Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 31. desember 1992
9
barátta frá degi til dags. Ég er ekki
koirtin á endurminningaaldurinn ennþá
og ég er ekki í svo beiskjublöndnu
sambandi við umhverfið að ég sjái
ástæðu til að bera fram kvartanir. En
hinn 1. nóvember voru fjögur ár síðan
ég hætti að reykja; alltaf man ég eftir
þeim degi. Já, svo fór ég til New York
og brá mér meðal annars í leikhús, sá
Cats og Miss Saigon. New York er
náttúrlega skrímsl en ég elska hana
samt. Hafi menn sans fyrir ástríðum
geta þeir notið hennar. Annars ekki.“
Þetta var ár
hatursins
Guðmundur Andri Thorsson
rithöfundur
„Þetta er árið sem þjóðimar urðu
frjálsar undan oki, en ekki frjálsar til
neins annars en að vilja undiroka ná-
ungann. Þetta er ár hatursins. Og þegar
búið er að telja fólki trú um að Sovét-
skipanin hafi verið hin eina sanna til-
raun til þess að byggja þjóðfélag á sam-
hjálp í stað samkeppni, þá hafi þjóðim-
ar enga sýn, fólk hefur að engu að
keppa nema að hygla sér og sínum. Og
þá kemur hatrið á bræðmm og sysfrum,
þegar ekki er lengur til neinn valkostur,
neitt aðhald. Héma á íslandi hefur árið
líka einkennst af þessum sama skorti á
nokkurri sýn, ríkisstjómin virðist upp-
lifa þjóðina einsog tossabekk sem þurír
að hirta til að hann geti fengið inn-
göngu á næsta skólastig, sem er Evr-
ópa; en stjómarandstaðan er svo for-
stokkuð í sinni afstöðu til Evrópu að
við þurfum að fara alla leið til Sviss í
þýskumælandi hlutann þar til að finna
samjöfnuð en þar búa ílialdssömustu
menn í hinum kristna heimi.“
Fyrstu spor sonar
míns
Ellert B. Schram ritstjóri
„Hörmungamar í Sómalíu og borg-
arastyrjöldin í Júgóslavíu em mér efst í
huga af dekkri hliðum málsins. Erfið-
leikar fslendinga blikna í samanburði.
Þrátt íyrir látlausar fréttir af ófömm
og lánleysi og samdrætti í efnahags- og
atvinnulffi er ástæðulaust að örvænta
meðan við höfum frið og fisk og fast
land undir fótum.
Af bjartari hliðum ársins minnist ég
helst tveggja stórviðburða í íþróttum:
Ólympíuleikanna og Pollamótsins í
knattspymu á Akureyri - sem var fyrir
30 ára og eldri. Ennfremur varð ég fs-
landsmeistari í „Old boys“ í knatt-
spymu; 40 ámm eftir að ég varð fyrst
fslandsmeistari. Þá fékk ég nú tækifæri
til að gleðjast yfir fortíðinni.
En gleðilegast var þegar yngsti son-
ur minn tók fyrstu sporin í haust. Þá
fylltist ég aftur bjartsýni á framtíðina."
Daunill kássa í
fjörunni
Illugi Jökulsson rithöfundur
„Því miður hefur árið 1992 verið
bæði vont ár og leiðinlegt, ef ég læt
mín prívatmál liggja milli hluta. Stríðið
á Balkanskaga hefur sýnt okkur hversu
hjúpur siðmenningarinnar er þunnur -
jafnvel hér í hinni lífsreyndu Evrópu -
og sömuleiðis hversu varasamt er af
valdhöfum að þröngva þjóðum saman í
ríkjasambönd eða bandalög, sem þær
hafa lítinn eða engan áhuga á sjálfar.
Og við íslendingar höfum ríkisstjóm
sem líkist mest marglyttu, er taldi sig
fagra og varpa ljóma á umhverfið með-
an hún flaut á sjónum, en strax og hana
bar upp að klettóttri strönd kom í ljós
að hún var gagnsæ og ekkert kjöt í
henni. Nú er hún að verða eins og upp-
þomuð daunill kássa í fjömnni, en ang-
ar hennar hafa þó teygst víða og reynst
furðu eitraðir.
Af henni má þó segja einn sæmileg-
an brandara, sem er bæði dagsannur og
auk þess ábyggilega táknrænn fyrir
áhuga og skilning ráðherranna á listum
og menningu, sbr. bókaskattinn þeirra.
