Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. febrúar 1994 PRÓFKJÖRSBLAÐIÐ MfflUBLMIÐ Fjölmennasti aldurshópurinn, börn og unglingar eignist málsvara í þjóðfélaginu, Umboðsmann barna. Félagsmálaráðherra lagði fram stjórnarfrumvarp um nýtt embætti á Alþingi í gær: HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 AHRIFALAUS HOPUR EIGNAST MÁLSVARA Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Prófkjör Alþýðuflokksins Prófkjör fara fram hjá Alþýðuflokknum í Hafnarfirði og Kópa- vogi á laugardag og sunnudag. Þar fá kjósendur tækifæri til að hafa áhrif á það hvemig framboðslistar Alþýðuflokksins í þess- um kaupstöðum verða skipaðir við sveitarstjómarkosningarnar í maí. Fjöldi fólks gefur kost á sér til framboðs og flokkurinn get- ur verið stoltur af þeim mikla áhuga sem fólk hefur á að takast á við bæjarmálin í sínum heimabyggðum. Kjósendur geta þannig valið milli margra hæfra einstaklinga sem bjóða fram krafta sína í þágu bæjarfélagsins undir merkjum jafnaðarstefnunnar. Hin mikla þátttaka á prófkjörslistum flokksins sýnir styrka stöðu Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og Kópavogi. I Hafnarfirði vill fólk koma til liðs við farsælan meirihluta flokksins í bæjar- stjóm. í Kópavogi ríkir mikil óánægja með stjómun bæjarins í höndum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þar, ekki síður en í Hafnarfirði, vilja kjósendur veg Alþýðuflokksins sem mest- an og stór hópur fólks mun taka þátt í að efla flokkinn með því að taka þátt í prófkjörinu. Fórkosningar sem þessar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt við skipan framboðslista stjómmálaflokkanna jafnt til sveitárstjóma sem Alþingis. Þar er ýmist um að ræða opið eða lokað prófkjör, forval eða skoðanakannanir. Þessi tilhögun á vali á framboðslista gerir starf flokkanna opnara og eykur áhuga hins almenna kjós- anda á að taka þátt í því starfi. Með því að fá tækifæri til að hafa áhrif á það hverjir skipa framboðslista og velja fólki sæti á lista fá kjósendur bein áhrif á það hverjir muni taka sæti í sveitarstjórn eða á Alþingi. Á sama hátt ýta prófkjör undir áhuga fólks á að taka þátt í pólitík og þá ekki síst bæjarmálapólitík. Fólk þarf ekki að ganga í gegnum síu flokksstofnana til að geta boðið fram krafta sína í þágu kjósenda. Þeir sem bjóða sig fram í prófkjöri gangast undir próf þar sem almennir kjósendur era prófdómarar. Börnin, þaö er aldurs- hópurínn frá fæðingu til 18 ára aldurs, fjölmennasti aldurshópurinn í þjóðfé- laginu, á sér ekki talsmann í þjóðfélaginu. Á íslandi í dag er þessi hópur nærri 30 af hundraði, nærri 78 þús- und einstaklingar. Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram á Alþingi í gær stjórnar- frumvarp um Umboðs- mann barna. Því embætti er ætlað að vaka yfir hags- munamálum barna af ýmsu tagi jafnframt því sem það skal hafa eftirlit með því að þeir sem fjalla um málefni harna fari að lögum. Áður rætt á Alþingi Alþýðuflokkurinn hefur fyrr komið að málefnum bama og ungmenna og varp- að fram hugmyndinni að stofnun embættis Umboðs- manns bama. Það var 1978 í greinargerð með þingsálykt- unartillögu um umbætur í málefnum bama. Drög að lögum um Umboðsmann bama komu fram 1981 í greinargerð frá sifjalaga- nefnd, og fmmvarp til laga um umboðsmanninn var lagt fram á Alþingi 1986 og aftur árið eftir en varð ekki útrætt. Annað fmmvarp um málið var lagt fyrir þingið 1990 og endurflutt árið eftir, en var þá vísað til ríkisstjómar að til- lögu allsherjamefndar. 