Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 7
PROFKJORSBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. febrúar 1994_______ KOPAVOGUR: Helga E. Jónsdóttir Utþenslu- stefna - fyrir hverja? Nú stendur fyrir dyr- um endurskoðun á Aðal- skipulagi Kópavogs, en skipuiagið var staðfest af félagsmálaráðherra fyrir hartnær fjórum árum. Aðalskipulag er stefna/áætlun sveitarfé- lagsins um landnotkun, gatnakerfi og þróun byggðar. Gildistími skipulagsins er 20 ár, frá 1992 tii 2012. Aðal- skipulag ber að endurskoða á 5 ára fresti, en meiri- hluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks setti þessa vinnu á gang í ágúst 1993, með þeim rökum að þeir telji nauðsynlegt að búa við endurskoðað skipulag í upphafi næsta kjörtímabils það er 1994 - 1998. En hver er kominn til með að segja að núverandi meirihluti bæjarstjómar verði hér við stjómvölinn á komandi kjörtímabili? Ekki ég. Hvemig á nýr meiri- hluti sem tekur við í vor að geta sætt sig við ríkjandi útþenslustefnu sem boðuð er með nefndri endur- skoðun? Endurskoðun skipulagsins gerir ráð fyrir grundvallarbreytingu, þar sem ákvörðun er tekin um hraðari uppbyggingu í bænum okkar, en ég tel skyn- samlega. Það á sem sagt að brjóta land og hefja út- hlutun í Fífuhvammi strax, en títtnefnt aðalskipulag gerði ráð fyrir því, að Fífuhvammsland yrði byggt á síðari hluta tímabilsins, eða um næstu aldamót. Efnahagslegt umhverfi og sá raunvemleiki sem blasir við, hafa áhrif á skipulag og ber að taka fullt tillit til þeirra svo sem húsnæðisþörf, tekju- og lána- möguleika fólks, verðlag á húsnæðismarkaðinum og síðast en ekki síst atvinnuástandið. Fyrrtaldir þættir hafa að mínu mati ekki verið lagðir til grundvallar, en ákvörðun um þá útþenslu sem við blasir var tek- in. Eg tel meirihlutamenn vemleikafirrta í meira lagi í þessu máli. Fullyrt er að 600 íbúðir í Kópavogi séu á söluskrá hjá fasteignasölum. Byggð fyrir 4300 íbúa er í uppbyggingu í Kópavogsdal, á Nónhæð og Digraneshlíðum. Nú á að bæta við eitt þúsund manna byggð, aust- an Reykjanesbrautar í Fífuhvammslandi. Fjölga á bæjarbúum um 800 á ári, en hvert á að sækja fbúana? Rök þau sem liggja að baki íbúaspánni em hreinir spádómar, þar sem kíkirinn hefur verið settur fyrir blinda augað, þegar spáð var í ffamtíðina. Þegar umrætt Aðalskipulag var samþykkt og stað- fest af félagsmálaráðherra, á vordögum 1990, lagði þáverandi meirihluti Alþýðufiokks og Alþýðu- bandalags metnað sinn í að ná fullri samstöðu meðal allra bæjarfulltrúa, hvað varðar tilurð og afgreiðslu skipulagsins. En nú blasir annar vemleiki við. End- urskoðun er drifin áfram, sama hvað hver segir, ákvarðanir teknar um gmndvallarbreytingar. Sam- staða skiptir engu máli, meirihlutinn ætlar, vill og getur með valdi sínu stuðlað að útþenslu, sem enginn veít hvert leiðir bæjarsjóð. Kópavogsbúar, mál er að linni, breytinga er þörf, malbiksstefnuna út, manngildisstefnuna inn. Höfundur er bæjarfulltrúi og fóstra. Hún tekur þátt i prófkjöri Alþýðuflokksins í Kópavogi. KÓPAVOGUR: Halldór Eiríkur Sigurbjörnsson Ingibjörg Hinriksdóttir - Hugsjóna- kona- Þegar ég var lítill patti naut ég góðs af því íþrótta- starfi sem einkennir Kópavog umfram aðra bæi. Alla daga síðan