Alþýðublaðið - 03.09.1993, Side 7

Alþýðublaðið - 03.09.1993, Side 7
Föstudagur 3. september 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 „VINSTRI HELMINGURINN" SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA SUJ er í stjómarandstöðu - hvað varðar LIN Jón Þór Sturluson, ritari Sambands ungra jafnaðarmanna, skrifar Á síðustu árum hefur Samband ungra jafnaðarmanna (SUJ) beitt sér kröftuglega í menntamálum og þá sérstaklega varðandi málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þegar hugmyndir að nýju frumvarpi um LÍN litu dagsins ljós fyrir rúmlega einu og hálfu ári brugðust ungir jafnaðarmenn harkalega við og var áherslan í gagnrýninni lögð á fjögur atriði: (1) Of háar endur- greiðslur. (2) Takmarkanir á réttindum iðnnema til námslána. (3) Eftirágreiðslur. (4) Skerðing á félagslegu hlutverki sjóðsins. Samband ungra jafnaðarmanna fékk samþykktar um breytingar á frumvarpinu innan Alþýðuflokksins, fyrst í flokksstjóm og síðar á flokksþingi, eftir að frumvarpið varð að lögum. Samt sem áður hafa engar breytingar náð fram að ganga í ríkisstjóm og má því segja að SUJ sé í stjómarand- stöðu hvað þetta mál varðar. I kjölfar mál- flutnings SUJ, innan flokksins sem utan, var stofnuð nefnd sem hefur nú starfað í hartnær eitt ár. Nefhdin er skipuð undirrit- uðum og Sigþóri Ara Sigþórssyni fyrir hönd SUJ og fyrir hönd þingflokksins sitja í henni þau Sigbjöm Gunnarsson og Sjöfn Sigurbjömsdóttir. Vonast er til að fjóreyki þetta skili af sér störfum nú í haust. „BókhaldsblöfP‘ En hvað er það eiginlega sem við ungir jafnaðarmenn sættum okkur ekki við í lög- um Lánasjóðsins? í fyrsta lagi var tekin upp sú nýbreytni fyrir ári að námsaðstoð var að- eins greidd efrir á. Það er, aðeins eftir að einkunnir höfðu verið birtar var hægt að fá lán sín útborguð. Afleiðingin af þessu varð sú að fjöldi námsmanna þurfti í vetur að lifa á yfirdrátt- arlánum bankanna með ómældum tilkostn- aði, óþægindum og áhættu. Áður borgaði Lánasjóðurinn út mánaðarlega, en gerði svo upp við námsmanninn eftir á. Kannski hefði þessi breyting verið rétt- lætanleg ef hún hefði skilað umtalsverðum spamaði fyrir ríkið, en því fer fjarri. I dag er það almennt viðurkennt, sem við ungir jafnaðarmenn höfðum áður bent á, þessar aðgerðir vom einungis bókhaldsblöff. Peningaútlátum var frestað ffam yfir ára- mót svo að fjárlagahallinn árið 1992 yrði ekki eins mikill. Aðgerðin var frekar út- gjaldaauki fyrir sjóðinn ef eitthvað er, því ofan á lán námsmanna bættist svokallað vaxtaálag. Það borgast þó á endanum af námsmönnunum sjálfum. Syndir feðranna Um leið og þetta var gert var reglum um endurgreiðslur lánanna einnig breytt. Áður fyrr var endurgreiðsla háð tekjum, þannig að hver borgaði 3,75% af tekjuskattsstofni. Nú er það hins vegar svo að greiða verður 5% af tekjum til baka fyrstu fimrn ár endur- greiðslutímans, en svo 7%. Það er svolítið hjákátlegt að margir þeirra sem samþykktu þessi lög em nú að greiða af óverðtryggðum lánum með 3,75% af tekjum sínum. Hvort það sé of lítið skal ósagt látið, en að minnsta kosti finnst þessu fólki, að okkur námsmönnum sé ekki of gott að greiða helmingi hærri upphæð. Hér er um gmndvallaratriði að ræða. Við emm á næstu ámm látin borga fyrir ódýra kerfið sem foreldrar okkar nutu góðs af. Fælist ekki meiri sanngimi í því að þau borguðu eigin sukk? I áðumefndum lögum vom fleiri atriði sem hafa angrað ungra jafnaðarmenn mjög. Má þar helst nefna skerðingu á lánshæfni iðnnáms og niðurfellingu ákvæðis um að tillit sé tekið til félagslegrar stöðu lántaka. Hvaða samræmi er það, að tala um aukið vægi iðnmenntunar, en um leið gera hana enn meira óaðlaðandi en nú? Sömuleiðis vaknar sú spuming hvort bamsfæðing eða aðrar félagslegar ástæður eigi að hafa áhrif á framtíðarmöguleika einstaklingsins. Við segjum nei. Ungir jafnaðarmenn segja ekkí pass! En Samband ungra jafnaðarmanna gerir meira en að mótmæla lélegum lögum, held- ur