Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. febrúar 1994 PROFKJORSBLAÐIÐ FRAMB JÓÐENDUR í PRÓFKJÖRI Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Kristján varð stúdent frá M.R. 1964. Hann lauk fyrri hluta prófí í guðfræði 1967 og B.A. prófi í íslensku og sögu ásamt uppeldis- og kennslu- fræði 1971. Kristján kenndi á námsárum sínum í Voga- skóla. Hann var félagsmál- astjóri í Kópavogi 1971- 1982. Bæjarstjóri í Kópa- vogi 1982-1990. Kristján hefur síðan unn- ið við verkefnastjórn á fé- lagsmálasviði í Hafnarfirði. Kristján er formaður stjórnar Myndlistarskólans í Kópavogi og Norræna fé- lagsins, ritari stjórnar Spari- sjóðs Kópavogs og gjaldkeri Ungmennafélagsins Breiðabliks. Kristján er kvæntur Mar- gréti Hjaltadóttur, kennara ogeiga þau þrjúbörn, Höllu Karen, Svövu og Hjalta. Sigríður Einarsdóttir, myndmenntakennari Hún er 57 ára fædd og upp- alin í Hafnarfirði. Búsett á Kársnesbraut 133, Kópavogi. Sigríður var kosin í bæjar- stjóm Kópavogs árið 1990 en hefur setið í bæjarstjórn í fimm ár og eitt ár í bæjarráði á fyrra kjörtímabili. Á þessu kjörtímabili hefur hún verið fulltrúi í fræðsluráði fram- haldsskólans í Kópavogi og situr í stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavog- skaupstaðar. Einnig hefur Sigríður setið í stjórn SSH. Hún lauk prófí frá Mynd- lista- og handíðaskóla ís- lands árið 1966 sem mynd- menntakennari. Sigríður er annar stofnandi og stjórn- andi Myndlistarskóla Kópa- vogs. Sigríður er gift Sigurði Friðfinnssyni og eiga þau fjórar dætur. Loftur Þór Pétursson, húsgagnabóls trari. Er 37 ára, fæddur 1956 í Reykjavík, en hefur verið bú- settur í Kópavogi frá 1977 og býr nú að Fagrahjalla 82. Kristín Jónsdóttir, arkitekt. Kristín Jónsdóttir arkitekt, ÁJfaheiði 14, fædd 1951 í Reykjavík og ólst þar upp. Stúdent frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1971 - en árið 1969-1970 dvaldist hún sem skiptinemi í Bandaríkj- unum og stundaði þar nám. Haustið 1971 hóf Kristín nám við arkitektadeild Há- skólansí Oulu, Finnlandi, og tók lokapróf í arkitektúr og skipulagsfræðum í apríl 1979. Síðan hefur hún unnið sjálf- stætt við margvísleg hönnun- arstörf. Maki er Oli Hilmar Jónsson arkitekt og eiga þau 5 böm. Hún starfaði mikið í æsku- lýðsfélagi sem unglingur og var formaður stúlknadeildar Æskulýðsfélags Langholts- sóknar 2 vetur. Tók þátt í klúbbastarfi í menntaskóla s.s. myndlistarkiúbbi. Hefur mikinn áhuga á skólamálum og var í stjóm foreldrafélags Digranesskóla 1 vetur. Helga E. Jónsdóttir, fóstra. Hún er 36 ára fædd í Reykjavík en fluttist í Kópa- vog 1961. Býr að Kársnes- braut 21c. Lauk prófi frá Fósturskóla íslands 1978. Helga hefur starfað á leik- skólanum Furugrund frá opnun hans 1978, og verið þar leikskólastjóri frá 1985. Varabæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins 1986-1990, og bæj- arfulltrúi 1990-1994. Sat í umhverfisráði '86-90. Er varamaður í byggingar- nefnd bæjarins og situr í Húsnæðisnefnd Kópavogs. Helga er gift Jóni H. Þor- lákssyni og eiga þau 2. börn. Ágúst Haukur Jónsson, umsjónarmaður félagsmála. Hann er 31 árs, fæddur og uppalinn í Kópavogi. Hann er skrúðgarðyrkjumeistari að mennt, lauk prófi frá Garð- yrkjuskóla ríkisins árið 1982. Ágúst starfaði um tíma sem garðyrkjustjóri í Vestmannaeyj- um ásamt því að kenna og stunda sjómennsku. Hann starfar nú sem umsjónarmað- ur félagsmála í austurbæ Kópavogs nánar tiltekið í Digranes- og Hjallaskóla. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsmálum, starfað með Ieikfélögum sem leikari og leikstjóri, var í skátafélag- inu Kópum í mörg ár. Hann hefur starfað í Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum, þar sem hann átti sæti í stjóm sveitarinnar, en starfar nú með Hjálparsveit skáta í Garðabæ. Ágústskipaði sæti á framboðslista Alþýðu- flokksins í Vestmannaeyjum í síðustu bæjarstjómarkosn- ingum og var ennfremur í stjóm flokksins. Sambýliskona Ágústar er Þórunn Þorsteinsdóttir og á hann fjóra syni á aldrinum 1 til 10 ára. Guðmundur Oddsson, skólastjóri. Hann er 50 ára, fæddur og uppalinn í Neskaupstað, en búsettur í Kópavogi frá 1960 og býr nú að Fögmbrekku 39. Guðmundur er stúdent frá MA og lauk síðan BA prófi frá Háskóla íslands. Hann hefur starfað við kennsiu hér í Kópavogi frá árinu 1964. Skipaður yfirkennari við Víg- hólaskóla 1974 og gengdi því starfi fram til ársins 1984, en það ár varð hann skólastjóri við Þinghólsskóla og gegnir því starfi nú. Guðmundur var fyrst kos- inn í bæjarstjórn Kópavogs árið 1978 og síðan endurkos- inn árin 1982, 1986 og 1990. Hann hefur á þessum fjórum kjörtímabilum setið 14 ár í bæjarráði, þar af 3 ár sem for- maður. Hann var forseti bæj- arstjórnar 1989-1990. Auk starfa í fjölda nefnda á vegum Kópavogsbæjar, þá hefur Guðmundur verið í trúnaðarstöðum fyrir Al- þýðuflokkinn til margra ára, og síðustu 4 árin hefur hann verið formaður fram- kvæmdanefndar flokksins. Hann er giftur Sóleyju Stef- ánsdóttur og eiga þau 3 dætur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.