hefur mér fundist sem ég stæði í skuld við bæinn. Kópavogur hefur ætíð búið vel að ungu fólki og þá sérstaklega á íþróttasviðinu. En það eitt dygði ekki til ef ekki væru fyrir íþróttafélögunum hæfir aðilar til að láta hlutina ganga og leysa þau verk- efni sem fyrir liggja. Ingibjörg Hinriksdóttir hefur tekið að sér að tryggja ffamgang knatt- spymukvenna Breiða- bliks og leyst þá þraut af hendi af einstakri alúð og þolinmæði. Þessu starfi hennar hef ég kynnst þegar ég hef fengið „vall- arleyfi" ffá eiginkonu minni, sem notið hefur góðs af eljusemi Ingibjargar utan sem innan vallar. Milli þess sem við höfum reynt að hvetja liðsmenn Breiðabliks til dáða höfum við spjallað vítt og breilt. Við þessi kynni hefur Ingi- björg komið mér fyrir sjónir sem greind og einörð hugsjónakona, sem ákveðin er í að tiyggja framgang sinna áhugamála og tekst það jafnan. Ingibjörg hefur notið þess umfram mig að hafa gott sem alla ævi búið í Kópavogi og þekkir því vel til hvar betur má fara. Hún hefur lagt stund á sagnfræði- nám, stundað kennslu, almenn skrifstofustörf og unn- ið að æskulýðsmálum og hefur f hvívetna getið sér gott orð af þessum störfum sínum. Hún er eins og bærinn, kemur vel fram við ungt fólk - gerir það að betri mönnum. Ingibjörg hlýtur því mitt atkvæði. Höfundur er lögfræðingur og hefur sérhæft sig í alþjóðalögum - einkum alþjóða mannréttindavernd. KÓPAVOGUR: Helgi Jóhann Hauksson Sköpum „mannvænlegt umhvertiu í félagsmála- bænum! Allt ffam á þennan áratug hafði Kópavogur ffumkvæði meðal sveit- arfélaga landsins hvað varðar félagslega þjón- ustu, þá ekki síst varð- andi öldrunarmál. Kópa- vogur varð fyrirmynd annarra sveitarfélaga sem nú hafa tekið upp okkar háttu. Það er trú mín að næst sé komið að okkar næsta umhverfi, og aðstöðu og öryggi barna. Það verður að segjast eins og er að f Kópavogi hafa verið gerð ýmis alvarleg skipulagsleg mistök. Við höfum réttlætt þau með því að uppbygging hafi verið svo ör að ekki hafi verið á allt kosið. Hættum byggingakapphlaupinu! Það er engin ástæða fyrir okkur lengur að standa í einhverju byggingakapphlaupi til þess eins að monta okkur af því að geta boðið Jóðir undir fleiri íbúðir en öll önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins sarnan- lagt. Því síður þcgar í öllu óðagotinu, ný skipulags- mistök hrannast upp í kringum okkur. Yfirvöld hafa svo mikið að gera við að afgreiða og úthluta síðustu almennilegu byggingasvæðum okkar að þau mega ekki vera að því að líta á hvað er að gerast þó hrópað sé upp og þeim bent á það. Það er á okkar valdi Löng skipulagsleg mistakasaga okkar á að kenna okkur að staldra nú við og hugsa okkar gang. - Við getum enn gert Kópavog þekktan af „mannvænu“ umhverfi og orðið með þeim hætti brautryðjendur eins og áður í félagsmálunum. Umhverfi sem væri þroskandi jarðvegur fyrir vaxandi kynslóðir og ör- uggt skjól fyrir þá sem minna mega sín. Umhverfi sem til dæmis laðar böm allt ffá fyrstu bemsku burt frá tölvuleikjum og vídeóglápi til útivistar á sameig- inlegum útivistarsvæðum í ömggu skjóli ffá umferð, jafnt að vetri sem sumri. Það er á okkar valdi að krefjast þess að svo sé gert. Hugsið ykkur að enn er nær óþekkt að taka sérstakt mið af vetrarleikjum. Þó