Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 14. maí 1993 n iitpitiiimii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Bændur í alþjóðlegu umhverfi Deilan sem staðið hefur um innflutning á búvömm hefur vakið almenning til umhugsunar um völd og yfirgang hagsmunaaðila í íslenskum landbúnaði. Reyndar er það með ólíkindum að mál sem þetta hafí nærri orðið til þess að fella ríkistjóm nútímalýðveldisins Islands. Ekki aðeins vegna þess að það snýst einungis um innflutning á sjö blómategundum, heldur einnig sökum þess að frjálst markaðskerfi í landbúnaði er sjálfsagt réttlætismál sem kemur öllum neytendum til góða. Áhyggjur hagsmunaveldisins af afkomu bænda em þó óþarfar því í landinu býr dugmikil bændastétt sem er tilbúin til að takast á við markaðsvæðingu og erlenda samkeppni. Kastljós fjölmiðlanna hefur fyrst og fremst verið á meintan persónulegan ágreining milli Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra og Halldórs Blöndals landbúnaðarráðherra. Þegar forsaga þessa ágreinings er rakin kemur í ljós að ráðherra landbúnaðarmála hugðist taka sér alræðisvald yfir öllum inn- flutningi á erlendum matvælum í skjóli þeirrar aðlögunar sem nú á sér stað vegna aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Halldór Blöndal mun hafa kynnt það margsinnis í ríkisstjóm að hér væri um smávægilega breytingu að ræða á lögum um innflutning búvara. Nú er hins vegar komið á daginn, að ráðherrann telur að hann einn eigi að fara með allt vald í innflutningi á matvæl- um. Það er hins vegar út í hött, enda ofbýður jafnvel fjármálaráðherranum sjálf- um atferli flokksbróður síns, Halldórs Blöndal. Græni drekinn sem búið hefur um sig í Bændahöllinni við Hagatorg er lífseig- ur, enda urðu hagsmunasamtök landbúnaðarins til á undan sjálfu ríkisvaldinu fyrir síðustu aldamót. Það að hagsmunaklíkan í landbúnaðinum ætli sér að ráða öllum innflutningi á matvælum til landsins er hins vegar ógnun við það frjálsa markaðskerfi sem íslenskir neytendur hafa óskað eftir. Þegar verðlagsmál land- búnaðarins eru rannsökuð ofan í kjölinn kemur í ljós að landbúnaðarráðherra er aðeins strengjabrúða í höndum hagsmunaðilanna. Það er í raun fámennur hóp- ur, sem nefnist Framleiðsluráð landbúnaðarins sem ákveður verð á helstu nauðsynjavörum landsmanna. Þessi hafta- og afturhaldsstefna hefur oftast verið kennd við Framsóknarflokk- inn sem alla tíð hefur staðið í vegi fyrir eðlilegri framþróun og nútímavæðingu íslenska þjóðfélagsins. Nú ber svo við að framsóknarmennimir í Sjálfstæðis- flokknum hafa náð yfirtökunum og hefur því tekist að draga stefnu flokksins aftur um nokkra áratugi. Hvar eru nú öll fyrirheitin um markaðsvæðingu land- búnaðarins og afhám hafta á flestum sviðum? Það má ljóst vera að flókin hagsmunabákn landbúnaðarkerfisins hafa ekki unnið í þágu bænda. Það hefur oft komið fram að íslenskir bændur vilja frjáls- ræði og heilbrigða samkeppni á sviði búvöruframleiðslu. Þetta er nauðsynlegt ef íslenskur landbúnaður á að geta staðið undir sér sem nútímaleg atvinnugrein. íslenskir bændur em kjarkmiklir en það þarf að hjálpa þeim við að horfa fram- hjá framsóknaráróðrinum og sjá tækifærin sem alþjóðavæðingin og samruna- þróunin fela í sér. Þrátt fyrir að EES samningurinn fjalli ekki um landbúnaðarvömr þá gæti hann haft í för með sér frekari notkun og sölu á íslensku landbúnaðarhráefni. Þar má nefna þurrmjólk og ýmsar mjólkurvörur sem hugsanlega verða notaðar í fram- leislu á tilbúnum sjávarréttum, súpum og sósum. Þróunar- og