Alþýðublaðið - 31.05.1991, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 31.05.1991, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ Stýrimannaskólinn í Reykjavík 100 ára Nú er Stýrimannaskólinn til húsa í Sjómannaskólanum sem var vígður haustid 1945. Gudjón Ármann Eyjólfsson, höfundur þessarar greinar, hefur ueriö skólastjóri Stýri- mannaskólans frá árinu 1981. Að reikna út stöðu sjóúrsins og gang þess A þessu ari er mmnst 100 ara afmælis Stýrimannaskólans í Reykjavík. I eftirfarandi grein eru raktir nokkrir meginþættir í sögu skólans á þessu tímabili. Við samningu þessarar greinar hefur einkum verið stuðst við frumdrög Einars S. Arnalds BA að sögu skólans sem hann vinn- ur við að skrifa. Eftir stofnun Stýrimannaskólans árið 1891 fundu landsmenn greini- lega að skólinn var höfuðatvinnu- vegi lslendinga mikill aflgjafi og bakhjarl. Ég leyfi mér að álíta að svo sé enn og verði um langa hríð og hagur þjóðfélagsins, sem oft er erfitt að meta í tölum eða beinhörðum peningum, verði þeim mun meiri sem betur er búið að Stýrimanna- skólanum. Fyrstu 10 árin_________________ Fyrsta skólaárið, 1891—92, voru nemendur 14 í byrjun skólaárs. Þeir voru á aldrinum 16 til 27 ára. Pétur Inggjaldsson frá Lambastöðum á Seltjarnarnesi var yngstur, en elstur var Jón Sigurðsson frá Túni á Eyrar- bakka. í þessum hópi voru nokkrir síðar landskunnir menn, t.d. Kristinn Magnússon í Engey, sem þá var 18 ára gamall, og Ottó N. (Nóvember) Þorláksson, einn af hvatamönnum að stofnun Sjómannafélagsins Bár- urinar í Reykjavík árið 1894 og fyrsti forseti Alþýðusambands Islands. Hinn 26. október bættist í hóp læri- sveina, eins og nemendur voru þá nefndir, Páll Halldórsson, tvítugur að aldri, ættaður frá Hnífsdal við ísafjarðardjúp. Hann átti síðar eftir að taka við skólastjórn, þegar Mark- ús F. Bjarnason, fyrsti skólastjóri Stýrimannaskólans, andaðist fyrir aldur fram árið 1900. Námsgreinar voru í fyrstu þessar: stýrimannafræði, stærðfræði, ís- lenska, danska, enska og sjóréttur. Auk Markúsar, sem kenndi 36 stundir á viku, kenndu fyrsta skóla- árið, Geir T. Zoéga síðar rektor Menntaskólans í Reykjavík, sem kenndi ensku 2 st. á viku, Ludvig Knudsen guðfræðingur og síðar prestur, sem kenndi dönsku 4 st. á viku, Lárus H. Bjarnason lögfræð- ingur, síðar hæstaréttardómari, sem kenndi íslensku 4 st. á viku og Páll Einarsson lögfræðingur og síðar hæstaréttardómari, sem kenndi sjó- réjt 2 st. á viku. I febrúar voru mælingar með sex- töntum og voru mæld lárétt horn og hæð sólar yfir tilbúinn sjóndeildar- hring, fyrir utan hádegisbaug og í hágöngu, og síðan reiknuð út breidd Reykjavíkur. Tveir nemendur, Páll Halldórsson og Pétur Ingjaldsson, gerðu ,,klukkusláttarathugun“, at- hugun á azimuth (þ.e. fundu rétta miðun til sólar til þess að finna seg- ulskekkju áttavitans) og viksathug- un („þegar sólin gekk undir fór fram amplitúðuathugun"); þeir hinir sömu reiknuðu einnig út stöðu sjó- úrsins og daglegan gang þess. Þetta fyrsta skólaár voru nemend- ur misjafnlega lengi fram eftir vetri í skólanum; 1. mars hættu 10 nem- endur og 30. apríl tveir hinir síðustu og var skólanum þá sagl upp. Fyrstu prófin við skólann Skólaárið 1892—93 var skólinn settur 1. október kl. 