Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. maí 1993 3 Umhveifi og útivist: PARADISIHVAMMSVIK Hentugt fjölskyldusvœði skammtfrá Reykjavík. Kröftugur regnbogi og spriklandi bleikja. Fjölbreytt fuglalíf og selur á skeri. Hestaleiga og golf. Góð tjaldstœði. Svalur andblær af hafi og glampandi sól tók á móti tíðindamönnum Alþýðu- blaðsins þegar þá bar að garði í Hvammsvík í Kjós á dögunum. Arnór Benónýsson og Gunnar Bender, sem reka staðinn næstu funm árin, voru ásamt vaskri sveit í óða önn að losa spriklandi bleikjur út í veiðivatnið, sem er helsta að- dráttarafl staðarins. „Þær eru ekki einu sinni bílveikar, blessaðar,“ sagði Arnór og horfði stoltur á eftir þeim út í vatnið. Það voru orð að sönnu; bleikjurnar stungu sér hiklaust ofan í djúpið, og skömniu síðar voru hrifnir veiðimenn bvrjaðir að verða varir við þær í aflan- um. Kröftugur regnbogi Veiðin í vatninu í Hvammsvík hefur fyrst og fremst verið regnbogasilungur, afar þróttmikill fiskur, sem er skemmtilega bar- dagafús á stönginni. Mest af regnboganum er í kringum tvö pund, en menn eru þó að draga rösklega þriggja pundara í bland við aflann. „Hann virðist koma mjög vel undan vetrinumsagði Amórkampakátur. „Það er samgangur við sjóinn í gegnum ansi stórt ræsi sem liggur gegnum garðinn sem skilur vatnið frá sjónum, og það kemur bersýni- lega eitthvað af æti með sjónum sem streymir gegnum ristina á föllunum. Að minnsta kosti er regnboginn vel feitur, og hefur bætt við sig nokkur hundruð grömm- unt frá því í haust. Svo hafa menn líka verið að rífa upp einn og einn silfraðan sjóbirt- ing.“ Þeir félagamir sögðu, að það lægju stund- um torfur af sjóbirtingi utan við affallið úr vatninu, sem rynnu á lyktina af ættingjum sínum. Sennilega hefðu einhverjir úr þeiira röðum náð að smjúga ristina í affallinu og síðan dafnað og vaxið af ætinu sem berst um ræsið. Þeir tækju hraustlega á stönginni, og þó þeir væru ekki ýkja stórir hefðu veiði- menn gaman af því að taka þá með öðrum fiski. Bender sagði, að þegar laxinn færi að ganga inn Hvalfjörðinn kæmu stundum sprettharðar laxatorfur inná víkina, og stykkju framan við affallið, undrandi á allri fískalyktinni sem bærist út um ræsið. „En það má víst ekki kasta fyrir lax í sjó,“ sagði Bender með torkennilegum glampa í augun- um, enda ófáir laxamir, sem hafa beðið ald- urtila fyrir honum vítt urn landið. Spriklandi bleikja Amór og Bender sögðu, að örfáar bleikj- ur hefðu verið nteð regnboganum í vatninu, og menn væru afar ánægðir nteð að hitta á þær. „Bleikjan er svo kraftmikil þegar hún tekur, að mönnum finnst hún á við góðan smálax þegar þeir drag’ana. Það er stöðugt verið að spyrja, hvort ekki verði sleppt bleikju í vatnið,“ sagði Amór. „Hér kom Hollendingur, sem aldrei hafði séð bleikju áður, og var yfir sig hrifinn þegar hann datt niðrá tæplega þriggja punda bleikju, sílspik- aða.