Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 12
12 Bœndagisting að Efri-Brú í Grímsnesi Föstudagur 14. maí 1993 Náttúruperlur og persánuleg hyrmi - erþað sem hjónin Böðvar og Hildegard bjóða upp á, enþau búa í nœsta nágrenni við Þingvelli, Gullfoss og Geysi Þegar ekið er í gegnum Grímsnesið þá fær maður það á tilfinninguna að maður sé staddur í þéttbýli fremur en dreifbýli, rþví þarna hafa verið byggðir um 1200 sumarbústaðir. Umhverfið er k jarri vax- ið og afar fagurt um að litast. Svo er einnig þegar ekið er upp fyrir Sogsvirkj- un og Ljósafossskóla að Efri-Brú þar sem rckinn er einn af betri ferðaþjón- ustubæjum bænda. Þar tóku á móti okk- ur hjónin Böðvar Guðmundsson og Hildegard Dúrr, sem hafa nú fjögurra ára reynslu af þjónustu við ferðamenn. Við settum okkur niður í stássstofuna og ekki leið á löngu þar til Hildegard, eða Hildó eins og hún er oftast kölluð, var búin að fylla borðið með hnallþórum, pönnu- kökum, smurðu brauði og öðru góðgæti. Is- lenska gestrisnin er greinilega í hávegum höfð þar á bæ. Fórnuðu nýja húsinu Hildó byrjaði að segja frá því hvemig minkabúið að Efri- Brú varð að ferða- mannaparadís. „Upphafið var það að við vorum með loðdýr, sem var ekkert annað en sorgarbúskapur og gekk náttúrlega ekki, eins og flestir vita. Við viljum gleyma þeim árum sem allra fyrst. Það varð því eitthvað að gera og þetta var nánast það eina sem kom til greina. íbúðarhúsin eru tvö og ætt- ingjar og vinir hvöttu okkur til þess að fara út í þetta og við slógum til. Við ákváðum þetta í aprfl 1989 og tókum á móti fyrstu gestunum í júní. Nú, við völdum reyndar þann kostinn að flytja okkur sjálf yfir í gamla húsið, því nýja húsið Var betur til Apess fallið að taka á móti gestum. I þessu húsi eru fjögur herbergi og pláss fyrir sjö til átta manns í gistingu. Við höfum bæði leigt húsið allt til fjölskyldna eða hópa og líka eitt og eitt herbergi. 180 manna ættarmót Það kom hins vegar í ljós eftir fyrsta sumarið að okkur var svolítið þröngur stakkur skorinn með þetta eina hús. Þá fengum við leigða aðstöðu í Ljósafoss- skóla, sem er héma rétt fyrir neðan bæinn. Þar er heimavist sem við fáum að nýta og þá bættist hagur okkar verulega. Þá fórum við að geta tekið á móti stærri hópum og í fyrra var héma t.d. 180 manna ættarmót, sem tóksl ágætlega. Við viljum gjaman 'fejóða fólki þennan möguleika og erum að reyna að bæta aðstöðuna smám saman. Það verður hins vegar ekki miklu kostað til, því maður er nú varkár eftir loðdýrin. A heima- vistinni eru 24 rúm sem við getum boðið og því þurfum við sjaldan að vísa fólki frá á þeirri forsendu að það sé uppselt". Hestaferðir vinsælar Böðvar tckur undir það að loðdýrabú- skapurinn hafi farið illa með íslenska bænd- ur, en segir jafnframt frá þvf að húsin sem reist haft verið fyrir loðdýrin, nýtist nú fyrir hestana. „Við emm með hrossarækt í þess- um húsum og ennfremur sauðfé í hluta af þeim. Nú hrossaræktin tengist síðan beint ferðaþjónustunni, því við bjóðum upp á hestaferðir fyrir gestina og eins þá sem eiga leið um og vilja bregða sér á bak. Við bjóð- um upp á fjögurra og sex daga ferðir og höfum þann háttinn á að við keyrum fólkið alltaf heim á kvöldin, þannig að það gistir alltaf héma hjá okkur. Þetta valkostur sem sumir vilja, því það er ekki fyrir alla að liggja í fjallakofum eða í tjöldum í svona lengri hestaferðum. Fólkið fær þá heitan mat og hrein rúm á hverju kvöldi, en er síð- an ekið að morgni þangað sem hestarnir staðnæmdust kvöldið áður. Við einbeitum okkur að Þingvallasvæðinu sem er hérna í næsta nágrenni, enda er það vinsælt af hestamönnum og margt fallegt að sjá. Þessar ferðir hafa verið afar vinsælar hjá útlendingum og toppurinn hjá þeim, sem og fjölmörgum Islendingum er að komast í há- lendisferð á hestum. Svoleiðis ferðir em Böðvar og Hildó við garðskálann á sumarhúsinu sem þau leigja út. í baksýn má sjá gamla íbúðarhúsið á Efri-Brú. Boðið er upp á lengri og styttri hestaferðir á Efri-Brú. Böðvar er mikill hrossaræktandi og hér er hann með einni verðlaunahryssu sem heitir Blakka. hins vegar mjög erftðar og