Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 14
14
Fimmtudagur 31. desember 1992
Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Við áramót lítum við yfir liðið ár og
reynunt að meta hvað hafi tekist vel og
hvað miður um leið og horft er til kom-
andi árs. Fræðsla hiris liðna er vissu-
lega verðmæt en mestu skiptir að nýta
hana til að búa í haginn fyrir hið ókom-
na.
Það er varla ofmælt að um þessi ára-
mót sé ekki albjart um að litast í veröld-
inni. Viðsjár eru með þjóðum á Balk-
anskaga. Þar eru fáheyrð hryðjuverk
unnin á saklausu fólki. Þar sverfur
hungur að. Hungursneyð í Sómalíu og
óöld af mannavöldum hefur leitt til
hemaðaríhlutunar í mannúðarskyni á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Allt eru
þetta erfiðleikar sem yfirskyggja stund-
arvanda okkar sem búum við góð kjör
hér norður í hafi. Þetta er holl viðmið-
un þegar við skoðum efnahagsvanda
Islendinga um þessar mundir. Með
þessum orðum geri ég þó ekki lítið úr
þeim vanda en eðlismunurinn er aug-
ljós.
Viðfangsefni komandi árs
Efnahagsstaða íslendinga er nú
þrengri en hún hefur verið um langt
árabil. Þar leggst á eitt, langvinn lægð í
iðnríkjunum og minnkandi sjávarafli -
santan dregur þetta tvennt úr útflutn-
ingstekjum íslendinga og rýrir skilyrði
til hagvaxtar. Merki þess að úr rætist á
komandi ári eru því miður ekki skýr.
Það er því lítið svigrúm hér heima til að
draga úr samdráttaráhrifum sem að
okkur steðja utan að, til dæmis með því
að taka erlend lán til að blása lífi í efna-
hagsstarfsemina með auknum fram-
kvæmdum eða meiri útgjöldum ríkis-
ins. Þvert á móti verðum við að leggja
megináherslu á að bæta jafnvægi í rík-
isfjármálum til þess að viðhalda því
trausti sem Islendingar hafa áunnið sér
á erlendum lánamörkuðum með skil-
vísi og áreiðanleika í viðskiptum. Því
miður virðist samdrátturinn sem nú
gengur yfir hinn vestræna heim ætla að
verða langvinnari en hliðstæð skeið á
undanfömum áratugum. Það er því upp
brekku að fara að bæta efnahaginn hér
heima, en á þann bratta munum við
sækja.
Það er deginum ljósara að við okkur
blasa mörg, erfið og brýn úrlausnarefni
á komandi ári. Sum má kenna við
vanda líðandi stundar, önnur eru
stefnuskrármál framtíðar, að hvoru
tveggja þurfum við að hyggja á kom-
andi ári.
Vonandi linnir senn þeirri vand-
ræðatíð sem ríkt hefur í heiminum um
sinn, svo betra ráðrúm gefist til að
finna nýjar leiðir út úr okkar efnahags-
vanda - leiðir sem horfa til framtíðar.
Markmið þjóðmálastarfsins á að vera
að nýta, vemda og bæta af skynsemi
gæði lands og sjávar svo Island verði
áfram góður og batnandi bústaður fyrir
þessa og komandi kynslóðir. Við þurf-
um að vinna að réttlæti og jöfnuði í
samfélaginu og hlúa að því sem til
menningarauka horfir. Þetta virðast
sjálfsagðir hlutir en það er svo með
sjálfsagða hluti að þeir verða stundum
enn sjálfsagðari séu þeir sagðir.
Við þessi áramót eigum við fyrst og
fremst að huga að því hvemig við get-
um treyst grundvöll atvinnunnar í land-
inu í bráð og lengd og hvemig getum
við efit nýsköpun í atvinnulífinu. Við
verðum fyrst og fremst að treysta á
okkur sjálf. Þar er mikilvægt að tryggja
sem best stöðu íslands í viðskiptakerfi
heimsins, því við lifum hér fyrst og
fremst góðu lífi vegna þess að við get-
um selt úr landi fremur fábreytta fram-
leiðslu í skiptum fyrir fjölbreytta þjón-
ustu og vaming frá öðmm löndum.
Við þurfum að efia nýjan iðnað á
grundvelli orkulindanna og annarra
auðlinda til lands og sjávar. Menntun
og hæfileikar þjóðarinnar er þó helsta
auðlindin og sú sem er forsenda þess að
aðrar nýtist af viti. Við þurfum að leita
að verkefnum sem ekki byggjast ein-
göngu á efnislegum auðlindum heldur
em á sviði viðskipta og tækni, vísinda
og lista og virkja hæfileika fólks. En
það sem sameinar þetta allt er að við
þurfum að skipta við aðrar þjóðir, ann-
ars verður ekkert úr auðlindunum. Is-
land er ekki eyland í efnahagslegum
skilningi þótt hnattlíkanið sýni það
skilmerkilega sem eyju.
