Alþýðublaðið - 03.09.1993, Page 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 3. september 1993
SKILABOÐ & SKÓLAMÁL
ÞAÐ ER BJART YFIR...
Venjuleg þriggja þrepa sjálfskipting
Nissan síbreytiskipting (N.CVT) Háþróuö sjálfskipting
N.CVT Háþróuö Nissan
sjálfskipting meö tölvustýrðri
kúplingu, sem gefur mjúkt
þrepalaust viöbragö. Býöur uppá einstaka
sparneytni og fyrirhafnarlausan akstur.
NYJA BILNUM FRA NISSAN
■B
ÞETTA ER AUÐVITAÐ BÍLL ÁRSIIMS 1993, GLÆNÝR OG SPRÆKUR
ARGERÐ
BEINT ÚR KASSANUM
m
H E l
-17
Li
llli.
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöföi 2,112 Reykjavík
Sími674000
UERÐ AÐEINS 855.000.- KR. STGR
Fólk meö viti les smáa letrið og notar öryggisbeltin alltaf
Þaö er leikur að læra -
á hvaða aldri sem er!
Bréfaskólinn
Bréfaskólinn hefur starfað í meira en hálfa öld og er öllum
opinn allt árið. Þar er boðið upp á margs konar fjarnám þar
sem notuð eru kennslubréf, hljóðsnældur, myndbönd, mynd-
sendir og einnig nærkennsla í einstaka námskeiðum. Megin-
flokkar námskeiðanna eru:
Almenn fræðsla og tómstundaiðja
Nám á grunnskólastigi
Nám á framhaldsskólastigi
Starfstengd námskeið
Félagsstörf og bókmenntir
Sérstaklega hannað námsefni til sjálfsnáms í erlendum
tungumálum
Námsráðgjöf í síma
Nemendur sem ljúka námskeiðum á framhaldsskólastigi
geta tekið stöðupróf í framhaldsskólum og þannig hlotið
námseiningar á framhaldsskólastigi. Að loknu bóklegu námi
í Bréfaskólanum í siglingaffæði geta nemendur tekið próf í
stýrimannaskólum og víðar. Nemendur Bréfaskólans í véla-
varðanámi geta að loknu bóklegu námi tekið verklegt nám í
framhaldsskólum og lokið prófi þar.
Ymis konar afsláttur er í boði svo sem fjölskylduafsláttur
og hópafsláttur.
Bréfaskólinn hefur samstarf við marga aðra fræðsluaðila
og stofnanir um hönnun og rekstur námskeiða með fjar-
kennslusniði.
Alliance Francaise
Boðið er upp á frönskukennslu á þremur stigum hjá.Alli-
ance Francaise í Reykjavík. Hverju stigi er skipt í tvo áfanga,
en hver áfangi samsvarar einu námsmisseri hjá Alliance
Francaise. Kennt er tvisvar í viku, tvo tíma í senn. Ný nám-
skeið hefjast í september, í janúar og í maí.
Einnig er í boði samtalshópur fyrir þá sem hafa öðlast góða
þekkingu á franskri tungu. Einnig er að finna bamahóp þar
sem kennt er einu sinni í viku tvo tíma í senn.
Hjá Alliance Francaise fer fram undirbúningur fyrir próf
Alliance Francaise í París „Diplomes de l'Alliance Francaise
de Paris". Það er ætlað þeim sem vilja bæta skriflega kunn-
áttu sína, málfræðiþekkingu og læra meira um franskar bók-
menntir og menningu.
Þýskunámskeið
Germaníu
Boðið er upp á þýskunámskeið fyrir byijendur og lengra
komna á öllum stigum hjá Germaníu í Reykjavík. Mest
áhersla er lögð á talþjálfun, málfræði (sem að verulegu leyti
er æfð með talæfingum og tekur mið af hversdagslegri notk-
un málsins), hlustunar- og lesskilning, aukningu orðaforðans
og framburð.
Um er að ræða tvö námskeiðsstímabil á hverjutn vetri;
annars vegar frá septemberbyrjun ffarn í desember og hins
vegar frá janúarlokum fram í apríl. Bæði tímabilin spanna 11
vikur og fer kennsla í flestum flokkum fram einu sinni í viku
(byijendur á haustin mæta tvisvar í viku). Kennt er í 90 mín-
útur í hvert skipti. Unnt er að ganga inn í hvaða flokk sem er
bæði í september og í janúar og er síðan ávallt boðið upp á
beint framhald á næsta námskeiðstímabili þar á eftir.
Kennsla fer ffam f Lögbergi, Háskóla íslands. Kennt er á
kvöldin frá mánudegi til fimmtudags.
Leyfilegt er að sækja kennslu í tveimur eða fleiri flokkum
samtímis án jress að á móti komi hækkun á námskeiðsgjaldi.