Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Fimmtudagur 24. febrúar 1994_________ KÓPAVOGUR: Rúnar Geir- mundsson Köllum Loft til starfa Þegar ég frétti að Lofitur Þór Pétursson ætlaði að gefa kost á sér í prófkjör Alþýðuflokks- ins í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosning- amar í vor, fagnaði ég því. Mig langar með ör- fáum orðum að hvetja Kópavogsbúa til að veita Lofti gott gengi á kom- andi A-lista. Hvers vegna? Jú, allt frá því ég kynntist Lofti fyrst árið 1976, en þá var hann formaður nema í húsgagnaiðnum og ölull talsmaður jafnaðarstefn- unnar, sannur krati frá bamæsku og baráttu- maður fyrir lýðræðisleg- um vinnubrögðum innan iðnnemahreyfingarinn- ar, sem þá var full af kommum og marxistum sem gám ansi oft verið erfiðir viðureignar, en þar kom Loftur mörgu góðu til leiðar. Undanfarin tíu ár hef- ur Loftur rekið sitt eigið bólstmnarfyrirtæki bæði einn og með öðmm, ár sem hafa verið erfið vegna samkeppni erlendis frá. Hann hefur verið harður bar- áttumaður fyrir því að lítil iðnaðar- og þjónustufyrir- tæki á borð við hans, fái af sér staðið þá hörðu sam- keppni erlendis frá sem orðið hefur þess valdandi að hundruð eða þúsundir góðra fagmanna hafa horfið til annarra staifa. f Sem formaður Meistarafélags húsgagnabólstrara hefur Loftur barist fyrir því að ríki og sveitarfélög hlúi að þeim fáu og litlu iðnfyrirtækjum sem þó em eftir í landinu og beini sínum viðskiptum til þeirra. Það myndi styrkja undirstöður þeirra. Smáfyrirtæki í iðnaði em uppspretta nýrra starfa og helsta vopnið gegn atvinnuleysi. Ég óska Kópavogsbúum til hamingju með það að Loftur Þór skuli nú bjóða sig fram til góðra verka og vona að sem flestir mæti í prófkjörið um helgina og kjósi Loft í ömggt sæti, þar sem hann mun sóma sér veþmeð því ágæta fólki sem á listann fer. Ég er sannfærður um það að félagar okkar í for- ystusveit Alþýðuflokksins í Kópavogi taki góðum dreng fagnandi og muni nýta sér krafta hans í fram- tíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri. KÓPAVOGUR: Sigríður Jónsdóttir Égvil berjast fyrir réttlæti Kópavogur er bær í ömm vexti, en þar er þó ýmislegt sem þarf að huga að. A undanfömum ámm hefur mikið verið byggt í Kópavogi en ekki alltaf verið hugsað um þá þætti, sem nauð- synlegir em öllu mann- lífi, svo það geti dafnað eðlilega. Það sjónarmið hefur verið ríkjandi, að það sem gefur meira í aðra hönd hvað varðar peninga hefur stjómað ferð- inni. Kirkjan Á þessu kjörtímabili ætluðu stjómvöld að fara með offorsi og ráða ferðinni, hvað sem fólkið t bæn- um segði. Samþykkt var í bæjarstjóm að byggja kirkju á Víghólnum í trássi við fbúana og hafist var Loftur Þór Pétursson. Rúnar Geirmundsson. PROFKJ ORSBLAÐIÐ handa þrátt fyrir allar viðvaranir. Þá reis söfnuðurinn upp og mótmælti. Við svo búið varð meirihluti bæj- arstjómar að viðurkenna, það er Framsóknar- og Sjálfstæðismenn, að völdin væm ekki í þeirra hönd- um. Nú situr eftir sviðin jörð og hrópleg sár, sem ber menjar eftir þau átök sem áttu sér þar stað. Það hefði ef til vill verið skynsamlegra að hlusta á aðvaranir fyrrverandi ráðamanna, sem þekktu sitt fólk. Þetta er liðin tíð og nú er söfnuðurinn að byggja kirkju yfir fólkið sitt í Digraneshltðum. Vonandi verður þetta atvik til að draga lærdóm af. Forstöðumaður sundlaugar Mikil átök urðu urn forstöðumann sundlaugarinn- ar. Flestir höfðu búist við því, að forstöðumaður gömlu sundlaugarinnar myndi halda sínu starfi áfram þegar nýja sundlaugin yrði tekin í notkun. Það urðu því sérstök vonbrigði, þegar honum var sagt upp starfi og nýr forstöðumaður ráðinn, einkum vegna þess, að hin nýja sundlaug hafði verið hugar- fóstur fyrrverandi forstöðumanns og mikið baráttu- mál. Á þessu kjörtímabili hafa