Ástæður erfíðleikanna
Island er ekki eina landið á Vestur-
löndum sem glfmir við atvinnuleysi.
Raunar er það svo að þessi vágestur fer
nú um öll Vesturlönd og víðar og at-
vinnuleysi hér á Islandi er reyndar með
því minnsta sem gerist. En það gerir
ekki ástandið betra hér.
En þetta bendir um leið á eina ástæð-
una fyrir erfiðleikunum hér, það er al-
menna efnahagsörðugleika í viðskipta-
löndum okkar. Þetta sjáum við til
dæmis birtast í röð gengisfellinga í
Evrópu að undanfömu, fyrst í Bret-
landi og Ítalíu, síðan Svíþjóð og þar
næst á Spáni og Portúgal og nú síðast í
Noregi.
í Bandaríkjunum var efnahags-
ástandið aðalmál nýafstaðinna forseta-
kosninga. Þessi djúpa efnahagslægð -
þessi kreppa Vesturlanda - er þegar
orðin lengri en menn höfðu reiknað
með. Henni hafa valdið ýmsir þættir,
meðal annars óvissa um framvindu
bandarísks efnahagslffs og erfiðleikar
við mótun framtíðarstefnu í gengis- og
efnahagsmálum í Evrópu.
Batinn sem reiknað hefur verið með
hefur látið á sér standa en vonandi
horfir nú til hins betra um efnahag
Bandaríkjanna. Clinton, nýkjörinn
Bandaríkjaforseti, hefur lýst því yfir að
hann vilji neyta allra ráða til að örva at-
vinnu- og efnahagslíf Bandaríkjanna.
Takist það mun það hafa jákvæð áhrif
um allan heim.
Vandinn hér heima er auðvitað eink-
um minni fiskafli sem hefur sett veru-
legt strik í reikninginn í atvinnumálum
okkar.
Enn einn þáttur atvinnuvandans hér
á landi ena minnkandi umsvif vamar-
liðsins á Islandi.
Það hefur verið ljóst um nokkurt
skeið að einhverjar breytingar á starf-
semi vamarliðsins yrðu samfara þeim
straumhvörfum sem orðið hafa í al-
þjóðastjómmálum á síðustu ámm. Það
hefur þó ekki verið vitað og er reyndar
ekki ennþá vitað hver þau áhrif yrðu
nákvæmlega þegar öllu yrði á botninn
hvolft. En niðurskurðurinn er náttúr-
lega þegar orðinn verulegur og veldur
röskun á högum margra fjölskyldna,
einkum á Suðumesjum.
Við vitum ekki fyrir víst hver þróun-
in verður í málefnum vamarstöðvar-
innar en ástandið í öryggismálum Evr-
ópu, þrátt fyrir hmn kommúnismans,
er nú óvissara en það hefur verið í
marga áratugi. Þjóðemisátök og trúar-
bragðadeilur í suðausturhluta Evrópu
fara vaxandi og margir em mjög ugg-
andi um öryggismál álfunnar í fram-
haldi af því. Vamarstöðin hérmun aug-
ljóslega gegna áfram mikilvægu hlut-
verki, enda hefur það komið skýrt fram
á fundum sem nefnd utanríkisráðherra
til að meta framtíð herstöðvarinnar hef-
ur átt á liðnu hausti með ráðamönnum,
bæði vestan hafs og austan.
Leiðir til lausnar
A hverju eigum við að byggja úr-
lausnimar? Þar þarf að vera samkomu-
lag um ákveðin undirstöðuatriði?
í fyrsta lagi þarf að vera samkomu-
lag um það að uppbygging í íslensku
atvinnulífi á næstu ámm byggist á að-
gangi að nýjum og auðugum markaði
Evrópu - aðild að EES. Það er óumdeilt
að þar opnast ákveðin tækifæri til að
efla íslenskt atvinnulíf, til dæmis með
útflutningi fiskrétta og flaka, í stað
óunnins sjávarfangs.
I öðru lagi verður samkomulag um
atvinnustefnu að byggjast á sameigin-
legum vilja til að nýta orku landsins til
uppbyggingar iðnaðar í landinu í sam-
starfi við erlenda aðila. Þetta gildir
jafnt um orkufreka stóriðju sem smær-
ri fyrirtæki.