ekki fyrir alla að leggja í slíkt. Við bjóðum því upp á léttari ferðir sem fólk getur allavega byrjað á og farið síðan í erfiðari ferðir. Náttúruperlur í nágrenninu Fyrir utan sjálft Þingvallasvæðið, sem er einn áhugaverðasti ferðamannastaðurinn á Islandi, þá er Efri-Brú mjög vel í sveit sett hvað varðar náttúruperlur í næsta nágrenni. Böðvar heldur áfram: „Við erum héma miðsvæðis milli Þingvalla, Laugarvatns og Hveragerðis. Héðan er því mjög stutt í aðra vinsæla ferðamannastaði eins og Gullfoss, Geysi, Skálholt, Úlfljótsvatn og Þjórsárdal. Nú, það er það er stutt í góða sundlaug, þjónustumiðstöð í Grímsnesinu og verslan- ir á Selfossi og í Hveragerði. Það er heldur ekki nema 70 kflómetra akstur til Reykja- víkur. Við búum þvf hér við helstu náttúm- perlur landsins og bjóðum gestum okkar líka upp á skoðunarferðir. 95% útlendingar Þetta höfum við aðallega markaðssett er- lendis, og þá með auglýsingum sem við kostumi sjálf. Málið er að hingað koma allt- of fáir Islendingar, því við erum kannski of nálægt Reykjavík og fáunt því ckki marga gesti af höfuðborgarsvæðinu. Það er frekar að fólk af Norðurlandi og Austfjörðum komi hingað. En 95 prósent af okkar gest- um em útlendingar, enda eru um 1200 sum- arbústaðir hér rétt fyrir neðan okkur þannig að landinn er þar. íslenskir ferðalangar virðast frekar nýta sér þá ferðaþjónustubæi sem eru rétt við hringveginn, þjóðveg nr. 1. Persónuleg kynni Hildó segir að þeir bæir sem bjóði upp á ferðaþjónustu séu eins misjafnir og þeir em margir. „Aðalatriðið hlýtur samt að vera að herbergin og gistiaðstaðan séu boðleg og gestimir fái hrein rúm og góðan mat ef hann eríboði. Hins vegareru sumirað leita eftir svona sveitarómantík, gömlum húsum í rólegu og fallegu umhverfi. Ettgir tveir bæir eru eins og það gefur þessu ákveðinn blæ. Það má ekki gleyma því að þetta er bændagisting og upphaflega hugmyndin var að lofa fólki að kynnast sveitinni af eig- in raun og því má ekki byggja allt í ein- hverjum hótelstíl. Margir aðilar auglýsa sig með myndum, þannig að fólk hefur þá ein- hverja hugmynd um á hverju það getur átt von. Móttökumar eru sjálfsagt misjafnar, en við tökum alla okkar gesti hingað inn í íbúðarhúsið og bjóðum upp á góðan ís- lenskan mat. Fólk fær þá tilfinningu fyrir því hvemig maður býr og við getum þá meira gefið okkur að þvf, talað við það í ró- legheitunum. Við reynum því að gefa fólk- inu góðan tíma og ég vona að enginn hafi þurft að fara héðan án þess að hafa fundið það að við höfum viljað gefa honunt allan tíma heimsins", sagði Hildó. Indíánar á ísiandi Böðvar tekur nú við og segir að þessi persónulegu kynni séu mjög skemmtileg og leiði oft af sér frekari kynni og vináttu. „I dag vorum við t.d. að fá bréf frá indíánafjöl- skyldu sem dvaldi hjá okkur í fyrra. Þetta gladdi okkur ntikið enda vom þetta mjög góðir gestir. Þau eru frá indíánabyggðum í Bandaríkjunum og em alin upp í fjöllunum, svo að segja. Það leyndi sér heldur ekki á þeirra háttalagi og dugnaði og þau létu ekki erfitt landslag og slæm veður á sig fá. Þau vissu hins vegar mikið um ísland og voru búinn að lesa allt sem þau höfðu komist yf- ir um landið þar ytra. Hins vegar var á þeim að heyra að skipulag ferðamála almennt væri ekki nógu gott hér á landi. Þar áttu þau við að áætlanir í samgöngum og skipulag hjá ferðaskrifstofum væri ekki nógu mark- visst. Eg held því að við þurfum að bæta okkur nokkuð því þessi ferðaþjónusta teng- ist öll og við verðum að lfta á þetta sem eina heild'*. Silungur úr Úlfljótsvatni Hildó segist bera bjartsýn á ferðamanna- strauminn í sumar og það verði ábyggilega nóg að gera þegar líður á sumarið. Hún seg- ir að þetta hafi farið hægt af stað, talsvert haft verið bókað en það sé langt frá því að vera fullbókað þannig að þau geti tekið á móti fleirum. Eftir stuttan reiðtúr var komið að því að kveðja þessi vingjamlegu hjón á Efri-Brú og að sjálfsögðu var gesturinn leystur út með gjöfum - nýveiddum silungi úr Úl- fljótsvatni, en bærinn hefur þar veiðiréttindi sem gestirnir fá að nýta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.