höfum við líka sitthvað til málanna að leggja. Til að mynda höfum við ákveðnar skoðanir á því hvemig námsaðstoðarkerfi skuli líta út. Hér á eftir em helstu atriðin sem við myndum leggja áherslu á ef við fengjum að stjóma kerfmu: # Til að tryggja jafhrétti til náms er nauð- synlegt að ríkisvaldið sjái fyrir traustu námsaðstoðarkerfi sem tryggir fjárhagslegt öryggi til ástundunar náms, að vali hvers og eins. Taka verður tillit til margbreytilegra félagslegra aðstæðna með ofangreind markmið í huga. Líta verður á námsaðstoð- arkerfið heildrænt, en ekki eingöngu á námslánin sjálf. Húsnæðismál, dagvistun- armál og samgöngur em þættir sem nðáms- aðstoðarkerfið þarf að spanna. Ekki skal mismunað eftir námsleiðum. Það er ekki hlutverk slíks kerfis að stýra fólki í nám, hvorki á fjárhagslegum forsendum né öðr- um. # Hvaða nám skal njóta námsaðstoðar? Miðað við fyrrgreind markmið er nauðsyn- legt að allir þeir sem ekki em fjárhagslega á ábyrgð forráðamanna fái aðstoð, burtséð fr á því hvaða nám þeir stunda. I mörgum til- fellum er ekki nægjanlegt að miða aldurs- takmark lántaka við 20 ár. Samband ungra jafnaðarmanna hefur hingað til viljað skipa iðnnám á bekk með öðm „lokanámi“. # Fjármagna skal lánasjóð af almennu skattfé og skal framlag hins opinbera að jafnaði aldrei vera það lítið að eigið fé sjóðsins skerðist. Ekki skal leita til annarra aðila, svo sem aðila á vinnumarkaði og einkaaðila, til slíkrar fjármögnunar - nema í undantekningartilfellum. Sjálfstæði náms- manna er ekki síður mikilvægt en sjálfstæði kennslu- og rannsóknastofnanna. # Námsaðstoð skal greidd út jafnóðum og nám fer fram og þá á svipaðan hátt og al- mennt gildir um vinnulaun, svo frerrú sem námsmaður hafi skilað viðunandi námsár- angri fram að þeim tíma. Nauðsynlegt er að samræmd skilgreining á námsframvindu sé notuð. # Endurgreiðslur námslána skulu vera tekjutengdar. Samband ungra jafnaðar- manna telur stighækkandi endurgreiðslu- hlutfall heppilegast, bæði til jöfnuðar og eflingar á fjárhagsstöðu sjóðsins. Ungir jafnaðarmenn geta engan veginn fellt sig við vexti á námslán. # Aðstoð til framhaldsskólanáms verður að skoða sérstaklega. Eftir hefðbundið há- skóla- eða starfsnám hafa margir nemendur væntanlega safnað að sér dálaglegum skuldum. Jafnframt ber að athuga að mikið af þessu námi er stundað erlendis og hlýst af því mun meiri kostnaður fyrir náms- manninn en ella. Blása þarf lífi í rannsókna- tengt styrkjakerfi til framhaldsnáms. # Samband ungra jafnaðarmanna neitar ekki að horfast í augu við kostnað af góðu námsaðstoðarkerfi. SUJ lítur einfaldlega á menntun sem góða fjárfestingu sem nauð- synleg er fyrir þjóðfélagið. Fjármögnun menntunar á ekki heim í einkageiranum. Höfundur er nemi í hagfræði við Háskóla islands og formaður RÖSKVU. Fellum íhaldið með kosninga- bandalagi vinstri flokkanna Ingvar Sverrisson, formaður borgarmála-málstofu Félags ungra jafnaðarmanna íReykjavík, skrifar í nær sex tugi ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með völd í höfuðborginni. Á þessum tíma hafa þeir náð að festa sig í sessi svo um munar. Þar af leiðandi segir það sig sjálft að komist ann- ar meirihluti en þeirra í borgarstjórn verður afar erfitt fyrir nýja meirihlutann að fóta sig við stjómunina vegna þessa sterka embættismannakerfís sem sjálfstæðismenn hafa lagt undir sig. Borginni hefúr verið stjómað af (sjálf- stæðisjmönnum sem láta sér ekkert fyrir bijósti brenna, eru spilltir fram í fingur- góma og hugsa fyrst og fremst um eigin rass. Besta dæmið um þetta er bygging Perlunnar þar sem stærsta og flottasta veit- ingahús landsins er byggt af borgaryfir- völdum og síðan afhent einum dyggum fé- laga í flokknum til einkareksturs. Það sætir fúrðu að flokkur, sem ávallt hefúr haldið fram ágæti einkareksturs og engra ríkisafskipta, byggi slíkt hús, afhendi það einkaðila til reksturs og greiði svo 80 milljónir króna í viðhald eins og ákveðið var að