Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 12
12
Fimmtudaqur 31. desember 1992
ei gleyma því, að öll él styttir upp um
síðir, og vandamálin eru til að leysa
þau, en ekki til að ýta þeim til annarra.
Sem betur fer, þá hefur Alþýðu-
flokkurinn ávallt haft burði til að takast
á við vandamálin hvort heldur sem þau
eru stór eða smá. Þannig hefur flokkur-
inn þurft að endurskoða hin gömlu
gildi aftur og aftur, og í hugum sumra
flokksmanna hefur hann á stundum
höggvið ansi nærri sínum eigin rótum.
Kannski hefur það verið mesti styrkur
Alþýðuflokksins, að þora að hoifast í
augu við staðreyndir líðandi stundar,
en binda sig ekki blindandi við gamlar
kennisetningar, þó góðar haft verið í
eina tíð.
A hinn bóginn megum við aldrei
gleyma því, að hinn almenni launa-
maður verður að geta treyst því, að
meðan Alþýðuflokkurinn er í ríkis-
stjóm þá verði ekki gengið á rétt hans.
Menn geta vissulega slegið sig til ridd-
ara með innantómu orðagjálfri til
skamms tíma, en til lengdar gagnast
það ekki.
Eg hef alltaf litið á það sem megin-
mál í stjómmálum að vera í stjóm
vegna þess að öll viljum við ráða hvaða
mál komast í höfn hverju sinni og hver
ekki. Þess vegna átti ég mjög erfitt með
að sætta mig við þá niðurstöðu sem
varð á Alþingi fyrir jólin, að minnihluti
skyldi ráða því hvaða mál fengust af-
greidd og hver ekki. I mínum huga er
þetta skrumskæling á lýðræðinu. Það
er auðvitað rétt að hlusta á sem flestar
raddir, en við megum aldrei láta það
henda okkur, að meðan við fömm með
völdin þá séu einhverjir aðrir látnir
stjóma.
A flokksþingi Alþýðuflokksins, sem
haldið var í Kópavogi sl. sumar, var
vissulega tekist á um menn og málefni.
Þar kom glöggt í ljós, að flokkurinn
stendur heill og óskiptur á bak við sína
forystumcnn og þá stefnu sem núver-
andi ríkisstjóm hefur mótað. Við meg-
um ekki fyllast einhverri örvæntingu
þó okkur finnist harkalega fram gengið
nú um stundir. Á meðan við em þátt-
takendur í ríkisstjóminni, þá verðum
við að hafa trú á því sem hún er að gera.
Munum það, að engum er betur treyst-
andi til að rétta þjóðarskútuna en okkur
sjálfum.
Fyrir hönd framkvæmdastjómar Al-
þýðuflokksins sendi ég öllu flokksfólki
bestu nýárskveðjur og þakklæti fyrir
liðin ár með von um að nýja árið verði
okkur öllum gott og gæfuríkt.
Guðmundur Þ. B. Ólafsson,
bæjarfulltrúi Vestmannaeyjum
Þurfum enga
milliliði fyrir
okkar peninga
Árið sem er að líða hefur verið sér-
stakt fyrir margra hluta sakir, hvort
heldur um er að ræða á pólitíska svið-
inu, eða öðmm þáttum mannlífsins.
Hér í Vestmannaeyjum, þar sem sjálf-
stæðismenn fara með meirihlutastjóm,
hafa verið átök um aukna skattlagningu
sjálfstæðismanna á heimilin frá því
sem var í meirihlutatíð vinstrimanna.
Menn greinir á um leiðir og má til
dæmis nefna að um síðustu áramót var
lagður á nýr skattur í formi sorpeyðing-
argjalds, vegna byggingar sorp-
brennslustöðvar. Framkvæmdir ársins
við brennslustöðina vom hins vegar
allar fjármagnaðar með lántöku og
rann því nýi skatturinn allur í rekstur
bæjarsjóðs.
Ágreiningur hefur einnig verið
vegna dráttar sem orðið hefur á ýmsum
framkvæmdum við stofnanir bæjarins
og ber þar hæst sérstakt afmælisverk-
efni bæjarstjómar, viðbyggingu við
dvalarheimili aldraðra, en sú fram-
kvæmd var tilbúin undir tréverk í lok
síðasta kjörtímabils. Engar fram-
kvæmdir hafa verið við bygginguna
það sem af er þessu kjörtímabili.
Hér hefur aðeins lítið eitt verið nefnt.
En auðvitað hafa jákvæðir hlutir verið
að gerast þó menn greini á um leiðir.
