Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 31. desember 1992 13 Tomba, golfarinn Faherty og danski landsliöseinvaldurinn. Frá Alþýðuflokks- félagi Kópavogs Munið spilakvöldið í Hamraborg 4. janúar klukkan 20.30. Allir velkomnir Almennur fundur 11. janúar Stjórnin Þetta sögðu íþrótta- stjörnur heimsins á ár- inu sem er að líða TVÍRÆÐ SVÖR STJARNANNA Áriö 1992 sem nú líður í aldanna skaut var mikið íþróttaár. Reuter- fréttastofan tíndi saman ýmis gull- korn sem höfð voru eftir frægum íþróttamönnum og konum. Mörg voru þau ærið skemmtileg og hreint ekki klisjukennd, eins og oftast vill brenna við. Eins og þetta: „Áður fyrr þurfti ég að vera með þrem konum til klukkan fimm. En núna þegar ég er að æfa, verða það fimm konur til klukkan þrjú í staðinn. (Alfredo Tomba, ítalska skíðastjarnan lét þetta flakka þegar hann var að undirbúa sig undir Ólympíulcikana. Og honum gekk bara vel þrátt fyrir kvennafarið, gull í stórsvigi og silfur í svigi). „Það er ekkert orð til yfir brun á senegölsku, vegna þess að við höfum engin fjöll. Ég var svo hræddur að ég var alveg að því kominn að æla. En ég komst að því að öryggisbúnaðurinn var í fínu lagi. (Haft eftir fulltrúa Sene- gals í brunkeppni OL, en árangur hans þótti ekkert afburða góður). „Það hefur verið mikið að gera síð- ustu vikumar. Til að geta æft almenni- lega hef ég orðið að hætta í brennivín- inu og að syngja karaoke. (Japaninn Kopa sem vann til bronsverðlauna í skotfimi Ólympíuleikanna) „Ég hef ekki sofið dúr. Þama var fólk sem hraut á sjö tungumálum. (Þetta sagði írskur íþróttafréttarit- ari sem kvartaði undan þröngum kosti í blaðamannabænum á Ólymp- íuleikunum) „Ég hef ekkert á móti því að konur leikmanna sleppi inn á hótelið okkar. Ástin er stórfín fyrir fótboltamenn, bara að menn séu ekki að stunda hana í hálfleik. (Richard Möller Nielsen, danski landsliðseinvaldurinn, þegar hann var aö segja blaöamanni frá leyndarmálinu við sigur Dana í Evr- ópumeistaramótinu í knattspyrnu). „Ég gleðst hans vegna,... en þetta er eins og að horfa á tengdamúttu aka fram af klettum, á mínum bíl. (Terry Venables, framkvæmdastjóri Tot- tenham, þegar hann reyndi að út- skýra hvernig honum leið, þegar Paul Gascoigne fór yfir til ítalska liðsins Lazio). „Kannski var það ofsögum sagt þeg- ar ég sagði að 80% af tennisstjömum kvenna væm feitar gyltur. Það rétta er að 75% þeirra em feitar gyltur. (Hol- lenski tennisleikarinn Richard Kraj- icek sagði þetta á Wimbledon-mót- inu í tennis). „Fyrst datt mér í hug að drepa hann. En hann átti víst bæði konu og böm, svo ég hætti við það. (Breski golfarinn David Feherty sem varð fyrir nöðru- biti í Wentworth). „Ef tveir eða þrír af gæunum fót- brotna og nokkrir verða fyrir eldingu, þá á ég góða möguleika á sigri. (John McEnroe hafði semsagt ekki mikla trú á að sigra á Wimbledonmótinu í tennis). „Ég kaus að taka tvö víti. Ég hefði verið algjör fábjáni ef ég hefði reynt að spila boltanum úr þessari stöðu. (Þetta sagði Elaine Johnson, sem varð fyrir því að slá boltann í tré, en þaðan skoppaði hann og lenti í brjóstahaldi hennar). í ótal útgáfum. Bók sem endist ár eftir ár - eftir ár... flLOFAX cd Tö <5 HALI.ARMÚLA 2 / AUSTURSTRÆTI 18 / KRINGLUNNI Sími 91-813211 / Sími 91-10130 / Sími 91-689211 Fax 91-689315 / Fax 91-27211 / Fax 91-680011

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.