Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 31. desember 1992 Hvað er minnisstæðasf fró órinu Samantekt H r a f n Jökulsson >■> V, \ Síæ y ’ Í2. v; Ný þurfamanna- tíund Ólafur P. Jónsson vitavörður á Hornbjargi „Það sem kemur verst við mig er þurfamannatíund hin nýja sem var lögð á mig rétt fyrir jólin til styrktar vinnu- veitendum. Það er gömul saga að þeir sem betur mega sín létta undir með vesalingunum; þannig að þetta er svo- sem ósköp fallega gert af mér. En það er Evrópubandalagið sem angrar mig mest. Þar eru stórkapítalist- ar Evrópu einfaldlega að sameinast. Og til hvers? Til að geta arðrænt verkalýð- inn enn meira en gert hefur verið. Mér finnst furðulegt að vinnandi fólk gleyp- ir áróður utanríkisráðherra og forsætis- ráðherra hráan. Frá evrópskum stór- kapítalistum er einskis að vænta nema hins versta fyrir vinnandi fólk, en auð- vitað hrjóta einhverjir molar til hinna. Mér brá í brún þegar utanríkisráðherra sagði að „slys“ hefði orðið í Sviss. Ef þjóð tekur afstöðu er það orðið slys. En hinir háu herrar hafa séð til þess að ekki er nein hætta á álíka „slysi“ héma heima. Eitt frnnst mér líka ömurlegt. Hér koma út margar bækur en það er eng- inn rithöfundur sem kennir til í storm- um sinnar tíðar. Þeir taka ekki afstöðu til eins eða neins. Ég man nú þá tíð þegar barist var gegn hemámi í þessu landi. Ekki veit ég hvemig sú barátta hefði verið framkvæmanleg ef skáld- anna hefði ekki notið við. Þangað sótti maður eldmóðinn. En nú er svo komið að fólkið í land- inu er upptekið við að hlaupa af sér spikið meðan Róm brennur." Nóg komið í Júgóslavíu Geröur Kristný nemi og skáld ,jig lauk BA-prófi í frönsku og bók- menntum í febrúar og hélt svo til í Par- ís í tvo mánuði. Um sumarið kynntist ég síðan blaðamennsku þegar ég fékk starf á Tímanum; þótt ég væri í inn- lendum fréttum í fimm mánuði man ég ekki eftir neinu sérstöku. Ég tók líka þátt í listahátíð, sem var mjög gaman. { haust byrjaði ég í nýju námi, hagnýtri fjölmiðlafræði, og uni mér vel. Umheimurinn? Ég hélt áfram að fylgjast með stöðugum fréttum af átök- um í fyrrum Júgóslavíu og finnst nóg komið.“ Dokaðu við, Drottinn minn Hannes Örn Blandon sóknarprestur Syðra-Laugalandi „Hér heima stöndum við náttúrlega frammi fyrir kreppu en ég er aðallega svekktur útí heiminn að því leyti að ég hef áhyggjur af því sem er að gerast víða í útlöndum, til dæmis í lýðveldum fymjm Júgóslavíu. Ég hef engar áhyggjur af jörðinni í sjálfu sér. Hún spjarar sig, einsog spak- ur maður sagði. Én ég hef áhyggjur af fólkinu sem býr á henni. Ég á eina ósk fyrir næsta ár og þamæsta og árið þar á eftir: Að menn láti kærleikann tala til sín, ástina og umburðarlyndið. Að þeir hlusti eftir því sem Drottinn er að reyna að hvísla að þeim en segi ekki: „Bíddu aðeins, vinur, ég er upptekinn í augna- blikinu." Mér verður stundum hugsað til We- ingrens prófessors. Hann sagði eitt- hvað í þessa veru: „Fólk segir að þetta sé vondur heimur þarsem allt er á hverfanda hveli og á leiðinni til helvít- is. Ég lít fyrst og fremst á heiminn sem sköpunarverk Guðs. Vel má vera að heimurinn sé heilmikill arfagarður og illgresi hvert sem litið er. En ef grannt er skoðað er merkilega mikið af fögr- um jurtum, sem reyna að teygja sig til himins." Nú skal ég útskýra hvemig ég skil þessi orð prófessorsins. Menn spyrja sem svo: Hvemig má það vera, úr því að heimurinn er sköpunarverk Guðs, að þar þrífst svona mikil illska og hat- ur? En um leið horfa menn framhjá kærleikanum, hinu góða sem vissulega dafnar líka í heiminum. Og er það ekki miklu merkilegra? Þrátt fyrir allt reynir kærleikurinn að ná sambandi við hinn æðri kærleik, blómin að teygja sig til himins. í framhaldi af þessu fer ég vinsam- lega fram á að menn losi um eyma- tappana og taki af sér dökku sólgler- augun; líti í kringum sig og leggi við hlustir. Við eigum ekkert annað en framtíðina. íslendingar hafa nú gengið í gegnum kreppu áður og það er ekkert annað að gera en bíta á jaxlinn. Það er nú ekki einsog við höfum ekki upplifað krísur áður: stómbólu, svartadauða, móðuharðindi, þrælahald og danska einokunarkaupmenn. En það er einsog þeir sem stjóma landinu - og þeir sem búa héma - haldi að náunginn skipti engu máli lengur. Ég leyfi mér að fara fram á það, að fólk líti í eigin barm; tíni uppúr pússi sínu elsku og kærleika. Við þöríriumst þess núna.“ ✓ Eg man ekkert Asdís Kvaran lögfræðingur ,JÉg man ekkert! Líf mitt er svo hörð # % Nýtt úr notuðu Ftí [NDURVmSlM HF Knarrarvogi 4, Reykjavík, sími 678522

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.