I þriðja lagi er jafnvægi í ríkisfjár-
málum. Allt sem gert er í atvinnu- og
efnahagsmálum verður að miðast við
að við söfnum ekki skuldum. Það er
tómt mál að tala um að bæta afkomu
fyrirtækjanna í landinu ef við söfnum
skuldum hjá ríkissjóði sem aftur leiðir
til hækkunar vaxta.
I fjórða lagi skiptir máli að ná víð-
tækri samstöðu um vamar- og öryggis-
málastefnu Islendinga. Þá er ekki verið
að tala um það að við eigum að treysta
um aldur og ævi á vamarliðið f at-
vinnuskyni heldur að við eigum að
horfa á málið eins og það er. Við erum
þátttakendur í vamarstarfi vestrænu
lýðræðisþjóðanna. Því fylgja umsvif á
Suðumesjum og víðar á Islandi. Því
fylgja störf bæði við framkvæmdir og
þjónustu við vamarliðið. Þeir sem vilja
rifta þessu samkomulagi verða meðal
annars að svara því hvemig þeir leysi
þann atvinnuvanda sem af því hlytist.
í fimmta lagi þarf síðan að minnka
tilkostnað fyrirtækjanna, meðal annars
með því að fella niður aðstöðugjaldið í
núverandi mynd og breyut skattalög-
um, færa skatta frá atvinnulífinu yfir á
eyðslu og tekjur hinna tekjuhæstu, eins
og nú hefur verið gert með aðgerðum
ríkisstjómarinnar.
Áhrif efnahagsaðgerðanna
Talsmenn Alþýðusambands íslands
hafa haldið því fram í fréttaviðtölum að
efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar
muni auka atvinnuleysið. Það er hrein
fjarstæða að halda slíku fram. Aðgerð-
imar eru í grundvallaratriðum sams
konar og þær hugmyndir sem fram
komu í viðræðum aðila vinnumarkað-
arins og ríkisstjómar fyrr í vetur. Þá
vom allir þessir aðilar sammála um að
nauðsynlegt væri að styrkja fyrirtækin í
landinu og stöðu þeirra til að treysta
gmndvöll atvinnunnar. Það var gert.
Til viðbótar var gengið lækkað um 6%
vegna ókyrrðar og gengisfellinga á
gjaldeyrismörkuðum erlendis. Sú að-
gerð út af fyrir sig styrkir fiskvinnsluna
í landinu meira en fyrri tillögur hefðu
gert, og þar með auðvitað meginundir-
stöðu atvinnunnar um allt Iand.
Tilfærslan á sköttum sem tengist
niðurfellingu aðstöðugjalds og hækkun
tekjuskatts er liður í því að styrkja sam-
keppnisstöðu atvinnulífsins og hamla
þannig gegn auknu atvinnuleysi.
Heildarskattbyrðin eykst hins vegar
ekki því hér er einungis um tilfærslu að
ræða. Skatttekjur lækka reyndar sam-
kvæmt fjárlögum árið 1993 um rúman
milljarð að raungildi frá 1992.
Þá hefur því verið haldið fram að í
aðgerðunum felist meiri byrðar á lág-
tekjufólk en þá sem hærri tekjur hafa.
Þetta er einnig fjarstæða. Það er Ijóst að
skattheimtan sem nú var ákveðin leg-
gst með vaxandi þunga á þá sem hærri
tekjur hafa. í því sambandi nægir að
nefna það að lagður verður á sérstakur
hátekjuskattur eins og Alþýðusam-
bandið gerði kröfur um fyrr í vetur. Og
einnig eru bætur nú tekjutengdar meira
en áður en það tekur bótarétt frá þeim
sem hærri tekjumar hafa.
Hagfræðingar ASÍ hafa haldið því
fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna
heimilanna í landinu muni rýma um
7,5% á árinu 1993 vegna aðgerða ríkis-
stjómarinnar. Þetta er í engu samhengi
við forsendur og þá útreikninga sem
hafa verið gerðir af Þjóðhagsstofnun
og efnahagsskrifstofu fjármálaráðu-
neytis. Hið rétta er að kaupmáttur mun
rýma helmingi minna af völdum að-
gerðanna en hagfræðingar ASÍ halda
fram, eða milli 3 og 4%. Þetta er því
miður óhjákvæmilegt vegna minnk-
andi þjóðartekna að undanfömu.
Staðreyndin í málinu er nefnilega sú
að afar margt er líkt með efnahagsað-
gerðum ríkisstjómarinnar og þeim til-
lögum sem ASÍ og VSÍ höfðu í undir-
búningi áður en ríkisstjómin kynnti að-
gerðir sínar 23. nóvember síðastliðinn.