“ í framhaldi af þessu kvað Amór þá félag- ana hafa ákveðið að sleppa til reynslu tæp- lega þúsund bleikjum í Hvammsvíkurvatn- ið. Bleikjurnar, sem var verið að sleppa, voru í kringum tvö pund, en nokkrar mun stærri. Þeir félagar kváðust ætla að fikra sig áfram tneð bleikjuna; sumir segðu að hún tæki ekki jafn vel og regnboginn, nema fyrstu vikurnar, og þess vegna ætluðu þeir að sjá til hvemig veiddist úr fyrstu slepping- unni, áður en meira væri sett af bleikju í tjömina. Reyndist það vera rétt, að takan hjá bleikjunni dytti niður þegar frá liði, þá myndu þeir reyna að sleppa oftar en minna í einu. „En svo er það auðvitað regnbogasilung- urinn, sem verður uppistaðan hér í sumar, einsog fyrri surnur. Hann tekur jafnt og stöðugt, og er mjög vinsæll hjá veiðimönn- um,“ sögðu félagamir. Þeir kváðust jafn- framt hafa í hyggju að sleppa nokkmm tug- um laxa, þannig að þegar líður á sumarið geta menn gert sér vonir um að setja í kon- ung fiskanna. Mikil aðsókn Amór og Bender leigja rekstur staðarins af Lögreglufélagi Reykjavíkur, sem festi kaup á Hvammsvík fyrir nokkmm ámm. Útivistarparadísin Hvammsvík í Kjós komi með nem- endur til útivistar og veiða, og eins hafa æskulýðsfé- lög, til dæmis úr kirkjusóknum í Reykjavík, kom- ið hér og verið við veiðar og leiki í heilan dag.“ Golfvöllurinn í Hvammsvík er einstakiega skemmtilegur. Hér er erlendur golileikari, sem virðist ekki alveg með það á hrcinu til hvers golfkvllur eru notaðar. Áður var staðurinn í eigu Laxalóns hf, og Ólafur Skúlason vann að þeirra sögn mikið og gott uppbyggingarstarf. Hvantmsvík er orðinn þekktur staður hjá öllum veiðintönn- um, og sóttur víða að. Þeir bjuggust við ntik- illi aðsókn f suntar; maí hefði verið í takt við áætlanir, þrátt fyrir að síðasta helgi hefði farið meira og ntinna forgörðum vegna mik- illar úrkontu og leysinga. „Við fáunt stöðugt fyrirspumir frá félaga- samtökum og fyrirtækjum, sem leigja heila eða hálfa daga, og borga þá fast gjald, og ntega veiða umsaminn fjölda fiska. Hópam- ir vilja einkum koma um helgar, og margir dagar eru þegar upppantaðir hjá okkur. Hins vegar er alltaf laust fyrir veiðimenn, sem koma á eigin vegum, með vini og íjölskyld- ur. I ntaí hefur verið talsvert um að skólar Góð aðstaða Góð aðstaða er í Hvammsvík. Nýtt veiðihús er til afnota fyrir gesti, þar sem alltaf er heitt á könnunni, og hægt að kaupa gosdrykki og ýmsa smálega næringu. Amór sagði að talsvert væri um að smáir hópar fengju að koma og borða saman í veiðihúsinu; menn kæmu þá með matinn með sér: „Hér kom til dæmis á dögun- um sænskur sæl- keraklúbbur, sem var hér kvöld- stund; kom með sinn eigin kokk sem reiddi hér fram dýrindis rétti, og svo renndu kallamir og drógu nokkra fiska í kvöldblíðunni. Þeir fóru himinsælir til baka, og höfðu í heitingum um að verða árlegir gestir." Það er óhætt að fullyrða að Hvantmsvík er útivistarparadís, sem liggur svo að segja í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Landslag er fallegt og fjölbreytt, og gönguleiðir fjöl- rnargar, af öllum lengdum og gerðum. Fuglalíf er fjölskrúðugt, á svoköliuðum Höfða er mikið kríuvarp snemma vors, blandað hettumávi, og jtegar blaðamenn vom á ferðinni var krían byrjuð að verpa; eitt og tvö móleit egg með dökkum doppum lágu í rytjulegum hreiðurstæðum, meðan krían gargaði af heitri móðurást yfir skelfd- um blaðamönnum. Allnokkurt æðarvarp er líka í Hvamms- vík, í tangakverk við sjóinn, og á eyju, sem liggur skammt undan landi. Æðurin var byrjuð að hreiðra sig, og Gísli á Hálsi, nátt- úrubam og þúsundjrjalasmiður sem vinnur í Hvammsvfk í sumar, sagði að einsog krían væri