Alþýðublaðið - 03.09.1993, Síða 1

Alþýðublaðið - 03.09.1993, Síða 1
GEIRDAL HAFNAÐI RANNVEIGU - bœjarstjóri œtlaði að hummafram afsér hugmynd um að Rannveig Guðmundsdóttir, formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs, myndi ávarpa menningarmálaráðstefnu vinabœja Kópavogs Furðuleg atkvæðagreiðsla fór fram í vikunni í Vinabæjanefnd Kópavogs. Þar voru greidd atkvæði um hvort heimila bæri að Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður menningarmálanefndar Norður- landaráðs, einnar veigamestu nefndar þeirrar stofnunar, - skyldi flytja ávarp á menningamálaráðstefnu vinabæja Kópavogs, sem haldin verður í dag. Bæj- arstjórinn, Sigurðiir Geirdal, sat hjá við atkvæðagreiðsluna, aðrir nefndarmenn samþykktu. Nú skyldu menn halda að Kópavogur vildi tjalda öllu sem til er þegar góða gesti ber að garði. En það fannst bæjarstjóranum greinilega ekki, hann vildi fyrir alla muni ekki að formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs, Kópavogsbúi, þingmað- ur og bæjarfulltrúi til margra ára, ávarpaði hina norrænu gesti. Mál þetta hefur verið í farvatninu vikum saman og mest á borði bæjarstjórans, sem greinilega vildi svæfa málið. Ekkert svar fékkst, þar til Kristján Guðmundsson, fyrrum bæjarstjóri Kópa- vogs, og formaður Norræna félagsins í Kópavogi, krafðist atkvæðagreiðslu í Vina- bæjanefndinni. Þá sýndi Geirdal hug sinn og sat hjá eftir að hafa þumbast við að halda Rannveigu frá ráðstefnunni. „Þetta er furðuleg afstaða bæjarstjórans og sýnir best hugsunarháttinn. Séu menn ekki framsóknarmenn, þá em þeir baneitr- aðir óvinir hans“, sagði einn heimildar- manna Alþýðublaðsins í gær. Þeir sem greiddu atkvæði með ávarpi Rannveigar, voru Kristján Guðmundsson, fulltrúi Norræna félagsins í Kópavogi, Am- ór L. Pálsson, Sjálfstæðisflokki og Margrét Eiríksdóttir, Alþýðuflokki. Fulltrúi Fram- sóknarflokksins í nefndinni, Stefán Am- grímsson, mætti ekki til fundar. Alþýðublaðið náði ekki tali af bæjar- stjóra Kópavogs vegna þessa máls í gær. ÁSMUNDUR VILL HÆKKA VEXTI „Ég er ekki hissa,“ segir Guðmundur J. Guðmundsson fonnaður Dagsbrúnar um sinnaskipti Ásmundar Stefánssonar og segir vaxtahækkanir aðför að verkafólki. „Fiann kom nú helvíti fínn kallinn í sjónvarpinu. Þeir hafa dressað hann upp, burstað hann, hellt yfir hann lýsi, þvegið hann, snyrt á honum skeggið og hvað eina,“ bælti Guðntundur við. Benedikt Davíðsson: Finnst ekkert athugavert við rök forvera síns. Horfir ekki á sjón- varp og kannast því ekki við þetla. BLADIÐ SENT TIL ÍSLENDINGA 18 OG 19 ÁRA Alþýðublaðið í dag er borið til allra íslendinga, sem em 18 og 19 ára, fólk sem al- mennt er að undirbúa vetursetu í skóla. Blaðið tjallar enda að meginhluta til unt fram- haldsskólana, annað nánt sem er í boði og ýmislegt fieira er höfðar til þessa æskutölks sem landið ntun crfa innan skamms. Hinu unga fólki sem nú fær Alþýðublaðið til lest- urs, óskum við alls hins besta í námi og starfi á komandi vetri. Tölvunefnd óskar að þess sé gehð hér að blaðið er sent þessum hópi samkvæmt skrá, sem er í vörslu Markaðsráðs hf. i . ® O K K A R F R A M L A G T I S:K; Ö L: A F Ó L ll 1* » » * /\ / •, / V \ OKKAR FRAMLAG GAMLA SKÓLARITVÉLIIU GILDIR SEM GREIÐSLA UPP f lUÝJAM HLUT f VERSLUIU IUÝHERJA Hvort sem það er ný tölva, tölvuprentari, ný skólaritvél eða bara hvað sem er... Komdu með gömlu skólaritvélina og byrjaðu skólaárið í Nýherja! Ef þú ætlar að kaupa t.d. Star LC-100 litaprentara og setur gömlu skólaritvélina uppí, lítur dæmið svona út: Star LC-100 19.900 kr. Silver Reed skólaritvél (1-2 ára) 8.900 kr. Þú greiðir því aðeins 11.000 kr. Komdu til okkar í NýheYja og þú færð góða þjónustu og vandaðar vörur sem gera námið enn skemmtilegra. ss B s i LC24-100, 24 nála prentari 24.900 kr. LC-100 litaprentari NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SlMI 69 77 77 & 69 77 88 19.900 kr. Alltaf skrejt á undan

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.