Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 16
Föstudagur 14. maí 1993 Frá upplýsingaþjónustu landbúnaðarins HINN TVIÞÆTTIVANDI LANDBÚN AÐ ARIN S - Vandi landbúnaðarins lýsir sér ekki síður í lélegum rekstrarskilyrðum en úreltu stuðningskerfi Miklar breytingar hafa átt sér stað innan landbú- naðarins á síðustu 2 til 3 árum og frekari breytinga er að vænta á næstu árum ef fram heldur sem horfir. Hér er að sjálfsögðu verið að skírskota til eins stærs- ta verkefnis sem landbúnaðurinn hefur glímt við á undanförnum áratugum, þ.e. að bæta samkeppnis- stöðu sína og að takast á við aukinn innflutning búvara. innar er. Grasgreinunum hefur verið gert að kaupa innlendan áburð. Á móti leggur ríkissjóður gjöld á kom- greinamar þannig að kjötframleiðendur sitji við sama borð á markaðnum. Þá má benda á að virðisaukaskattur á landbúnaði gefur rfkissjóði um 4.000 milljón krónur í tekjur á ári. Það er u.þ.b. sama upphæð og ríkissjóður lætur af hendi rakna í niðurgreiðslur. Bætt rekstrarskilyrði meginforsenda árangurs Það nægir því ekki að stokka upp landbúnaðinn ætli menn sér að búa þennan gamalgróna atvinnuveg undir breytta tíma með aukinni samkeppni. Vandi landbún- aðarins lýsir sér því ekki síður í lélegum rekstrarskil- yrðum en úreltu stuðningskerfi. Þá verða stjómvöld jafnframt að gera sér grein fyrir að það fylgir því ætíð ákveðið óhagræði að starfa á 250 þúsund manna markaði. Hátt verð á innlendu kóki ætti eitt sér að vera nægjanleg staðfesting þess. Hin almennu rekstrarskil- yrði hafa af þeim sökum úrslitaáhrif á getu okkar til að takast á við samkeppni erlendis frá, þar sem framleið- endur í landbúnaði njóta góðs af margfalt stærri mörkuðum, og oftar en ekki stuðningsviljugri stjóm- völdum. >- Hvaö hefur verið gert? Ef við lítum aðeins á þær breytingar sem átt hafa sér stað er líklega þeirra stærst niðurfelling útflutningsbóta og samningur við bændur um lækkandi ríkisstuðning. Þá hefur verið losað um þann hluta verðmyndarkerfis búvara sem enn er við lýði, þ.e. opinbera verðlagningu á kinda- og nautakjöti og mjólkurafurðum, og rík- isábyrgðin svonefnda hefur verið felld niður. Fleira má tína til. Kvótakerfið sem er til staðar í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu hefur verið gert sveigjanlegt, ef svo má að orði komast. Til skamms tíma voru kvótamir föst stærð sem tók litlum breytingum á milli ára. í dag em þeir háðir sölu þessara afurða á innanlandsmarkaði. Dragist neysla á kindakjöti eða mjólkurvörum saman minnka kvótamir og öfugt. Aukist neyslan aukast kvót- amir sem því nemur. *- Hver er árangurinn? En hvað þýða þessar breytingar í raun? í sem fæstum orðum að dregið hefur verið úr afskiptum ríkisins af sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Þessum hefðbundna hluta landbúnaðarins hefur eiginlega verið „stungið í samband" við markaðinn. Með sveigjanlegu kvótakerfi sem hefur verið aðlagað markaðnum komum við í veg fyrir offramleiðslu og birgðasöfnun. Samfara því hefur ríkisábyrgð verið afnumin og verið er að búa í haginn fyrir frjálsari verðmyndun. Bændur og afurðastöðvar geta m.ö.o. ekki framleitt það sem gamla kvótakerfið sagði til um án tillits til markaðarins. Þetta mun ásamt lækkandi ríkisstuðningi stuðla að aukinni hagræðingu innan landbúnaðarins bæði í ffumvinnslu sem og úrvinnslu. Er nóg að gert? Þessar grundvallarbreytingar á „kerfinu" svonefnda duga þó ekki einar til. Gera þarf gangskör að hagræðingu í slátur- og mjólkuriðnaðinum, svo að dæmi sé nefnt. Síðast en ekki síst verður að skapa matvælaiðnaðinum í heild sinni viðunandi rekstrarskil- yrði. Staðreyndin er sú að stjómvöld hafa m.a. í krafti innflutningstakmarkana getað vikið sér undan þvt' að færa rekstrarumhverfi landbúnaðarins í nútímalegra horf. Framleiðendum hefur m.ö.o. verið gert gegn ýmiss konar beinum og óbeinum ríkisstuðningi að bera ýmsar álögur og gjöld sem þeir gætu ekki axlað við önnur samkeppnisskilyrði. Fjórir rnilljarðar í VSK Sem dæmi um þessi lélegu rekstrarskilyrði má nefna ríkiseinokun á áburði og gjöld á innflutt fóðurkom. Skipta má kjötframleiðendum upp í grasgreinar og komgreinar allt eftir því hvert undirstöðufóður greinar- m m djsEÐ EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN AKUREYRI: Glerárgötu 28 Sími 96-30425 / GARÐABÆ: Goöatúni 4 Sími 91-42000 ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ MÁLARA: Snorrabraut 56 Reykjavík Sími 91-616132 , :y. fyrir allar gerðir húsa Sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Frábær ending

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.