1 gær flutti Jóhanna Sig- urðardóttir fmmvarpið sem stjómarfmmvarp og þess að vænta að það verði loksins samþykkt sem lög. Nokkrar umræður urðu um efni fmm- varpsins, og almennt á vina- legu nótunum. Þess er vænst að fmmvarpið verði senn að lögum. Þátttakendur í prófkjöri þurfa að fá tækifæri til að kynna sig og þau málefni sem þeir bera helst fyrir brjósti. Alþýðublaðið í dag er helgað prófkjöram Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og Kópa- vogi. Öllum frambjóðendum var gefinn kostur á að skrifa stutta grein til birtingar í blaðinu sem dreift er á hvert heimili í Hafnar- firði og Kópavogi í dag. Með því vill Alþýðublaðið leggja sitt af mörkum til að auðvelda frambjóðendum að kynna sig um leið og kjósendur fá í hendur nokkrar upplýsingar um þá sem gefa kost á sér til framboðs. Sumir hafa hom í síðu prófkjöra á þeim forsendum að þau kljúfi flokka í stað þess að þjappa fylgismönnum þeirra saman. Enn- fremur er rætt um að jafnræði sé ekki með frambjóðendum þar sem sumir hafi efni á að eyða meiru fé til kosningarbaráttu held- ur en aðrir. Þetta era haldlítil rök. Sú aðferð að láta fámennar uppstillingamefndir velja frambjóðendur er ekki lýðræðisleg og hefur oftar en ekki leitt til meiri sundrangar en samheldni innan flokka. Forkosningar era lýðræðislegur háttur til að velja fram- bjóðendur á lista. Kjósendur fá að vera með frá upphafi við að velja þá sem þeir treysta best til að skipa framboðslista við kosn- ingar. Hvað varðar kostnað við að vekja athygli á sér í prófkjörs- baráttu þá er óhætt að fullyrða að sá kostnaður er í lágmarki. Fá- mennið auðveldar fólki að koma sér á framfæri án þess að kosta til þess miklu fé. En mikilvægust er þó sú staðreynd að hér á landi era kjósendur ekki ginkeyptir fyrir íburðarmiklum og dýr- um áróðursherferðum í þágu einstakra frambjóðenda. Enda sýna dæmin að það er ekki trygging fyrir góðri útkomu á prófkjöri að eyða miklum peningum í baráttuna. Um helgina munu þúsundir kjósenda í Hafnarfirði og Kópavogi taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins. Nú er það kjósenda að velja á lýðræðislegan hátt þá frambjóðendur sem koma til með að leiða flokkinn í komandi sveitarstjómarkosningum. Líkt og annars staðar skiptir hér hæfni frambjóðenda öllu og brýnt að kjósendur velji „fólk til forystu“, svo vitnað sé til hafnfirskra jafnaðarmanna. Tökum þátt og styrkjum þannig lýðræðið í land- inu. Verkefni Umboðs- manns barna í 3. grein frumvarps til laga um Umboðsmann bama er skilgreint í hverju embætt- ið er fólgið. Sú grein fylgir hér á eftir í heild sinni: „ Umboðsmaður barna skat vinna að því að stjóm- sýsluhafar, einstaklingar, fé- lög og samtök einstaklinga taki fidlt tillit til réttinda. þatfa og hagsmuna bama. I starfi sínu skal umboðsmað- ur bania setja fram ábend- ingar og tillögur um úrbætur sem snerta hag barna á öll- um sviðum samfélagsins. Umboðsmaður bama skal einkum: a. Hafa frumkvœði að stefimmarkandi umrœðu í samfélaginu um málefni bama. b. Koma á framfæri tillög- um um úrbœtur á réttarregl- um og fyrirmœlum stjóm- sýsluhafa er varða böm sér- staklega. c. Stuðla að því að þjóð- réttarsamningar, er varða réttiiuli