Menntamálaráðherra hitti leikara einn í
boði og fannst hann kannast við mann-
inn, þó hann kæmi honum ekki al-
mennilega fyrir sig. Leikariún sagðist
þá síðast hafa leikið í Rómeó og Júlíu
eftir Shakespeare í Þjóðleikhúsinu og
sjálfsagt hefði ráðherrann séð sig þar á
sviði. Þá sagði menntamálaráðherra:
„Shakespeare, já, hann ermjög ... mjög
Síðan fór ráðherrann."
Ferðir til
framandi staða
Jón L. Arnason stórmeistari
„Bobby Fischer kom aftur fram á
sjónarsviðið eftir 20 ár. Fyrir mig sem
skákmann er það minnisstæðasti og
óvæntasti atburður ársins, þótt umgjörð
einvígisins hafi haft ákveðnar skugga-
hliðar. Sumar af skákum Fischers og
Spasskys voru hreinustu perlur, aðrar
vora illa tefldar.
Annars fannst mér þetta vera ár
kreppu, stríðs og hungurs og mannkyn-
inu ffernur til minnkunar en hitt.
Persónulega minnist ég tveggja
ferða til framandi staða. Ég hafði sigur
á skákmóti á St. Martin í Karíbahafi
ásamt Helga Ólafssyni og Bandaríkja-
mönnunum Gurevich og Ivanov. Síðan
tók ég þátt í Ólympíuskákmótinu á
Manilla á Filipseyjum þar sem við urð-
um í sjötta sæti. Þetla vora viðburða-
ríkar og skemmtilegar ferðir sem lengi
verða í minnum hafðar."
Menningarsókn til
Evrópu
Einar Heimisson sagnfræðingur
og rithöfundur
„Persónulega er það mér langminn-
isstæðast þegar ég kom í Haus der
Demokratie í Leipzig, þarsem áður
vora aðalstöðvar kommúnistaflokksins
í Austur-Þýskalandi, og undirrita út-
gáfusamning á skáldsögunni minni við
nýtt og öflugt forlag sem heitir Foram
og var stofnað eftir byltinguna 1990.
Fráfall Willy Brandts kemur upp í
hugann; hann var hugsanlega mesta
stjómmálaskáld aldarinnar. Brandt
varð flóttamaður á sínum tfma, og það
era ekki margir stjómmálamenn eftir í
Evrópu sem hafa orðið að reyna það.
Það á áreiðanlega sinn þátt í því mikla
sinnuleysi sem flóttamönnum í Evrópu
er sýnt. Þetta er mál sem snertir okkur
öragglega á nýja árinu. Nýlega kom út
í Danmörku bók um gyðinga á Norður-
löndum þarsem afstaða okkar til flótta-
manna er borin saman við afstöðu ann-
arra Norðurlandaþjóða. Þama fáum við
falleinkunn. Það verður vonandi ekki
þannig á komandi ári.
Merkilegasti menningarviðburður
ársins er hinn stórkostlegi árangur þess
víðfræga bands, Sinfóníuhljómsveitar
Islands. Upptökur hljómsveitarinnar
komu út í Bretlandi og nú tala menn
þar í landi um „the Icelandic sound“.
Þetta er dæmi um íslenska menningu í
Evrópu einsog hún gerist glæsilegust.
Asamt þessu er mér minnisstæð frá-
bær gagnrýni um íslensku bíómyndina
Ryð í þýska kvikmyndatímaritinu Ci-
nema, útbreiddasta tímariti landsins.
Ryð vann líka það afrek, önnur tveggja
mynda í blaðinu, að fá prik fyrir erótík.
Það tókst engum af Hollywoodmynd-
unum sem Þjóðverjar sáu um jólin.
Það liggja margháttuð sóknarfæri í
ísienskri menningu á komandi ári - líka
fyrir sunnan Vestmannaeyjar."
Ringulreið og
ráðleysi
Linda Vilhjálmsdóttir sjúkraliði
og skáld
„I heiminum ríkir alltíeinu ringulreið
og ráðleysi, sama hvert litið er, til
dæmis í þeim tveimur löndum sem
mest hafa verið í sviðsljósinu, Sómalíu
og Júgóslavíu. Sameinuðu þjóðimar
era nú orðnar svo sameinaðar að þær
taka ákvarðanir - sem útaf fyrir sig
markar viss tímamót - en þessar
ákvarðanir ganga því miður ekki nógu
langt. En það er kannski skiljanlegt að
ríki sem selja þessum þjóðum vopn
rjúki ekki til og afvopni jrær, fyrir nú
utan þau áhrif sem það hefði á efna-
hagsástandið í heiminum.