Nú um áramótin verður tekin í notkun
fullkomnasta sorpbrennslustöð lands-
ins og verður þá bundinn endi á sorp-
eyðingu sem víðast tíðkast á landinu og
hefur verið okkur til lítils sóma. Með
nýju stöðinni opnast möguleiki á að
eyða sorpi sem erfitt hefur verið að
eyða fram til þessa og má þar meðal
annars nefna svokallað sjúkrahússorp.
Hvað mannlífið snertir almennt hafa
hlutimir gengið upp og niður á líðandi
ári hér í Eyjum. Það var stór stund þeg-
ar nýr Herjólfur kom í heimahöfn í
júníbyrjun og hefur það skip reynst hið
besta, það sem af er og því ljóst að það
fjölmiðlafár sem varð í kringum skipið
upp úr miðjum ágústmánuði hefur fjar-
að út í samræmi við reynsluna af skip-
inu. I stórveðmm í vetur hefur skipið
sannað að þar fer hið traustasta fley,
sem farþegar hafa lofað mjög.
Skugga atvinnuleysis urðu Eyja-
menn varir við sem og aðrir landsmenn
og er það ein sú mesta niðurlæging og
auðmýking sem nokkur getur orðið
fyrir, að fá ekki atvinnu.
Nokkur sveitarfélög í landinu ósk-
uðu eftir framlagi frá atvinnuleysis-
tryggingasjóði svo hefja mætti fram-
kvæmdir í sveitarfélögunum til útrým-
ingar á atvinnuleysinu. Umsóknimar
fengu misjafnar undirtektir en þar sem
slíkt var samþykkt þótti tilraunin takast
vel.
Nú hefur hins vegar verið snúið í
þveröfuga átt. Helstu foringjar sveitar-
félaga hafa gert samkomulag við ríkis-
valdið um að skattleggja sveitarfélögin
til greiðslu í atvinnuleysistrygginga-
sjóð upp á 500 milljónir króna á næsta
ári. Það á hins vegar að vera eftir mati
einhverra aðila í Reykjavík hvort og
hvenær sveitarfélög fái úthlutað úr
sjóðnum til atvinnuskapandi verkefna.
Með síendurtekinni skattlagningu rík-
isvaldsins á sveitarfélögin, er það eitt
að gerast, að sveitarfélögunum er snið-
inn þrengri stakkur en áður til að standa
undir lögbundnum skyldum sínum við
þegnana, að ekki sé talað um minni
möguleika á að halda uppi atvinnu-
skapandi verkefnum. Til þeirra verk-
efna hafa sveitarfélögin minna og
minna fjármagn til ráðstöfunar, með ári
hverju.
I hnotskum er málið þannig að nú er
horfið enn lengra frá þeirri braut sem
sveitarfélögin hafa talið eðlilega, en
það er að nýta sér tekjur sínar milliliða-
laust til framkvæmda og framþróunar í
sínu byggðarlagi. Það verður að láta af
þeirri ósvinnu, að soga allt fjármagn til
Reykjavíkur, þar sem sveitarstjómar-
menn bunkast í hnjánum, í röðum, til
að sækja það fjármagn sem sveitarfé-
lögum þeirra ber og þau í reynd eiga.
Sveitarstjómarmenn hafa sýnt það að
þeim er betur treystandi fyrir hag-
kvæmum rekstri, en svo mörgum öðr-
um opinberum aðilum. Við þurfum
enga milliliði fyrir okkar peninga.
Það er ýmislegt sem upp kemur í
hugann þegar litið er yfir það sem hef-
ur verið að gerast á líðandi ári. Þar ber
þó hæst sársaukamiklar ráðstafanir rík-
isstjómarinnar sem leggjast með mikl-
um þunga á heimilin í landinu. Þær
álögur vom þó nokkuð mildaðar þegar
mönnum varð ljóst að það var óverj-
andi og með öllu ósanngjamt að leggja
virðisaukaskatt beint á húsakyndingu.
Það stefndi í að heimilin þyrftu að
greiða ríkinu skatt, með mjög svo mis-
jöfnum hætti. Þeir sem greiddu lágt
verð fyrir kyndingu, áttu samkvæmt
kerfinu að greiða lágan skatt og svo öf-
ugt. Þessu var kippt í liðinn og var það
vel.