markaðsstarf er þegar farið af stað og ekki er ólíldegt að framleiðslan fari fram í mjólkursam- lögum um allt land ef af verður. Þetta segir okkur m.a. það að við verðum að horfa á framlag bænda sem hluta af íslenskum matvælaiðnaði - en það er at- vinnugrein sem á svo sannarlega möguleika á alþjóðlegum markaði. Alþýðublaðið í dag er helgað landbúnaði, umhverfi og útivist. í blaðinu er að finna forvitnileg viðtöl við bændur sem eru ekki á því að láta deigan síga þrátt fyrir samdrátt í hefbundnum landbúnaði. Þvert á móti hafa þeir ákveðið að snúa vöm í sókn og leita nú nýrra leiða, nýrra tækifæra. Ibúar í sveitum lands- ins hafa t.d. snúið sér í auknum mæli að ferðaþjónustu og þar eru erlendir gest- ir um helmingur viðskiptavina. Þá eru einnig tilraunir í gangi með ýmiskonar smáiðnað; minjagripi, nytjajurtir og skinnaverkun. Jafnaðarmenn og bændur eru samherjar í því að berjast á móti þeim boðum og bönnum sem einkennt hafa miðstjómaráráttu framsóknarmanna í áratugi. Þeir vilja nýta sér alþjóðavæðinguna og færa starfsskilyrði landbúnaðar til svipaðs horfs og aðrir atvinnuvegir búa við. Með þetta að leiðarljósi verða íslenskir bændur að mæta nýju GATT- samkomulagi og standa við þær skuldbindingar sem felast í minnkandi innflutningsvernd. Atburðir dagsins 1610 Franski konungurinn, Henry IV, var myrtur af munki sem rak rýting í brjóst hans þar sem hann ók um götur Parísar. Við krúnunni tók 8 ára gamall sonur hans, Loðvík XIII. 1796 Breski læknirinn, Edward Jenner, framkvæmir fyrstu vel heppnuðu bólusetninguna gegn bólusótt. 1804 Meriwether Lewis og William Clark halda upp frá St. Louis til að ftnna landleið yftr til Kyrrahafsins. 1847 Driver, skip hans hátignar Bretlandskonungs, kemur að landi í Spithead á suðurströnd Englands eftir fyrstu sjóferð gufuskips umhveríis hnöttinn. 1900 Nútíma-Ólympíuleikamir eru haldnir í annað sinn, í París, og að þessu sinni fær kvenfólk einnig að taka þátt í leikunum. 1948 Plötufyrirtækið Atl- antic Records er stofnað í Bandaríkjunum af Ahmet Ertegun, syni sendiherra Tyrklands í Bandaríkjun- um. 1955 Austur-blokkin stofn- ■ ar Varsjárbandalagið. 1956 Breskur froskmaður hverfur þegar hann er að koma fyrir hlerunartækjum undir herskipi Krústjoff Nasser og Krústjoff sameinuðust um að reisa Aswan- stilluna. forseta Sovétríkjanna í Portsmouth. 1959 Bandaríski jass-saxófónleikarinn, Sydney Bechet, deyr á 65 ára afmæli sínu. 1968 Nasser forseti Egyptalands og Krústjoff Sovétleiðtogi ýttu á takka og sprengdu upp mikla sandstíflu svo áin Nfl breytti um far- veg. Það var gert í þeim tilgangi að byggja annan áfanga Aswan- stíflunnar. 1968 Franskir verkamenn fara í eins dags verkfall til stuðnings mót- mælum stúdenta. 1987 Valdarán er framið á Fiji, með það fyrir augum að hamla gegn áhrifum indverskra innflytjenda í ríkisstjóm. 1990 Andúð gegn gyðingum kemur upp á yfírborðið nteð vanhelg- un gyðingagrafar í kirkjugarði í Carpentras. Afmœlisdagar Thomas Gainsborough, 1727 Enskur landlags- og andlitsmynda- málari og málari sveitarómantíkur með raunsæisblæ. Otto Klemperer, 1885 Þýskur hljómsveitarstjóri, einkum þekktur fyrir túlkun sína á sinfóníum Beethovens. Bobby Darin, 1936 Bandarískur poppsöngvari sem komst á topp- inn með lögin Splish Splash og Mack the Knife LcMCftobtm* 19. mi ‘99 Atburðir dagsins 1718 Enskur lögfræðingur, James Puckle, finnur upp hríðskota- byssuna. 1829 Bandaríska þingið lýsir þrælasölu glæpsamlega. 