er ekkert mál að útbúa góða sleðabrekku í hverjum hverfishluta og lítið plan sem heldur einhverju vatni fyrir skautasvell. Yfír götu að sandkassanum á lóðinni heima Ein alvarlegustu mistökin sem hafa átt sér stað í seinni tíma skipulagsmálum okkar em trúlega sam- eiginleg leiksvæði á lóðum fjölbýlishúsanna í Kópa- vogsdal. Þrjú þúsund íbúa byggð er þar skipulögð með þeim hætti að stór hluti smábama þarf yfir götu og bílastæði til að komast að sandkassanum á lóð- inni heima hjá sér. Þetta geta allir sem best séð nú þegar á lóðinni, Lautasmári 25—41, fyrstu fullbúnu lóðinni á svæðinu. Þetta em þijú fjölbýlishús sem bærinn hafði allan veg og vanda af og seldi með full- tilbúinni lóð, ýmist sem almennar kaupleiguíbúðir eða sem félagslegar íbúðir. Enn er hægt að leiðrétta þessi alvarlegu mistök á þeirn lóðum sem eftir em. Hér á sfðunni fylgir einmitt teikning af næstu lóð, þar sem tvö samskonar hús em þegar fullbúin og önnur tvö em í byggingu, ásamt tillögum mínum frá í sumar um sára einfaldar breytingar sem tryggðu að litlu bömin kæmust að sandkassanum á lóðinni heima hjá sér án þess að þurfa að fara yfir götu eða bílastæði. 15 þvergötur og „vistgata“ á leið í skólann I sama hverfi á eftir að rísa mikil háhýsabyggð sem eru mistök útaf fyrir sig. Nokkur hundruð metra löng sérákvörðuð gönguleið frá þessum fjölmennu stórhýsum um hverfið og að skólanum verður sam- kvæmt gildandi deiliskipulagi skorin af alls fimmtán götum og akstursleiðum. Við það bætist að á hundr- að metra kafla, milli Lautasmára og Lindasmára, kallast gönguleiðin því hljómfagra nafni „vistgata". Það þýðir að þar verður þessi sérstaka gönguleið skólabama einnig akstursleið bifreiða án þess að ætla skólabörnunum og öðrum gangandi sérstakar gangstéttir eða bifreiðum sérstaka akstursbraut, heldur er öll gatan eins konar „gönguakstursbraut" jafnt fyrir alla vegfarendur, gangandi sem akandi. Þá verður „vistgatan" stysta akstursleiðin milli þessara húsagata og því mikil freisting fyrir marga bfistjóra sem em að verða seinir í vinnuna einmitt á þeim tíma þegar skólabörnin em á leið í skólann. Loks er vist- gatan eina akstursleiðin að bfiastæðum 70-100 íbúða. Ef ráðamenn reikna í alvöm með að þörf sé á nærri tveimur bflastæðum á íbúð fyrir fjölbýlishúsin í hverfmu hljóta þeir líka að reikna með að minnsta kosti 100-150 misjafnlega vel vöknuðum bflstjómm sem enga aðra leið eiga heiman frá sér á leið í vinn- una en eftir þessari gönguleið skólabama, „vistgöt- unni“ á sama tíma og þau em á leið í skólann. Undarlegt, svo hreykja þeir sér af því að hafa tryggt bömum örfárra einbýlishúsaeigenda á Nón- hæð gönguleið í skólann sem ekki er skorin af neinni umferð. Það er auðvitað góðra gjalda vert og ætti aldrei að vera með öðmm hætti. - En af hveiju í ósköpunum telja mennimir þá óhætt að í fjölbýlis- húsahverfinu að mikill fjöldi smábama þurfi yfir götu að sandkassanum á lóðinni heima hjá sér og að hundruðum ljölbýlishúsabama sarnan við morgun- umferðina á leið í skólann. Hver er munurinn á ein- býlishúsabörnum og ljölbýlishúsabömum f þeirra augum? Útivistarsvæði í hvern hverfishluta? Nú er ár tjölskyldunnar, höldum upp á það með ________________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 