Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. desember 1992 15 Að baki efnahagsaðgerðum stjómar- innar lá í aðalatriðum sami skilningur á efnahagsvandanum og hjá ASÍ og VSÍ. Um þörfina fyrir aðgerðir og markmið þeirra var því ekki deilt. Á miklu ríður að sameiginlegur skilningur náist á .komandi ári í þessum efnum milli aðil- anna á vinnumarkaðnum og ríkis- stjómarinnar. Atvinnuvandi á Suðurnesjum Atvinnuástandið er nú einna erfiðast á Suðumesjum. Fyrir því em einfaldar ástæður, allir þættir efnahagsvandans koma þar saman niður á einn stað. Því þarf að taka sérstaklega á þeim stað- bundna vanda. Að undanfömu hafa ýmsar hugmyndir komið fram um beinar aðgerðir í atvinnumálum á Suð- umesjum. Kannaðar hafa verið ýmsar leiðir til að afla fjár, til dæmis frá ís- lenskum aðalverktökum eða með bein- um ríkisframlögum. Ríkisstjómin hef- ur tekið af skarið og ákveðið að beita sér fyrir 500 m.kr. fjárútvegun til efl- ingar atvinnulífi á Suðumesjum, þar af er gert ráð fyrir að 300 m.kr. kom frá ÍAV en 200 milljónir frá öðmm aðilum innan svæðisins. En það er ekki sama hvemig fénu verður varið. Fyrst og fremst þarf að leita kosta sem fjölga arðbærum störfum á svæðinu, skapa nýjan auð, stækka kökuna. Það þarf að finna verkefni sem gera hvort tveggja að lina þrautir dagsins í dag og byggja upp fyrir framtíðina. Þess vegna þarf að skilgreina hverjar eru hinar sterku hliðar atvinnulífsins á Suðumesjum. Þar má í fyrsta lagi nefna matvæla- framleiðslu. Suðumesjamenn eiga sér langa hefð í fiskvinnslu og hafa ein- stæða möguleika til að koma vörum sínum beint á markað um flugvöllinn í Keflavík. Þegar EES-samningurinn tekurgildi opnast nýir möguleikar. Við erum nefnilega að tala um atvinnumál dagsins í dag þegar við tölum um EES- samninginn. Þar má í öðru lagi nefna þjónustu og iðnað fyrir fiskvinnslu og útgerð fiskiskipa. Þar má í þriðja lagi nefna ferða- mannaþjónustuna og Bláa lónið og að- stöðu og framleiðslu því tengda. Þar má í fjórða lagi nefna aukin umsvif tengd flugstöðinni. Flugleiðir eiga mikla möguleika til að taka hingað til lands aukin viðhalds- og viðgerðar- verkefni þegar nýja flugskýlið er kom- ið í gagnið. Við eigum góða flugvirkja og fjölhæfa sem kunna tökin á mörgum gerðum flugvéla. Frísvæði fyrir ýmis- konar starfsemi þarf að móta í tengsl- um við rekstur á flugvellinum. Þar má í fimmta lagi nefna nýtingu þeirra landgæða sem finnast á Suður- nesjum, orkunnar, ferska vatnsins í fiskirækt og vatnsútflutning og land- rýmisins til stóriðju. Undirbúningur undir álver á Keilis- nesi heldur áfram. Hafnar eru tilraunir með líkan af höfninni. Jarðvegsrann- sóknir og umhverfisathuganir eru í gangi. Atlantsálsverkefnið er í þeirri sérstöðu að bíða fullbúið til fram- kvæmda þegar ástandið á ál- og fjár- magnsmörkuðum batnar. Vonir eru við það bundnar að á næstu misserum fari að rofa þar til. Suðumesjamenn þurfa að skilgreina nákvæmlega þá atvinnukosti sem þeir vilja sameinast um. Er vilji til að leggja aukið fé í hráefn- isöflun fyrir fiskiðnaðinn, í uppbygg- ingu fiskiðjuvera og útflutning á Evr- ópumarkaðinn á komandi ári? Er vilji til að tengja fiskvinnslufyrir- tæki á Suðumesjum saman í sterka keðju, sem framleiddi undir eigin vöm- merki fyrir erlenda markaði? Er vilji til að leggja í öfluga upp- byggingu við Bláa lónið til heilsurækt- ar og ferðaþjónustu? Á allt þetta mun reyna á komandi ári. Nýsköpun er nauðsyn Við verðum að beina kröftunum að áþreifanlegum, raunvemlegum mögu- leikum til sköpunar verðmæta. Við eig- um ekki að ráðast í fjárfestingar ein- göngu sem atvinnubótavinnu, ekki í fjárfestingar sem hafa aðeins í för með sér útgjöld í framtíðinni en engar tekj- ur. Fyrst og fremst þurfum við auknar Þaö er skynsamlegt að huga aö