12 á hádegi; en kennslu lauk 4. mars 1893. Fyrstu prófin við skólann voru haldin við lok þessa skólaárs, og hófust prófin hinn 5. mars. Niðurstaða þessara prófa er skráð í fyrstu prófbók fyrir Stýrimannaskólann í Reykjavík, sem var löggilt af Stiptsyfirvöldum Islands hinn 7. mars 1893. Próf frá Stýrimannaskólanum voru í fyrstu tvö; hið minna stýri- mannspróf og hið meira stýri- mannspróf. Hið fyrrnefnda var ætl- að fiskimönnum, en hið síðara þeim sem vildu læra meira eða stunda siglingar á verslunarskipum í utan- landsferðum. Bæði þessi próf voru að mestu sniðin eftir samsvarandi dönskum prófum til hliðstæðra at- vinnuréttinda og voru skriflega verkefni i stærðfræði og siglinga- fræði send landshöfðingja frá „stýri- mannakennsluforstjóranum" í Kaupmannahöfn ,,og voru þau áður en prófið byrjaði afhent prófnefnd- inni í umslagi með innsigli lands- höfðingjans", eins og segir í prófbók árið 1897, þegar ítarlegar er greint frá prófum en var fyrstu árin sem prófað var; er svo ritað til ársins 1904, þegar nýstofnað stjórnarráð fékk prófin í hendur frá Kaup- mannahöfn og afhenti þau próf- nefnd. Sex nemendur gengu undir fyrsta próf skólans, hið minna stýrimanna- próf, í mars 1893. Hæstu einkunn í hópi fyrstu prófsveina hlaut Jón Guðmundur Þórðarson frá Mýrar- húsum á Seltjarnarnesi, samtals 59 stig, en allar voru einkunnir svipað- ar, aðaleinkunn á bilinu 45 til 59 stig. Eftir þetta voru haldin próf hvert vor. Skólaárið 1898—1899 fjölgaði nemendum mikið, enda var skólinn þá fluttur í nýreist skólahús, „gamla stýrimannaskólann" við Öldugötu, og þilskipaflotinn við Faxaflóa hafði vaxið örum skrefum eftir að skólinn var stofnaður. Vorið 1899 gengu 25 lærisveinar undir hið minna stýri- mannapróf. I þeim hópi voru m.a. Hjalti Jónsson (f. 15.04. 1869) síðar þekktur sem Eldeyjar-Hjalti, Indriði Gottsveinsson skipstjóri á fyrsta gufutogara í eigu Islendinga, togar- anum Coot, sem var keyptur til landsins árið 1904; einnig útskrifað- ist Sigurður Pétursson frá Hrólfs- skála á Seltjarnarnesi, sem varð skipstjóri á Gullfossi, fyrsta skipi Eimskipafélags Islands, sem kom til landsins árið 1915 og var Sigurður hæstur á prófinu með samtals 60 stig. Vorið 1899 var í fyrsta skipti hald- ið „hið meira stýrimannspróf". Að- eins einn nemandi, Jóhann Þórar- insson, sem fæddur var í Hlíðarkoti í Snæfellssýslu 28. maí 1868, hafði afhent bónarbréf um að mega ganga undir prófið. Verkefni í skrif- legri íslensku var mjög skemmti- legt: Skipstjóri lýsir í bréfi til út- gjörðarmanns áfalli, sem skip hans varð fyrir úti á hafi í stormi, hvernig það atvikaðist og á hvaða hátt hann gat bjargað skipi og mönnum og komizt í góða höfn á íslandi, svo og hverj- ar lagalegar ráðstafanir hann hafði gjört til þess að fá skaðann bættan. Vorið 1901, þegar skólinn hafði starfað í 10 ár, höfðu 137 lokið hinu minna stýrimannsprófi, en 3 hinu meira prófi; eða samtals 143 nem- endur. Stöng með timqknetti Vöxtur og viðgangur skólans sprengdi fljótlega upphaflegt hús- næði af sér, sem var viðbygging við Doktorshúsið, heimili Markúsar skólastjóra. Arið 1898 flutti skólinn í veglegt skólahús á þeirra tíma mælikvarða. Húsið hafði verið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.