Alþýðublaðið - 31.12.1993, Side 9

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Side 9
Föstudagur 31. desember 1993________ Júlí Bónus í hús keppinautar Alþýðublaðið greinir ffá því fyrst blaða í júlí að Bónus hafi tekið á leigu húsnæði fyrrum keppinaut- ar, Miklagarðs. Verslun þar, stærsta Bónusbúðin, verði opnuð á árinu 1994. Mikligarður er hinsvegar allur og gjaldþrot þess stórt. Vísindamenn voru gabbaðir Skemmtileg afhjúpun Alþýðublaðsins í gúrkutíð sumarsins vakti mikla athygli. Vísindamenn, Mogg- inn og fleiri fjölmiðlar létu gabbast af segulmögnuð- um Rússa sem lét potta, pönnur og fleira hanga utan á líkama sfnum. Pétur Finnbjömsson, strákur úr Breiðholtinu, sýndi lesendum að þetta væri lítið mál. Innan tíðar vom blaðamenn Alþýðublaðsins famir að gera kúnstir hins magnaða Rússa, enda er rit- stjómin fjölhæf í meira lagi. Rannveig varaformaður Alþýðuflokksins Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér embætti vara- formanns Alþýðuflokksins og var það mál tíundað vel í fjölmiðlum. Við embættinu tók Rannveig Guð- mundsdóttir á flokksstjómarfundi sunnudaginn 18. júlí. Rannveig varð einnig formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, fyrst kvenna í því embætti. / Agúst Landbúnaðurinn kostar sitt Alþýðublaðið segir í forsíðufrétt að heildarstuðn- ingur við landbúnað sé hæstur á íslandi af öllum Norðurlöndunum. Stuðningurinn við laridbúnað miðað við útgjöld hverrar 4 manna fjölskyldu nemur 225 þúsund krónum. Þessar upplýsingar em úr skýrslu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um landbúnaðarstefnu á Norðurlöndum. Heildarstuðn- ingurinn er 16,7 milljarðar. Mikil blaðaskiif komu í kjölfarið. Norðmenn ævareiðir íslendingum Smugumálið svokallaða kom upp í ágúst. Norð- menn vom okkur ævareiðir. Hingað kom utanríkis- ráðherra Noregs, Jóhann Jörgen Holst, og ræddi við Jón Baldvin Hannibalsson, starfsbróður sinn, um ágreining þjóðanna. Astandið í fiskveiðum á úthöf- unum sagði Jón Baldvin einfaldlega vera það að engin þjóð gæti bannað annarri að veiða ftsk á úthaf- inu utan lögsögu strandríkis. Holst lagði áherslu á að stjómvöld yrðu að banna flotanum veiðar í Barents- hafi. Ríkisstjómin taldi hinsvegar útilokað að banna eitt eða neitt, til þess hefði hún enga heimild. Fangar gera uppreisn Nýjar og hertar öryggisreglur á Litla Hrauni fóm fyrir brjóstið á föngum eystra. Þeir efndu til fanga- uppreisnar í lok ágúst. September Bullandi loðna - skipin seld burtu Frétt Alþýðublaðsins um sölu afkastamikilla loðnuveiðiskipa til útlanda vakti mikla athygli. A sama tíma var bullandi loðnuveiði hér við land og skortur á hæfum skipum til að ná í aflann. Karlar fá ódýr og vönduð fót Alþýðublaðið gerði mikið úr afrekum innlendra kaupmanna, sem bjóða lægra vömverð en vandaða vöm. Þannig er sagt ffá byltingu f verðlagi á karl- mannafatnaði hjá nýrri búð Jack & Jones í Kringl- unni, - áframhald á Vera Moda búðunum, sem Al- þýðublaðið greindi líka fyrst frá, og áttu eftir að verða gífurlega vinsælar hjá kvenþjóðinni. McDonald’s í rimmu við verkalýðinn Ekki gekk þrautalaust að opna hinn nýja ham- borgarastað McDonald’s á fslandi. Eigendur lentu í deilum við verkalýðsfélögin. Ekki átti að gera samn- inga við starfsfólk og það ekki að vera innan verka- lýðshreyfmgarinnar. Þessu var kippt í liðinn og Dav- íð Oddsson gat opnað hamborgarastaðinn með pomp og pragt. Debetkort í mótbyr Debetkortum bankanna var tekið vægast sagt illa þegar þau vom kynnt snemma í september. Kaup- menn bjuggust til vamar og neytendur létu sér fátt um finnast. Almennt töldu menn að kerft þetta væri sett upp til hagræðingar fyrir bankana, og þeim bæri að bera af því allan kostnað. Enn