og velferð bama og fullgiltir hafa verið aflslands hálfu, séu virtir. d. Bregðast við telji hann að stjómsýsluhafar, einstak- lingar, félög og samtök ein- staklinga, liafi með athöfnum sínum eða athafnaleysi hrot- ið gegn réttindum, þörfum og hagsmunum barna í samfé- laginu. Telji umboðsmaður bama að ákvœði d-liðar 2. máls- greinar, kunni að hafa verið brotið, skal hann beina rök- JÓHANNA SIGURÐAR- DÓTTIR félagsmálaráðherra lagði fram stjómarfrumvarp um emhœtti Umboðsmanns barna á Alþingi í gœr. Fjöl- mennasti aldurshópur þjóðfé- lagsins á að eignast opinbcran forsvarsmann sem gœta á rétt- inda og liagsmuna barna og unglinga. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason studdri álitsgerð til viðkom- andi aðila ásamt tillögum um úrbœtur, eigi það við“. Litið til góðrar reynslu Norðmanna Einkum er litið til Noregs með fyrirmyndina að hinu nýja embætti. Þar í landi hef- ur starfað umboðsmaður bama frá 1981. Norðmenn bentu á sem meginástæðu til stofnunar embættisins að staðreyndin væri sú að böm væm áhrifalaus hópur í stjómmálalegu tilliti og því ekki þess megnug að hafa áhrif á löggjöf eða ákvarð- anatöku sem snertir hag þeirra beint eða óbeint. I Noregi er það samdóma álit þeirra sem gleggst þekkja til að tilgangur norsku lag- anna hafi náðst, tekist hafi að koma á fót embætti sem tryggir norskum bömum að hagsmuna þeirra er í hví- vetna gætt við lagasetningu, skipulagningu og ákvarðana- töku í samfélaginu. Á síðasta ári komu Svíar á embættf umboðsmanns bama. I Danmörku hefur fmmvarp í þessa vemna ver- ið fellt ítrekað. Þar í landi telja menn að málefnum bama sé best borgið hjá fé- lagsþjónustu sveitarfélag- anna. 1 Finnlandi hefur starf- að í 70 ár stofnun á vegum einkaaðila sem unnið hefur að réttindamálum bama og umbótum á högum bamaíjöl- skyldna. Stofnunin kom á fót starfsemi umboðsmanns bama 1981 og umræður em þar í landi um ríkisrekið embætti umboðsmannsins. Hinir fullorðnu stjórna íslensku þjóðfélagi er stjómað af hinum fullorðnu. Ákvarðanir um uppbyggingu þess, forgangsröð verkefna, framkvæmir og skiptingu fjármagns virðast fyrst og fremst taka mið af hagsmun- um og þörfum hinna full- orðnu. Böm em ekki þrýsti- hópur hér á landi. Þau hafa ekki neinar forsendur til að fylgja eftir réttinda- og hags- munamálum sínum eða vekja athygli á því sem betur má fara. „Heildstæða fjölskyldu- stefnu skortir hér á landi og tilhneiging hefur verið til að skilgreina málefni bama sem „hin mjúku mál“ með þeim afleiðingum að þau hafa setið á hakanum þegar ákvarðanir em teknar um skipulagningu þjóðfélagsins og ráðstöfun fjármuna ríkisins. Því er full þörf á því að hér á landi starfi umboðsmaður barna", segir í frumvarpinu sem nú er til umræðu á Alþingi. Það er tekið fram í fmm- varpinu að ekki sé ætlunin að setja á stofn embætti seiri taki við verkefnum sem stjóm- völdum, stofnunum eða ein- staklingum, sem liefur verið falið að vinna samkvæmt lögum í þágu bama. Það er heldur ekki ætlunin að hrófla við fjölmörgum lagafyrir- mælum sem leggja ýmsar skyldur áherðar ýmissa aðila í málefnum bama. Umboðs- manni bama er ekki ætlað að hafa afskipti af málefnum einstakra bama, deilum for- sjáraðila og stofnana eða öðr- um einstaklingsbundnum ágreiningsefnum hvort held- ur þau eru á sviði bamaréttar, bamavemdar, skólamála eða öðmm sviðum. Löggjafinn