Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 14. maí 1993 Tilraunabúið að Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi, rétt norðan við Selfoss. Tilraunabúið að Stóra-Armóti í Hraungerðishreppi Leigumæður á Suðurlandi Úrvalskvígur, Kjöt-hrútar og Vallarfoxgras á diskinn minn Hér má sjá leigumóðurina Huppu 210 sem gengur með kálf kynsystur sinnar Bellu 313. Pað er ósköp vinalegt að aka í hlaðið á Tilraunabúinu að Stóra-Armóti í Hraungerðishreppi í Arnessýslu. Og eitt er víst, það er enginn stofnanablær yfír þessu búi. Börn og hundar tóku á móti blaðamanni á bæjarhlaðinu og við bíla- stæðið mátti sjá nokkra hesta og vinnu- menn sem voru að dytta að girðingum eftir veturinn. Við ákváðum að taka hús á Gunnari Ríkharðssyni tilraunastjóra búsins og forvitnast um starfsemina á Stóra-Ármóti. Vallarfoxgras í uppáhaldi Á Stóra-Ármóti starfa að jafnaði sex starfsmenn, tveir við tilraunir á vegum Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og fjórir við búið á vegum Búnaðarsambands- ins. Búið hefur verið starfrækt frá 1979 og í sex ár hafa verið gerðar tilraunir með naut- gripi. Gunnar segir að helsta viðfangsefnið í dag séu fóðrunartilraunir með mjólkurkýr og ýmsar kannanir á sviði fóðrunar. Hann segir að bæði sé verið að athuga hversu mikið gripimir éti og eins sé verið að prófa mismunandi tegundir af fóðri. „Það sem við höfum mest verið að skoða undanfarið er mismunandi prótein í fóðri. Við höfum líka prófað að gefa komið sem ræktað er héma á svæðinu, en þar vantar allan samanburð við erlent kom og því erfitt að segja til um gæði þess. Þá höfum við verið að bera saman mis- munandi grastegundir. I þvf sambandi höf- um við nýlokið við tilraunir um það hvaða grastegundir nautgripir helst vilja, með til- liti til lostætis þess sem gefið er. Við erum að vinna úr gögnunum núna en það má sjá greinilegan mun á tegundum. Vallarfoxgras reyndist þar lang lystugast af því sem var prófað. Það var borið saman við Túnvingull og svo við blöndu af grastegundum. Vallar- foxgras er sú tegund sem hefur verið mjög vinsæl til nýsáningar hjá bændum. Við þurfum hinsvegar að vinna markvissara á þessu sviði og finna fleiri góðar tegundir til hreinræktunar. Leigumæður „Annað sem er í gangi hjá okkur er flutn- ingur á frjóvguðum fósturvísum milli naut- gripa. Það gerist m.a. þannig að það eru keyptar hingað úrvalskvígur frá bændum, bæði á Suðurlandi og Vesturlandi. Síðan eru þessir gripir aldir héma og tilraunin gengur út á að skola úr þeim frjóvguðum fósturvísum og setja í aðrar kýr héma og koma þannig á stofn einskonar ræktunar- kjama, sem er bara hópur af úrvalsgripum. Niðurstöður hafa ekki komið í ljós ennþá þar sem fyrstu kýmar í þessari tilraun, bera ekki fyrr en í haust“, sagði Gunnar. Þegar við fórum í skoðunarferð í fjósið þá skýrði hann meðal annars frá því hvem- ig frjóvguð egg em flutt frá einni kú til ann- arar, líkt og svokallaðar leigumæður eru Gunnar Ríkharösson tilraunastjóri á búinu. fengnar til að ganga með böm annarra kvenna. Kjöt-hrútar „Við erum líka með athuganir í gangi varðandi sauðfjárræktina. Hér hjá okkur er góður fjárstofn með mjög góða kjötsöfnun- areiginleika, og við emm m.a. að prófa hrúta til undaneldis. Tilraunin gengur út á að finna hvaða hrútar gefa bestu lömbin með tilliti til þyngdar og kjötmagns. Hvaða hrútar gefa t.d. lömb með bestu lærin og stærstu hryggvöðvana. Þessi fjárstofn sem við höfum hér er eingöngu notaður í þessar rannsóknir. Síðan em teknir hrútar héðan á sæðingastöðvar og sæðið notað til frjóvg- unar. Þessi aðferð sem felst í að finna bestu einstaklingana í stofninum hefur reyndar verið notuð í mörg ár hér á landi og hefur gefist mjög vel. Niðurstaðan hefur því orð- ið sú að stofninn héma hefur mjög góða kjötsöfnunareiginleika, og hefur síðan verið dreift til bænda um landið“, sagði Gunnar að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.