gera við síðustu fjárhagsáætlun. Svo ekki sé talað um að veitingahúsamarkaður- inn var löngu mettur og samkeppnin ein sú harðasta sem þekkist á íslandi, afleiðingar þessa sjá allir. Pappírspeningar sjaiistæðisnianna Nú fer að koma að kosningum og sjálf- stæðismenn eru svo sannarlega byrjaðir að undirbúa sig með því að gera S VR að hluta- fyrirtæki og búa þannig til pappírspeninga svo staða borgarinnar líti betur út. Vinstri flokkamir hafa löngum reynt að fella meirihluta íhaldsins. Þá sjaldan sem það hefur tekist helst það ekki lengur en fjögur ár. Hvað er til ráða? Nú þegar em hafnar viðræður um sameiginlegt framboð vinstriflokkanna á ný en ég er mjög efins um að það takist eins og staðan er í dag, nær lagi væri að bindast einhverskonar kosn- ingabandalagi þó svo boðið yrði fram undir mismunandi merkjum. Kosningabandalag í Reykjavík nauðsyn Alþýðuflokkurinn er þvf miður ekki í vænlegri stöðu fyrir þessar kosningar mið- að við þær vinsældatölur sem birtast í skoð- anakönnunum. Hins vegar látum við jafn- aðarmenn okkur ekkert fyrir bijósti brenna og hefja verður baráttuna sem fyrst. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafa mikið rætt þessi mál og lagt mikla áherslu á að þau komist af stað sem fyrst. Því miður virðist biðin ætla að verða lengri. Nýr vettvangur hefúr nú þegar boðað Al- þýðuflokkinn til viðræðna um hvort enn sé fótur fyrir sameiginlegu framboði og verða flokksmenn nú að fara að ákveða sig í þess- um máium svo hægt sé að koma undirbún- ingsvinnu í gang. Ungliðahreyfingar félagshyggjuflokk- anna ræddu þessi mál örlítið sín á milli á fundum í vor. Þar virtist vera nokkuð góð málefnaleg samstaða um flest veigamikil málefni eins og almennt er með vinstri helminginn í íslenskum stjómmálum. það er því nauðsynlegt að bindast einhverskon- ar kosningabandalagi og fella núverandi meirihluta. Sameiginleeur kraftur vinstri flokkanna Mér hefur þótt það fremur undarlegt miðað við ffamgöngu sjálfstæðismanna að þeir skuli ávallt verða kosnir aftur til valda í borginni. Það eru þó til ýmsar skýringar og tel ég helst að ónógur undirbúningur vinstri flokkanna og eilíft ósamkomulag þeirra sé ástæðan. Sameiginlegur kraftur þessara flokka er nauðsynlegur til að vinna slag sem þennan. Einnig er nokkuð ljóst að menn hafa oft verið teknir ffarn yfir málefnin og þeir þannig verið ástæða þess við hvað er merkt á kjörseðlinum eins og best þekkist með Davíð Oddsson. Þess vegna tel ég að kominn sé U'mi til að skipta út þeim gömlu, sem setið hafa í fjölda ára í borgarstjóm og em augljóslega orðnir þreyttir á þessu öllu saman. Ungt fólk með ferskar hugmyndir taki við Já, það er kominn tími til að skipta út og Játa yngra fólkið taka við með nýjar og fer- skar hugmyndir. Borgarmálefnin hafa al- mennt löngum verið talin mjög þreytandi og leiðinleg og er það oftast nær rétt. Þess vegna hafa þau fengið Ktinn sess í fjölmiðl- um og áhuginn er enginn. Þannig vilja einmitt sjálfstæðismenn hafa hlutina, geta garfað alveg óáreittir í sínum málum með okkar peninga og logið okkur svo full með aðstoð embættismanna sinna til þess að eins að komast á spenann aftur. Þetta er einmitt það sem þarf að brey ta og með ungu og sterku fólki með nýjar og fer- skar áherslur er vel hægt að vekja almenn- ing til vitundar um það sem er að gerast í borginni leiða það svo inn á betri veg — veg jafnaðarstefnunnar. Höfundur er ritari Sambands ungra jafnaðarmanna og nemi í stjórnmálafræði við Háskóia islands. J&Cli Vlnnmgstöi m VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING if 1 6 af 6 2 (0 á ísl.) 78.240.000 ETH 5 af 6 Lfi+bónus 2 677.836 pcH 5 af 6 10 106.517 F1 4 af 6 1.091 1.553 3afg CJU+bónus 3.310 219 Aðaltölur: BÓNUSTÖLUR Heildarupphaeó þessa viku: 161.320.055 á ísl.: 4.840.055 UPPLYSINQAn. SÍMSVARI 51-68 15 11 LUKKULÍNA 9910 00 - TEXTAVARP 451 »I«T #8« fYAIIIVAAA U» PRIINrvltLUB

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.