Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 24. febrúar 1994 PROFKJÖRSBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ 17 ALÞYÐUFLOKKSINS 26.-27. FEB. Loftur lauk barna- og ungl- inganámi í Hlíðarskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. Hann lauk sveinsprófi í húsgagnabólstrun frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1978. Hann hefur rekið eigið fyrirtæki, Bólsturverk sf. síðan 1983. Loftur var form. félags nema í húsg. iðnaði 1976- 1978. Ritstjóri Iðnnemans 1977-1978. Form. Sveinafé- lags bólstrara 1979-1985, og form. Meistarafélags Hús- gagnabólstrara frá 1986. Hann hefur setið mörg þing og ráð- stefnur á vegum þessara fé- laga. I stjórn Rangæingafélagsins frá 1990, og form. Bridsdeild- ar Rangæinga frá 1990. Loftur er kvæntur Guðrúnu Dröfn Eyjólfsdóttir og eiga þau 3 börn. Ingibjörg Hinriksdóttir, skjalavörður. Ingibjörg Hinriksdóttir er 30 ára Kópavogsbúi, fædd 3. desember 1963. Hún hefur alla tíð búið í Kópavogi fyrir utan tvö ár, þegar hún starfaði sem kennari í Stykkishólmi. Ingibjörg býr yfir fjöl- þættri reynslu af starfi með börnum og unglingum. Hún var forstöðumaður félags- miðstöðvarinnar Ekkó í Þinghólsskóla fyrstu fjögur árin, jafnframt því sem hún kenndi við skólann. Hún var flokkstjóri í Vinnuskóla Kópavogs í sjö sumur. Ingi- björg er stúdent frá Mennta- skólanum í Kópavogi og á skammt í að ljúka BA prófi í sagnfræði frá Háskóla ís- lands. Ingibjörg starfar sem skjalavörður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og skrifar einnig um kvenna- knattspyrnu og körfuknatt- leik í DV. Hún hefur starfað að félagsmálum í mörg ár og á nú sæti í stjórn knatt- spymudeildar Breiðabliks og í Umbótanefnd ÍSÍ um kvennaíþróttir. Hreinn Hreinsson, félagsráðgjafí. Hreinn Hreinsson er 25 ára Kópavogsbúi fæddur á Sól- vangi í Hafnarfirði 14. maí 1968. Hann hefur alla tíð búið í Kópavogi, fyrst á Þinghóls- braut og síðar í Melgerði. Hann útskrifaðist sem stúd- ent af viðskiptabraut Menntaskólans í Kópavogi árið 1988. Hann lauk starfs- réttindanámi í félagsráðgjöf um síðustu áramót og vinn- ur nú að B.A. verkefni í sál- fræði. Hann starfar sem félgasráðgjafi á Félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar. Hreinn var varaformaður Félags félagsráðgjafarnema í Háskólanum og sat í 1. des. nefnd. Hfeinn hefur starfað af krafti fyrir samband ungra jafnaðarmanna og er nýkjörinn formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Hann er ókvænt- ur og barnlaus. Gunnar Magnússon, kerfisfræðingur. ur í lista- og menningarráði. Hann hefur setið í tómstund- aráði 1982-1984, í stjórn Fé- Iagsheimilis Kópavogs 1986- 1989, og í áfengisvarnanefnd 1987-1990. Varamaður í um- hverfisráði 1988-1990 og íþróttaráði 1986-1990. Gunnar er varaformaður Al- þýðuflokksfélags Kópavogs. Hann starfaði lengi með Leikfélagi Kópavogs. Gunnar vinnur hjá G.S.S. á íslandi hf. sem hugbúnað- armaður. Eiginkona Gunn- ars er Margrét Halldórsdótt- ir og eiga þau 4 dætur. Hann er 43 ára gamall og býr f Hlíðarhjalla 28. Gunnar er varabæjarfulltrúi, situr í umhverfisráði og er varamað- Margrét B. Eiríksdóttir, sölufulltrúi, Er 39 ára, fædd í Reykja- vík, en bjó í Bolungavík til 14 ára aidurs. Flutti í Kópavog 1971 og býr nú í Reynigrund 15. Lauk stúdentsprófi frá MR 1973. Stundaði nám í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands 1975-1977. Hóf störf hjá Flugleiðum 1977 og hef- ur starfað þar síðan. Er nú sölufulltrúi í hópferðadeild félagsins. Margrét hefur starfað mikið að íþróttamálum. Lék körfubolta með íþróttafélagi stúdenta í mörg ár. Var for- maður félagsins 1985-1991. Var fulltrúi íslands í stjórn íjrróttasambands norrænna stúdenta 1984-1991. Margrét hefur verið í kvennalandslið- snefnd körfuknattleikssam- bands íslands. Sat í íþróttar- áði Kópavogs 1986-1990. Var formaður byggingar- nefndar Skíðamiðstöðvar Kópavogs í Bláíjöllum. Situr í vinabæjarnefnd og er vara- maður í félagsmálaráði Kópavogs. Margrét hefur setið í varastjórn Norræna fé- lagsins í Kópavogi síðan 1991. Eiginmaður Margrétar er Kristinn Ó. Magnússon og eiga þau tvær dætur. Helgi Jóhann Hauksson, útgefandi. Helgi Jóhann Hauksson er 37 ára gamall útgefandi og kvæntur Aðalheiði Einar- sdóttur, húsmóður og á fjögur börn og býr í Lautasmára 49. Helgi er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði en Aðalheiður t Kópavogi. Þau hafa lengst haldið heimili sitt í Kópavogi en einnig í Hafnarfírði og á Vestfjörðum. Foreldrar Helga eru þau Kristín H. Tryggvadóttir, skólastjóri og fv. varaþingmaður Alþýðu- flokksins og Haukur Helga- son, skólastjóri og fyrrum „þinglóðs" Alþýðuflokksins. Helgi lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1976. Eftir það stundaði hann nám í verkfræði árin 1976-78 og nám til kennsluréttinda við Kennaraháskóla íslands 1988-1991. Helgi starfaði sem kennari og skólastjóri í tólf ár, frá 1980 til ársins 1992, lengst af sem kennari í Hafnarfirði en einnig sem skólastjóri við Grunnskóla Súðavíkur 1986- 1988. Samhliða námi og kennslu hefur Helgi lengi starfað við blaðamennsku og útgáfum- ál, og rekur nú útgáfuþjón- ustu „Leikur að ljósi“ að Hamraborg 12 í Kópavogi. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins, Hamraborg 14a, er opin alla daga frá kl. 14:00-18:00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.