verið ráðnir tveir for- stöðumenn að sundlauginni. Endurskoðandi bæjarreikninga Endurskoðandi bæjarreikninga var líka látinn Qúka, þar sem nú átti að taka ærlega til hendi og leggja spilin á borðið. Fjárhagsáætlunin stóðst ekki betur en svo, að í síðasta mánuði ársins 1992 skrif- uðu bæði forseti bæjarstjómar, Amór Pálsson, og bæjarstjóri í jólablöðin, að skuldimar myndu lækka um 230 ntilljónir, en þær lækkuðu bara ekki neitt. Á árinu 1994 er gert ráð fyrir að laun endurskoð- enda muni hækka um 137% frá árinu 1990, þegar skipt var um endurskoðenda. Rekstrarstjóri bæjarins Rekstrarstjóri var kominn vel inn í mál bæjarins þegar starf hans var lagt niður og hann látinn fara. Hann sótti þá um starf starfsmannastjóra, en fékk ekki. Trúlega ekki réttur pólitískur litur? Það hefur verið mjög kostnaðarsamt fyrir Kópa- vogsbæ þegar starfsfólk, sem hefur unnið af atorku og áhuga fyrir bæinn, hefur verið látið víkja úr starf vegna annarlegra sjónarmiða. Umhverfismálin Kópavogur skipaði sér á bekk meðal fremstu bæj- arfélaga á Islandi hvað varðar uinhverfismál, á fyrra kjörtfmabili, þegar reglugerð um Umhverfisráð í Kópavogi var samþykkt og garðyrkjustjóri ráðinn. Með stofnun garðyrkjudeildar gátu bæjaryfirvöld fengið betri yfirsýn yfir stöðu umhverfismála og þannig staðið að framkvæmdum á hagkvæmari og markvissari hátt. Þrátt fyrir að umhverfismálin séu ein af mikilvæg- ustu málunt framtíðarinnar var Umhverfisráðið gert að engu og garðyrkjustjóri mátti taka föggur sínar og fara. Með nýju skipuriti var verið að skipa skipulags- málum og framkvæmdamálum á stall, sem þýðir einungis, að umhverfismálunum er vikið til hliðar fyrir sjónarmiðum peningahyggjunnar. Höfundur er bæjarfulltrúi og myndmenntakennari. Hún tekur þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins í Kópavogi. HAFNARFJÖRÐUR/KÓPA- VOGUR: Sigurður Pétursson Treystum ungu fólki - treystum framtíðinni Þegar Alþýðuflokkurinn tók upp opin prófkjör við val á frambjóðendum þótti það djarft og ffamsækið skref. Það þarf ekki að koma á óvart, þegar flokkur jafnaðarmanna á í hlut. En eins og allir vita hafa lognmolla og sofandaháttur ekki verið meðal ein- kenna Alþýðuflokksins síðasta áratuginn eða meir. Miklar vonir voru bundnar við prófkjörin, sem að- ferð til þess að fá fram skoðun sem flestra kjósenda við uppröðun listum. Þær vonir hafa ræst og styrkt þá venju innan flokksins. Alþýðuflokkkurinn hefur sýnt að hann er opinn, lýðræðislegur flokkur þegar kemur að framboðsntálum. Samt er ekki því að neita að vissir hlutir í sambandi við prófkjörin, sem telja verður til baga, hafa komið fram og þróast með þeim. Kostnaður frambjóðenda hefur oft á tíðum farið í óhugnanlegar upphæðir, þannig að þeir sem ekki ráða yfir ijármagni hafa verið vonlausir um árangur. Ekki hefur þetta verið áberandi hjá Alþýðu- flokknum, en mest borið á slíku í kosningum meðal sjálfstæðismanna. Annað atriði sem vak- ið hefur athygli, bæði hjá Alþýðuflokknum og öðrum flokkum, er hve erfitt ungt fólk hefur oft á tíðum átt uppdráttar í almennum prófkjörum. Einnig hafa konur mátt láta í minni pokann í slíkum slag oftar en vera skyldi. Ekki skal fjölyrt um ástæður þessa, en ein ástæðan er oft sú að at- kvæði dreifast mjög í kosningum sem þessum, sérstaklega þegar margir jafningjar bjóða sig fram. Sigurður Pétursson. Mikið úrval ungs p/n ® folks Þessar hugrenningar sækja á nú þegar nálgast prófkjör í tveimur af traustustu vígjum okkar jafnaðarmanna í Hafnar- firði og Kópavogi. Á báðum stöðum er hópur valinkunnra jafnaðar- manna í framboði, eldri sem yngri. Þar fara fremstir forystumenn flokksins í þessum næst- stærstu bæjum landsins, margreyndir í félagsmál- um og stjómmálum. Ungt fólk tekur virkan þátt í