Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 31. desember 1992 INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL. B.1986 Hinn 10. janúar 1993 er fjórtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 14 verðurfrá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.759,55 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1992 til 10. janúar 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefurá lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3246 hinn 1. janúar nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 14 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1993. Reykjavík, 31. desember 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS Nýjungar í gjaldskrá Lágmarksgjaldið fellt niður Lágmarksgjald hefur veriö fellt niöur fyrir úrgang til móttökustöðvarinnar í Gufunesi. Þetta hefur í för með sér verulega verðlækkun á smæstu förmunum þar sem allir farmar eru nú verölagðir eftir þyngd. Staögreiösla er nú möguleg við vigt fyrir þá sem þess óska. Reikningsviðskipti út á beiðni eða samning verða að sjálfsögðu áfram í gildi. Gjaldskrá frá janúar 1993 án vsk. 100 HÚSASORP: 101 Bagganlegt 3.50 kr/kg 200 FRAMLEIÐSLUURGANGUR BAGGANLEGUR: 201 0 - 250 kg 10,16 kr/kg 202 251 - 500 kg 7,62 kr/kg 203 501 - 1100 kg 6,10 kr/kg 204 Þyngra en 1100 kg 5,08 kr/kg 210 FRAMLEIÐSL UURGANGUR BAGGANLEGUR FORPRESSAÐUR: 211 Greitt samkvæmt vigt 4,41kr/kg 240 FRAMLEIÐSLUÚRGANGUR ÓBAGGANLEGUR: 241 0 - 250 kg 11,17 kr/kg 242 251 - 500 kg 8,38 kr/kg 243 501 - 1100 kg 6,71 kr/kg 244 Þyngra en 1100 kg 5,59 kr/kg 260 ÓFLOKKAÐIR BYGGINGAR- AFGANGAR OG ANNAR GRÓFUR ÚRGANGUR: 261 0 - 250 kg 14,40 kr/kg 262 251 -500 kg 10,70 kr/kg 263 501 - 1100 kg 8,56 kr/kg 264 Þyngra en 1100 kg 7,20 kr/kg 300 ENDURVINNANLEGUR VEL FLOKKAÐUR ÚRGANGUR ÁN AÐSKOTAHLUTA: 301 Timbur 1,62 kr/kg 302 Bylgjupappi 2,02 kr/kg 303 Dagblöð og tímarit 2,02 kr/kg 305 Annar pappir, sórstakt samkomulag 400 AFBRIGÐILEGUR ÓBAGGAN- LEGUR ÚRGANGUR: MÓTTEKINN BEINT íÁLFSNES SAMKVÆMT SÉRSAMKOMULAGI: 401 Sérstakt samkomulag 405 0- 1000 kg/lítr. 2.903 kr/farm 406.408 1001 -8000 " 1,45 kr/kg/lítr. 407.409 8000 “ 0,86 kr/kg/lítr. 500 EYÐING TRÚNAÐARSKJALA: 501 0 - 400 kg/ítr. 3.251 kr/afgr.gj. 502 401 - 1000 “ 5.805 kr/afgr.gj. 503 Yfir 1000 0,86 kr/kg/llítr. AFGREIÐSLUTÍMI: Móttökustöð SORPU í Gufunesi er opin: Mánudaga kl. 06:30 - 17:00 og þriðjudaga til föstudaga kl. 07:30 - 17:00 TÍMASTÝRÐ GJALDSKRÁ: (ekki eyðing trúnaðarskjala) tilkl. 10:00 gildir 80% af gjaldskrá kl. 10:00 - 15:30 “ 100% af gjaldskrá kl. 15.30 - 17:00 " 120% af gjaldskrá Sórstök gjaldskrá er fyrir móttöku spilliefna. Gjaldskráin miðast viö byggingavísitölu 189,6 stig og veröur endurskoðuð á tveggja mánaða fresti I samræmi viö breytingar á henni. Án beiöni eða viöskiptakorts, er flutningsaöili ábyrgur fyrir greiöslu sorpeyðingargjalds. Á beiðni þarf aö koma fram, nafn, heimili, kennitala greiðanda og undirskrift ábyrgs aðila. S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 67 66 77 nefndir þingsins. Þegar svo vel er róið í fyrirrúmi má skuturinn ekki liggja eftir. En reglumar sem gilda um umræður á þinginu hafa ekki reynst jafn vel og hin nýja nefndaskipan. Umræðumar ættu auðvitað að fara að verulegu leyti fram eftir að nefndarstörfum er lokið og þegar leitað hefur verið samstöðu og samkomulags um mál og þau fengið þann búning sem þingnefnd, eða meiri- hluti hennar, vill hafa á hverju máli. Þess hefur því miður gætt of oft að um- ræður um mál, áður en þeim er vísað til athugunar í nefnd, svokölluð 1. um- ræða, dragist á langinn og tefji fyrir því að gaumgæfdeg yfirferð í nefhd geti