Alþýðublaðið - 11.12.1992, Qupperneq 11
Föstudagur 11. desember 1992
11
Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri
SMÁNA ÁHÖFN
TOGARASÍNS
- með ótrúlegum hroka og lítilsvirðingu, segir í ályktun
Skjaldar vegna sölu Hjálms á Gylli
Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flat-
evri sendi í gær frá sér svohl jöðandi
ályktun:
„Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flat-
eyri átelur harðlega vinnubrögð út-
gerðamianna bv. Gyllis ÍS 261, þar
sem þeir með ótrúlegum hroka og lít-
ilsvirðingu smána áhöfn togara síns
með því að láta þessa farsælu áhöfn
sína frétta fyrst af sölu togarans í út-
varpsfréttum þann 8. des. sl. og ekki
bætir um fyrir útgerðaraðli þessum að
vera enn ekki farinn að færa söluna og
framtíðarhorfumar í tal við áhöfnina.
Áfall það sem áhöfn Gyilis, starfs-
fólk Hjálms og byggðarlagið í heild
verður fyrir er nægt þó framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins ali ekki á því með
slíkri lítilsvirðingu gagnvart starfsfólki
sínu, sem auðvitað gerir ekkert' annað
en að skapa úlfúð og leiðindi sem lítið
sjávarþorp má ekki við nú þegar fyrsta
áfallið af fleirum í atvinnulífi staðarins
ríður yfir.
I’að er með ólíkindum að menn sem
ekki kunna betur skil á því að ná ár-
angri með starfsfólki sínu skuli vera
þess umkomnir að segja alþjóð hvemig
á að haga sér og hvað skal gera næst.
Verkalýðsfélagið
Skjöldur, Flateyri“
„Bjargvætturinn" fær föst skot frá
heimamönnum á Flateyri: „Meö ólíkind-
um að mcnn sem ekki kunna bctur skil á
því að ná árangri með starfsfólki sínu
skuli vera þess umkomnir að segja alþjóð
hvernig á að haga sér og hvað skal gera
næst.“
íslenskur fiskur inn á veitingahúsamarkaðinn í Evrópu
störf í húfi
- efEES dregst á langinn. Svissneskt fyrirtœki úr myndinni
eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna þar.
Nauðsynlegt fyrir Islendinga að samþykkja EE
Euromat er nafn á verk-
efni nokkurra aðila sem
vinna að stofnun fyrir-
tækjanets sem stefnir að
markaðssetningu ís-
lenskra matvæla á hinn
nýja Evrópumarkað sem
opnast nú eftir áramót
þegar og ef EES tekur
gildi. Verkefnið lofar góðu,
en Ijóst er að ekkert verður
af því ef Alþingi dregur
EES- saminginn á langinn
cða liafnar honum.
Eins og málin standa eru
nokkur íslensk fyrirtæki í
fiskvinnslu og mjólkuriðn-
aði tilbúin að taka þátt í
verkefninu. Um er að ræða
frantleiðslu og útflutning á
sjávarafurðum, súpum og
sósum fyrir veitingahúsa-
keðjur í Evrópu. Hér þarf því að konta
til ný nteðhöndlun á fiskinum og ný-
stárlegar pakkningar, sem henta stórum
veitingahúsum og mötuneytum.
Þá eru einnig miklir möguleikar á út-
flutningi vannýttra fisktegunda á þenn-
an markað. I tengslum við þennan út-
flutning þarf því að hanna og vinna
nýjar umbúðir og hefur eitt íslenskt
umbúðafyrirtæki sýnt áhuga á að koma
inn í verkefnið. Þá eru líkur á að hanna
þuifi sérstakan vinnslubúnað fyrir þau
fiskvinnslufyrirtæki sem taka þátt í
verkefninu og því skapast tækifæri fyr-
ir innlendan rafeinda- og hátækniiðn-
að.
Fyrir utan vinnslu og útflutning á
fiski eru uppi hugmyndir unt fram-
leiðslu á súpum og sósum úr ýmsum
sjávarafurðum. I þá framleiðslu þarf
töluvert af mjólkurdufti og hafa fyrir-
tæki í mjólkuriðnaði verið fengin inn í
fyrirtækjanetið til þess að sjá um þá
framleiðslu, ef af verður. Það er því
ljóst að íslenskur landbúnaður getur
notið góðs af þessum útflutningi.
Eitt af meginatriðunum íþessu verk-
efni eru samningar við erlend markaðs-
og dreifingarfyrirtæki. Samkvæmt
heimildum blaðsins eru samningar nú
þegar langt komnir við tvö frönsk og
tvö bresk fyrirtæki. Þama er um að
ræða ntjög stóra og öfl-
uga aðila sem hafa góðan
aðgang að veitingahús-
um um alla Evrópu. Eitt
svissneskt matvæla-
dreififyrirtæki í Genf var
með í fyrirtækjanetinu,
en eftir að EES-samn-
ingnum var hafnað í
þjóðaratkvæðagreiðslu í
Sviss settu Frakkamir
því stólinn fyrir dymar.
Að auki mun ílalskt fyr-
irtæki hafa verið inn í
myndinni, en stjómendur
þess hafa efasemdur um
að EES samningurinn
verði samþykktur á fs-
landi og hafa því dregið
sig íhlé íbili.
4k % ...alltafþegar
við erum vandlát
h
MERKISMENN HF