situr við það sama, debetkortin em strönduð. í Alþýðublaðinu fór fram nokkurt rifrildi Einars í VISA og Magnúsar í Kaup- mannasamtökunum. Danska skinkan í Hagkaup Halldór Blöndal kom í veg fyrir að tvö tonn af danskri skinku á góðu verði kæmust til neytenda. Málið var á borðum ríkisstjómarinnar. Davíð Odds- son þurfti að skera úr ágreiningi milli Blöndals ann- ars vegar og Jóns Baldvins og Friðriks Sophussonar hinsvegar. Davíð ákvað að innflutningur á landbún- aðarvömm væm undir náð og miskunn Halldórs Blöndals. Bónus flytur inn kalkúnalæri Enn héldu áfram væringar út af innflutningi á er- lendum landbúnaðarvömm þegar Jóhannes í Bónus flutti inn slatta af kalkúnalæmm. Mikil blaðaskrif og deilur. Niðurstaðan sú sama, enginn innflutningur leyfður. Kalkúnamir vom tollafgreiddir á Keflavík- urflugvelli þar sem utanríkisráðuneytið ræður, - en teknir í Bónus af tollgæslunni í Reykjavík. Flestir til í skattsvik Sjö af hvetjum tíu Islendingum em til í skattsvik, segir á forsíðu Alþýðublaðsins um miðjan septem- ber. Skýrsla um skattsvik sem fjármálaráðherra kynnti, boðaði varhugavert siðgæði landans. Október Mikilvægur áfangi í hvalamálum Sigbjörn Gunnarsson, alþingismaður, náði þeim stórkostlega árangri að fá samþykkta ályktun innan sjávarútvegsnefndar Evrópuráðsþingsins, sem Sig- bjöm veitir forystu. Tillagan gengur út á sjálfbærar aðferðir til stjórnunar á fjölþættri nýtingu auðlinda hafsins, þar á meðal sjávarspendýra, sem skuli byggjast á nákvæmri þekkingu og skilningi á við- komandi vistkerfúm. Hér náðist mikilvægur áfangi varðandi hvalveiðar íslendinga. Deilt um spilavítisrekstur Þingmenn eyddu nær heilum starfsdegi í að þrátta um rekstur spilavítis, leiktækjasala með spila- kössum, sem Happdrætti Háskólans var að setja upp. Ymis samtök önnur vildu fá sinn bita af kökunni. Mikil gagnrýni kom fram á rekstur þennan. Efdr arg- vítuga samningafundi með dómsmálaráðherra náð- ist samkomulag um skiptingu á tekjum af kössum þessum, og spilabúllur opnuðu vítt um landið með á fjórða hundrað kassa. Forráðamenn Háskólahapp- drættis fullyrða í Alþýðublaðinu að kassamir muni ekki leiða af sér hörmungar af neinu tagi. Nóvember Raunvextir lækka Ríkisstjómin tilkynnti í byrjun nóvember um lækkun raunvaxta í 5%. Leitað yrði á erlendan lána- markað, ef innlendir fjárfestar sættu sig ekki við þá vexti af verðtryggðum ríkisskuldabréfúm. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, bar hitann og þungann í þessum aðgerðum, sem mæltust þegar vel fyrir í þjóðfélaginu öllu. Þá átti Jón Sigurðsson seðlabankastjóri drjúgan þátt í aðgerðunum, sem hann hafði raunar boðað raunhæfar fyrr á árinu. SÍS siglir í gjaldþrot Alþýðublaðið segir frá skuggalegri stöðu Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Fyrirtækið sem lengi var stærsta og öflugasta fyrirtæki þjóðarinnar, freistar þess að ná nauðasamningum við lánar- drottna. Skuldir umfram eignir vom þá 129 milljón- ir króna eftir mörg og stór áfoll í viðskiptalífinu. Síðasta Iota Tímans Hinn vinsæli dálkur Alþýðublaðsins, Rökstólar, fjalla um „Síðustu lotu Tímans“ þriðjudaginn 16. nóvember. Þar er greint frá ófullburða tilraun nýs rit- stjóra til að skapa söluhæft dagblað. Rökstólar segja Ijóst að hafin sé síðasta lota Tfmans. Það reyndist rétt, nema hvað DV tók Tímann á herðamar í lok ársins. Jón Sigurðsson aðalbankastjóri NEB Sú frétt kom eins og þmma úr heiðskím lofti, þeg- ar nýráðinn bankastjóri Seðlabankans, Jón Sigurðs- son, gerðist aðalbankastjóri Norræna Ijárfestingar- bankans, einnar virtustu peningastofnunar Evrópu. Setti ýmsa haturs- og áróðursmenn þá hljóða. Bankastjómin hafði óskað eftir Jóni til starfa, þrátt fyrir að hann