Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 14. maí 1993 Hér má sjá talandi dæmi um þá eyöingu sem uppblástur, sandfok og ofbeit geta leitt af sér. LandgrœÖsla og gróðurvernd Úrval af harðgerðum landgræðslujurtum - sem verkaðar eru í eiginfrœverkunarstöð Landgrœðslunar hafa valdið byltingu í landgrœðslunni, segir Sveinn Runólfsson landgrœðslustjóri Landgræðsla og gróðurvernd hefur stóraukist hér á landi hin síðari ár og óhætt er að fullyrða að mikil vakning hefur orðið meðal almennings á þessu sviði. Sandfok, ofbeit og önnur gróður- eyðing er eitt al varlegasta umhverfismál- ið hér á landi ólíkt vandamálum margra annarra landa, þar sem mengun er mesti skaðvaldurinn. Þess vegna hefur Land- græðsla ríkisins sérstakt hlutverk í hug- um þjóðarinnar og allir eru tilbúnir að leggja hinni íslensku náttúru lið hvað uppgræðslu snertir. Það vita hins vegar fáir hversu umfangsmikið og öflugt starfið er hjá Landgræðslu ríkisins og því heimsóttum við höfuðstöðvarnar að Gunnarsholti. Við ræddum þar við Svein Runólfsson landgræðslustjóra og Einar Karlsson verksmiðjustjóra í Fræverkunarstöð Landgræðslunar. Hólsfjöllin efst á lista Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir að þeir séu nú þegar byrjaðir að sá melfræi við Þorlákshöfn og austur í Eld- hrauni. „Við verðum með fjórar sáðvélar við sáningu mel- og lúpínufræs í sumar til þess að reyna að stöðva gróður og jarðvegs- eyðingu og hefta sandfok. Helstu svæðin eru Hólsfjöll og Skútustaðarhreppur í Mý- vatnssveit, Haukadalsheiði, Eldhraun, Mýr- dalssandur og Vestmannaeyjar. Þá verður einnig unnið að friðun Reykjanesskaga og sérstakt átak gert í Dimmuborgum í Mý- vatnssveit. Þá verður flugvélin TF-NPK í verkefni sem við köllum efling gróðurs og endur- heimt landgæða, og er þar aðallega verið að tala um Reykjanes og Suðurland, og einnig nokkur samvinnuverkefni með Landsvirkj- un. Nú síðan verður áfram öflug samvinna við landgræðslufélög og áhugahópa um allt land. Störf sjálfboðaliða hafa verið að stór- aukast og við bjóðum faglega ráðgjöf og alla þá hjálp sem við getum veitt. „Hér á landi hefur orðið mikil umhvefis- vakning og fólk gerir sér grein fyrir þörfmni á landgræðslu og gróðurvemd. Þessi vakn- ing skilar mjög miklu, því fólk hefur mikið samband við okkur og við reynum að koma til þeirra faglegum leiðbeiningum. Við reynum eftir föngum að aðstoða einstak- linga, félagasamtök og emm í miklu sam- starfi við fjölmarga skóla. Það er því okkar Áburðardreifing úr flugvélum hefur skilað mikíum árangri í landgræðslunni, en hér má sjá dreifingu við Sandskeið árið 1987.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.