Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 17
Föstudagur 14. maí 1993 17 ÞAÐ ER SITTHVAÐ VERÐJÖFNUNARGJ ALD OG VERÐ J ÖFNUN ARGJ ALD Húsbréf _______ Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. floidd 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 Innlausnardagur 15. maí 1993. 1. flokkur 1989 Nafnverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 7.402 74.016 740.157 1. flokkur 1990 Nafriverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 6.535 65.347 653.468 2. flokkur 1990 Nafiiverð: 10.000 100.000 1.000.000 Innlausnarverð: 12.907 129.069 ' 1.290.690 2. flokkur 1991 Nafnverð: 10.000 100.000 1.000.000 Innlausnarverð: 11.997 119.973 1.199.727 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands u . Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS 1—1 HÚSBRÉFADEILD ■ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVlK ■ SlMI 696900 Á undanförnum tveimur áratugum eða svo hefur verðjöfnun og verðjöf- nunargjöld verið höfð um ólíka hluti. Sem dæmi má nefna að verðjöfnun hefur átt við um jafn óskyld fyrirbæri og sérstakt gjald sem lagt er á bændur til að greiða fyrir markaðssetningu landbún- aðarafurða og gjöld sem lögð hafa verið á innflutt matvæli. Þá hafa innflutnings- gjöld af ólíkum toga einnig fengið þetta kunnuglega samhciti: Verðjöfnunar- gjöld. Þessi ófrumlegheit í nafnagift hefði í gegnum tíðina orskað ýmsan misskilning, nú síðast í umræðunni um EES-samninginn og þann aukna innflutning á landbúnaðaraf- urðum sem kemur í kjölfar hans. Tollar úr tísku Verðjöfnunargjöld þau sem EES-samn- ingurinn heimilar að lögð séu á innfluttar búvörur eiga ekkert skylt við tolla, hvorki fjáröflunartolla né vemdartolla. Á undan- fömum 10 til 15 ámm hafa tollar reyndar verið að fara úr tísku. Þeir þykja almennt viðskiptaletjandi og af þeim sökum óæskile- gir í milliríkjaviðskiptum. í stað tolla hafa ríki í síauknum mæli verið að taka upp verðjöfnunargjöld; á ensku varible levies og væri e.t.v. æskilegra að nefna þau breyti- leg jöfnunargjöld. Ófugt við tollana eiga þessi breytilegu jöfnunargjöld ekki að draga úr viðskiptum heidur er þeim einungis ætlað að jafna út samkeppnisaðstöðumun upp að vissu marki. Það þýðir að í stað þess að vemda heimaframleiðslu innflutningslands- ins er þeim ætlað að stuðla að samkeppni á jafnréttisgmndvelli. Veitir ekki vernd Þá er annar gmndvallarmunur á tollum og breytilegum jöfnunargjöldum. Tollurinn reiknast sem fastákveðið hlutfall af innflutn- ingsverði. Jöfnunargjöldin leggjast hins vegar aðeins á einn eða fleiri hráefnisþætti vömnnar. Sé jógúrt tekið sem dæmi þá leggst breytilega gjaldið aðeins á mjólk- urfituhluta vörunnar. Hugsunin að baki þessu er sú að aðildarríkjum EES er með þessum hætti heimilt að jafna út kostn- aðarmun í hráefnisinnkaupum í matvæla- iðnaði. Astæðan er vitaskuld sú að fram- leiðsluumhverfi í landbúnaði er mismun- andi eftir rflcjum, bæði hvað snertir niður- greiðslur, útflutningsbætur o.fl. Til þess að samkeppnisiðnaður, í þessu tilviki mjólkur- iðnaður, sitji við sama borð, hafa EES- löndin heimild til að jafna út þann kostn- aðarmun sem af þessu hlýst. Fyrir vikið veitir jöfnunargjaldið mjólkuriðnaðnum enga vemd og bændum ekki heldur þar sem einungis má beita gjaldinu upp að vissu um- sömdu marki. Reynist bændur og mjólkur- iðnaður ekki samkeppnisfær miðað við þessar aðstæður verða báðir aðilar að bregð- ast við því, en t.a.m. aukinni hagræðingu eða verða undir í samkeppninni ella. Föst umsamin stærð Síðast en ekki síst er breytilega jöfn- unargjaldið umsamin stærð. Vemdar- eða fjáröflunartollar em undantekningarlaust settir að fmmkvæði stjómvalda viðkomandi rfkis nema um refsitolla sé að ræða og þau geta ráðskast með þessa skattheimtu að vild. Breytilega jöfnunargjaldið er hins vegar stærð sem EFTA- og EB-ríkin hafa samið um, og eru reyndar þessa stundina að semja um. Að þeim viðræðum loknum verður gjaldið hreint „afgreiðslumál" og sú stofnun eða ráðuneyti sem fer með forræðið ræður engu um framkvæmdina. Það eina sem stjómvöld viðkomandi ríkis geta fengið ein- hverju um ráðið er hvort breytilega verð- jöfnunargjaldinu verði beitt. Vörn gegn ójafnri samkeppnisstöðu Breytilegt jöfnunargjald er því í þremur mikilvægum þáttum frábmgðið tollurn. í fyrsta lagi veitir það innflutningslandinu enga vemd heldur stuðlar það að samkeppni á jafnréttisgrund- velli. 1 öðm lagi er það ekki föst hlutfallsleg stærð sem legst á innflutningsverð heldur legst það á einn eða fleiri hráefnisþætti. í þriðja lagi er um að ræða umsamda stærð sem reiknast af hráefniskostnaði ef'np.. ströngum reglum. Að þessum forsendum gefnum hlýtur niðurstaðan að vera sú að EES-verðjöfn- unargjaldið eða breytilega jöfnunargjaldið er ekki neyt- endafjandsamlegt gjald hel- dur mikilvægt tæki sem aðildarríki EES hafa heimild til að beita í þvf skyni að verja sig gegn ójafnri samkeppnisstöðu. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120,105 Reykjavík Sími 91-25444 Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1994 þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og búrekstrarskýrsla, svo og veðbókar- vottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1994 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk. Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó að framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því að Stöfnlánadeild landbúnaðarins ér óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstak- lega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. @BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS KISILIÐJAN VIÐ MYVATN : j 7 i r>. 6 n - " u r. u ^ u r- _ i j ú - • r A' ; i, þ j 0 0 a = Aðalfundur Kísiliðjunnar hf. Aðalfundur Kísiliðjunnar hf. verður haldinn laugardaginn 15. maí nk., kl. 15:00 á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.