hafist. Slíkt getur skaðað þingstörfm. Ofitast virðist nægilegt að þingmenn og þingflokkar lýstu við 1. umræðu máls almennri afstöðu sinni til þess á því stigi. Mér fínnst í þessu sambandi vel koma til álita, og vera í samræmi við aukinn veg nefhdanna í þingstörfum, að opna nefndafundina að einhverju leyti fýrir almenningi og fjölmiðlum, að nefnd geti haldið opinn fund eða hluti fundar sé opinn. Það þarf alls ekki að skaða þann trúnað og þann vinnu- anda sem þarf að ríkja í nefndarstörf- um, en gæti létt á umræðum í málstof- unni. Sannleikurinn er sá að þar sem ekki voru gerðar umtalsverðar breyt- ingar á fundarsköpum þegar hinir nýju starfshættir voni í lög leiddir er nú tímabært að líta sérstaklega á þennan þátt í þinghaldinu. Með öflugu nefnda- starfi, ýtarlegri umræöum og undirbún- ingi á vettvangi nefndanna en áður var, virðist nú eðlilegt að skipuleggja betur og nýta betur umræðutíma þingsins í málstofunni þar sem allir þingmenn eru saman komnir og eiga vissulega fullan rétt til þess að taka þátt í umræðum um öll mál og tjá sig um þau, lýsa skoðun- um sínum á þeim og koma með ábend- ingar. Þetta er inntak þingræðisins. En þegar litið er til framkvæmdarinnar þá hafa umræður um þingsköp, umræður utan dagskrár og umræður um efhi sem ekki virðast beinlínis viðkomandi mál- unum sem eru á dagskrá hverju sinni, hafa tekið alltof mikinn tíma í þinginu að undanfömu. Úr þessu er auðvelt að bæta með breyttum fundarsköpum. Það virðist heppilegt að þingið ákveði að forseta. þingsins verði fengið meira vald til þess að skipuleggja umræðutíma þingsins, meðal annars með því að setja hæfileg mörk bæði á ræðutíma og um- ræðutíma. Slík tilhögun ætti ekki að vera undantekning heldur regla í starfi þingsins. Undantekningu mætti svo gera ef sérstaklega stæði á og brýn þörf krefði. Rökin fyrir þcssu eru augljós því jregar nefndarstörfum er lokið og fram komin rökstudd álit frá meirihluta og minnihluta nefndanna, þar sem allir flokkar geta átt hlut að máli, er auðvit- að eðlilegt að gefa svigrúm til umræðna og skoðanaskipta f málstofunni þannig að jafnræði ríki milli þingflokkanna um aðgang að málinu. Hins vegar er það ekki ofætlun þingflokkum og þing- mönnum að skipuleggja ræðutíma sinn innan skynsamlegra marka. Málfrelsi eins má ekki takmarka málfrelsi ann- arra þingmanna. Fyrirkomulag eins og hér er tæpt á tíðkast víða um lönd og þykir í engu skerða þingræðið. Má í því sambandi nefna sérstaklega norska þingið sem þykir um margt til fyrir- myndar um allt verklag. Það er meira en tímabært að til þess verði settir menn að kanna vandlega fundarsköp þjóð- þinganna í nágrannalöndum okkar, kynna sér framkvæmd þeirra og gera að því loknu tillögu um ný þingsköp sem styðjist við bestu þingræðishefðir nágrannalanda okkar til þess að gera ís- lensku löggjafarsamkomuna markviss- ari og um leið þingræðislegri og lýð- ræðislegri. Þetta er eitt af þeim stóru málum sem Alþingi íslendinga þarf að taka föstum tökum á komandi ári. Af því myndi vegur þingsins og virðing vaxa á nýju ári. GleÖilegt nýár! Matvælaiönaöurinn er mikilvæg grein sem efla þarf á komandi árum. Þessi mynd er frá iðnfyrirtækinu Islenskt-franskt eldhús í Dugguvogi í Reykjavík. Jólatrésskemmtun í 100. skipti Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur eitthundruö- ustu jólatrésskemmtunina fyrir börn félagsmanna, sunnudaginn 3. janúar n.k. kl. 15.00 í Perlunni, Öskju- hlíö. Miöaverö er kr. 600.- fyrir börn og kr. 200.- fyrir full- oröna. Miöar eru seldir á skrifstofu V.R. í Húsi verslun- arinnar, 8. hæö. Nánari upplýsingar í síma félagsins 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.