Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 15
BOKMENNTIR - RITDOMUR Föstudagur 14. maí 1993 SÁLFRÆÐIBÓKIN Hreinn Hreinsson skrifar: Sálfræðibókin Ritstjórar: Hörður Þorgilsson og Jakob Smári. Mál og menning Reykjavík 1993 FJÖLBREYTT EFNI Út er komin hjá Máli og menningu Sál- fræðibókin og er hún ætluð öllum almenn- ingi. Bókin er afskaplega efnismikil, enda 946 blaðsíður. Efnissviðið spannar allt frá uppeldi og þroska ungbama til umfjöllunar um öldrun og dauða, og allt frá hjónabands- erjum til rannsókna á draugagangi. Sál- fræðibókinni er skipt upp í 15 meginsvið. Innan hvers sviðs eru svo 6-10 styttri pistl- ar sem hver um sig er sjálfstæð umfjöllun um afmarkaðan hluta meginsviðs. Megin- sviðin 15 eru: Þroski barna og unglinga - Uppeldi barna og unglinga - Sálrcen vandamál barna og unglinga - Þroskafrá- vik og fötlun - Kynmótun, samskipti kynj- anna, kynlíf - Hjónabánd og fjölskylda - Samskipti, viðhorf, fordómar - Vinnan - Persónuleikinn - Streita og heilsa - Tilfinn- ingar og tUfmningalegir eiftðleikar - Avani og stjórnleysi - Geðrœnar truflanir - Efri árin - Sálfrœðin og yfirskilvitleg fyrirhœri. Ritstjórar Sálfræðibókarinnar eru tveir starfandi sálfræðingar þeir Hörður Þor- gilsson og Jakob Smári. Eiga þeir hrós skilið því rit eins og Sálfræðibókin er löngu tímabært. Það er síðan einkar ánægjulegt að sjá hversu veglega hefur verið staðið að út- gáfunni loksins þegar svona rit var gefið út. MARKMIÐ OG EFNISTÖK I aðfaraorðum Sálfræðibókarinnar kem- ur fram að markmið bókarinnar sé að kynna hið breiða svið sálfræðinnar fyrir almenn- ingi. Til að gera bókina aðgengilega fyrir alla hefur verið leitast við að forðast upp- skrúfað fræðimál og sífelldar tilvitnanir í fræðilegar heimildir. Einnig hefur uppsetn- ingu eínis verið hagað á þann hátt að bókin virkar sem einskonar uppflettirit. Fjallað er um skýrt afmarkað efni í stuttum sjálfstæð- Hreinn Hreinsson. um köflum, þannig að auðvelt er fyrir les- andann að nálgast það efnissvið sem áhugi hans beinist að. HÖFUNDAR Höfundar efnis Sálfræðibókarinnar eru 35 sálfræðingar og einnig eru í hópnum 6 höfundar úr samstarfsstéttum sálfræðinga, svo sem félagsráðgjafar og geðlæknar. Ánægjulegt er að sjá að þessir 35 sálfræð- ingar eru fjölbreyttur hópur. Bæði er þama um að ræða fólk sem stundar bein meðferð- arstörf og fólk sem eingöngu fæst við rann- sóknir og kennslu. Þessi fjölbreytta blanda eykur gæði bókarinnar þar sem mörg mis- munandi sjónarhom og viðhorf koma fram. Em höfundar allt frá því að vera hálfgerðir dulspekingar upp í það að vera grimmir vfs- indamenn og er það vel. ÁHUGAVERÐIR KAFLAR Flest efnissviðin sem fjallað er um í Sál- fræðibókinni em áhugaverð, þó flestum kunni eflaust að finnast eitt svið áhugaverð- ara en annað. Það fer auðvitað eftir áhuga- ÁBURÐARDREIFARAR IkhiIiiiIIo Áratuga reynsla á (slandi Nú innrfalið í verði: Vökvastýríng úr ekilssæti á stillingu á áburðarmagni, opnun og lokun. Sigti til að hreinsa firá köggla og aðskotahluti. * Hleðsluhæð 92 cm. * Skálarbreidd 179 cm. * Dreifibreidd allt að 18-20 m. * Dreifibúnaðurinn er aflúttaksdrifinn gegnum lokaðan gírkassa, sem er með öryggiskúplingu, sem gefur stöðugan hraöa viö allar aöstæður. * Dreifibúnaður allur úr ryðfriu stáli með 8 tíreifispjöldum (mismunandi lengdum. * Aburðarkassi er bæði á lömum og aftakanlegur, sem auðveldar ásetningu á þrítengibeisli. * Hefur færanlegan neðri festipinna, þannig að hægt er að setja hann á allar gerðir dráttarvéla. Ingvar Helgason hf. vélasala Sævarhöfða 2, SÍMI 91-674000. I_s L E N S K SÁLFRÆÐI Bókarkápa Sálfræöibókarinnar. E l*i H B £ sviði hvers og eins. Kaflamir um uppeldi bama og unglinga, þroskafrávik og fötlun, persónuleikann, ávana og stjómleysi ásamt kaflanum um efri árin eru þau efnissvið sem veittu mér mesta ánægju við lesturinn. Uppeldi bama og unglinga er einkar hag- nýtur kafli og ætti því að gagnast foreldmm mjög vel. í kaflanum er meðal annars frá- bær pistill um skammarkrókinn og notkun hans í uppeldi. FERSKAR HUGMYNDIR Kaflinn um persónuleikann er afar gott yfírlit þar sem öll helstu sjónarmið fræði- manna koma fram. Kaflinn um ávand og stjómleysi er nýtt og kærkomið sjónarhom á áfengismeðferð. Þar kemur til dæmis fram að algert bindindi sé ekki lausn fyrir alla sem eiga við áfengisvanda að glíma. Það viðhorf hefur sjaldan heyrst hér á landi