viðeigandi hætti og snúum við blaðinu í skipulags- málum - sköpum mannvænlegt umhverfl í Kópa- vogi. Við malbikum götur vegna þess að við megum til. Við setjum við þær götulýsingar vegna þess að við getum ekki hugsað okkur að vera án hennar. Við verðum við að ákveða, að útivistar- og leiksvæði í beinum tengslum við hvem húsagarð og hverja fjöl- býlishúsalóð, sé jafn mikilvæg í nýjum hverfum og götur og gangstéttir. Ef við höfum land undir golf- völl þá eigum við land fyrir útivistarsvæði. Ef við höfum ráð á íþróttamannvirkjum fyrir lítinn hluta bæjarbúa, þá getum við krafist útivistarsvæða í hvem lítinn hverfishluta. Fasteignaviðskipti eflast Að mínu mati verður jafn sjálfsagt innan fárra ára og það er nú að hafa malbikaðar götur, að hver nýr húsagarður tengist beint útivistarsvæði hlaðið freist- ingum og tækifærum til útivistar, jafnt að sumri sem vetri, í ömggu skjóli frá umferð. Við Kópavogsbúar gætum með sanni orðið stoltir af frumkvæði í þessum efnum. Allir fasteignaeig- endur nytu góðs af góðu orðspori bæjarins sem af hlytist, með sama hætti og öll fasteignaviðskipti í bænum verða erfið við illt orðspor. Illa skipulögð hverfi eldast illa, fasteignir lækka fljótl í verði og íbúum verður ekki eins annt um byggðina sína. End- urnýjun í hverfinu ber mark sitt af því og vandamál hrannast upp. Þegar hins vegar best tekst til í skipu- lagsmálum eru hverfin örvandi og þroskandi jarð- vegur góðrar heilsu og hamingju stoltra íbúa, jafnt bama sem fullorðinna. Kostnaður óverulegur og skilar sér margfaldur til baka Trúlegast kostar þetta okkur eitthvað í upphafi þó það væri ekki nema brot af þeim kostnaði sem sjálf- sagður þykir í gatnagerð. Við umhirðu fengju nokkm fleiri unglingar sumarvinnu en ella. Slík út- gjöld skiluðu sér strax í hærra fasteignaverði á svæð- inu og seinna í heilbrigðari, hamingjusamari og hæf- ari þegnum. Við Kópavogsbúar höfum látið heyra hressilega í okkur þegar hætta hefur verið á að Fossvogsdalnum verði misboðið, við höfurn jafnvel skipað okkur f fylkingar með eða móti breyttu útsýni eða ásýnd bæjarhluta. Sameinumst nú í kröfunni um „mann- vænf‘ umhverfi í Kópavogi. Akandi bfiar og böm að leik em eitruð blanda sem við eigum ekki að láta bjóða okkur. Kópavogsbúar, ég bið um stuðning ykkar í 2. sæti í opnu prófkjöri Alþýðuflokksins, helgina 26. og 27. febrúar. Höfundur er framkvæmdastjóri. Hann er þátttakandi í prófkjöri Alþýðuflokksins i Kópavogi. Meðfylgjaiidi teikningar eru allar af sömu byggingalóð. Ein er óbreytt eins og nú er unnið eftir. Hin- ar tvœr lagði Helgi Jóhann Hauksson fyrir bœjarstjórn í suinar til að sýna hversu einfalt vœri að tryggja örugga leið fyrir smábörn að sameiginlegu leiksvœði á lóðinni heima hjá sér. Samsvarandi breytingar sýndi Helgi Jóhann á lóð sem nú erfullbyggð. Breytingum var hafnað með þeim rökum að þœr skertu umferðaröryggi!?!? Dœmi hverfyrir sig, en þó svo vœri má spyrja: Af hverju ráðamenn telja verra að bíll rekist á bíl en bíll rekist á barn? Alls er þrjú þúsuitd íbúa fjölbýlisliúsabyggð fyrir- huguð í Kópavogsdal og eru allarfjölbýlishúsalóðirnar skipulagðar með hliðstœðum hœtti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.