Alþýðublaðið - 30.04.1991, Síða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1991, Síða 2
2 FRÉTTASK ÝRINC Þriðjudagur 30. apríl 1991 Davíö Oddsson bragöar á Ráöhúsi Reykjavíkur í köku- líki eftir aö hafa lagt horn- stein hússins. Sennilega er þaö eitt seinasta embættis- verk hans sem borgarstjóra, nema hvað hann getur haft úrslitavaldiö um hver verður næsti borgarstjóri. Baráttan um borgarstjórastólinn upp á yfirboröiö Árni og Vilh|álmur Þ. líklegustu arftakarnir Allt bendir til þess að ffrá og með deginum i dag verði Davið Oddsson borgarstjóri forsætisráðherra. Hann heffur lýst því yffir að hann muni þá láta aff störfum sem borgarstjóri, sem hlýtur að teljast affar eðlilegt. Davið segist þó ætla að halda áfram sem óbreyttur borgarfulltrúi. Nú eru hins vegar uppi miklar getspár um hver verði næsti borgarst jóri höff- uðborgarinnar, Reykjavikur. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR Það hefur ýmsum nöfnum verið fleygt á loft varðandi hver verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Hæst ber þar nöfn Árna Sigfússon- ar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Einnig þykir koma til greina að Magnús L. Sveinsson eða Katrín Fjeldsted setjist í embætti borgar- stjöra. Eins hefur nafn Júlíusar Hafstein heyrst nefnt en kunnugir telja að hann hafi lítinn stuðning nema sinn eigin. Árni og Villi volgir__________ Líklegastir til að verða útnefndir sem borgarstjóri eru þeir Árni og Vilhjálmur. Takist hins vegar ekki að ná samstöðu um annan hvorn þeirra þykja þau Katrín eða Magn- ús L. líklegri sem málamiðlun inn- an borgarstjórnarflokksins og er þá frekar veðjað á Magnús L. Hann yrði þá frekar hugsaður sem bráðabirgðaborgarstjóri, eða út kjörtímabilið, til ársins 1994. Þegar er hafið heilmikið kapp- hlaup þeirra sem telja sig eygja möguleika á því að verða borgar- stjóri. Ekki sér fyrir endann á því en búast má við hörðum slag sem getur sett verulega mark sitt á stjórn sjálfstæðismanna í borginni á næstu árum. Borgarstjóri án_______________ umboðs kjósenda_______________ Við borgarstjórnarkosningarnar fyrir tæpu ári síðan héldu sjálf- stæðismenn því á lofti að minni- hlutafulltrúarnir hefðu engan borgarstjórakandídat og því vissu kjósendur ekkert hvað þeir væru að kjósa yfir sig kysu þeir annað en Sjálfstæðisflokkinn. Davíð væri þeirra borgarstjóraefni. Væntan- legur borgarstjóri verður því ekki Árni Sigfússon borgarfulltrúi þykir líklegur arftaki Davíðs en skæöasti keppinautur hans er talinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Árni var þess hvetjandi aö prófkjör yröi haldið hjá Sjálfstæöisflokkn- um fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar í von um aö hljóta þar 2. sætiö og þar meö krón- prinssessinn. með beint umboð frá kjósendum til þess embættis heldur hlýtur það í arf frá Davíð. Minnihlutaflokkarnir héldu því hins vegar fram að Davíð Oddsson væri á leið i landsmálin þannig að hann yrði ekki borgarstjóri nema í skamman tíma, hvað og virðist vera komið á daginn. Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum höfðu því ekki hugmynd um hvern þeir voru að kjósa sem borgarstjóra fyrir 3/4 hluta kjörtímabilsins. Þegar Davíð Oddsson ákvað að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík sl. haust hélt hann því enn fram að hann hygðist vera borgarstjóri áfram samhliða þingmennsku fengi hann stuðning til þess. Hann ætlaði sér á þing til að gæta hags- muna Reykjavíkurborgar sem væri slælega sinnt á Alþingi. Hann hlaut síðan yfirgnæfandi stuðning í 1. sæti listans. Enn var talað um að hann myndi gegna þing- mennsku samhliða borgarstjóra- embættinu. ðvænff uppheffð_______________ En þá skeði hið „óvænta," í byrj- un mars sl., að borgarstjórinn var kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins með þeim sögulega hætti að fella sitjandi formann. Nú gat Davíð Oddsson, nýkjörinn for- maður stærsta flokks landsins, ekki lengur sagt að metnaður hans stæði til að vera borgarstjóri Reykjavíkur áfram. Hann var orð- inn fyrsta ráðherraefni Sjálfstæðis- flokksins og væntanlega forsætis- ráðherraefni. Ýmsir halda því fram að þetta hafi alla tíð verið á prjónunum hjá Davíð og þrælhugsuð leikflétta sem hafi gengið upp. Hafi svo ver- ið er lítið hægt að gera en að óska honum til hamingju. En eftir stendur að eftirmaður hans á borgarstjórastóli er ófundinn. Það má líka segja að Davíð hafi ásamt fleirum komið í veg fyrir að væntanlegur eftirmaður hans yrði valinn fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar. Ákveðið var að við- hafa ekki prófkjör þar sem sá sem hefði náð öðru sætinu, á eftir Dav- íð, hefði verið orðinn krónprins, eða krónprinsessa, í borgarmála- flokknum. Árni Sigfússon var þá þess mjög hvetjandi þá að haldið ,yrði prófkjör og hefur þá væntan- íega gert sér góðar vonir um nið- urstöður þess. Vegna þess að próf- kjöri var sleppt getur enginn gert sérstakt tilkall til borgarstjóraemb- ættisins með tilvisan til vilja sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Ekki er „Viö, borgarfulltrúar Sjálf- stæöisflokksins, urðum sam- mála um að ræöa ekki opin- berlega um borgarstjóramáliö aö sinni. Ég vil standa viö þaö samkomulag. Það eru allir borgarfulltrúar flokksins í kjöri til embættis borgar- stjóra en sumir aðeins meira en aörir." Þetta sagöi Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson borgarfull- trúi í samtali við Alþýðublaö- ið. ósennilegt að Davíð hafi viljað að svo væri. Hljóð barátffa,________________ enn sem komið er_______________ Það er borgarmálaflokkur sjálf- stæðisflokksins sem ákveður hver verður næsti borgarstjóri. Þarsitja 10 aðalborgarfulltrúar og 10 vara- borgarfulltrúar. Flestir sem frá sér hafa látið heyra í þeim hópi eru sammála um að borgarstjóraefnið beri að finna innan hóps borgar- fulltrúa. Samkomulag virðist hins vegar hafa tekist um að ræða þessi mál ekki á opinberum vettvangi, eins og fram kemur hjá Vilhjálmi Þ. hér á síðunni. Það hefur eflaust ekki þótt við hæfi að borgarfull- trúar færu á fullt opinberlega í keppni um borgarstjórastólinn meðan Davíð væri ekki orðinn forsætisráðherra. Hins vegar er alveg Ijóst að það kann að vega þungt hver vilji Dav- íðs Oddssonar er til þess hver eftir- maður hans verði. Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson munu eflaust berjast hart og gefa hvergi eftir. Hafa sumir látið sér detta í hug að verði tvísýnt um hvor þeirra tveggja verði ofan á, að þá verði gerð sú málamiðlun að gera í staðinn Magnús L. Sveins- son að borgarstjóra út kjörtímabil- ið og síðan ráði prófkjör því hver leiði Sjálfstæðisflokkinn í Reykja- vík fyrir næstu kosningar. Engu skal spáð um hversu iengi forsætisráðherra nennir að sitja borgarstjórnarfundi, eins og hann hefur lýst yfir að hann hyggist gera. Það yrði hálf pínleg staða fyrir þá sem eítir sitja í borgar- stjórn að hafa Davíð áfram svíf- andi um sali borgarstjórnar á sama tíma og hann er hættur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.