nýjum fundarsköpum á Alþingi. tekjur. Þannig bætum við lífskjör og velferð. Um mánaðamótin nóvember - des- ember síðastliðinn var haldin athyglis- verð ráðstefna um matvælaiðnað á ís- landi, en að henni stóðu ráðuneyti iðn- aðar, landbúnaðar og sjávarútvegs í samstarfi við hagsmunasamtök grein- anna sem að matvælaiðnaði starfa. Ráðstefnan var fjölsótt og kom þar skýrt fram í ræðum þátttakenda að nauðsynlegt er að auka samstarf á milli hinna ólíku greina matvælaiðnaðarins. Það er kominn tími til að brjóta niður gamla múra sem byggðust á því hvert frumhráefni til vinnslunnar var. Til að standast samkeppni nú á tímum þarf að líta á matvælaiðnaðinn sem eina heild. Meðal þess sem fram kom á ráðstefn- unni voru hugmyndir um samstarfsráð matvælaiðnaðarins, stóraukið samstarf greinanna í rannsóknum og þróun mat- væla, fræðslunefnd matvælaiðnaðar og samstarf á erlendum mörkuðum. Á þessu sviði eiga Islendingar nýja möguleika ef þeir ganga óhikað til samstarfs inn á við og út á við. Ríkisstjómin þarf að styðja við ný- sköpun í atvinnulífinu með stuðningi við rannsóknir, vömþróun og markaðs- öflun. Auk þess þarf að tryggja almenn starfsskilyrði atvinnulífs hér á landi sem hvetja til nýjunga og fjárfestinga í arðbærri framleiðslu. Kjördæmaskipanin Enginn vafi leikur á að undirrót margvíslegra átaka í landsmálum er að umdæmaskipting landsins svarar ekki til þarfa samtímans. Úrelt umdæma- skipting hefur verið hemill á framfarir í landinu. Það em gömul sannindi að skipting landsins í umdæmi, bæði sveitarfélög, sýslur og kjördæmi, er umdeilt mál. Það liggur í hlutarins eðli að umdæmaskipting landsins hafi til- hneigingu til að dragast aftur úr þjóðfé- lagsþróuninni. Þetta er kannski aug- ljósast þegar litið er á sveitarfélögin sem enn em nálægt því að vera tvö hundmð. Þau em fyrst og fremst byggð á þjóðfélagsháttum og samgöngukerfi landnámsaldar fremur en 20. aldar, hvað þá 21. aldar. Framundan er mikið verk að fækka þessum einingum og stækka þær en viðhalda um leið bein- um lýðræðislegum áhrifum fólks á þau mál sem standa þeim næst í daglegu li'fi. Kjördæmaskipunin hefur valdið miklum átökum í íslenskum stjómmál- um alla þessa öld. Reyndar er það svo að sú kjördæmaskipan sem við búum nú við hefur haldist í aðalatriðum óbreytt frá árinu 1959 eða í þriðjung aldar. Þær breytingar sem síðan hafa verið gerðar á kosningalögum breyta því ekki að áhrif manna á skipan Ál- þingis og þar með á landsstjómina fara mjög eftir búsetu þeirra. Kjördæma- skiptingin er enn ranglát þótt menn hafi með síðustu breytingum leitast við að ná jafnrétti milli stjómmálaflokka. Kjördæmaskipunin gefur þeim sem búa í Reykjavík og á Reykjanesi minni atkvæðisrétt en öðmm landsmönnum. f nýútkominni bók Guðjóns Frið- rikssonar, um dómsmálaráðherrann Jónas frá Hriflu, er vitnað í leiðara úr Alþýðublaðinu í ársbyrjun 1928, en þar sagði meðal annars: „Úr sumum kjör- dæmunum hafa þingmenn verið sendir til þings með 250- 400 atkvæði að baki, en í öðmm kjördæmum liggja þeir eftir í valnum þótt þeir hafi fengið um 1000 atkvæði. Það lítur út fyrir að það séu þúfumar og moldarbörðin sem eiga að ráða því hverjir eiga sæti á Alþingi ís- lendinga því að farið hefur verið eftir því í kjördæmaskiptingunni hvað kjör- dæmið er stórt að flatarmáli og það sætir næstum undmn að Vatnajökull skuli ekki eiga eina tvo þingmenn á Al- þingi. Nógu stór er hann! En þrátt fyrir þetta gífurlega óréttlæti í kjördæma- skiptingunni vill íhaldsflokkurinn ekki breyta henni...