prófkjömnum, og vekur sérstaldega athygli fjöldi ungra jafnaðarmanna sem býður sig fram í Hafnarfirði. Sannar það enn að Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði er flokkur unga fólksins í bænum þar suður í hrauninu. Meðal þeirra sem gefa kost á sér fyrir Alþýðu- flokkinn í Hafnarfirði em margir sem starfað hafa fyrir FUJ í Hafnarfirði og setið í stjórn Santbands ungra jafnaðarmanna undanfarin ár. Þar em þau Kristín List Malmberg, Gúðbergur Olafsson, Magn- ús Hafsteinsson og Sigþór Ari Sigþórsson, öll þraut- reynd í félagsmálum. Ungt fólk sem haslar sér nú völl í atvinnulífinu, og munu verða flokknum til framdráttar í baráttunni. 1 Kópavogi gefur Hreinn Hreinsson núverandi formaður FUJ í bænum kost á sér. Um hann gildir hið sama auk þess sem hann er þekktur fyrir hnyttin pólitísk tilsvör eins og komið hefur fram í Alþýðu- blaðinu. Allt þetta fólk hefur tekið þátt í uppbygg- ingu SUJ undanfarin misseri, og er tilbúið að axla ábyrgð fyrir flokkinn og sína heimabyggð. Hreinn Hreinsson. Sigþór Ari Sigþórsson. Sameinumst um Sigþór Ara í Hafnarfirði Það er ljóst að margir stuðningsmenn Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði munu eiga erfitt nteð að gera upp á milli þess fjölda ungs fólks sem er í boði í próf- kjöri flokksins. Því er hætta á að dreifing atkvæða verði mikil og enginn fulltrúi ungs fólks nái að verða meðal efstu manna á listanum. Til þess að tryggja hlut ungs fólks á listanum, þurfa Hafnfirðingar því að sameinast um að styðja einn úr hópnum í eitt af efstu sætunum sex. Áðeins þannig mun fulltrúi ungra jafnaðarmanna ná lykilstöðu. Þess vegna hvet ég alla jafnaðarmenn í Hafnarfirði til að styðja Sigþór Ara Sigþórsson í eitt af sex efstu saetunum á lista Alþýðuflokksins við næstu bæjarstjórnar- kosningar. Sigþór Ari hefur verið formaður í Félagi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og setið í stjóm SUJ. Hann hefur ennfremur gegnt trúnaðarstöðum fyrir Röskvu, samtök félagshyggjufólks í Háskólanunt. Sigþór hefur starfað fyrir Hafnaríjarðarbæ, og þekk- ir vel til mála á þeim bæ. Hann er verkfræðingur að mennt og vel heima í öllu er viðkemur framkvæmd- um, skipulags- og umhverfismálum. Hann hefur starfað að málefnum ungs fólks í mörg ár. Fullyrða má að Sigþór Ari þekkir til aðstæðna ungs fólks og er verðugur fulltrúi þeirra. Alþýðuflokkurinn - fyrir breytingar Þegar Alþýðuflokkurinn setti sér sem reglu að velja frambjóðendur á lista flokksins með prófkjör- um, þótti það djarft tiltæki á sínunt tíma. Jafnaðar- menn hafa sýnt að þeir treysta stuðningsfólki sínu til að velja fúlltrúa sína í trúnaðarstöður í bæjarstjórn- um og á þingi. Ungt fólk er einn stærsti kjósenda- hópurinn í Hafnarfirði og Kópavogi. Tryggjunt ungu fólki framgang í prófkjörum Alþýðuflokksins, og sýnum að jafnaðarmenn þora að treysta unga fólkinu fyrir ábyrgðarhlutverki. Hlutverki sem það hefur sýnt með störfum sínum að það rís vel undir. Hreyf- ing jafnaðarmanna mun njóta þess unt framtíð. Höfundur er sagnfræðingur. KÓPAVOGUR: Margrét B. Eiríksdóttir Mannlíf eða malbik? í Kópavogi í dag hugsa bæjaryfirvöld um malbik, - ekki mannlíf eða menningu. Ekki um ungt og uppvaxandi fólk. Ekki um þarfir þeirra sem komnir eru á efri ár. En er þetta það sem fólkið vill? Er ekki betra að veljá gæði frem- ur en magn? Það er álit mitt að hér þurfi að verða hugarfarsbreyting. I staðinn fyrir að dekra við verktaka viljunt við hlynna að mannlega þætlinum í bænurn. Utþenslustefna núverandi meirihluta bæjarstjóm- ar í Kópavogi er komin út í hreinar öfgar. Bærinn keppist við að bólgna sem mest út og verða risastórt bæjarfélag. Ljóst er að nú á að ráðast í úthlutun lóða í Fífuhvammslandi og þarmeð stórfellda aukningu íbúa í bænum. Á