Eftir stendur hins vegar að álögur á
hinn almenna Iaunamann hafa stórauk-
ist og er grátlegt til þess að vita að rík-
isstjómarflokkar sem höfðu það helst
að takmarki að lækka tekjuskattinn og
minn flokkur sem vildi leggja hann af,
skuli nú sjá þá leið vænlegasta, að auka
tekjuskattinn. Það hefur löngum verið
vitað að Sjálfstæðisflokkurinn berðist
fyrir atvinnurekendur og kaupmanna-
stéttina. En að opinbera sig á jafn aug-
ljósan hátt og Sjálfstæðisflokkurinn
hefur nú gert, með hjálp Alþýðuflokks-
ins, að velta öllum þeim álögum sem af
atvinnurekstrinum hefur verið létt yfir
á launafólkið, er eiginlega meiri opin-
bemm en hingað til hefur tfðkast.
Er það nokkuð rangminni, að fyrir
síðustu Alþingiskosningar hafi for-
maðurinn, Davíð Oddsson, varað kjós-
endur við skattaglöðum vinstri mönn-
um? Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki
hækka skatta. Fleira í þessum dúr talaði
formaðurinn. Hver er reyndin? Hún er
öllum ljós. Eg geri það að tillögu minni
að þetta viðtal við núverandi forsætis-
ráðherra, verði spilað á sjónvarps-
stöðvunum nokkuð reglulega, almenn-
ingi til upprifjunar á erfiðum tímum.
Það er ein af mínum heitustu óskum
að ríkisstjómin breyti þeim farvegi sem
hún hefur undanfarið talið heppilegast-
an til að rétta við fjárhag ríkisins og af-
létti þeim klyfjum sem á heimilin í
landinu hafa verið lagðar undanfarið.
Með von um breytta og bjartari tíma
óska ég sveitungum mínum sem og
landsmönnum öllum gleðilegrar og
gæfuríkrar framtíðar.
Sigurður Péturssonformaður Sambands ungra jafnaðarmanna:
MAB NÚ JAFNAMRMENN >
Alþýðufiokkurinn -Jafnaðarmannaflokk-
ur Islands- hefur nú um nokkurra ára skeið
haslað sér völl sem forystuafl umbóta- og
verkalýðssinna, með raunsærri þjóðfélags-
stefnu: Frjálslyndi í efnahagsmálum og jafn-
rétti í félagsmálum. Undir þessum merkjum
hefur Alþýðuflokkurinn í fyrsta sinn á lýð-
veldistímanum náð þeirri stöðu að verða
stærri en flokkurinn til vinstri við hann, í
tvennum Alþingiskosningum og með aðild
að Nýjum vettvangi í borgarstjórnarkosn-
ingum í Reykjavík fyrir tveim árum. Þannig
stóð Alþýðuflokkurinn sterkari en oftast áð-
ur og í lykilaðstöðu eftir síðustu Alþingis-
kosningar.
Hvemig ætlar flokkurinn og forysta hans að
vinna úr þessari stöðu næstu misserin? Það er
stóra spumingin, sem ræður úrslitum um það,
hvort jafnaðarmenn muni flykkja sér um Al-
þýðuflokkinn, eða sundrast og hverfa til liðs við
aðra flokka.
Aðstæður Alþýðuflokksins em ekki hagstæð-
ar um þessar mundir. Ástæðan er augljós:
Flokkurinn axlar ábyrgð í ríkisstjóm á erfiðum
samdráttartímum. Grípa þarf til erfiðra ráðstaf-
ana sem skerða afkomu og lífskjör margra í
þjóðfélaginu. Þá ríður á að fulltrúar flokksins á
Alþingi og í ríkisstjóm hafi styrk og þrek til
þess að standa fast á grundvallarstefnumiðum
og samþykktum flokksins og að þeir taki mið af
þjóðfélagssýn jafnaðarmanna, þegar ákvarðanir
em teknar.
Það er einmitt þama sem mörgum jafnaðar-
mönnum hefur þótt útaf bmgðið. Að hluta til
verða menn að taka því, vegna þess að flokkur-
inn er í slagtogi við annan um stjómartaumana,
og við fáum ekki öllu ráðið.
Og sannast sagna hefur komið í ljós AÐ
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HEFUR
Sigurður Pétursson
INNAN SINNA RAÐA ÖLL VERSTU
AFTURHALDS- OG FORRÉTTINDA-
SJÓNARMIÐ SEM VIÐ JAFNAÐAR-
MENN HÖFUM BARIST GEGN SÍÐUSTU
ÁRATUGI. Það er því ekki von á góðu, þegar
taka þarf á. Enda hefur komið á daginn á síðustu
vikum, að ríkisstjómin virðist illa ráða við hlut-
verk sitt. Ringulreið og vandræðagangur hefur
einkennt vinnubrögð hennar við hin vandasöm-
ustu verkefni efnahagsmála, skattaálögur og
fjárlagagerð.