var ekki í hópi umsækjenda um starfið. Jón Baldvin og Halldór semja um GATT GATT-tilboð ríkisstjómarinnar var loks sent til Genfar eftir langvarandi þóf milli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Halldórs Blöndals. Samkomulag náðist loks um ágreiningsmálin. Gert er ráð fyrir að nýr GATT-samningur taki gildi 1. janúar 1995 með aðlögunartíma til 2001. Verði nýr GATT-samning- ur staðfestur verður heimilt að flytja inn allar land- búnaðarvömr nema hrátt kjöt, hrá egg og hráa mjólk. Ólafur Ragnar brotlendir Frá landsfundi Alþýðubandalagsins reið Ólafur Ragnar ekki feitu hrossi. Ljóst var að Svavar og Steingrímur Jóhann höfðu tögl og hagldir í flokkn- um. Svokölluð Utflutningsleið var send í endur- vinnsluna, - og Ólafur sem hafði gerst NATÓ-sinni nokkm áður, varð að sjá tillögu um úrsögn úr Nató ______________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ samþykkta. Ólafur varð þó formaður, en rúinn völd- um, einangraður og valdalftill. Alþýðublaðið - stórblað! Önnur sjónarmið Alþýðublaðsins fundu það út að eiginlega er Alþýðublaðið stórblað, - ef miðað er við Bandaríkin. Bandarískt blað með hlulfallslega jafn- stórt upplag væri geftð út í 5 milljónum eintaka! Hvað um það hagur Alþýðublaðsins á árinu var góð- ur, og þótti efni í fréttir í öðmm blöðurn. Desember Óttast um enn meira atvinnuleysi Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur óttaðist mjög um vax- andi atvinnuleysi á svæðinu. Skrifstofa hans var orð- in stærsti launagreiðandi Suðumesja í byrjun desem- ber. Þar vom nærri 300 manns á atvinnuleysisbót- um. Sókn gegn skattsvikum Frétt Alþýðublaðsins um sókn gegn skattsvikum í Garðabæ vakti verðskuldaða athygli. Bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, Gizur Gottskálksson, flutti tillögu um könnun á umfangi skattsvika í bænum og var henni vel tekið. Kanna á hlutfall eigna og tekna skattgreiðenda í bænum. Tvöfeldni verkalýðshreyfíngar Sighvatur Björgvinsson sakaði aðila vinnumark- aðarins um tvöfeldni þegar vaxtalækkun væri annars vegar. Sagði hann ýmislegt benda til að lífeyrissjóð- imir vildu ekki taka þátt í því að ná niður vöxtum eins og þeir hefðu gefið vilyrði um. Benti ráðherrann á vissa tvöfeldni, verkalýðsleiðtoga sem væm í for- ystu á vinnumarkaði en sætu jafnframt í stjómum líf- eyrissjóðanna. „Engu er líkara en að þessir menn skipti um skoðun um leið og þeir skipta um hatt“, sagði ráðherra. Borgarfulltrúi í barnsburðarleyfí Ólína Þorvarðardóttir lét það verða sitt síðasta verk sem borgarfulltrúi að flytja tillögu sem gerir ráð fyrir að veita borgarfulltrúum sama rétt og öðmm launþegum, að njóta orlofs- veikinda- og lífeyris- greiðslna. Þar með lauk Ólína ferli sínum sem borg- arfulltrúi fyrir Nýjan vettvang og fór í bamsburðar- leyfi. A vettvangi borgarmála sýndi hún mikinn dugnað. Gefa fátækum kjöt Kári bóndi í Garði segir það „þjóðarskömm að fólk skuli líða matarskort" í frétt í Alþýðublaðinu á Þorláksmessu. Hann kallar það velmegunarfátækt að fólk líði af matarskorti á sama tíma og matvælum er hent í stómm stíl. Bændur nyrðra hafa ákveðið að senda Mæðrastyrksnefnd nokkurt rnagn af kjöti til að dreifa til fátækra. Óléttublandan í næstsíðasta blaði ársins segir Alþýðublaðið skemmtilega frétt á forsíðu, hún er um óléttublönd- una svokölluðu sem Ásta grasakona og böm hennar framleiða. Fimmtán konur, sem áttu erfitt með að verða óléttar, eiga nú von á sér, þriðjungur þeirra ætlar að fjölga íbúum Húsavíkur. Grasaseyðinu góða er þakkaður þessi frábæri og gleðilegi árangur. Bestu óskir um gott gengi á nýju ári! ENGIHJALLA GLÆSIBÆ k LAUGALÆK betri búðir, betra verð

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.