sama tíma blasa við uggvænlegar staðreyndir á byggingasvæðunum á Nónhæð og í Suðurhlíðum þar sem íhaldið segist hafa selt allar lóðir. Þar er allt eitt flakandi sár og virðist verða svo um mörg ár enn. Þegar ekið er um þessi hverfi kemur í ljós að upp- steyptar byggingar þar eru margar hveijar til sölu. I stóiri blokkarbyggingu hafa aðeins örfáar íbúðir selst. Byggingameistarar sem hafa byggt húsin geta ekki selt. Hið mikla lóðaframboð sem Kópavogur hefur státað af hefur skapað vandamál, sem bygg- ingameistarar og bærinn kljást nú við. Samt skal haldið áfram uppbyggingu sem kostar ómælt fé í þjónustu fyrir fólk sem á að flytja í bæinn. Til hvers? Kópavogsbúar ættu umfram allt að varast ofþensl- una í byggingamálum f kaupstaðnum, enda eru vítin til að varast þau. Kópavogur hefur áður kynnst of- þenslu sem þessari. Hún þýddi um árabil að bæjar- búar voru illa settir í skólamálum og annarri þjón- ustu við íbúana. Nú stendur til að endurtaka þann leik, ef íhaldið fær að ráða hér í bæ. Að sjálfsögðu verða menn nú að stíga á bremsuna, - hætta verk- taka- og byggingaméistaradekri íhaldsins, - og fara að taka á málum íbúanna sjálfra. Þar eru mörg verk- efni óleyst, og mun merkilegri og verðugri en að belgja bæinn út og reikna með 800 íbúa fjölgun á ári hverju í náinni framtíð eins og nú er stefnt að. I mínum huga boða slíkar framkvæmdir ekki ann- að en gúmmítékka sem Kópavogsbúar verða að greiða, enda kemur að skuldadögum fyrr en varir. Er þó skuldsetning bæjarfélagsins ærin fyrir þótt ekki verði enn bætt við hana. Ég tel mig geta talað fyrir hönd krata í Kópavogi þegar ég fullyrði að verkefnin framundan em fólgin í betri þjónustu við alla aldurshópa í bænum, að ekki sé talað um stórfellda eflingu atvinnulífsins í bæn- um, sem lítið hefur verið sinnt á undanfömum árum af núverandi meirihluta. Svo ég nefni dærni um þjónustu sem að stómm hluta hefur verið vanrækt í bænum, nefni ég málefni unglinga. Þar hefur eitthvað verið að gert í samvinnu við skólana. Eftir stendur sú staðreynd að einmitt þeir unglingar sem mests stuðnings þarfnast, krakk- ar sem úthýst hefur verið vegna hegðunar- og aga- vandamála, eiga í engin hús að venda í dag. Það er vitað að þessum hópi má finna efnisfólk, sem oftar en ekki má bjarga með þróttmiklu og heilbrigðu starfi, enda segir máltækið að oft verði góður hestur úr göldum fola. Kópavogur var í eina tíð þekktur fyrir öfluga fé- lagsþjónustu og vissulega eimir enn eftir af þeiirí uppbyggingu, sem Alþýðuflokkurinn átti stærstan þátt í að koma á fót. Núverandi meirihluta helur þó tekist að draga verulega úr þessum þætti í starfsemi bæjarfélagsins og er það miður. Ég hef orðið vitni að niðurskurði á þjónustu við aldraða. Þetta blöskrar mér að horfa upp á. Félagslegt öryggi bæjarbúa verður að setja á oddinn. Án þess verður bærinn okk- ar næsta lítils virði. Þegar ég flutti í bæinn fyrir rúmum 20 ámm blómstraði hér menningarlíf sem vakti athygli langt út fyrir bæinn. Hvað hefur gerst á þessu sviði? Bæj- aryfirvöldum hefur tekist að slökkva þann menning- areld sent hér logaði fyrmrn. Ég vil leggja áherslu á að bærinn kveiki þann eld að nýjú. Kópavogsbúar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri míns flokks, Alþýðufiokksins, sem fram fer á laugardag og sunnudag. Ég óska eftir að fá brautargengi á lista okkar við bæjarstjórnarkosning- amar í vor. Ég mun vinna í anda félagshyggju og frjálsræðis í bæjarstjóm Kópavogs, - fyrir íbúana og málefni þeirra, gegn óskynsamlegri útþenslu, sent aðeins stefnir að því að skerða þjónustuna við þá sem í dag búa í bænum. Höfundur er söiufuiitrúi hjá Flugleiðum. Hún tekur þátt i prófkjöri Alþýðuflokksins i Kópavogi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.