kollan líka byrjuð að verpa. „Ég er viss um að það væri hægt með natni og um- hyggju að ná hér upp drjúgu æðarvarpi,” sagði Gísli. í Hvammsvík er líka bátur, og í sumar er fyrirhugað að gefa gestum kost á ferðum út í eyjuna undir leiðsögn. En á skerjum við eyna liggja gjaman selir og góna forvitnir á gestina, sem líða hjá. Og selurinn í Hvammsvík hefur mannsaugu... Golf og hestaleiga Auk veiðinnar er eitt helsta aðdráttarall Hvammsvíkur góður og sérkennilegur golf- völlur, sem er sleginn reglulega og þjappað- ur, og tilvalinn fyrir þá sem vilja sameina veiðar og golf. Brautimar liggja meðfram vatninu, og á leið golfaranna em tjamir, sem gera brautimar enn meira spennandi. Þeir félagar sögðu raunar, að þeir væru að fhuga að sleppa rninni silungi í stærstu tjömina, og gefa krökkum færi á að spreyta sig þar við veiðar. Það fer enginn tómhentur úr Hvammsvík. Þessi ungi piltur, Róbcrt Halldórsson, fékk tvær fallegar bleikjur á stuttum tíma á sólrík- um sumardcgi í fyrra. Á hverju sumri eru haldin nokkur golf- mót í Hvammsvík, og mörg félagasamtök sem sækja staðinn gefa sínu fólki kost á því að spila golf, og renna í vatnið fyrir silung- inn. „Golfið er ntjög vinsælt, og mikið spurt eftir því," sagði Amór. „Brautimar komu vel undan vetrinum, og þessa dagana ernnt við að byrja að slá og þjappa þær, enda öll tæki hér til þess.“ Undanfarin sumur hefur líka verið hesta- leiga í Hvammsvík, og fyrirhugað að er að bjóða upp á hana áfram. Mjög góð tjaldað- staða er á staðnum, og ntargar fjöiskyldur koma og dvelja þar um helgar, fá að veiða í vatninu, fara í útreiðartúra og spila golf. En hægt er að leigja bæði golfsett, og veiði- stengur, auk þess sem til sölu eru hvers kyns veiðigögn og annað sem þarf til að nýta sér aðstöðuna. Laxahrognin girnilegust Amór kvað ánægjulegt, að ferðaskrifstof- ur væru í auknunt mæli famar að bjóða út- lendingum að bæta Hvammsvík inn í dag- skrána hjá sér, og kvað það mælast afar vel fyrir hjá ferðamönnum sem hefðu heimsótt staðinn. „Island á miklá framtíð sem ferða- ntannaland, og við þurfum að fjölga val- kostum fyrir útlendinga, jafnt sem Islend- inga sjáifa. Það erum við að reyna að gera hér í Hvammsvík. Staðurinn er alveg tilval- inn fyrir fjölskyldufólk, sem vill vera úti í náttúrunni með bömin sín og fara í göngu- ferðir, skoða fuglana, og veiða svo í vatninu. Hér er ömgg veiði, rnenn fá alltaf eitthvað ef þeir á annað borð staldra við. Svo færist í vöxt, að þaulvanir veiðimenn konti hingað að kvöldlagi til að renna fyrir lítið verð. Hér er líka tilvalið að korna fyrir menn, sem em að ftkra sig áfrant í fluguveiði, og vilja þægilegt vatn með tryggri veiði til að æfa sig við." Undir þetta tók vaskur veiðimaður við vatnið, Benóný Jakobsson, sem kaslaði í óða önn. Hann hafði verið röska tvo tíma og var búinn að fá tjóra væna silunga, þar af eina bleikju. „Bleikjan er toppurinn," sagði veiðimaðurinn. „Hún djöflast einsog ný- mnninn smálax.“ Benóný, sent kentur reglulega til veiða í Hvantmsvík, kvaðst alltaf fá eitthvað af fiski, ýmist á flugu, spón eða laxahrogn. Þetta kvöld höfðu hrognin gefist best, hann hafði veitt allan aflann á laxahrogn, sem líka er hægt að fá í Hvammsvík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.