1833 Enski leikarinn, Edmund Kean, deyr en hann hlaut einkum frægð sína fyrir að leika Shylock í Kaupmanninum frá Feneyjum. 1918 Fyrsta reglulega flugpóstþjónustan hefst á milli Washington og New York. 1930 Fyrsta flugfreyjan, Ellen Church hjúkrunarkona, annast 11 farþega í flugi frá Kalifomíu til Wyoming. Ríkisstjóri Aiabama, George Wallace, sem aðhylltist aðskilnað kyn- þátta var sýnt banatilræði á þessum degi 1972 en lifði það af. Hann íamaðist hins vcgar og var síðan bundinn við hjólastól. 1957 Bretar varpa kjamorkuspengju í fyrsta skipti á Jólaeyjar á Ind- landshafi. 1972 George Wallace, ríkisstjóra í Alabanta, er sýnt banatilræði. Hann var þekkur kynþáttahatari og bauð sig fram til forseta í Bandaríkjunum. Hann lifði tilræðið af, en var eftir það bundinn við hjólastól. Tilræðismaðurinn, Arthur Bremer, 21 ára, var handtekinn á staðnum. 1987 Bandaríska dansmærin og leikkonan Rita Hayworth, deyr eft- ir að hafa þjáðst af Alzheimer-sjúkdómnum. 1988 Sovétríkin byrja að flytja hermenn sína heim frá Afghanistan. Afmælisdagar Frank Baum, 1856 Bandarískur bamabókahöfundur, best þekktur fyrir söguna um Galdrakarlinn frá Oz. Katherine Anne Porter, 1890 Bandarískur rithöfundur sem skif- aði margar smásögur og vann Pulitzer-verðlaunin fyrir einu skáld- sögu sína, Ship of Fools. Joseph Cotton, 1905 Bandarískur leikari sem lék meðal annars í Citizen Kane og Þriðja manninn. James Mason, 1909 Enskur leikari sem lék í meira en 80 kvik- myndum. Mike Oldfield, 1953 Breskt tónskáld og hljóðfæraleikari sem hlaut mikla frægð fyrir hljómplötuna Tuhular Bells. fttHHudaýtib 16, Htáí '93 Atburðir dagsins 1703 Franski ævintýrasagnaritarinn Charles Perrault, deyr, en hann tók saman Conte de ma mére l’Oye eða sem útleggst á íslensku; Sögur gæsamömmu. 1888 Emile Berliner gefur fyrsta sýningareintakið af ílatri hljóm- plötu til Franklin-stofnunarinnar í Philadelphiu. 1969 Pete Townshend, gítarleikari bresku popphljómsveitarinnar The Who, eyðir nótt í steininum eftir að hafa sparkað lögreglu- manni út af sviðinu á tónleikum. 1980 George Nickopoulous læknir er ákærður fyrir að hafa ávísað of stórum lyfjaskömmtum til 11 sjúklinga sinna, þar á meðal Elvis Presley og Jerry Lee Lewis. 1983 Díana Ross syngur aftur með þeim Mary Wilson og Cindy Bird- song í tilefni af 25 ára afmæli hljóm- plötufyrirtækisins Motown Rec- ords. Andlitsmynd Van Gogh af Dr. Gachet var selt japönskum kaupsýslumanni á uppboði í New York fyrir 82,5 millj- ónir dollara. 1989 Skurðaðgerð inni í sjálfu hjart- anu heppnast í fyrsta skipti, en hún var gerð á Brook-sjúkrahúsinu í Greenwich í London. 1990 Bandaríski skemmtikrafturinn Sammy Davis Jr. deyr úr krabbameini í hálsi. 1990 Japanskur kaupsýslumaður kaupir málverk eftir meistara Van Gogh á uppboði í New York fyrir 82,5 milljónir bandríkjadala sem er jafnframt hæsta verð sem hefur verið greitt fyrir eitt málverk. 1991 Edith Cresson útnefnd sem forsætisráðherra Frakklands af Mitterand forseta til að taka við starfmu af hinum óvinsæla Michel Rocard. Afmœlisdagar Henry Fonda, 1905 Bandarískur leikari sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndimar The Grapes of Wrath, Twelve Angry Men og On Golden Pond en fyrir hana fékk hann Oskar. Woody Herman, 1913 Bandarískur jass-klarinettuleikari sem tók við stjórn eigin hljómsveitar aðeins 23 ára. Olga Korbut, 1955 Sovésk fimleikastúlka sem stal senunni á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972 er hún vann tvenn gull- verðlaun og ein silfurverðlaun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.