“ Allt getur þetta staðið enn í dag nema hvað fyrir „íhaldsflokkinn" þarf nú að lesa „Framsóknarflokkinn". Enn rifjar Guðjón Friðriksson það upp, að vorið 1930 flutti Héðinn Valdi- marsson, þingmaður Alþýðuflokksins, tillögu til þingsályktunar um nýja kjör- dæmaskipan. Þar sagði einfaldlega: „Alþingi felur ríkisstjóminni að undir- búa fyrir næsta þing breytingar á kjör- dæmaskipuninni er tryggi kjósendum jafnan rétt til áhrifa á skipun Alþingis hvar sem þeir búa á landinu." Og nú rúmum sextíu og tveimur ár- um síðar er enn ástæða til þess að flytja slíkar tillögur. Það ætti að vera meðal mikilvægra verkefna ríkisstjómarinnar sem nú situr að taka á þessum málum og komast nær því markmiði að hver maður í landinu hafi sama atkvæðis- rétt. Mér virðist athugandi að breyting á kjördæmaskipun tengist með nokkr- um hætti breyttri sveitarfélagaskipan. Út um land er víðast hvar nauðsynlegt að steypa saman sveitarfélögum, sam- eina þau, stækka þau, til þess að ná heppilegri stærð fyrir þjónustusvæði, atvinnusvæði, athafnasvæði, bæði frá sjónarmiði atvinnulífs og velferðar- samfélags. I þéttbýlinu á suðvesturlandi eiga að ýmsu leyti við önnur sjónarmið um stærð sveitarfélaga. Þar ætti fremur að líta á sveitarfélagaskipunina í sam- hengi við kjördæmaskipunina. Er ekki athugandi að breyta samtímis skiptingu landsins í sveitaifélög, sýslur og kjör- dæmi? Rökin fyrir endurskipan sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru önnur en út um land því aðstæður eru allt aðrar. Þar á að líta á þessa skiptingu út frá því hvað sé heppilegt út frá lýð- ræðislegu sjónanniði til að gefa mönn- um kost á að kjósa saman fulltrúa til þings sem saman eiga erindi í sveitar- félögum. Endurskoðun á skipan sveitarstjóm- armála í nágrannalöndunum hefur oft haldist í hendur við endurskoðun á um- boðsstjóm ríkis í héraði. Hefur þetta gjaman tengst viðleitni ríkisvaldsins til vald- og verkefnadreif- ingar, þ.e. frá stjómsýslustofnunum ríkisins til umboðsvalds ríkis í héraði og frá ríki til sveitarfélaga. Með stækk- un sveitarfélaga er hægt að stórauka verkefni þeirra og styrkja þau sem stjómvald. Þetta er verkefni sem þarf að sinna á komandi ári. Þingsköp Alþingis Haustönn Alþingis á þessu ári var óvenjulöng. Hún stóð frá 17. ágúst til jóla, með stuttu hléi síðari hluta sept- embermánaðar. Óhætt er að segja að mikið hafi verið rætt um þingsköp Al- þingis þennan tíma bæði innan þings og utan. Þá er það nýlunda að allir þingfundir em nú sendir út í beinni sendingu frá sjónvarpsstöðinni Sýn sem hefur sannarlega gert þingið „sýni- legra“ en áður. Þingstörfin hafa sætt mikilli gagn- rýni. Alþingi hefur nú starfað sam- kvæmt nýjum þingskapalögum hálft annað þing eða rúmlega það. Vorið 1991 gengu í gildi ný lög um starfs- hætti Alþingis. Þar var ekki einungis ákveðið að þingið skyldi starfa í einni málstofu heldur gengu líka í gildi nýjar reglur um fundarsköp þingsins sem þó vom að mestu leyti sniðnar eftir fyrri þingsköpum. Menn breyttu fyrst og fremst þvf sem breyta þurfti vegna breytingarinnar í eina málstofu. Meðal helstu nýjunga sem hinar nýju starfs- reglur höfðu í sér fólgnar má nefna öfl- ugra nefndastarf, nýja verkaskiptingu milli nefnda og ákveðnar reglur um samstarf þeirra og samskipti. Þegar litið er yfir reynsluna sem fengist hefur af nýjum staifsháttum Al- þingis finnst mér að reynslan af hinu nýja nefndafyrirkomulagi hafi verið góð. Nefndimar hafa margar starfað vel, þær hafa fengið mikil verkefni, ekki síst löggjöfina sem tengist Evr- ópska efnahagssvæðinu og er mikil að vöxtum. Í efnahags- og viðskiptanefnd hefur til dæmis verið farið yfir nær allt svið Qármagnsmarkaðarins með frumvörp- um að nýrri löggjöf, fjallað hefur verið um ný lög um gjaldeyrismál, innflutn- ing, vog, mál, staðla og reyndar flest sem nöfnum tjáir að nefna á sviði við- skiptalífsins. Áð þessu hefur efnahags- og viðskiptanefnd þingsins starfað mjög vel. Það sama gildir um aðrar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.