hafi nú þegar falið ýmsum stjómvöldum og stofnunum að leysa þau verk af hendi. Engin hætta á skörun verkefna En hvar em valdmörk Umboðsmanns bama? I fmmvarpinu segir að ekki sé hætta á skömn á verk- efnum Umboðsmanns bama og Umboðsmanns Alþingis eða einstakra aðila í stjóm- sýslunni, sem koma að mál- efnum barna og ungmenna. Umboðsmaður Alþingis hefur á sex ára starfstíma haft afskipti af ýmsum málum sem snerta böm á einn eða annan hátt. Má þar nefna bamavemdar-, forsjár-, og umgengnismál auk mála- fiokka sem snerta böm beint eða óbeint, til dæmis skóla- mál, bygginga- og skipulags- mál, heilbrigðismál, al- mannatryggingamál og fleira. Umboðsmanni bama er hinsvegar ekki ætlað að láta í ljósi álit á því hvort stjóm- völd hafi brotið gegn lögum eða góðri stjórnsýslu við ákvarðanir eða í úrskurðum í einstökum málum, til dæmis í forsjár- og umgengnismál- um. „Umboðsmanni bama er hinsvegar ætlað að leiðbeina þeim sem hagsmuna eiga að gæta í slíkum málum um rétt þeirra til endurskoðunar á ákvörðun, hvort heldur er með málskoti til æðri stjóm- valda eða dómstóla eða með því að vísa málinu til Um- boðsmanns Alþingis. Vitn- eskja Umboðsmanns bama gæti hinsvegar orðið þess valdandi að hann læki um- ræddan málafiokk almennt til sérstakrar athugunar, teldi hann að hagsmunum barna vegið eða réttur þeirra væri ekki nægilega tryggður. Um- boðsmaðurbama kæmi síðan athugasemdum sínum og til- lögum á framfæri við við- komandi aðila", segir í fmm- varpinu. Bent er á að í Noregi hafi ekki komið til neinna árekstra milli embætta um- boðsmanna Stórþings og um- boðsmanns bama. Embætti Umboðsmanns barna á að heyra undir for- sætisráðuneytið, en forseti íslands skipar, að tillögu for- sætisráðherra, í embættið, til fimm ára í senn. Umboðs- maðurinn á að hafa lokið há- skólaprófi, vera 30 ára eða eldri. Hafi hann ekki lokið lögfræðiprófi skal ráða lög- fræðing til embættisins. • • ROSKVA ÓSIGRANDI! Röskva, samtök l'é- laghyggjufólks við Há- skóla Islands, var sigur- vegari kosninga til stúdentaráðs sem fram fóru í fyrradag. Af þrettán sætum sem kos- ið var um hlaut Röskva sjö, Vaka fékk finmt og óháður listi einn mann kjörinn. Var inál manna að Röskva hcfði unnið þarna mikinn varnarsigur og sýnt það og sannað hversu mikill styrkur býr í þessari hreyfingu sameinaðra vinstrimanna. I»ó var ekki laust við að inenn hefðu áhyggjur af því að hið óháða framboð kæmist í einhverskonar oddaaðstöðu. Svo varð ekki. Þetta er fjóröi sig- ur Röskvu í röð og and- stæðingarnir virðast hcillum horfnir. Alþýðublaðið hafði samband við formann Röskvu. Jón Þór Sturlu- son, og spurði hann út í sigurinn. „Röskva hélt ró sinni í baráttunni og kast- aði sér ekki í sandkassa- leik Vökumanna og við uppskárum eins og við sáðum. Það cr fullkom- lega Ijóst að málstaður félagshyggjunnar á sér mikinn hljómgrunn með- al háskólanema um þcss- ar mundir sem og annars- staðar. Aðspurður um hvon að þessi sigur gefi tóninn fyrir borgarsíjóm- arkosningarnar í vor scg- ir Jón Þór það ansi lík- JÓN POR SWRLU- SON, formaihtr Röskvu: „Málstaðurfé- lagshyggjunuar á sér rttikinn hljómgrttnn. ” Alþýðublaðsmynd. /EinarÓlason legt. „Félagshyggjan hef- ur mikinn meðbyr um þcssar mundir," ISLENSK BÖRN - áhrifalaus hópur í stjórnmálalegu tilliti. Alþýðnblaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.