Svipaður tvískinnungur ríkir í þjóð-
emisdeilum í öðram löndum. Nýnas-
istar og útlendingahatarar vaða uppi í
Þýskalandi og beita nákvæmlega sömu
aðferðum og Baader-Meinhof samtök-
in á sínum tfma. Liðsmenn þeirra vora
hundeltir en nú gerir þýska
ríkisstjómin ekkert. Hver
er munurinn?
Og í ísrael telur tiltölu-
lega frjálslynd ríkisstjórn
sig þess umkomna að mót-
mæla útlendingahatri í
Þýskalandi en leyfir sér
sfðan að vísa 415 Palest-
ínuaröbum úr landi fýrir
afar óljósar sakir. Það er
semsagt sama hvert litið
er: Eftir að múramir hrun-
du og kalda stríðinu lauk
ríkir ringulreið og ráðleysi.
Snúum okkur þá að ís-
landi. Þessi skrýtna ríkis-
stjóm beitti í fyrra svo
furðulegum vinnubrögð-
um í kringum efnahags-
ráðstafanir að menn veltu
því fyrir sér hvort unt ein-
hverjar tæknibrellur væri
að ræða eða hvort stjómar-
herramir væru einfaldlega
svona heimskir. Það var
alltaf verið að koma fram
með meiriháttar bombur sem síðan
voru flestar dregnar til baka eða sam-
þykktar í skötulíki. Þessi ríkisstjóm
virðist algerlega frábitin því að reyna
að ganga samningaleiðina einsog sést á
nýjustu aðgerðum í efnahagsmálum.
Þær benda því miður til þess að hér
sé hvorki um að ræða heimsku ráða-
manna né klaufaskap heldur eitthvað
enn verra og óprúttnara.
Ég tilheyri þeim hópi sem er „30 so-
mething" og verður verst úti í þessu
klúðri.
Mér finnst líka óskiljanlegt að kyn-
slóð foreldra minna, - kynslóðin sem á
skuldlausar eignir, er búin að ala upp
böm sín, byggði hús og menntaði sig
fyrir lán sem brannu upp, - skuli ekki
segja neitt þegar stórfelldar álögur era
lagðar á ungt fólk.
Einstaklingshyggjan virðist orðin
svo rosaleg í öllu þessu kreppukjaftæði
að þetta fólk rís ekki upp, það kemur
ekki öðram til hjálpar. Og það verður
þetta fólk sem mun á næstunni greiða
atkvæði á móti verkföllum. Enda duga
laun þess - á meðan okkar laun duga
ekki.
Eitthvað jákvætt líka, já. Mér tókst
að ljúka við ljóðabók rneðan ég lét gera
við þumalfingur hægri handar - aðal-
lega útaf ágætum samningi verkalýðs-
félaganna um veikindaleyfi."
Styrktarfélag vangefinna
Vinningsnúmer í
happdrætti félagsins
1. vinningur
MMC Pajero 3ja dyra V6 nr. 91478
2. vinningur
VW Vento GL 4ra dyra, 5 gíra nr. 30098
3-12. vinningur:
Bifreiö aö eigin vali á kr. 635.000
nr. 2281 10015 12597 19638 54065
63179 64330 70768 97515 99010
Þökkum stuðninginn - Gleðilegt nýár.
Styrktarfélag vangefinna
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Breytingar á reglum um innritun i leikskóla Reykja-
víkur sem taka gildi þann 1. janúar 1993.
Heimilt er að sækja um leikskóladvöl þegar barn er
6 mánaða eða þegar fæðingarorlofi lýkur.
Staðfesta þarf umsókn einu sinni á ári, fyrst þegar
liðið er eitt ár frá dagsetningu umsóknar.
Foreldrar fá þá sent eyðublað þar sem þeir skrá breyt-
ingar eða staðfesta umsóknina.
Fjögurra og fimm ára börnum er veittur forgangur á
hálfsdagsleikskóla.
Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að viðkomandi eigi lög-
heimili í Reykjavík.
Nýtt símanúmer innritunardeildar verður 627115.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.