra nýtur óskertra framlaga í fyrsta sinn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.