Og það sem verra er: Forystumenn okkar
hafa látið etja sér á foraðið. Aðgerðir ríkis-
stjómarinnar einkennast af gömlum íhaldsúr-
ræðum. Skattar em hækkaðir á almennt launa-
fólk, jöfnunarþáttur skattakerfisins er að stórum
hluta skertur (bamabætur, húsnæðisbætur, per-
sónuafsláttur), og niðurskurður fjárlaga ein-
kennist oft af fálmi, dugleysi og sýndar-
mennsku.
Afleiðingin er sú að almenningur sér að
stefnufestu vantar, tiltrú ríkisstjómarinnar
minnkar, og áhyggjumar vaxa: Verkalýðshreyf-
ingin hefur sagt stefnu ríkisstjómarinnar stríð á
hendur.
Ungir jafnaðarmenn hafa mikið látið í sér
heyra á undanfömu ári og þá sérstaklega þegar
þeim hefur þótt fulltrúar Alþýðuflokksins í rík-
isstjóm ganga fulllangt í sáttfýsi við afturhaldið
f Sjálfstæðisflokknum. Einkum á þetta við um
lánasjóðsslysið síðastliðið vor og ráðstafanir
sem varða afkomu ungs fólks í landinu. Sjónar-
mið ungra jafnaðarmanna hafa átt góðan hljóm-
gmnn úti í þjóðfélaginu en þó sérstaklega með-
al almennra flokksmanna, eins og kom í ljós á
flokksþinginu í sumar.
Á því þingi sem ræddi flokkurinn og gerði
upp ýmis viðkvæm mál sem varða stjómarsam-
starfið og setti forystumönnum sínum viðmið-
anir til að starfa eftir. Nú ríður á að flokksmenn,
ungir sem aldnir, haldi árvekni sinni og veiti
forystunni aðhald og stuðning í glímunni við
aðsteðjandi vanda. Það má með engu móti ger-
ast, að Alþýðuflokkurinn einn sitji uppi með
ábyrgðina á erfiðum ákvörðunum, en hinir
ýmsu sérhagsmunahópar í Sjálfstæðisflokknum
beiti þingmönnum hans fyrir vagnana og verji
aðstöðu sína, völd og forréttindi. Einmitt þetta
hefur viljað brenna við varðandi sjávarútvegs-
mál, landbúnaðarmál, eignatekjuskatt og
menntamál.
UNGIR JAFNAÐARMENN MUNU
HALDA ÁFRAM AÐ KREFJAST ÞESS
AÐ STEFNA ALÞÝÐUFLOKKSINS
SETJI STERKARA MÓT Á FRAM-
KVÆMDIR RÍKSSTJÓRNARINNAR Á
ÞESSUM SVIÐUM SEM ÖÐRUM. VIÐ
GETUM EKKI SÆTT OKKUR VIÐ AÐ
HELSTU BARÁTTUMÁLUM FLOKKS-
INS VERÐI FRESTAÐ FRAM Á NÆSTA
KJÖRTÍMABIL.
Þessi ríkisstjóm var mynduð til þess að vinna
ákveðin verk. Þeim verður hún að sinna. Annars
verða jafnaðarmenn að gera upp hug sinn til
þess, hvort samstarfið í þessari ríkisstjóm sé af-
rakstursins virði, eða hvort aðrir kostir séu fýsi-
legri.
Jafnaðarmenn eiga í Alþýðuflokknum tæki
til þess að koma stefnu og þjóðfélagssýn sinni í
framkvæmd. Það hlutverk má forysta flokksins
aldrei láta úr huga sér falla. Til þess að Alþýðu-
flokkurinn geti treyst stöðu sína sem samnefnari
og samstöðuafl íslenskra jafnaðarmanna verða
störf flokksins ætíð að bera vitni hugsjónum um
jöfnuð, frelsi og bræðralag, hvort sem er í sveit
eða bæ, ríkisstjóm eða einstöku ráðuneyti.
Árið 1993 mun ráða miklu um það, hvert
hlutverk Alþýðuflokksins verður í framtíð ís-
lenskra stjómmála. Finni launafólk og neytend-
ur þessa lands samstöðu með baráttumálum og
framkvæmdum Alþýðuflokksins þurfa jafnað-
armenn engu að kvíða.
e.s. Enga betri ósk á ég á nýju ári en þá, að
ráðamenn þjóðarinnar afgreiði samninginn um
Evrópskt efnahagssvæði, landi og þjóð til far-
sældar.