hingað til. (SÁÁ-menn hafa einokað um- ræðu um þessi mál án þess þó að styðja mál sitt haldgóðum rökum - svo sem með því að vísa á tölur um árangur.) STREITA OG HEILSA Kaflinn um streitu og heilsu er að nn'nu mati sá kafli sem er best heppnaður. Þar er fjallað um streitu út frá mjög mörgum sjón- arhomum. Umfjöllunin nær allt frá þeint lífeðlislegu breytingum sem verða í heila, og til þess að gefin eru hagnýt ráð til að minnka streitu. Það em einmitt þessi hag- nýtu ráð sem eru svo nauðsynleg í bók eins og þessari. I kaflanum er gefin mjög ná- kvæm útlistun á því hvemig hægt sé að losa um streitu. Þæraðferðir sem koma fram em útskýrðar mjög vel og em því aðgengilegar öllum þeim sem vilja nýta sér þær. HÓMER SIMPSON... Streita er fyrirbæri sem allir í kappakst- ursþjóðfélagi nútímans finna fyrir, í mis- miklum mæli þó. Bók eins og sálfræðibók- in er kjörinn vettvangur fyrir ráð við „minniháttar vandainálum" sem eru þess eðlis að fólk þarf ekki nauðsynlega að'feit.i til sálfræðinga til að lcysa málið. Því má segja að sálfræðibókin sé forvöm á sumum sviðum. Hómerar Simpson íslands ættu að kynna sér þessa umfjöllun vel, þeir geta lát- ið eiginkonur sínar lesa kaflann fyrir sig eitthvert kvöldið þegar þær hafa lokið heimilisverkunum. GALDRABÓK? Sálfræðin hefur í gegnum tíðina haft á sér dularfullt yfirbragð. Ekki er óalgengt að fólk haldi að sálfræðingar geti á einhvem hátt lesið hugsanir eða hafi aðra yfirskilvit- lega hæfdeika. Bók eins og þessi er vel til þess fallin að breyta viðhorfum fólks í garð sálfræðinnar með þvf að gefa fólki innsýn í hver em viðfangsefni þessarar fræðigreinar. Bókarkápa Sálfræðibókarinnar er hins vaa- ar í hróplegri mótsögn við innihaldið. Hún er alsett hinum undarlegustu táknum og myndum sem þegar betur er að gáð eiga að vera tákn fyrir hvert efnissvið. Við fyrstu sýn virðast þetta þó vera tákn sem myndu sóma sér vel í bók sem fjallaði um galdra og furðufyrirbæri og því lítt til þess fallin að minnka hið dulræna yfirbragð sálfræðinnar sem flestir vilja losna við strax í dag. AÐFERÐARFRÆÐIN? Bagalegt er að í Sálfræðibókina vantar umfjöllun um þær aðferðir sem notaðar eru við að afla þekkingar í sálfræði. Víða íbók- inni er reynt að upplýsa um þær aðferðir sem notaðar eru á hverju sviði en sú um- fjöllun er í mýflugumynd. Betra hefði v«*;iö að fjalla um helstu aðférðir í sérstökum kafla þar sem skýrt væri á mannamáli hvemig rannsóknir í sálfræði em upp- byggðar. Ef almenningur er ekki upplýstur um þessar aðferðir er eins víst að drauga- sagan um hugsanalestur og stórkostlega dulræna hæfileika sálfræðinga verði seint kveðinn niður. NIÐURSTÖÐUR Sálfræðibókin er injög efnismikil bók og því kjörin handbók fyrir heimili. Hún gagn- ast bæði þegar vandamál koma upp og einnig við að skilja cigin hegðun betur. Sál- fræðibókin er vel til þess fallin að minnka fordóma gagnvart þeim sem eiga við sálræn vandamál eða fötlun að stríða. Fátt er bt:lp,'; til þess fallið að minnka fordóma en fræðsla um eðli og orsakir vandamála. Sálfræði- bókin hefur líka forvamargildi því hún gef- ur fólki færi á að auka hæfni sína á mörgum sviðum, til dæmis við uppeldi barna. Gott uppeldi er besta vömin gegn flestum erfið- leikum sem upp koma á lífshlaupi einstak- lings. Sálfræðibókin er góð bók sem allir ætlu að lesa. Fólki er sífellt að verða það Ijósara að gott og ánægjulegt líf snýst um margt annað en góða líkamlega heilsu og mikla vinnu. Huga þarf að fleiri þáttum til að lifa góðu lífi. Sálfræðibókin er heppileg til þess að kynna fólki það sem sálfræðin hefur upp á að bjóða í þessum efnum. Stærsti kosturinn við bókina er sá að flest það sem frarn kemur í henni erstutt með visindalegum rannsóknuin og eykur það gildi hennar mjög. Auk þess sen^.það að- greinir hana frá þeinr nýaldarbókinenntum sem boða betra líf með aðferðum sem lítið sem ekkert er vitað um. Sálfræðibókin gef- ur því fólki kost á að hugsa á nýjum og ferskum nótum og ekki er vanþörf á því í spretthlaupsþjóðfélagi nútímans. Að lokum þetta: Gallalaus er bókin ekki, enda vart hægt að ætlast til þess af bók um svo lifandi fræðigrein sem sálfræðin er, en þessir smá- vægilegu gallar falla í skuggann af af- bragðsgóðri heild. Hreinn Hreinsson, höfundur þessa ritdóms lýkur innan skamms námi í sálfræði og félagsráðgjöf viö Háskóla íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.